Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 15

Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 15
Tveir vatnsderar Vatnsberar geta orðið meira en aðeins góðir vinir, ef þeir kæra sig um. Þó áð ég aðhyllist ekki sjálfur stjörnuspeki, vill ég » þó leyfa mér að koma með nokkrar athugasemdir varðandi bréf EIM, sem birtist 24 april. I þvi bréfi er einhver sem aðhyll- ist stjörnuspáfræði, beðinn að gefa upplýsingar varðandi hana. Þeirri bón er auðsvarað, og verða hér nefnd nokkur atriði. Segja má, að til séu þrjú óllk stig stjörnuspeki. Fyrsta stigið eru hinir alkunnu dálkar sem birtast dag- lega i flestum, ef ekki öllum dagblöðum landsins. Sam- kvæmt þeim ætti t.d. tólfti hluti Islendinga að verða fyrir fjár- hagslegu tjóni, ákveðinn dag, svo að dæmi sé tekið. Sérfræð- ingar i stjörnuspeki, segja að þessar spár séu i besta lagi aðeins til gaman gerðar, enda munu næsta fáir taka þær alvarlega, þótt margir lesi spá sina daglega. Annað stigið er kunnast hér á tslandi. I þvi er mannkyninu skipt i tólf hópa, samkvæmt fæðingardegi, og á þá að vera hægt að segja til um skapgerð einstaklinga og likurnar fyrir vel heppnuðu sambandi þeirra við aðra i vináttu, ástalifi og hjónabandi. Þó að þessar spár getí verið réttar, aö meira eða minna leyti, eru þær oft of alhæfar og stundum beinllnis rangar. Þegar allt kemur til alls, eru fleiri en tólf manngerð- ir á jörðinni. Þriðja stigið er flóknast og, að dómi þeirra sem hafa raunveru- lega þekkingu á stjörnuspeki, hiðeinasem raunverulegt mark er á takandi. Hér er ekki aðeins tekið tillit -til „stjörnumerkis- ins”, heldur til eftirfarandi atriða: Fæðingarminútan, „hið risandi merki”, „miðhimins- merkið”- og stöðu sólar, tungls og plánetna á fæðingarstund- inni. Að fengnum þessum upp- lýsingum er teiknað svonefnt „hóróskóp ”, eða stundsjá. Á það eru ofannefiidar upplýsing- ar færðar, og segist stjörnu- spekingurinn þá, með nokkurri vissu.getasagt til um þau atriði sem „annars stigs” stjörnu- spekingar segjast þekkja til hlitar. Ég vil taka fram, varðandi „áhrif stjarna og stjörnu- merkja”, að ýmsir telja að stjörnurnar hafi ekki bein áhrif á jörðina ogibúa hennar, heldur sé staða þeirra aðeins táknræn fyrir stöðu „alheimskerfisins”. Svo að ég leyfi mér að stela skýringardæmi úr Ganglera, þá vitum við öll að hádegisverðar- timi er kominn þegar litli visir- inn á klukkunni stefnir á tólf, en engum dettur i hug að visirinn hafi sjálfur áhrif á hádegismat- inn. Ég veit ekki sjálfur hvort stjörnuspeki er annað og méira enhjátrú, en éger þess fullviss, að hún getur orðið að hjátrú, ef hún er tekin of bókstaflega. Aðlokum nokkurorð til þeirra sem trúa á st jörnuspeki. Stjörnuspeki, eins og hún er þekktust hér álandi, er að of miklu leyti byggð á alhæfingum til að hægt sé að láta hana hafa úrslitavald i „hinum tveim mikilvægu spurningum ævinn- ar”. Þær spurningar eru: 1. Hvert á ævistarf mitt að vera? 2. Hvern á ég að velja mér að lifsförunaut? 2468-2595 HSG skrifar: „Mig langar til að koma á framfæri þökkum til skátanna fyrir frábæra skemmtun i Reykjavik á sumardaginn fyrsta. Þrátt fyrir leiðinlegt veður var dagurinn vel heppnaöur að min- um dómi og mannfjöldinn sem fyllti miábæinn sýnir svo ekki verður um villst að það er mikil þörf fyrir svona tilbreytni i fá- sinninu hér. Ég vil gera það að tillögu minni að skátarnir gangist fyrir skemmtun sem þessari einu sinni á mánuði I sumar og bjóöi upp á Tivoli eins og á sumardaginn fyrsta. Það væri verðugt verkefrii á barnaári auk þess sem það gæti ýtt undir að hrundið verði á stað öflugri hreyfingu til að koma upp visi að varanlegu Tivolii i borg- inni.” Otfskemmtanir í borgtnni t sumar OPID KL. 9-9 fAllar skreytingar fagmönnum. 3 Nosg bllaitnBi a.m.k. ó kvöldin BIOMtAMMIH HAKNARSTR.CTI Sinii 12*17 Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í lögsagnarumdœmi Reykjovikur í maímónuði 1979 Miðvikudagur 2. mai R-24701 tii R-25200 Fimmtudagur 3. mai R-25201 til R-25700 Föstudagur 4. mai R-25701 til R-26200 Mánudagur 7. mal R-26201 til R-26700 Þriöjudagur 8. mai R-26701 til R-27200 Miðvikudagur 9. mai R-27201 til R-27700 Fimmtudagur 10. mai R-27701 til R-28200 Föstudagur 11. mai R-28201 til R-28700 Mánudagur 14. mai R-28701 til R-29200 Þriðjudagur 15. mai R-29201 til R-29700 Miðvikudagur 16. mai R-29701 til R-30200 Fimmtudagur 17. mai R-30201 til R-30700 Föstudagur 18. mai R-30701 til R-31200 Mánudagur 21. mai R-31201 til R-31700 Þriðjudagur 22. mai R-31701 til R-32200 Miövikudagur 23. mai R-32201 til R-32700 Föstudagur 25. mai R-32701 til R-33200 Mánudagur 28. mai R-33201 til R-33700 Þriðjudagur 29. mai R-33701 til R-34200 Miðvikudagur 30. mai R-34201 til R-34700 Fimmtudagur 31. mai R-34701 til R-35200 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlits rikisins, Bildshöfða 8 og verður skoðun fram- kvæmd þar alla virka daga kl. 08:00 til 16:00. Festivagnar, tengivagnar og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bifreiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi að bifreiðaskattur sé greiddur og vátrygging fyrir hverja bif- reið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera vel læsileg. Samkvæmt gildandi reglum skal vera gjaldmælir i leigubifreiðum sem sýnir rétt ökugjald á hverjum tima. Á leigubifreið- um til mannflutninga, allt að 8 farþega, skal vera sérstakt merki með bókstafnum L. Vanræki einhver að koma bifreið sinni til skoðunar á auglýstum tima verður hann látinn sæta sektum samkvæmt umferðar- lögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Lögreglustjórinn i Reykjavik 24. april 1979. Sigurjón Sigurðsson. Nauðungaruppboð annaðogsíðasta á Tunguhálsi 11, þingl. eign Isl. ameriska verslunarfél. h.f. fer fram á eigninni sjálfri mánudag 30. april 1979 kl. 15.00. Borgarfógetaembættiö i Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem augiýst var i 45., 49. og 54. tbl. Lögbirtingablaös 1978 á hluta i Stífluseli 3, talinni eign Bergþórs Ólafssonar fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavfk á eigninni sjálfri mánudag 30. april 1979 kl. 15.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.