Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ SUMARIÐ 1940 dvaldi ég sem ung- lingur í Vogum í Mývatnssveit og var það 5. sumarið mitt á þeim ágæta bæ, hjá þeim hjónum Þórhalli Hallgríms- syni (1879–1941) og Þuríði Einars- dóttur (1882–1966). Margs er að minnast frá þessum árum, en nú vil ég rifja upp atvik, sem hefur greypst í huga minn framar öðrum atburðum. „Haförninn“ TF-SGL, tvíþekja af Waco ZKS-7 gerð, lendir á Mývatni. Flugmaður sennilega Örn Johnson (1915–1984). Vélin í eigu Flugfélags Íslands hf., þess þriðja í röðinni. Far- þegi er Hallgrímur Fr. Hallgrímsson (1905–1989) forstjóri Shell á Íslandi. Erindi Hallgríms norður er að fá undirskrift Héðins Valdimarssonar (1892–1948) á einhvern þýðingarmik- inn samning um erlend olíuviðskipti. Héðinn var þá forstjóri Olíuverslun- ar Íslands hf. BP. Þar sem minni manna er ekki óbrigðult, sérstaklega er þeir rifja upp atburði, er gerðust fyrir 60 árum, leitaði ég til vinar míns í Mývatnssveit, Kristjáns Þórhalls- sonar (f. 1915) í Björk, um aðstoð. II Auður Ísfeldsdóttir á Kálfaströnd (f. 1915) frænka Kristjáns minnist þess, að sjóflugvél hafi lent norðvest- an við „Breiðuna“, austan við Hrút- ey, 1940. Þá ræddi Kristján einnig við Sigurveigu Sigtryggsdóttur í Syðri-Neslöndum en hún er fædd 1906. Hún mundi ekki eftir „Hafern- inum“, en gat aftur á móti greint frá því, að sumarið 1931 hefði sjóflugvél lent á Mývatni, á svonefndri Nes- landavík og mun það hafa verið „Álft- in“, en svo hét ein af þrem vélum Flugfélags Íslands hf., sem var ann- að í röðinni með því nafni (fyrsta FÍ var stofnað 1919). Var hrundið fram báti frá Ytri-Neslöndum til þess að heilsa upp á þennan fáséða fugl lofts- ins, en þá brá svo við, að flugmenn- irnir settu á fulla ferð og hófu sig á loft. Telur Sigurveig, að flugmenn- irnir hafi ekki haft heimild til þess að lenda á Mývatni og hafi óttast að fá skömm í hattinn frá yfirboðurum sín- um fyrir vikið. III Flugfélag Íslands hf. (II) var stofnað 1. maí 1928 og sátu í fyrstu stjórn þess: Dr. Alexander Jóhann- esson (1888–1965) formaður, Pétur Halldórsson (1887–1940) bóksali, síð- ar borgarstjóri og alþingismaður, Páll Eggert Ólason (1883–1949) pró- fessor, Magnús Th.S. Blöndahl (1861–1932) útgerðarmaður og fyrr- um alþingismaður, Magnús Torfason (1868–1948) sýslumaður og alþingis- maður. Enn eru tveir gamlir starfs- menn FÍ á lífi, þeir Skúli Halldórsson tónskáld (f. 1914), sem var sendill, og Gunnar Jónasson, forstjóri Stálhús- gagna (f. 1906), en hann var vélamað- ur. Í tímaritinu Hlín, 20. árgangi, árið 1936, bls. 111, er kafli, sem nefnist: Úr Mývatnssveit. Sagðar eru fréttir úr sveitinni frá sumrinu 1931: „Svo kom einn góðan veðurdag flugvélin Svanurinn, „Álftin“, og sveimaði á loftvegum og settist á heiðavatnið blátt litla stund þegjandi. En ferða- röddin var nokkuð harkalegri en svananna okkar, sísyngjandi í vetr- arhörkunum og engum tókst að ná í oddfjaðrir flugdrekans og líta inn í salkynni íbúanna.“ Fréttabréf þetta er nafnlaust, aðeins X undir lok bréfsins. Öruggt má telja að þetta hafi verið „Álftin“, ein af hinum þrem flugvélum FÍ, sem settist á Nesland- avíkina og Veiga gamla í Syðri-Nes- löndum man eftir. Hinar hétu „Súl- an“ og „Veiðibjallan“. IV Fyrst er ég kom í Mývatnssveitina sumarið 1936, var bílvegurinn ekki kominn lengra en að rjóðrinu Sviðn- ing, en þar var tekið á móti Kristjáni konungi X. og Alexandrínu drottn- ingu hinn 26. júní 1936. Ég man glöggt eftir því, þegar Júlíus Hav- Vatnslitamynd Brynjólfs Þórðarsonar listmálara af Kálfaströnd og Bláfjalli í baksýn. Myndin er í eigu greinarhöfundar. Leifur Sveinsson                                                          !    " "    # $   !" %             Minningar úr Mývatnssveit Sumarið 1940 dvaldi ég sem unglingur í Vogum í Mývatns- sveit, segir Leifur Sveinsson, sem hér rifjar upp kynni við minnisvert fólk og segir frá minn- isverðum atburðum úr sveitinni. Þetta var fimmta sumarið hans í Mývatnssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.