Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR
36 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Margret Níels-dóttir Svane
fæddist í Laugar-
dalnum í Reykjavík
13. ágúst 1945, nán-
ar tiltekið í litlu húsi
sem hafði verið fjós
en foreldrar hennar
höfðu gert að vist-
legu heimili. Hún
lést á deild 11-E á
Landspítalanum við
Hringbraut að kveldi
mánudagsins 29.
janúar síðastliðins.
Foreldrar hennar
voru Níels Kristján
Svane, f. 17.5. 1918, d. 28.6. 2000,
bifv.virki, og eftirlifandi kona
hans, Bergþóra Eiríksdóttir, hús-
móðir, f. 17.10. 1921. Margret átti
þrjú systkini: Eirík Kristinn bif-
v.virki, f. 29.11. 1942, d. 17.12.
2000, eftirlifandi eiginkona er Jón-
ína Eggertsdóttir; Una Jónína,
bókasafnsfræðingur, f. 26.12.
1952, maki: Haukur Gunnarsson;
Þorgeir Hjörtur, húsgagnasmiður,
f. 27.2. 1961, sambýliskona: Sigrún
Þórðardóttir.
Margrét giftist eftirlifandi
manni sínum, Bjarna Snæbjörns-
syni, f. 7.7. 1939, bifv.virkja, 19.
nóvember 1966. Börn Margrétar
an fluttist til Hveragerðis árið
1971. Þegar til Hveragerðis var
komið vann Margret meðal annars
á Sjúkrahúsi Suðurlands á Selfossi
og síðar á Heilsugæslustöðinni í
Hveragerði, sem hún tók þátt í að
setja á stofn, og var starfið síðan
fólgið í ungbarnaeftirliti á Suður-
landi. Margret fór með fjölskyldu
sína til Oslóar árið 1976 og fór í
framhaldsnám í heilsugæsluhjúkr-
un hjá Statens Helsesösterskole á
Bygdö, auk þess starfaði hún með-
an á námi stóð á fyrirburadeild
Akershus Sykehus í Lörenskog.
Að námi loknu fór fjölskyldan til
Hveragerðis og vann Margret við
ungbarnaeftirlit til ársins 1984 er
fjölskyldan flutti til Reykjavíkur.
Margret vann á heilsugæslustöðv-
unum í Fossvogi og Árbæ til ársins
1991. Árið 1992 var hún ráðin
hjúkrunarforstjóri að heilsugæslu-
stöðinni í Grafarvogi, sem hóf
rekstur sama ár. Vann hún að
stofnsetningu stöðvarinnar ásamt
öðrum og vann þar til dauðadags.
Margret hóf nám í Ljósmæðraskól-
anum 1989 og lauk þaðan ljós-
mæðraprófi árið 1991. Árið 1999
lauk Margret prófi hjá Endur-
menntunarstofnun Háskóla Ís-
lands í stjórnun og rekstri í heil-
brigðisþjónustu. Jafnframt hefur
Margret gegnt ýmsum trúnaðar-
störfum og setið í fjölda nefnda og
stjórna, tengt starfi sínu sem
hjúkrunarforstjóri við Heilsugæsl-
una í Grafarvogi.
Útför Margretar fer fram frá
Grafarvogskirkju á morgun,
mánudaginn 26. febrúar, og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
og Bjarna eru: 1)
Bergdís Una, bókari,
f. 12.6. 1967, börn
hennar eru Andrea
Malín Bergdísardótt-
ir, f. 1990, Katrín
Hrönn, f. 1994, og Kol-
mar, f. 1996, börn
Harðar Andréssonar,
Bergdís og Hörður
slitu samvistir. 2)
Kristbjörn Þór, bif-
v.virki, f. 9.4. 1969,
maki: Rannveig Rut
Valdimarsdóttir, inn-
h.fulltr., f. 13.12. 1971,
börn þeirra eru Sól-
lilja Rut, f. 1997, og Fanney, f.
1998. 3) Bergþóra Fjóla, stuðn-
ingsfulltr., f. 12.10. 1971, maki:
Pétur Gunnar Þór Árnason, bif-
v.virki, f. 25.5. 1970, þeirra barn er
Bjarni Snæbjörn, f. 1994.
Eftir að hefðbundnu skyldunámi
lauk dvaldist Margret tvo vetur á
Drogheda Grammar School á Suð-
ur-Írlandi, en það var lýðháskóli af
„gamla skólanum“. Fljótlega eftir
að heim kom hóf hún nám í Hjúkr-
unarskóla Íslands sem var þá
heimavistarskóli. Eftir að hún lauk
námi þar vann hún meðal annars á
Landspítala, Borgarsjúkrahúsi og
Vífilsstöðum, eða þar til fjölskyld-
Elsku mamma mín.
Nú ertu farin eftir langt og erfitt
stríð við krabbamein. Stríð sem þú
háðir þrisvar sinnum á síðustu 17 ár-
um. Krabbinn hafði betur, en þú
sýndir honum svo sannarlega í tvo
heimana.
Baráttuþrekið, krafturinn og vilj-
inn þinn endurspeglaðist í öllum
þessum baráttum eins og í öllu sem
þú gerðir. En núna ertu líka búin að
fá frið.
Ég er búin að fá fullvissu um það
að þú ert komin til Eiríks og afa og
ykkur líður öllum vel saman. Það sef-
ar sorgina.
Krabbamein er búið að höggva
stórt og blæðandi sár í fjölskylduna
sem mun taka tíma að græða.
Minn stóri frændi Eiríkur er rétt
nýdáinn, sex mánuðum eftir að afi
dó.
Við ræddum það líka þú og ég yfir
kaffibolla fyrir rúmu ári, eftir að
krabbinn var aftur farinn af stað, að
við ætluðum að verða gamlar saman
og njóta þess sem lífið hefur upp á að
bjóða, þó með tárin í augunum því
framtíðin var svo óviss í marga staði,
bæði fyrir þig og mig. Ég mun gera
það með þig í hjartanu og huganum.
Ég hef margs að minnast og geymi
það í hjartanu.
Ég vil bara þakka fyrir allt, fyrir
það að vera þú, vera augu mín og
eyru og leiðbeinandi í lífinu. Þú ert
mín fyrirmynd.
Þín elskandi dóttir,
Bergdís Una.
Elsku mamma mín.
Það er svo fjarlæg hugsun að þú
skulir vera farin og eigir ekki eftir að
hugsa um okkur, heimsækja okkur
og vera hjá okkur þegar við þörfn-
umst þín. Allar framtíðaráætlanir
sem við vorum búnar að tala um, að
vera á Spáni allt sumarið 2002 í fína
húsinu ykkar pabba.
Við áttum margar góðar stundir
saman, enda mjög samrýndar. Ég
hef verið þessi óákveðna týpa og ef
ég var í vafa hjálpaði mamma mér.
Ég hitti hana yfirleitt á hverjum degi
og hringdi jafnvel nokkrum sinnum á
dag. Nú eru það minningar einar.
Ég man þegar við áttum heima úti
í Noregi, það var góður tími. Ég var
4–6 ára. Við fórum margar skemmti-
legar ferðir, langar og stuttar.
Hveragerði var nú líka skemmtileg-
ur bær. Þegar ég var lítil bjó pabbi til
smábrennu úti í gryfju ein áramótin
til að ég gæti verið með og nokkrum
árum síðar var þetta orðin aðal-
brennan í þorpinu. Svona var þetta
og allir höfðu nóg að gera. Mamma
vann á heilsugæslunni á Selfossi,
keyrði í sveitina þar og sá um ung-
barnaskoðun og ég fékk oft að koma
með. Hún keyrði mig alltaf í fiðlu-
tíma og þessar stundir, sem virka
svo litlar, eru samt svo stórar í dag.
Við vorum iðulega með söngbók í
bílnum og sungum ofsalega mikið
saman og einnig spilaði hún á píanó
og við spiluðum oft saman, ég á fiðl-
una en hún á píanóið, og svo bættist
pabbi oft við með gítarinn sinn. Allar
ferðirnar okkar upp á hálendið og
líklega er minnisstæðasta atvikið
þegar mamma treysti ekki pabba og
rússajeppanum og fór frekar upp í
broncoinn hjá Eiríki bróður sínum
yfir á. Eiríkur lagði af stað og festi
sig en pabbi keyrði yfir. Þegar búið
var að draga Eirík upp var lang-
skemmtilegast að sjá svipinn á
mömmu og meira að segja Eiríkur
stríddi henni og þetta var oft nefnt.
Pílagrímaferðin til London með
Unu, Guðrúnu og mömmu til að sjá
hvar Díana gifti sig, það var ferming-
argjöfin mín.
Pétur, Bjarni, Katrín og ég fórum
til Spánar og vorum með mömmu og
pabba í tvær vikur síðastliðið vor,
það var mjög sérstakur tími. Við nut-
um þess að vera til og vera saman.
Þetta var jafnframt mjög erfiður
tími, enda krabbinn farinn að áger-
ast og innst inni vissi ég að þetta yrði
okkar síðasta ferðalag saman. Það
eru svo ömurleg örlög að þetta skyldi
enda svona, þú búin að ganga í gegn-
um svo mikil veikindi í gegnum tíðina
en ég hélt alltaf að þú myndir ná bata
eins og í hin skiptin. Ég mun ávallt
sakna þín.
Þín dóttir að eilífu,
Bergþóra Fjóla.
Vorið 1992 urðu miklar og góðar
breytingar í lífi mínu sem hafa haft
áhrif á það alla tíð síðan. Ég kynntist
manninum mínum, Krissa, og hans
yndislegu foreldrum og fjölskyldu.
Minningarnar eru margar og góðar
og man ég vel vorkvöld eitt í apríl
1992 er ég kom í fyrsta skipti í heim-
sókn í Vesturhús 10. Með hnút í mag-
anum hringdi ég dyrabjöllunni. Allur
kvíði var óþarfur því á móti mér tóku
yndisleg hjón opnum örmum. Það
var svo margt sem einkenndi Mar-
gréti, bros og dillandi hlátur sem
komu alltaf alla leið frá hjartanu.
Hún var einstök manneskja, gædd
öllum þeim mannkostum sem þurfti
til að prýða heilsteyptan einstakling.
Hún var hjartagóð, hlý, raunsæ, góð-
ur leiðbeinandi og kennari. Það eru
ótal hlutir sem hún kenndi mér og
það var sama hvort ég þurfti góð ráð
við meðgöngu, brjóstagjöf, barna-
uppeldi, jólabakstur, sultugerð,
prjónaskap, daglegt líf eða eitthvað
annað, alltaf vissi ég hvar svara var
að leita. Það eru ótal minningar um
okkar samverustundir sem þjóta í
gegnum hugann. Þó er ein minning
sem stendur upp úr og það er 16.
október 1998. Þú komst þjótandi upp
á fæðingardeild til okkar Krissa þar
sem ég hafði misst legvatnið þremur
vikum fyrir tímann og varst okkur
stoð og stytta á þessum gleðiríka
degi. Ég var svo ánægð að þú skyldir
geta komið, það var svo gott að hafa
þig nálægt sér, þú varst svo róleg og
yfirveguð. Eins og þér einni var lagið
tókst þú við stjórninni og varst við-
stödd er Fanney fæddist í þennan
heim. Þú stjórnaðir fæðingunni
ásamt móður náttúru enda varstu á
heimavelli. Ég var stolt af því að eiga
tengdamóður sem var ljósmóðir og
veitti mér hjálp, styrk og stuðning
þennan dag. Ég vil meina að þú hafir
tekið á móti Fanneyju því þú varst
hjá mér. Þú klappaðir á öxlina á mér
og sagðir við mig að ég mætti vera
stolt því ég hefði gert þetta alein.
Mér tókst þetta vel vegna þess að
ég hafði þína handleiðslu. Enda kom
ekkert annað til greina en að þú
héldir á Fanneyju undir skírn þar
sem þú áttir nú pínulítið í henni.
Margar góðar minningar áttum við
saman í Hálsakoti þar sem þið Bjarni
höfðuð búið ykkur til friðsælt afdrep
frá ys og þys borgarinnar. Einnig
fengum við að eiga góðar stundir
saman í Kotinu á Spáni. Þar leið
Margréti vel og eins og þeirra hjóna
var von og vísa var öllum tekið þar
opnum örmum. Elsku Margrét mín,
ég hefði viljað hafa okkar samveru-
stundir svo miklu fleiri en þín bíða nú
önnur verkefni á æðri stöðum.
Takk fyrir allt. Megi englar Guðs
og eilíft ljós taka þér opnum örmum
og veita þér handleiðslu þar sem þú
ert nú.
Rannveig Rut Valdimarsdóttir.
Elskuleg systir mín og vinkona er
látin eftir stranga baráttu við
krabbamein. Hún var ekki bangin og
fannst þetta „ekkert mál“ í desem-
ber 1999 þegar hún greindist í þriðja
sinn með krabbamein og það þótt vit-
að væri að það væri ólæknanlegt.
Sagði bara að það væri alveg hægt að
halda þessu niðri. Á sama tíma
greindist pabbi með sinn sjúkdóm og
stuttu áður en hann lést komu upp
ný krabbameinstilfelli hjá Eiríki
þannig að stríðið var mjög strangt.
Hún fæddist í hjarta Reykjavíkur
í Laugardalnum í torfbæ sem seinna
fékk nafnið Malínarbær og stendur
þar sem Húsdýragarðurinn er nú.
Eiríkur var þá tæpra þriggja ára og
sagði að hún ætti að heita Margrét.
Litla fjölskyldan flutti upp á Háaleiti
sem var sveit í þá daga. Þar var alltaf
opið hús fyrir vini og vandamenn,
fjölmenni og mikil glaðværð. Við
krakkarnir fórum oft í sundlaugarn-
ar í Laugardal. Ég man hve langt
það var þá. Heimleiðin var einhvern-
veginn lengri, við þreyttari og það
varð að fara í gegnum Múlakamp og
svo fram hjá „draugahúsinu“. Þá var
nú farið eins hratt yfir og stuttir sex
ára fætur gátu borið. Í einni ferðinni
var Margrét á hjólinu sínu og leyfði
mér að hjóla en hélt í bögglaberann.
Hjólið var svo stórt að sætið náði upp
á bak. Ég man enn um það bil sem
við nálguðumst draugahúsið að hún
kallar á mig: „Una sjáðu, sjáðu
hérna. Hún var bara að veifa hönd-
unum framan í mig“. Ég man enn
svarið. „Viltu setja hendurnar þínar
aftur á bögglaberann“ en hún hló
bara og sagði að nú gæti ég alveg
hjólað. Á þessum árum var rokkið
uppáhald allra og það var mikið fjör
þegar hún og vinkonur hennar voru
heima að spila plötur og rokka og
tjútta. Það var toppurinn. Eða þegar
við Eiríkur fórum til hennar til Ír-
lands og ég fékk að vera í heila viku
hjá henni á skólanum í Drogheda.
Miðnæturpartíið þar var lengi í
minnum haft þegar skólastjórafrúin
kom að okkur en gat bara gert einn
kexpakka upptækan og svo var hald-
ið áfram að raða í sig þegar hún var
farin. Svo komu mamma og pabbi og
við fórum öll fimm um Írland í
ógleymanlega ævintýraferð.
Seinna deildum við herbergi og þá
var hún komin í Hjúkrunarskólann.
Sváfum saman undir súð á einni flat-
sæng. Þau jólin fékk hún Theresu
Charles í jólagjöf og sofnaði með
hana á nefinu með sælubros á vör.
Ég hét því að lesa aldrei svo leið-
inlega bók sem maður sofnaði yfir.
Þarna undir súðinni var margt
skemmtilegt brallað og gerðar til-
raunir. Hún var jú að undirbúa sig
undir hjúkrunina og það var náttúru-
lega nauðsynlegt að ég aðstoðaði
hana við það. Einu sinni „lífgaði“ hún
mig úr dauðadái, blés í mig „lífi“ og
ég sagði henni á eftir hvernig það
var. Mér fannst ekkert sjálfsagðara
enda varð hún frábær hjúkka.
Við urðum ekki vinkonur fyrr en
ég var komin með heimili, þá var ald-
ursmunurinn allt í einu minni og
breyttist ekkert eftir það. Hugsunin
var stundum svipuð og við gátum
skilið hvor aðra, þótt við létum út úr
okkur einhverja vitleysu, þá náðum
við að skilja hvað við værum að
meina. Aðrir stóðu á gati og skildu
ekkert hvað við vorum að segja.
Stundum sagði hún að ef Una væri
hér þá myndi hún skilja mig og það
sama gilti um mig. Ég var svo lán-
söm að komast með henni í sannkall-
aða skemmtiferð til Írlands. Við fór-
um þrjú Margrét, Svani og ég og
skemmtunin byrjaði strax í flugvél-
inni því við vorum að reyna að taka
mynd af dúkku sem við höfðum
prjónað í sameiningu og ætluðum að
gefa þegar út kæmi. Einhvern veg-
inn varð allt svo fyndið að við vorum
enn að hlæja þegar vélin lenti. Eins
og sannir Íslendingar þurftum við að
versla og vorum lengi að því þannig
að við fengum okkur líka að borða
áður en við komum heim til vinkonu
okkar. Hún, orðin frekar fullorðin,
hafði alveg gleymt að segja okkur að
hún ætlaði að hafa matarboð svo við
komum södd og sæl í hressilegt mat-
arboð en gátum náttúrlega ekki sagt
að við værum búin að borða. Við
reyndum bara að horfa ekki hvor á
aðra því við vorum alveg að springa
úr hlátri. Síðasta daginn okkar
heima hjá Ruth og John, vinahjónum
hennar, kom Ruth með tvær harm-
onikkur og þær fóru að spila. Margr-
ét hafði aldrei spilað á harmónikku
áður en saman spiluðu þær Göngum
göngum og sungu með. Það var ein-
stök upplifun. En Margrét var ein-
mitt einstök upplifun, fljót til svars
og skemmtileg, fljót að taka ákvarð-
anir og horfði fram á veginn. Hún
var stórhuga, með stórt hjarta sem
allir í fjölskyldunni gátu leitað til
hvort heldur var til að taka sauma
eða bara til skrafs og ráðagerða. Síð-
ast en ekki síst hafði hún einstaka
kímnigáfu og sagðist stundum hafa
þurft að útskýra hana þegar hún var
að kynnast fólki en stundum gerði
hún það ekki og leyfði fólki bara að
ráða í gáturnar.
Það er svo skrýtið að hugsa til
þess að þau eru þrjú farin á sjö mán-
uðum. Við sem eftir sitjum verðum
að trúa því að þeim líði öllum vel og
geti skemmt sér saman. Þetta er
mikill missir fyrir okkur öll og við
verðum því að gefa okkur langan
tíma til að ná áttum og vona að nóg
sé komið í bili.
Una.
Þegar ég sest niður og skrifa
nokkur orð um Margreti mágkonu
mína, verður mér hugsað til fyrstu
kynna okkar. Það var fyrir tæpum
þrjátíu árum, stuttu eftir að við Una
systir hennar kynntumst, að við
heimsóttum hana í Hveragerði en
þangað var hún nýflutt með fjöl-
skyldu sína. Það var gott að koma til
hennar og ófá skiptin sem börnin
okkar voru hjá henni um lengri eða
skemmri tíma, þegar flökkueðlið
greip foreldrana. Margret hafði lært
hjúkrun og 1976 tók hún sig upp og
flutti til Noregs með fjölskylduna til
að sækja sér viðbótarmenntun. Vet-
urinn 1977 fórum við til þeirra og
upplifðum norskan vetur með frosti
og snjó, en hjartahlýu og vináttu inn-
andyra. Þegar þau komu heim rétt
fyrir jól sama ár bjuggu þau hjá okk-
ur þangað til húsið þeirra í Hvera-
gerði losnaði. Á þessum tíma kynnt-
ist ég hjartahlýju og góðvild
Margretar sem mér fannst vera
mjög ráðandi í hennar fari.
Ef eitthvað bjátaði á var gott að
leita til hennar og leysti hún fljótt og
vel úr vandamálinu, það var eitthvert
öryggi yfir henni enda var hún mjög
fær í sínu fagi. Það var viðkvæðið á
mínu heimili ef heilsufarið var ekki í
lagi: „Hringja í Margreti“. Síðustu
árin starfaði hún sem hjúkrunarfor-
stjóri
á heilsugæslunni í Grafarvogi og
hef ég fyrir satt að hún hafi verið
mjög vel liðin sem yfirmaður.
Margret var mjög ákveðin, stund-
um svolítið hvöss, meinstríðin, kát og
hress og stór persónuleiki.
Þó síðasti fundur okkar hafi verið
svolítið strembinn var kveðjustundin
góð og síðustu orðin frá þér til mín
voru perlur sem munu fylgja mér um
ókomna tíð og þannig vil ég muna
þig.
Kæra tengdamamma, enn og aft-
ur ber sorgin að dyrum, nú er elsku-
leg dóttir kölluð burt aðeins rúmum
mánuði á eftir honum Eiríki syni þín-
um. Það er ólýsanleg sorg að sjá á
eftir tveim börnum sínum á besta
aldri og það aðeins sjö mánuðum eft-
ir að tengdapabbi lést, en þú ert
ótrúlega sterk, bognar en brotnar
ekki. Megi góður guð og allar hans
hjálparhellur styðja þig og styrkja,
elsku Bergþóra mín. Bjarni, Berg-
dís, Kristbjörn og Bergþóra Fjóla,
elskuleg eiginkona og móðir er horf-
MARGRET
NÍELSDÓTTIR
SVANE
EIGI minningargrein að birtast á útfarardegi (eða í sunnudagsblaði ef
útför er á mánudegi), er skilafrestur sem hér segir: Í sunnudags- og
þriðjudagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. Í miðviku-
dags-, fimmtudags-, föstudags- og laugardagsblað þarf greinin að ber-
ast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein
eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er
ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað
getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins til-
tekna skilafrests.
Skilafrestur
minningargreina