Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 8
vism Föstudagur 27. aprll 1979 8 Útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davfö Guðmundsson Ritstjórar: Olafur Ragnarsson Höröur Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Ellas Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- lendra frétta: Guðmundur G. Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Halldór Reynisson, Jónlna Michaelsdóttir, Jórunn Andreasdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stef ánsson, Oli Tynes, Sigurður Sigurðarson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson, Þor- valdur Friðriksson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kjartan L. Pálsson. Ljósmynd- ir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. Útlit og hönnun: Jón Oskar Haf steinsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Símar 86611 og 82260. Afgreiösla: Stakkholti 2-4 slmi 86611. Ritstjórn: Siöumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3000 á mánuöi innanlands. Verö i lausasölu kr. 1S0 eintakiö. .Þrentun Blaöaprent h/f Rannsaka parf olíumisferlið Ekki eru allir bfleigendur landsins svo heiftarlegir aö láta fylla á bfla sina á afgreiöslu- stöövum ollufélaganna. Sumir nota húshitunaroliu á djsilbila sfna og sleppa þannig viö aö greiöa rikinu söiuskatt af oliunni. Stöðugar olíuhækkanir undan- farin misseri hafa leitt til þess að húskynding með olíu hef ur sífellt orðiðdýrari, en samtímis þessari þróun hef ur hitaveitum f jölgað á landinu og þannig verið hægt að nýta innlenda orku til húshitunar í stað erlendrar. Þrettánfðldun „verðs” I heimilisþætti Vísis var á dög- unum fjallað um þennan kostn- aðarlið húsráðenda á þeim svæð- um landsins, þar sem ekki eru starfræktar hitaveitur. Þar kom fram, að verð á gasolíu til hús- hitunar hefur hvorki meira né minna en 13-faldast undanfarin sex ár og verð á lítra stigið úr rúmum 5 krónum í tæpar 70 krónur. Stjórnvöld hafa, sem eðlilegt er, reynt að koma til móts við þessi útgjöld fólks á „köldu" svæðunum með því að veita þvi sérstakan styrk vegna olíukaup- anna sem nemur 20 þúsund krón- um á mann, en um fjórðungur landsmanna nýtur nú þessarar fyrirgreiðslu. Þessu til viðbótar er húshitun- arolian undanþegin söluskatti og er hún nú seld á 68 krónur og 90 aura, en sams konar olía til notk- unar á bíla er aftur á móti seld með söluskatti á 93 krónur. Þetta ætti einnig að vera gott og bless- að, ef við islendingar værum sæmilega heiðarlegir, en því er ekki að heilsa. Húsolía á Dlla Vísir hefur undanfarið gert könnun á meintu misferli með húshitunarolíuna, sem blaðið haf ði spurnir af, og hef ur komið í Ijós, að talsverð brögð eru að því að húshitunarolían sé notuð á dísilbíla, bæði vörubíla og jeppa, á ýmsum stöðum á landinu. I fréttum Vísis um þetta mál síðustu daga hefur komið fram, að miðað við meðalolíunotkun getur vörubílstjóri sloppið við að greiða um 370 þúsund krónur í söluskatt yfir árið og jeppaeig- andi um 50 þúsund krónur ef þessir aðilar dæla húshitunarolíu á bíla sína í stað sams konar dísilolíu, sem seld er á af- greiðslustöðvum olíufélaganna. Ekkert eftirllt í Ijós hefur komið, að ekkert eftirlit er haft með því að olía, sem seld er til húshitunar, fari ekki á dísilbíla og er ekkert gert af hálfu skattyfirvalda til þess að koma f veg fyrir söluskatts- svik af þessu tagi. Vísir hefur upplýst, að bæði í Noregi og Danmörku, þar sem olía til húshitunar er seld á lægra verði en olía á bíla, eru litarefni sett í húshitunarolíuna og fylgist lögreglan með því hvort slík olía er í eldsneytisgeymum bílanna með því að taka fyrirvaralaust sýnishorn úr þeim. Tugminjöna svik? Full ástæða er til þess að rétt yfirvöld láti nú þegar fara fram rannsókn á því hve útbreitt olíu- misferlið er hér á landi þar sem sá söluskattur, sem ekki skilar sér í ríkiskassann vegna þess getur numið tugum milljóna króna á ári. Einnig þarf að taka alvarlega til athugunar hvort ekki eigi að hef ja blöndun litar- efna í húshitunarolíuna eins og gert er í nágrannalöndum okkar, þannig að hægt sé að sannreyna, hvaða bíleigendur knýja bíla sína áfram með söluskattsfrjálsri húshitunarolíu og leiða í Ijós sak- leysi hinna. GRUNNT A FRELSISÞRANNI skipan. Kirkjan er nánast eini aðilin sem snúist hefur á móti opnum verslanatima á sunnu- dögum, ekki kaupmenn”. Hitt er svo annað mál að annað væri ekkert frelsi en að Óskar Jóhannsson og aðrir sh'k- ir fái að hafa lokaö siðla dags, kvöld — helgar oghátiðar þegar fólk hefur oft betri tima til að versla nauðsynjar og annað það sem þurfa þykir. — Stéttir sem eiga i vök að verjast — Kaupmannastéttin á það sameiginlegt með bændastétt- inni aö hún á i vök að verjast. Umræðan i þjóðfélaginu hefur verið andsnúin þessum þjóð- félagshópum ,enda má vel sparka i rassinn á kaupmönnum og bændum, þetta eru rótgrónar stéttir sem þurfa aö laga sig að breyttum þjóöfélagsaðstæðum. Vitanlega er erfitt fyrir þá sem skotið hafa rótum i kaup- mennsku, sem öörum atvinnu- vegum, að sætta sig við breyt- ingar og nýjungar, sérstaklega ef viðkomandi gæti misst spón úr aski. En hvorki kaupmennné bændur eru né eiga að vera neinar forréttindastéttir. Kaupmenn eiga að fá að neöanmáls Haukur Þór Hauksson verslunar- maður skrif- ar. Eftir .lestur greinar i Dag- blaðinu nú á dögunum eftir ósk- ar Jóhannsson kaupmann get ég ekki orða bundist um þann ræfiidóm sem þar kemur fram og það frá kaupmanni. Það er vægast sagtlitt skemtilegt fyrir unga menn með snefil af at- hafnaþrá að ganga inn i söfnuð kaupmannastéttarinnar ef við- horfin til frelsis i viðskiptum hafa farið svo halloka. Ég hélt I sakleysi minu að grundvallarskoðanir islenskrar kaupmannastéttar væru að at- vinnustarfsemin i landinu væri sem mest I höndum einstakiinga og félaga þeirra og skyldi hún verasem minnstundir skorðum hins opinbera, en þar virðist mér hafa skjátlast illilega, alla vega ef fyrrnefndur Óskar Jó hannsson er málpipa einhvers hluta kaupmannastéttarinnar. Óskiljanleg hræðsla — Hræðsla fyrrnefnds manns við breytingar á leyfilegum opnunartima verslana er nær óskiljanleg öllum þeim er hall- ast aö frjálsu athafnalif i og ættu hver sá kaupmaður sem stigur sllkt feilspor frá grundvallar- málflutningi stéttarinnar vegna hugsanlegra eiginhagsmuna að hljóta skömm fyrir, jafnvel þó verðlagslöggjöfin setji verslun- inni vfesar skorður er slður en svo hægt að réttlæta heftan opnunartima. Lita ætti á frjáls- an opnunartima sem áfanga á þeirri leið að losa verslunina úr haftaklafa rikisvaldsins o g gera hana sjálfstæða. Ekki veit ég betur en að i Eng- landi sé frjáls opnunartimi verslana nema á sunnudögum en nú standa yfir deilur um þá ,,Lita ætti á frjálsan opnunar tima sem áfanga á þeirri leið að losa verslunina úr haftaklafa rikisvaldsins.” keppa um þann markað sem fyrir hendi er, með sem fæstum utanaðkomandi höftum. það tryggir neytendum betri þjón- ustu og vöruverð, þeir sem þola svo ekki samkeppnina heltast svo eðlilega úr lestinni. En bagalegt er það, þegar menn sem vilja veita þjónustu i verslunum sfnum þegar kúnn- inn vill nota hana, fá ekki leyfi til þess og grátlegast af öllu er þegar hjáróma raddir frá sjálf- um kaupmönnum hevrast um áframhaldandi höft, það minnir mann á fyrri og enn verri tlma- bil i verslunarsögu landsins þegar fáir útvaldir einokuöu verslun og hafa eflaust haft ein- hvern fyrirslátt til að réttlæta vitleysuna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.