Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 4

Vísir - 27.04.1979, Blaðsíða 4
indland: Stjórnmálamenn á Indlandi eru nú komnir i hár saman út af hin- um margfrægu kúm, sem eru heilagar skepnur samkvæmt hindúatrúnni. Leiótogar flokkanna keppast viö að láta í Ijósi skoðun sina á þvi, hvort kýrnar eigi aö deyja drottni sinum 10 vetra gamlar, 14 vetra eöa veröa sjálfdauðar. Hungurverkfall fyrir kúna Þaö sem kom þessu öllu af stað var 84 ára gamall öldungur Acharya Vinoba Bhave. Hann hefur i gegnum árin haldiö merki Gandhi á lofti, og klæðist ávallt skikkju aö hans gamla siö. Karlinn tók upp á þvi aö fara i hungurverkfall til að vekja at- hygliá þvi hve heilögukýrnarhafa það slæmt. Þær eru sem gagt af- lifaöar i flestum rikjum Indlands, annaö hvort 10 eða 14 vetra. Bhave vill aö allar kýr á Indlandi fái aö geispa golunni þegar þeirra timi er kominn. Þaö eigi enginn með að stytta þeirra ævidaga. , Gandhi kallaði kýrnar persónu- skeggjaða öldungnum, sem.hefur fastaðsiðan á sunnudag, þá rifast stjórnmálamenn um það hvaö kýrin á að lifa i mörg ár. Þeir keppast við að benda á svik og svinari sem viðgengist hefur i sumum rikjum Indiands i sambandi viö kúna. Mikil blaðaskrif hafa orðið út af þvi að menn telja sig geta sannaö það að kúnum hafi verið mis- þyrmt i þeim tilgangi að hægt væri að aflifa þær. Tennurnar i skepnunum hafa verið brotnar og lappirnar skaðaðar. Barátta öldungsins hefur beinst mjög að rikjunum Vestur-Bengal og Kerala. Þar segir hann rikja einstaka grimmd i þessum efn- um. Ráðamenn hafa ekki fariö i einu og öllu eftir þeim siðareglum og lögum sem segja til um heilag- leika kýrinnar. 300 milljón kýr Þeir, sem taka heilagleika kýr- innar ekki alveg eins alvarlega eins og Bhave, benda á að hann setji þær skör hærra en mann- skepnuna. Hann var ekki að hafa fyrir þvi að fara i hungurverkfall Kýrin er heilög hjá hindúum á Indlandi. Tii að sýna henni viröingu slna, þá taka þeir I hala hennar og bera hann upp aö augum sér. STJORNMALAMENN í HÁR SAMAN UT AF KÚNNI gervinga sakleysisins og lagði mikla áherslu á helgi þeirra. Þvi telur Bhave að hafa beri i heiöri orð hins mikla leiðtoga. Stjórnmálamenn i hár saman út af kúnum Meðan læknar vaka yfir hvit- þegar harijans, eða þeir útskúf- uðu, voru brytjaðir niður. Hari- jans eru þeir kallaðir sem til- heyra lægstu stétt landsins, en stéttaskipting er þar mjög mikil. Hjúskapur fólks af mismunandi stéttum er yfirleitt forboðinn. Oft hefur kastast i kekki milli stéttanna, og þá hafa þeir sem eru ofar i þjóðfélagsstiganum farið með sigur, en menn úr lægstu stétt hafa þá fallið svo hundruðum skiptir. Kýrnar á Indlandi eru um 300 milljónir. Arlega er um 100 þús- und slátrað, fyrir utan þær sem verða sjálfdauðar. Indira styður málstað kýrinnar Congressflokkur Indiru Gandhi ákvað eftir miklar fundarsetur að styðja málstað kýrinnar. Flokk- urinn lýsti þvi yfir að þær skyldu ekki drepnar, en lagði blessun sina yfir að þær yrðu afvelta og sjálfdauðar hvar sem þeim þókn- aðist. Talsmenn Janataflokksins sem nú ræður rikjum á Indlandi hefur lýst sig andvígan aðgerðum öld- ungsins. Þeir segja, að sama á- stand og nú hafi rikt i stjórnartið Indiru Gandhi og þá hafi hann ekki hrært legg né lið til baráttu fyrir þessa heilögu skepnu. Hon- um hafi sist af öllu dottið i hug aö fara i hungurverkfall. Aðgerðir hans, segja talsmenn Janataflokksins eru pólitiskar. Stjórnmálamenn rifast nú um kúna, en hvort hún .á eftir að hjálpa upp á flokk Indiru er ekki vitað, eða hvort hinn 84 ára gamli öldungur er að gera stjórnvöldum gramt i geði. Vel má vera að hann hafi tröllatrú á heilagleika kýr- innarog vilji leggja lif sitt að veði til að láta skoðanir Gandhis gamla verða að veruleika. —KP MORB FYRIR MILLJÖN Norska lögreglan hefur upplýst morðmál þar i landi sem hefur vakið mjög mikla athygli og óhug. Sá sem handtekinn hefur verið var tengdasonur hins myrta, Johans Ytreide. Svo virðist sem morð- ið hafi verið skipulagt fyrir mörgum árum. Árið 1977 tryggði sá handtekni Johan Ytreide tengdaföður sinn fyrir eina milljón norskra króna. Tryggingin náði til slysa, sem hefðu dauða i för með sér, og þá fengi hann upphæðina i sinn vasa. Fannst látinn i baðkari Johan Ytreide fannst látinn í ■<— ----------m. Moröinginn skýlir sér meö yfir- höfn. Myndin er tekin þegar hann var handtekinn. baðkari á heimili sinu i byrjun april. Lögreglan kom á staðinn, og strax hafði hún grun um að ekki væri allt með felldu. Læknir vildi ekki gefa út vott- orði að hinn látni hefði látist af slysförum oglögreglan hélt rann- sókn málsins áfram. Morðinginn viðstaddur jarðarförina Viku eftir að Ytreide, sem var rúmlega sextugur að aldri fannst látinn, var hann jarðsettur. Morðinginn tók á móti ættingjum og vinum hins látna, sem komu i jarðarförina. Hann hélt minning- arræðu um tengdaföður sinn og á leiðinu var minningarkrans frá honum. Stuttu eftir jarðarförina gaf lögreglan út yfirlýsingu um að hún hefði engan grunaðan um að hafa myrt Ytreide. En þetta var gert til að villa fyrir morðingjan- um og hann taldi sig nú geta farið oghirtmilljónina,sem hann hafði tryggt tengdaföður sinn fyrir. En þegar til kastaná kom, var hann handtekinn áður en hann gat náð þeim út.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.