Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 3
Föstudagur 27. april 1979
3
-—-
umrsim*
Fjársðfnun samvlnnumanna:
ÆTLA AD SAFNA
10 MIIUðNUM
1 tilefni barnaárs gengst
Alþjóöasamvinnusambandið fyr-
ir fjársöfnun um allan heim og
tekur sam vinnuhreyf ingin á
tslandi þátt i þessu verkefni.
Fjársöfnun fer fram undir heit-
inu „Kaupið fötu af vatni” og
verður söfnunarfénu varið til að
tryggja börnum í þróunarlöndum
hreint og ómengað neysluvatn.
Landssamband islenskra sam-
vinnustarfsmanna hefur tekið að
sér framkvæmd söfnunar. og i
framkvæmdanefnd eiga sæti
Guðmundur Guðmundsson, Ann
Mari Hansen og Sigurður
Þórhallsson. Fyrirhugað er að
safna 10 milljónum króna eða
sem svarar 50 krónum á hvern
landsmann. Söfnunarfjárhæðinni
verður deilt niður á félagssvæð-
inu. Samvinnustarfsmenn á
hverjum stað munu annast
söfnunina.
Söfnunarfötur hafa verið settar
upp i verslunum kaupfélaganna
og öðrum þjónustustöðum sam-
vinnuhreyfingarinnar og verða
þar til söfnuninni lýkur þann 20.
október. Þá verður i gangi sér-
stök söfnunarvika til 4. mai og er
þá gert ráð fyrir , að safna sem
viðast, til dæmis á vinnustöðum
og á mannfundum. —SG.
SEYÐISFJORÐUR:
ELDVARNAVIKA
Nýstofnað Junior
Chamber-félag á Seyðisfirði
gengst fyrir eldvarnarviku þar i
bæ, dagana 22.-29. april. A dag-
skrá er m.a. dreifing upp-
lýsingarrita, saia slökkvitækja,
slökkviæfing i barnaskólanum
o.fl.
Vonast þeir JC-félagar til þess
að bæjarbúar gefi þessu þarfa
máli gaum til hagsbóta fyrir
byggðarlagið en þeir starfa i ná-
inni samvinnu við slökkvilið
staðarins. Þetta er fyrsta verk-
efni félagsins sem ber nafnið JC
Seyðisfjörður. Félagsmenn eru
25.
IJ/GL
Jón Þórarinsson aö
hætta hjá Sjónvarpinu?
Vísir hefur fregnað að Jón
Þórarinsson yfirmaöur lista- og
skemmtideildar sjónvarpsins
hafi i hyggju að láta af þvi starfi.
Visir bar þetta undir Jón en
hann vildi fátt um málið segja
annað en: „Það kemur i ljós á
sinum tima”. —HB
- segir Raldur Haiidórsson stýrimaður
„Það er alveg fráleitt að tala
um að við séum hálaunamenn”,
sagði Baldur Halldórsson
stýrimaöur i samtali við Visi, en
hann er i samninganefnd far-
manna.
Baldur sagði að þeir skipstjórar
sem væru hæst launaðir
gerðuekki meir en aö rétt ná þeim
launum sem vxstöluþak rikis-
stjórnarinnar var sett á.
Stýrimenn væru með laun á bil-
inu 232 þúsund krónur á mánuði
upp i' 320 þúsund.
Vinnuveitendur hafa haldið þvi
fram að launakröfur yfirmanna
feli i sér allt að 150% kauphækk-
un. Baldur sagði hins vegar að
krafa þeirra færi hvergi fram úr
110% og væri þá teknir með aukn-
ir fridagar.
Eiginlegkrafa þeirra um hækk-
un væri ekki nema 18 til 28% á
grunnlaun og þá væri gert ráð
fýrir að launaflokkum yröi fækk-
að úr þrem i tvo.
Varðandi hugmyndir um
breyttamönnun skipa.sagði Bald-
ur, að það væri hægt að ná þokka-
legum tekjum með þvi að fækka
mönnum, en menn yrðu að gera
sér grein fyrir þvi að vinnan
minnkaði ekkert og myndi hún þá
lenda þar af leiðandi á færri
mön num.
„Það má benda á vegna um-
mæla i fjölmiðlum aö það voru
hásetar á farskipum, sem sömdu
á eftir okkur siöast og viöa eru
þeir og bátsmenn orönir kaup-
hærri en stýrimaðurinn um borð
og það er erfitt að una þvi"”, sagði
Baldur.
—KS.
„Mikill hnekkir
fyrir Siónvarpiö”
- ef hætl verður vlð lelkrllagerð, seglr Davið Oddsson
„Við höfum verið látnir vita
af þvi að ef við ynnum áfram að
okkar verkefnum væri það
algerlega á okkar eigin
ábyrgð og ekki ljóst hvort
sjónvarpiö tæki þessi leikrit
upp. Jafnvel stóð til að mitt leik-
rit yrði tekiö upp I sumar, en
horfið virðist hafa verfö frá
þvi”, sagði Davið Oddsson rit-
höfundur með meiru, en eins og
skýrt hefur verið frá er nú útlit
fyrir að engin sjónvarpsleikrit
veröi tekin upp á árinu.
Davið er sem kunnugt er einn
þeirra sex rithöfunda, sem falið
var að vinna handrit að leikrit-
um i samvinnu við sjónvarpið,
eftir námskeið i leikritagerð
sem sjónvarpið hélt fyrr á át-
inu. „Ég hef unnið aðeins áfram
að minu leikriti”, sagði Davið,
„en ekki af þeim krafti sem ætl-
að var.”
Davið sagði aö lokum aö ef
hætt væri við upptöku sjón-
varpsleikrita væri það geysileg-
ur hnekkir fyrir sjónvarpið.
„Þetta er mikill menningarleg-
ur afturkippur fyrir sjónvarpiö
frá þvi sem verið hefur.”
—IJ.
EKKI FULIIFRELSI
TIL ÚTFLUTNINGS
Viðskiptaþing Verslunarráðs-
ins samþykkti tillögur til
breytingar á lögum um gjald-
eyris- og utanrikisviðskipti þar
sem gert er ráð fyrir þvi aö ekki
þurfi lengur leyfi stjórnvalda til
útflutnings nema að þvi er tekur
til sjávarafuröa.
Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson
framkvæmdastjóri Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna sem
sæti átti i laganefnd Verslunar-
ráðsins sagði að það væri að sinni
tillögu, sem gert væri ráö fyrir,
að áfram þyrfti leyfi til út-
flutnings á sjávarafurðum.
Hann sagðist almennt vera
hlynntur frjálsri samkeppni en
samkvæmt reynslu sinni af út-
flutningi frystra sjávarafurða
teldi hann heppilegast að þessi út-
flutningur væri áfram i höndum
þeirra tveggja aöila,S.H. og S.I.S.,
sem nú önnuöust hann aö mestu
leyti. Þó sagðist Eyjólfur vel geta
hugsað sér að einhverjum þriðja
aðila yröi heimilaö að stunda
þennan útflutning ef hann gæti
sýnt fram á að hann gæti fengið
t.d. 10% freöfiskframleiöslunnar
til sölumeðferðar.
fjölvai=!1=3 útgáfa
Klapparstíg 16 ImJ Sími 2-66-59
FRUMLÍFSSAGAN LUKKU-LÁKI
Það er all óvenjulegt við
bókaútgáfu Fjölva aö undan-
förnu aðhún sendir nú frá sér, á
fyrrihluta árs, hverja bókina á
fætur annarri. Fyrir nokkru
kom út Stóra heimsstyrjaldar-
sagan, sem er með stærstu og
efnismestu ritum, sem hér hafa
komið út. Þá hefur nú nýlega
litið dagsins ljós Frumlifs-
sagan, sem uppfyllir brýna
vöntun og þörf, og á næstunni er
svo væntanleg Ævisaga Van
Goghs.sem óhætt er að segja að
veröur ægifögur og stórbrotín
bók meö óteljandiverkum þessa
mikla litameistara, auðvitað i
fullum litum. En auk þess hefur
bókin að geyma ýtarlegar frá-
sögur af ævi og listferli
Toulouse- Lautrecs og Pauls
Gauguins, sem voru samtiðar-
menn og nánir vinir Van Gogiis
og fléttast þannig inn i örlaga-
sögu hans.
Slfk bókaútgáfa á fyrri hluta
árs byggist á þeirri skoðun út-
gáfunnar, að bóklestur og fróð-
leiksfýsi manna sé ekki fyrir-
bæri.sem er einungis bundið við
eina árstið. Með réttu ætti bóka-
útgáfa að dreifast jafnt yfir allt
árið, en þvi er nú svo háttað að
slik starfsemi á fyrri hluta árs
ris upp á móti furðulegu kerfi,
þeirri sannkölluöu skrumbóka-
sölu, sem byggist á þvi að æra
almenning og koma útgáfubók-
um, oft fádæma lélegum að
gæðum út, i æsilegri skorpusölu
á stuttum tima með skrumi og
auglýsingum. Þegar fólk svo
stendur upp frá æðinu, komast
hinir blekktu kaupendur oft að
þvi, aö þeir sitjauppi með verð-
laust rusl.
Fjölvi vill með snemmútgáfu
sinni reyna að stuðla að skyn-
samlegra mati á bókum og
verðmæti þeirra. Fólk á ekki að
kaupa þær í skorpuæði, heldur
gefa sér tima til að meta þær og
gildi þeirra. Ihuga hvort þær
eru einhvers virði og hvort þær
muni i framtiöinni halda verð-
gildi sinu, jafnvel aukast að
verðmæti. Það er sú gerð bóka,
sem Fjölvi leitast nú við að
senda frá sér. Hann hefur engan
sérstakan áhuga á aö selja
bækur sinar I einhverju æði, en
eftir á missa þær heldur ekki
gildi sitt, eins og skrumbók-
menntirnar. En nýlega bentum
við á athyglisvert dæmi um þaö,
að Fjölvabók eins og Stóra
Fuglabókin, sem núer uppseld,
heftir þar með margfaldast að
verðgildi.
Frumlifssagan, sem nú er
komin út, er einmitt af þessari
Fjölva-gerð. Hún er svo vönduð
að öllum frágangi, fróöleikur
hennar og upplýsingar um
undirstöðuatriði mannlegrar
þekkingar. Hér viröist þvi kom-
in bók af þeirri öruggu gerð,
sem mun i' framtiöinni vaxa, en
ekki dvina, að verögildi. í náinni
framtið, þegar hún verður upp-
seld, mun hún likt og Fuglabók-
in verða eftirsótt eign og marg-
faldast að verðgildi. Og þetta er
ekkert skrum.
LUKKU-LÁKI
Eins og mönnum er kunnugt,
hefur Fjölvi gefið út fjölda
teiknimyndabóka, svo sem um
Tinna, Indiánabækurnar, Alex
ogAstrik. Ein vinsælasta teikni-
hetjan er þó Lukku-Láki og eru
nýlega komnar út tvær bækur
um hánn, það er Billi barnungi,
sem fjallar um hina frægu
Vestra-hetju Billy the Kid. Hin
bókin er svo Batnandi englar
sem fjaDar um hina félegu og
ófrýnilegu Daltón-bræður,
þegar þeir fengu reynslulausn
úr fangelsinu, þóttust ætla að
sjá aö sér og taka upp heiöar-
lega lifnaðarhættí. Þeir
stofnuðu meira aö segja banka.
...—AUGLÝSIHG i