Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 16
20 Ums jón Sigurveig Jónsdóttir VÍSIR Föstudagur 27. april 1979 Vilhelm Bernhöft ætlaöi aö færa taflmennina svolitiö til, en haföi ekki afl tii þess. Hann er lika bara 4 ára og taflmennirnir sem nemendur „Hér verður alltaf eitthvað um að vera,” sagði Þórleif Drifa Jóns- dóttir framkvæmda- stjóri Listahátiðar barnanna, sem hefst að Kjarvalsstöðum á laugardaginn. „Uppundir 1000 börn koma hér fram þessa 9 daga, sem lista- háti'ðin stendur,” sagöi hún. „Þau skemmta með leik og söng, smiöa, vefa og elda, svo nokkuð sé-nefnt.Og i lfkani af baðstofu munu nokkur þeirra vinna viö spuna. Auk þessara 1000 barna eiga svo álika mörg verk á sýn- ingunni.” Fræðsluráð Reykjavikur og Félag islenskra myndlistarkenn- ara undirbjuggu Listahátið barnanna ogfengu til liðs við sig félög heimilisfræðikennara, handavinn ukennara, smiðakennara, tönmenntakenn- ara og vefnaöarkennara. Auk þess eiga Félag skólasafnvarða og Fóstrufélag ísiands aðild að hátiðinni. Kjarvalsstaðir undirlagðir Báðir sýningarsalir á Kjarvals- stöðum verða notaðir fyrir lista- hátiðina, og gangarnir þar aö auki. Nokkur dagskráratriði fara fram úti ef veður leyfir, þar á meðal verður flugdrekadagur siöasta sýningardaginn, 6. mai. Myndverk, munir og dagskrár- atriði koma frá flestum skólum Reykjavikur og nokkrum skólum utan borgarinnar. Skólabörn sjá um öll dagskráratriðin. Þau flytja söng, hljómlistog leikþætti, sýna kvikmyndir og auk þess verður eins konar tiskusýning, þar sem nemendur úr ýmsum skólum sýnafatnað sem þeirhafa unnið. Dagskráin hefst kl. 17.30 virka daga og kl 16 um helgar. önnur dagskrá hefst svo kl. 20.30 á kvöldin. —SJ ,,Má þetta vera svona?” My ndlistarkenna ra r leggja siöustu hönd á uppsetningu á verkum nemenda sinna. Jóhanna Bogadóttir viöeitt verka sinna FRUMSAMIN TÖNLIST OG GRAFÍK Létt, frumsamin tóniist og grafikmyndir standa gestum Stúdentakjailarans viö Hring- braut til boöa I kvöld, föstudags- kvöld. Þeir Gisli Helgason, Guðmundur Arnason og Helgi Kristjánsson flytja tónlistina á blokkflautur, gitar og bassa og hefst flutningurinn kl. 21. A vegum kjallarans eru grafik- myndir eftir Jóhönnu Bogadóttur, en hún opnaöi sýningu á þeim i gær. Jóhanna hefur áður haldið fjölda sýninga og tekið þátt í sam- sýningum hér og erlendis. Hún stundaði nám i Beaux Arts mynd- listarskólanum I Paris og við list- háskólann i Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Jóhanna hefur sl. þrjú ár búið i Sviþjóð, en er nú flutt aftur til Islands. Sýning Jóhönnu stendur til 6. mai og er opin kl. 10 til 23.30 daglega. Fjölskylduíerö um Reykjavfk Lif og land efnir til fjölskyldu- feröar um Reykjavfk sunnu- daginn 29. aprii undir heitinu „Kynnist borginni”. Leiðsögu- menn meö hópnum veröa þeir Höröur Ágústsson iistmáiari og Páll Lindal, fyrrverandi borgar- lögmaöur. Ferðin hefst kl. 10 að morgni að Kjarvalsstöðum, þar sem leiösögumennirnir skýra ferða- áætlunina. Þvi næst verður ekið um höfuðborgarsvæöiö undir leiðsögn Harðar Agústssonar. 1 hádeginu verður snæddur hádegisverður I Norræna húsinu og að því loknu gengið um elsta borgarhlutann. Páll Lindal verður leiðsögumaður i þessum hlúta ferðarinnar, sem lokið verður um kl. 4 e.h. Þeir, sem hafa áhuga á að „kynnast borginni”, þurfa að skrá sig í dag i sima 33947 kl. 5—7. Arshátíðirnar í Reykjavfk Passiukórinn á Akureyri heldur tónleika i Háteigskirkju 1. mai og hefjast þeir kl. 17. A tónleikunum veröur flutt óratórian „Arsfföirn- ar” eftir Joseph Haydn. Hljóðfæraleik annast félagar úr Sinfóniuhljómsveit Islands og nokkrir úr hljómsveit Tónlistar- skólans á Akureyri. Einsöngvar- ar verða þau ðlöf K. Haröardótt- ir, Jón Þorsteinsson og Halldór Vilhelmsson. Stjórnandi er Roar Kvam. Passiukórinn flutti Arstiöirnar á Tónlistardögunum á Akureyri nýlega viðmjög góöar undirtektlr áheyrenda. Tónverkið er eins konar sambland óratoriu og söngleiks og lýsir mannlífi og náttúrufari I sveitahéruðum Austurrikis. Textinn er sunginn á þýsku, en Magnús Kristinsson menntaskólakennari hefur gert islenska þýðingu, sem verður á efnisskrá. —SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.