Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 25
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 25
TILBOÐ ÓSKAST
í Ford Explorer XLT árgerð ‘98 ekinn 24 þús.
mílur, Jeep Cherokee sport árgerð ‘97
ekinn 27 þús. mílur og aðrar bifreiðar,
er verða sýndar að Grensásvegi 9
þriðjudaginn 6. febrúar kl. 12-15.
Skólarúta
Ennfremur óskast tilboð í skólarútu
International Harvester árgerð ‘87
(vélarlaus en heilleg að öðru leyti).
Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16
UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA
SALA VARNARLIÐSEIGNA
LJÓSMYNDIN er alþjóðlegur
samskiptamiðill, sjónrænt tungutak
tímanna, hvort heldur í kyrrstæðu
formi eða á hreyfingu, í lit eða
svart-hvítu. Ljósmyndin er hér, þar
og alls staðar, lífsnauðsynlegt inn-
legg og hjálpartæki jafnt til al-
mennrar skjalfestingar hvunndags-
legra fyrirbæra allt um kring sem
sögulegra viðburða og gegnir lyk-
ilhlutverki í hátækni nútímans.
Þetta er alveg á hreinu og síðan
er ljósmyndin þar að auk sá miðill
sem höfðar mest til almennings
sem auðskiljanlegur tjámiðill sjón-
arinnar, ennfremur samskipta- og
afþreyingarmiðill sem allir geta
notið tilsagnarlaust, þótt hér sé
hægt að dýpka og skerpa næmnina
svona eins og gerist með heyrnina
(tóneyrað) og kraftbirtingu sjónar-
innar.
Slíkar hugleiðingar þyrlast iðu-
lega upp í heilakirnu rýnisins við
skoðun ljósmyndasýninga, en hann
hefur skoðað þær ótalmargar um
dagana, í útlandinu og hér heima.
Samsýning Blaðaljósmyndara-
félagsins og Ljósmyndarafélags Ís-
lands í Gerðarsafni engin undan-
tekning, nema að síður sé. Hún
vekur upp margar hugleiðingar, í
þessu tilviki kannski meira um það
sem ekki er á sýningunni en hitt,
því úr miklu hlýtur að hafa verið að
moða hvað blaðaljósmyndarana
snertir, en engar tölur eru þar um
nema að 150 myndir hafi verið
teknar á sýninguna, en hins vegar
kemur fram að atvinnuljósmynd-
arar sendu um 600 myndir inn og
af þeim voru tæplega 100 valdar.
Úrvinnslan hefur trúlega verið
erfið, að ekki sé meira sagt, og
nauðsynlegt að hér komi þjálfað
fólk með mikla reynslu og yfirsýn
að hlutunum og skilgreini í skýru
máli val sitt og mótuð stefnumörk.
Það er í það heila afar mikið mál
að vera í dómnefnd þegar sjón-
menntir eru annars vegar, útheimt-
ir mikla vinnu og yfirlegur, viðbúið
að nefndarmenn sæti óvægri gagn-
rýni sem og iðulega gerist úti í
heimi. Hér er ljóðurinn helstur að
sýningarskrá er meira auglýsinga-
pési en upplýsingar um störf og
stefnumörk dómnefndar, viðkom-
andi í upphafsreit að því leyti. Sam-
ræmist ekki öðrum verkþáttum,
síst myndunum á sýningunni, ger-
ist raunar einnig og ekki síður um
framnínga á myndlistarsviði al-
mennt. Greinargóðir textar eru
undir myndum blaðaljósmyndara
en einungis nöfn höfunda hvað ljós-
myndarafélagið áhrærir sem er
vægast sagt klént, einkum á seinni
tímum er almennri þekkingu hefur
stórhrakað. Trúlegt að ungir bendi
til að mynda á athylisverðar port-
rettmyndir af Steingrími Sigurðs-
syni og spyrji: Hver er eiginlega
þessi skondni kall? Þá er ósjaldan
farið út fyrir veggi ljósmyndastof-
anna til myndatöku aðskiljanleg-
ustu viðburða, en í engu getið
hverjir þeir voru né hvar þeir áttu
sér stað; segi bara nei takk. Sumir
vilja nefna slíkar athugasemdir
smámunasemi og má svo vera, en
eru engu að síður frumreglur sem
allir virða í þeim útlöndum sem
landinn rembist eins og rjúpa við
staur að líkja eftir í sinni andhæl-
islegu minnimáttarkennd.
Hvað fréttamyndir ársins snertir
er sjálfsagt álitamál hvert sé helst
vægi þeirra. Slys, hamfarir, hörm-
ungar og aðrir æsilegir viðburðir
sem eru áberandi á sýningum
World Press Photo, eða allt mann-
lífið í hnotskurn, hvunndagurinn og
sögulegir viðburðir. Að mínu viti
hefur verið tekin rétt stefna með
því að setja ekki æsifréttir sem
dunið hafa á okkur allt árið á odd-
inn, minna okkur enn einu sinni á
þær, heldur leita víða fanga og
opna augu fólks fyrir því að það
hefur fleira frétta- og myndgildi en
hið hástemmda. Þannig sitja portr-
ettmyndirnar einna kyrfilegast í
heilabúinu eftir þrjár yfirferðir, en
kannski enn frekar sagan að baki
þeirra og hér er endaveggurinn í
norðursal tvímælalaust hápunktur
sýningarinnar. Hin vel tekna verð-
launamynd Ara Magg varðandi
uppfærslu Baldurs, Jóns Leifs,
vekur þó upp blendnar hugrenn-
ingar. Hún er eins og klippt úr
áróðurspésa nasista um yfirburði
aríska kynstofnsins, ímynd hinnar
þróttmiklu þýsku æsku, en það
kemur myndatökunni í sjálfu sér
lítið við. En ég man ljóslega hve
mér brá er ég sá myndina fyrst á
veggspjaldi utan á biðskýli við
sundlaugarnar í Laugardal, vissi
vart hvaðan á mig stóð veðrið,
komin hetjurómantík þjóðernis-
stefnunnar.
Blaðaljósmyndararnir virðast
hafa afar næmt auga fyrir lífræn-
um mannamyndum, þar sem skap-
gerðareinkenni viðfangsins eru
dregin fram og hafa að því leyti yf-
irburði yfir stofuljósmyndarana.
Kostulegt að sjá um miðbik veggj-
arins undirfurðulegt smettið á Guð-
bergi Bergssyni birtast í númeraðri
dyragætt (Haraldur Jónasson DV).
Þá eru svart-hvítu portrettmynd-
irnar sex í horninu eftir þá Mog-
unblaðsmenn áhrifamikið framhald
og akkúrat á réttum stað. Einkum
skilvirkar af þeim Hallgrími Helga-
syni og Jóhanni Hjálmarssyni, sem
er líkast til mikið best, skáldið lif-
andi komið. Stemmningaþrungnust
þótti mér þó myndin, Úr borg í
sveit, á millivegg, sem er af þeim
hjónum Láru Guðmundsdóttur og
Gylfa Jónssyni (Gunnar Sverrisson
Ak. tímarit). Draumur þeirra sem
hafði verið að flytjast í sveit rættist
þá Lára var ráðin sóknarprestur í
Möðruvallasókn í Hörgárdal, ljó-
myndarinn virðist hafa ratað á
augnablik falslausrar gleði og ham-
ingju yfir umskiptunum og er það
ekki líka frétt? Í öllu falli þótti mér
hún hafa mikilsverðari og óvæntari
skilaboð að flytja á tímum er fólk
þyrpist úr dreifbýlinu á höfuðborg-
arsvæðið, en til að mynda allur
veggurinn andspænis. Hlaðinn
myndum úr íþróttaheiminum sem í
síbylju hafa dunið á sjónhimnunum
allt árið, tilefni til að skjóta því hér
að hvort hinir mörgu viðburðir á
myndlistarsviði séu alls engin
frétt?
Loks er það ígildi vænnar
fréttar, að við eigum hóp blaða-
ljósmyndara á heimsmælikvarða
hvað vönduð myndskot á réttu
augnabliki snertir.
Atvinnuljósmyndarar eru með
þriðjungi færri myndir, framlag
þeirra þó bæði í suðursal og kjall-
ara þannig að mun rýmra er um
það. Samt er það svo að uppheng-
ingin er full opin, vélræn og sett-
leg, myndir dreifðar þannig að
þeim hættir til að koma ekki eins
vel til skila, slagkrafturinn minni.
Þá eru porrtrettmyndirnar yfirleitt
með fullmiklum stúdíóbrag, felldar
og sléttar og ekki nægilega vel
unnar, skortir dýpt og skapgerð-
areinkenni. Portrettmynd Jóhann-
esar Long af Steingrími Sigurðs-
syni er þó undantekning,
sömuleiðis mynd Grétu Guðmunds-
dóttur af sama. Gréta á líka athygl-
isverða mynd af naktri negrastúlku
að blása sápukúlur, en glansáferðin
rýrir formrænan kraft, það gerist
hins vegar ekki um hina ágætu
mynd hennar af Árna Þórarinssyni,
til viðbótar er hinn fjarræni og
íbyggni spennusagnahöfundur lif-
andi kominn. Bleika fagurhærða
stúlkan eftir Arnald Halldórsson er
afbragðs vel útfærð og sömuleiðis
bláa myndin frá Tjarnargötu á
endavegg í kjallara. Þá vekur bláa
og ferska dropamyndin við
gluggann eftir Kristján Logason
óskipta athygli, en áhrifaríkust
heild er í myndaröðinni á aust-
urvegg, höfundar Rut Hallgríms-
dóttir, Jóhannes Long, Gréta Guð-
mundsdóttir og Jóhannes Long.
Hefði viljað halda eitthvað áfram,
en satt að segja erum við sem rýn-
um í myndir hreyfihamlaðir and-
lega þegar öll gögn vantar.
Hvað sem öðru líður eru sýning-
arnar Að lýsa flöt og Mynd ársins
2000 heimsóknar virði.
Fréttaskot og
stofumyndir
LIST OG
HÖNNUN
L i s t a s a f n K ó p a v o g s
G e r ð a r s a f n
LJÓSMYNDIR
ÁRSINS 2000
BLAÐALJÓSMYND-
ARAFÉLAG ÍSLANDS,
LJÓSMYNDARAFÉLAG
ÍSLANDS
Opið alla daga frá 11–17. Lokað
mánudaga. Aðgangur 300 krónur.
Til 11. febrúar.
Bleika stúlkan; Arnaldur
Halldórsson.
Morgunblaðið/Bragi Ásgeirsson
Verðlaunamyndir Ara Magg.
Bragi Ásgeirsson