Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                           ! " "  #  " $ !  #  % &  '  (   )  (* # # & & +                                                  !"#  !"$ % &   '      (  *      +, -   ) .   ,     !"# $% ' !"$!"# ( )*$# $$*   %  !"# "+$ #,-"$$*               !" #$%&                    ! " "  "  #        $    % &' % '  #$      # $'    (     )                                                          !    " # $%        # &  #       '        (  )   #     * +   ,   #-          #      # (  '      ++#      .  /$0   /  /0   /  /  /0  Heilsugæslan í Reykjavík Skrifstofa stjórnsýslu Heilsugæslunnar í Reykjavík Barónsstíg 47, verður lokuð frá kl. 13:00 mánudaginn 5. febrúar vegna útfarar Margrétar Níelsdóttur Svane, hjúkrunarforstjóra. ✝ Jón Ingólfssonvar fæddur að Heimaskaga á Akra- nesi 18. september 1925. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi í Fossvogi sunnudag- inn 28. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru; Kristín Ingunn Runólfsdótt- ir frá Króki í Gaul- verjabæjarhreppi og Ingólfur Sigurðsson frá Nýjabæ, Innri- Akraneshreppi. Þau bjuggu lengst af á Björk á Akra- nesi, þau eru bæði látin. Systkini Jóns eru: Ragnheiður Arnfríður, f. 1920, maki Haraldur Sigurðs- son, bæði látin; Guðrún, f. 1927, maki Björn Gígja, þau slitu sam- vistir; Ingólfur Sigurðs vélstjóri, f. 1928, maki Vilhelmína Böð- varsdóttir; Inga, f. 1929, maki Stefán Jónsson; Ingólfur Arnar, rafvirki, f. 1931, látinn, maki Svanborg Gísladóttir; Svandís, maki Aðalbjörn Björnsson, bæði látin; Runólfur Viðar, f. 1933, fórst með togaranum Júlí, Lóa, f. 1935, maki Sturla Björnsson og Ragnar vélvirki, f. 1936, maki Kerstin Ingólfsson. Hinn 5.11. 1960 kvæntist Jón Annie B. Friðriks- dóttur sjúkraliða, f. 1939, d. 1985, þau slitu samvistir. Börn þeirra eru; Sigrún Drífa hár- snyrtir, f. 1961, maki Heiðar Guðna- son, börn þeirra: Guðni Pétur, f. 1989, og Bjarki Enok, f. 1995, sonur Sigrúnar er Edgar Smári, f. 1981; Frið- rik Hrafn, f. 1964, maki Dröfn Palm- berg, börn þeirra: Friðrik Viðar, f. 1984, Ásgeir Óskar, f. 1989, og Annie Björt, f. 1991; dóttir Annie og uppeldis- dóttir Jóns er Sólveig Hrönn ljósmóðir, f. 1958, maki Þór Ax- elsson, börn þeirra: Axel, f. 1982, Sif, f. 1986, Björn, f. 1988, og Magnús, f. 1991. Jón var málarameistari og skiltamálari að mennt. Hann vann lengst af að iðn sinni og teiknaði jafnframt auglýsinga- skilti fyrir ýmis fyrirtæki, auk þess að skrautskrifa fyrir ein- staklinga og fyrirtæki. Jón verður jarðsunginn frá Háteigskirkju á morgun, mánu- daginn 5. febrúar, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mágur minn, Jón Ingólfsson, er látinn eftir langvarandi baráttu við illvígan sjúkdóm. Hann er fimmta systkinið af tíu, sem kveður þennan heim af börnum þeirra Kristínar Runólfsdóttur og Ingólfs Sigurðs- sonar frá Björk á Akranesi. Stórt skarð hefur verið höggvið í fjölskyldu okkar nú á nýju ári. Fyrir réttum hálfum mánuði var jarðsett- ur Haraldur Sigurðsson, mágur Jóns og svili minn, mikill öðlings maður. Skörð þessara tveggja manna verða ekki fyllt. Jón var alla tíð Akurnesingur í húð og hár, þótt lengst af byggi hann í Reykjavík. Þangað flutti hann um tvítugt, þá búinn að stunda ýmsa vinnu til sjós og lands. Hann minnt- ist oft þess tíma þegar hann var á Bangsa, sem var mótorbátur í trans- porti fyrir herinn og einnig er hann ók mjólkurbíl um sveitir Borgar- fjarðar. Eftirhermur voru honum nærtæk- ar og höfðu hann og fleiri gaman af að herma eftir bændum Borgar- fjarðar svo og sérkennilegum mönn- um á Skaga og Innnesi. Um tvítugsaldur kom hann til Reykjavíkur og hóf nám í málaraiðn hjá Teiti Gunnarsyni. Lauk hann því svo með meistararéttindum árið 1953, hann var viðurkenndur fag- maður. Jón var félagslyndur og skemmtilegur maður, hafði góða frá- sagnargáfu og var ákaflega listrænn. Skrautskrift hans var frábær. Póli- tískur var hann í besta falli, þar hafði hann alltaf rétt fyrir sér að eigin mati. Það gat verið gaman að þrasa við hann um pólitík en þá varð að vera á öndverðum meiði, þannig þras endaði alltaf í góðlátlegu gríni og út- úrsnúningum. Alvöruna hafði hann fyrir sig. Fyrir átta árum varð hann fyrir alvarlegu slysi, sem hafði þær afleiðingar að taka þurfti af honum hægri fót, tók það margar og stórar aðgerðir, en uppgjöf var ekki fyrir hendi. Hann fékk ljómandi íbúð á Vitatorgi og hjólastól. Sinni góðu lund og sérvisku hélt hann. Ferðalög og góðir vinir var hans líf síðustu ár. Hann hafði ferðast mikið bæði til Evrópu og Asíu og naut þess vel. Einnig tók hann töluvert af myndum. Kona hans var Annie B. Friðriksdóttir, sjúkraliði, hún er lát- in fyrir allmörgum árum. Þau eign- uðust tvö börn, Sigrúnu Drífu og Friðrik Hrafn, einnig ólu þau upp Sólveigu Hrönn, dóttur Annie. Kæru systkin, við Ingólfur og fjöl- skyldur okkar vottum ykkur innilega samúð. Kær kveðja, Vilhelmína Böðvarsdóttir. Ég vil með örfáum orðum minnast vinar míns og skólafélaga Jóns Ing- ólfssonar málara. Hugur minn leitar 65 ár til baka, eða til janúar 1936. Það var þá er ég flutti frá Vestfjörð- um til Akraness með foreldrum mín- um og systkinum. Í barnaskólanum kynntist ég strax Jóni og lenti í sama bekk og hann. Það var mikil breyting að setj- ast í nýjan skóla, og svolítið skrýtið að sjá nýja skólafélaga og ný andlit, og ekki síst að við systkinin vorum búin að læra þetta allt árið áður sem verið var að kenna okkur þennan vetur. Strákarnir í bekknum voru margir ansi uppivöðslusamir og mikið fyrir að gera smáhrekki. Ekki má gleyma teiknitímunum hjá Guðjóni kennara, besta ljúfmenni, og tímarnir gagn- legir og oft skemmtilegir. Jón átti heima í húsinu Björk uppi á Skaga, við Sleipnisveg eins og ég, og var því sjálfgefið að við lékum okkur saman. Róluvöllurinn og Langisandur voru helstu leikvellirn- ir í þorpinu. Oft gerðist það að farið var í fót- bolta á sandinum, og langstökk var líka mjög vinsælt, því það var svo mjúkt að lenda. Einnig var vinsælt og gerðist oft að við teiknuðum myndir í sandinn, konur og skrýtna karla, og þetta smitaðist strax út til þeirra yngri barna sem voru með okkur í leik. Jón var frekar brosmildur, orð- hnyttinn og glettinn og oft fljótur að koma öðrum til að hlæja. Hann var mjög listelskur og hreifst mikið af málaralist og klassískri tónlist. Akranes var okkur systkinunum nokkuð framandi. Þorpið var veðra- samt, með ólgandi haföldum beggja vegna, og ekki laust við sjóslys á vetrarmánuðum. Kreppa og atvinnuleysi var mikið á þessum árum og er það engin til- viljun að óhamin náttúruöflin, átök manna við hafið og þrúgandi fátækt- in hafi mjög mótað lífsstíl Jóns. Ung- ur kynntist hann járnkrumlum fá- tæktarinnar, skilgetinn sonur harðneskjulegra lífshátta, þar sem konur og karlar hættu í sífellu lífi sínu og heilsu í baráttu þar sem sig- urinn var í því fólginn að komast af. Við pottormarnir tókum mikinn þátt í þessu í starfi og leik. Síðar urðum við fermingarbræður og enn síðar meir bar okkar fundum saman þegar við tókum sveinspróf í málaraiðn 1950. Kæri skólafélagi og vinur! Ég vil þakka samfylgdina og öll ævintýrin á æskuslóðum. Með þessum línum kveð ég Jón og sendi aðstandendum hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Steinþór Marinó Gunnarsson. „Snotur, léttur, snöggur, ör.“ Þetta er lýsing á Jóni og er fyrsta ljóðlína í gamanvísu eftir Kristján Magnússon málara, félaga okkar. Tilefnið var 25 ára starfsafmæli mál- ara sem tóku sveinspróf 1950. Í mín- um huga eru þessi fjögur orð svo markviss lýsing á Jóni að frekari orðnotkun er óþörf þrátt fyrir að Jón hafi búið yfir mörgum eiginleikum sem einkenndu líf hans og störf. Ég minnist þess að Jón var lítið gefinn fyrir skrautmælgi og langar ræður fóru í taugarnar á honum. Þessir málarar sem útskrifuðust 1950 voru 22 og eru fjölmennasti hópurinn sem bæst hefur í stéttina á einu ári. Einhverjum hefur þótt þetta vera merkilegur viðburður, því JÓN INGÓLFSSON                                         !!      !"#$%"     %"  &' # &' (  !"#$   ( ) * +#%, %"   -   %"    , .  *   ( / ' &' %"    .  ( # $  *                                  !  "                  !     " #"    " $%  &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.