Vísir - 03.04.1979, Side 9
VÍSLR
r--'
Þriöjudagur
3. april 1979.
i.’i’i ".t’i.i'li
9
t Dagblaöinu þann 21. febrúar
sl. birtist furöuleg ritsmiö.
Greinarkornið er sett upp i
viötalsformi viö þá bræöur
Sigurö og Kristján Finnboga-
syni sem reka disflstilliverk-
stæöið Boga h/f i Reykjavfk.
Þaö má furðu gegna ef þeir
bræður hafa látið hafa eftir sér
þau ummæli sem þeim eru eign-
uð og kunna þeir greinarhöfundi
vafalaust litlar þakkir fyrir.
Ég vil hér á eftir vitna til
nokkurra staðhæfinga i þessum
skrifum. Yfirfyrirsögnin segir:
„Vilja útgerðamenn ekki
spara”. Þetta eru orðin tisku-
slagorö manna, sem eru aö
reyna aö láta bera á sér. Hver
vill ekki spara eins og kostur er,
en þaö er matsatriöi hverju
sinni hvaö er sparnaður og ég
fullyrði að þeir menn sem
standa á bak við þessi skrif eru
alls ekki dómbærari á þessi
mál, en þeir menn sem viö út-
gerð fást bæöi til sjós og lands.
Oliu sóað í vanstilltum
vélum?
Undirfyrirsögnin segir: „Oliu
fyrir tugi milljóna ausið i van-
stilltar vélar fiskiflotans”.
Þetta eru stór orö og þungur
dómur þeirra bræðra, vélstjór-
anna Sigurðar og Kristjáns, i
garð stéttarbræðra sinna sem á
sjónum eru. Nokkru siðar i
greininni er þessi oliusóun kom-
in upp i tugi milljaröa. Nú er
heildarinnflutningur lands-
manna á oliu á sl. ári á bilinu
30-40 milljarðar svo að hér sjá
menn að frjálslega er farið með
staðreyndir eins og viöar.
Að sjálfsögðu er ekki farið
með eidneytistæki vélanna i
stillinguá meðan allt er ilagi og
furðu má gegna ef vélstjóra-
stéttin skiptist svona i tvo hópa
að ffflin lendi á fiskiskipunum
en afburðamennirnir, eins og
þeir bræður, á fragtskipum og
við vélar i landi.
Dæmið um Guðmund i
Tungu
1 greininni er tekin sem dæmi
vélin i togaranum Guömundi i
Tungu frá Patreksfirði. Þetta
skip hét áður Traustí ÍS 300.
Skipið er sagt keypt frá Þýska-
landi. Það er rangt, þaö var
smiðað og keypt frá Noregi en i
skipinu er þýsk vél af géröinni
Deutz 1500 hö. Fávis norskur út-
gerðarmaður hafði hér látið
byggja skip og keypt vél frá jafn
fávisum vélaframleiðanda enda
kom i ljós að skipið var vélar-
vana vegna þess að vélafram-
leiðandinn eða aðrir höfðu ekki
þá þekkingu sem þurfti í loka-
átakið. Sem sagt vélin vanstillt
og skipið logið upp á fávisa Is-
lendingaogþaðfleirien einn, og
trúi hver sem trúa vill að véla-
framleiðandinn eða norskir
tæknimenn hafi ekki ráðið yfir
þekkingu til að stilla umrædda
vél.
Hvaðan kemur þeim Boga-
bræðrum öll þessiþekking? Mér
vitanlega hafa þeir aðeins sömu
menntun og þeir vélstjórar sem
þeir væna um vanþekkingu og
vítavert kæruleysi i starfi. Enn-
fremur segir að í fyrstu veiði-
ferð Guðmundar i Tungu eftir
stillingu vélarinnar i Boga h/f
hafisparastolla fyrirhátt i tvær
milljónir króna.
Getur sparnaðurinn
orðið meiri en eyðslan?
Árið 1978 fór Guömundur i
Tungu i alls 33 veiðiferðir, svo
að ef stillingin góða hefði átt sér
staðári fyrrhefðusparast um 66
milljónir króna í eldsneyti það
ár.
Þetta ár þ.e. 1978 eyddu
togararnir Guðbjörg ÍS
eldsneytisoliu fyrir 57.503.664.-
krónur, þrátt fyrir mun stærri
vél og Páll Pálsson ÍS, sem
brennir svartoliu eyddi fyrir
51.379.261 krónur á sama tima,
einnig með mun stærri vél.
Sparnaður Guðm. I Tungu er
meö öðrum oröum mun meiri en
heildareyðsla áðurgreindra
skipa...?
Otgerðarmenn fá sinn dóm,
þeir eru engu betri en vélstjór-
arnir. „útgerðarmenn gera sér
enga grein fyrir því hvað stilling
vélanna hefur aö segja fyrir
fjárhag útgerðarinnar”, segir
Hafa skal pað. sem
sannara reynlsl
orðrétt I áðurnefndri grein og
siðansegir „aðum óskiljanlega
andstöðu frá umboðsmönnum
vélaverksmiðja sé að ræða”,
hvernig sem túlka ber þessa
forheimskun. Ætla mætti að ef
umboðsmaður vélaverksmiðju
geti sýnt fram á að hans vél
væri sparneytnari en aðrar, þá
ætti hann meiri möguleika á að
selja þá vél. Skýringin á and-
stöðunni gæti hins vegar verið
sú að þeir hafi komist að sömu
niðurstöðuogþeir Boga-bræður,
þ.e. aö gáfnavisitala vélstjóra
ogútgerðarmanna sé ekki til að
hrópa húrra fyrir.
Staðlausir stafir
Um sóun eldneytis og máli
sinu til stuðnings nefna þeir
bræður sem dæmi að „togarinn
Asgeir sé i einu reykskýi hvar
sem hann séstá ferð”. Hafa þeir
bræður verið á togara nýlega og
séð þennan hrylling eða kannski
að greinarhöfundur hafi orðið
var við áðurnefnt reykský.
Svona fullyrðingar lykta af ein-
hverju sem áður var kennt við
gamla konu frá Leiti og gæti
jafnvel jaðrað við atvinnuróg.
önnur staðreynd er dregin fram
i dagsljósið/Orðrétt segir: „Sjö
milljón króna mismunur er á
eldneytisnotkun Dagrúnar og
Hugrúnar frá Bolungarvik i
samskonar vélum”. Til að sýna
fram á málflutning greinarhöf-
unda birti ég hér hluta úr skipa-
skrá sem siglingamálastofnunin
gefur út.
Dagrún, skuttogari smiðaður
i Frakklandi 1974,499 brúttó-
rúmlestir með vél Crqielia 1800
hestöfl og Hugrún fiskibátur
smiðaður i Sviþjóð 1946, 168
brúttórúmlestir með vél Nohab
Polar 675 hestöfl. Þessi skip
eiga engin systurskip i
Bolungarvik svo að ekki getur
verið um nafnavixlun að ræða
heldur staðlausa stafi eins og
annars staðar.
neöanmáls
llulldór Þor-
bergsson
vélstjóri
skrifar.
Svartoliuáróðurinn
Undir lok greinarinnarkemur
þó i 1 jós hvað aö baki býr,áróður
fyrir ágæti svartoliu og snilli
Ólafs Eirikssonar sparnaðar-
sérfræðings Llú og nokkurra
furðu auðtrúa ráðamanna. 1
greininni segir m.a. nugmynd
Ólafs Eirikssonar og fram-
kvæmd Boga-bræðra að hita
mannaibúðir upp með varma úr
kælivatni aöalvélar sparar
hvorki meira né minna en 24
milljónir á ári,kælivatniö heiúr
runnið i sjóinn 80 gr. C. heitt
engum að gagni. Þessuer til að
svara að kælivatn véla rennur
ekki i sjóinn heldur er kælt með
sjó i ferskvatnskæli og færi
kælisjórinn 80 gr. C heitur fyrir
borð er meira en litið aö,kæli-
vatn vélarinnar hlýtur þá að
vera stööugt yfir suðumarki. 1
kring um 1960 tók undirritaður
þátt i samningagerð um smiði
þriggja sildveiðiskipa i Noregi
ásamt fleirum. Mannaibúöir
allra þessara skipa voru hitaðar
upp með varma frá kælivatni
aðalvélar og hjálparvéla og ég’
hygg að svo hafi verið með flest
eða öll sildveiðiskip okkar. Þeg-
ar samið var um smiði áður-
greindra skipa sagði enginn frá
þessari hitunaraöferð vegna
þessað þetta var löngu þekkt og
enginn gekk með sér-
fræðings-fóstrið i maganum.
Um sparnaðarupphæðina er það
að segja: I skýrslu „Tæknideild-
ar Fiskifélags Islands” okt.
1978, eftir skipaverkfræðingana
Auðun Agústsson og Emil
Ragnarsson og vélstjórann
Helga Laxdal, segir um upphit-
un skipa: „Fyrir hvern meðal-
skuttogara með rafmagnsupp-
hitun verður oliunotkun á árs-
grundvelli um 470001. eða miðað
við núverandi oliuverö (þ.e.
okt. 1978) um 2,3 milljónir”.
Sem sagt — sparnaðurinn er
1000% heildarhitunarkostnaður-
inn.
Og þá komum viö að leyni-
vopninu — svartolia — sem slit-
ur vélum sist meira en gasotía
og oftast minna. Svartotía er
óhrein úrgangsolia frá
hreinsunarstöðvum blönduð
með gasoliu. Ef marka má það
sem stendur i greininni er
niöurstaðan: Óhreinni otía —
minna slit á vélum. Hvers
vegna er þá yfirleitt verið að
hreinsa oliu. Þvi næst bæta sér-
fræðingarnir viö: ,,Við getum
auðveldlega brennt þessari
svartotíu, hún er betri en hægt
er að fá annars staöar, nánast
eins og gasotía”.
Hvað býi' að baki?
Ég veit að það er dýrt að sitja
uppi með 30 milljón króna stilli-
tæki og hafa takmarkað verk-
efni fyrir það en ef rétt er eftir
þeimbræðrum haft,sem égstór-
lega efast um, þá skulu þeir vita
aö varla er vænlegt til árangurs
að byrja á að segja væntanleg-
um viðskiptavinum að þeir séu
kærulaus vankunnandi fifl eins
ogtönnlaster á i gegnum grein-
ina. Og það væri nú kaldhæðnis-
legt ef þessir vankunnandi
kærulausu og fávisu stéttar-
bræður sérfræöinganna i Boga
h/fog Ólafs Eirikssonar breyttu
yfir i svartoliubrennslu og þá
fyrir tilstuðlan hinna greindar-
skertu útgerðarmanna, væntan-
lega með þeim leiðinlegu af-
leiðingum aö 30 milljón króna
stillingartækið stæði verkefna-
laust.
Gæti hugsanlega eitthvað
annað búið aö baki þessa ein-
stæða halelújakórs? Ég treysti
á heilbrigða skynsemi og dóm-
greind manna til að vega og
meta aðstæður hverju sinni
manna sem hvorki Ólafur Ei-
riksson né annar hluti hins sér-
stæða áróðurshóps er umkom-
inn að kenna eitteða neitt i með-
ferö véla eða annars er að út-
gerð lýtur.