Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 22
LISTIR
22 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á
RÁÐSTEFNU sem haldin
var síðastliðið vor í Háskóla
Íslands undir heitinu „Líf í
borg“ flutti Pétur Gunn-
arsson rithöfundur athygl-
isvert erindi um borg-
armenningu á Íslandi. Gerði
hann tilurð borgarmenningar í Reykjavík að
umtalsefni sínu og lýsti af miklu innsæi
þeirri tilviljanakenndu þróun sem mótað hef-
ur höfuðstaðinn allt frá því þeir Skúli fógeti
og félagar hans reistu Innréttingarnar. Þar
varð til Aðalstræti og sá miðbæjarkjarni í
Kvosinni sem hefði átt að geta staðið undir
nafni um alla framtíð. Að sögn Péturs var
það þó ekki fyrr en á stríðsárunum að
Reykjavík fékk loks á sig alvöru borgarblæ.
Kvosin einkenndist
þá af iðandi mannlífi
og þeirri athafna-
semi sem borgum
tilheyrir: „Lækj-
artorg er miðja
strætisvagnanna og umferðarmiðstöðin –
ígildi jarnbrautarstöðva evrópskra miðborga
– er í miðjum bæ (þar sem nú eru kyrr-
stæðar birgðaskemmur Eimskipa). Höfnin er
á sínum stað og það eru líflegir farþegaflutn-
ingar með skipum og tilheyrandi að- og frá-
rennsli við komu- og brottfarir,“ segir Pétur.
Og hvað skyldi svo allt þetta fólk hafa ver-
ið að sækja í miðbæinn á þessum árum; jú,
alla þá starfsemi og skemmtan sem gerir
borg að menningarborg því í miðbænum
voru allar þær opinberu stofnanir, þjónusta
og afþreying sem markar svipmót þjóðar.
Við Austurvöll var „glæsilegasta hótel borg-
arinnar og Alþingishúsið sem jafnframt
þjónaði sem Háskóli Íslands fram yfir 1940.
Og útvarpið er staðsett við Austurvöll á efri
hæðum Landssímahússins. Dagblöðin fjögur
að tölu eru öll í miðbænum með tilheyrandi
mannvitsbrekkum. Kaffihús og bókabúðir
troða hvert öðru um tær. Tvö leikhús,
Landsbókasafn...“
En þetta líflega ástand stóð ekkilengi yfir, eins og Pétur bendir á.Ef til vill má gera því skóna að sávísir að miðbæjarkjarna sem
myndast hafði í Kvosinni hafi þótt of gam-
aldags eftir að stríðinu lauk. Að timburhúsin
í Aðalstræti og Austurstræti, Bernhöfts-
torfan og hafnarlífið hafi ekki haft yfir sér
þann „metrópólítan“ blæ sem aðrar borgir
gátu státað af. Fyrir nú utan alla braggana
sem búið var að hola niður hvar sem því
varð við komið. Það er því eins og Reykvík-
ingar missi móðinn við að byggja upp
miðbæinn, heildarsýnin glatast í stórhuga
áformum um endurbætur eða jafnvel í til-
raunum til að mynda heildstæðari borg-
armynd annars staðar í borginni þar sem hin
lágtimbraða fortíð var ekki eins svipsterk í
götumyndinni. Á þeim tímum sem fara í
hönd, gera því flestir ráð fyrir því að fortíðin
og timburhúsin víki fyrir „alvöru“ bygging-
ararfleifð; stór og mikil steinhús eru byggð
hér og þar í Kvosinni, með athyglisverða
framhlið og bakhlið. Gaflar þeirra eru hins
vegar rennisléttir svo hægt sé að „leiðrétta“
götumyndina í framtíðinni þegar eldri húsum
hefur verið útrýmt. Það þarf ekki glöggan
mann til að sjá merki um þessa þróun við
allar helstu götur miðbæjarins.
Pétur Gunnarsson heldur því fram að sú
iðandi miðborg sem tilheyrði stríðsárunum
hafi orðið til nánast eins og fyrir tilviljun:
„Þessi borg varð eins og óvart. Og alveg jafn
óvart var hún tekin niður. Sú borg sem við
þekkjum í dag er þrátt fyrir þrefalt fleiri
íbúa ekki sú fólksiða sem fyrri borgin var.
Reykjavík sætir sömu örlögum og gyðingar í
fornöld, hún er send í Dreifinguna miklu.
Háskólinn flytur út á Mela, útvarpið endar
inni í Efstaleiti, blöðin flytjast í holt og múla
og mýrar og daga þar uppi eða einangrast.
Landsbókasafninu er fundinn staður úti á
Melum.“
Og hver skyldi afleiðing „Dreifingarinnar
miklu“, sem Pétur kallar svo, vera? Einhver
bílvæddasta borgarmenning sem um getur í
Evrópu. Borgarmenning sem hverfist í
kringum verslunarmiðstöðvar í úthverfum á
búðartímum og í svefnhverfum þar fyrir ut-
an. Lífið í sjálfum miðbænum bærir vart á
sér nema um helgar. Þá tekur það hraust-
legan kipp rétt undir miðnættið þegar borg-
arbúar leggjast í kráarölt sem verður sífellt
villtara eftir því sem líður á nóttina – eins og
sautjándi júní standi árið um kring. Hreins-
unardeild borgarinnar bindur loks enda á
leikinn í morgunsárið svo allt sé þokkalegt
þegar borgarbörnin vakna í úthverfunum og
langar í bíltúr niður að tjörn til að gefa önd-
unum brauð.
Þó er langt því frá að ekki hafi verið gerð-
ar tilraunir til að efla ímynd miðbæjarins í
gegnum tíðina og hafa t.d. samtök kaup-
manna í miðbænum lagt sitt af mörkum til
gera Kvosina að raunhæfum keppinaut
verslunarmiðstöðva um mannfjöldann. Borg-
aryfirvöld hafa einnig staðið fyrir ýmsum
skemmtilegum uppákomum, svo sem árlegri
menningarnótt, auk þess sem menning-
arborgarárið varð til þess að gæða bæinn
langþráðu lífi er ungir sem aldnir gátu notið.
Kjölfestan í miðbæjarlífinu er þó lítil og upp-
sveifla ekki í öðru atvinnulífi en því sem
tengist skemmti- og veitingastöðum.
Það er því umhugsunarvert af hverjusú þróun sem reifuð er hér að ofanhefur orðið ofan á – sérstakleganúna þegar þau timburhús sem á
annað borð lifðu hreinsanirnar af eru komin
í tísku og sunduleitnin þykir ekki lengur lýti
heldur tímanna tákn. Eins og Pétur bendir á
er ekki lengur sjálfgefið að allar helstu
menningarstofnanir landsins séu í Kvosinni
en ef til vill má leiða líkur að því að eina
leiðin til að styrkja innviði miðbæjarins sé að
skapa þeim menningarstofnunum sem enn
eiga eftir að festa sig í sessi verðugt um-
hverfi í Kvosinni til að styrkja miðbæinn
með allri þeirri athafnasemi sem þeim fylgir.
Með Listasafni Reykjavíkur í nýuppgerðu
Hafnarhúsi og nýju húsnæði Borgarbóka-
safnsins í Grófarhúsi er ef til vil búið að
stæla nokkuð þann bakugga sem miðbær
Reykjavíkur þarf á að halda til að standa
undir nafni sem áframhaldandi menning-
arborg. Á sama tíma og sú jákvæða þróun í
miðbænum á sér stað, hafa húsnæðismál
Listaháskóla Íslands verið nokkuð til um-
ræðu og ýmsir staðir verið nefndir í því
sambandi. Listaháskólinn er ungur að árum
og enn í mótun. Vegna þess öfluga og fjöl-
þætta hlutverks sem honum er ætlað hefur
hann alla burði til þess að verða einn mik-
ilvægasti hornsteinn menningar í landinu.
Það skiptir því ákaflega miklu máli að skól-
anum sé fundinn sá staður í samfélaginu þar
sem hann hefur sem allra mest vægi og get-
ur haft mótandi áhrif á menningarlíf lands-
manna og ímynd þeirra út á við. Eins og
borgarstjóri Reykjavíkur, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, sagði í Morgunblaðinu 26. jan-
úar, þá verður „bara einn Listaháskóli
byggður á Íslandi“. Jafnframt lýsti hún
þeirri skoðun sinni að „það skipti verulegu
máli hvar hann er“ og að hún sé „alveg
ákveðið þeirrar skoðunar að hann eigi að
vera sem næst miðborginni“. Þessari skoðun
hljóta allir sem bera hag höfuðborgarinnar
fyrir brjósti að fagna.
Stjórn Listaháskólans hefur farið framá það við borgaryfirvöld að kannamöguleika á því að setja nýbygg-ingu skólans á Miklatún í tengslum
við Kjarvalsstaði. Auðvitað er sjálfsagt að
skoða þann möguleika með opnum huga og
kanna þá kosti sem það býður upp á. Því er
þó ekki að leyna að borgarmyndinni sem
heild væri meiri hagur í því að Listaháskól-
inn yrði ekki útvörður miðbæjarins á Mikla-
túni, heldur miklu fremur hreyfiaflið í hjarta
hennar. Listaháskóli á sæmandi stað í Kvos-
inni gæti varanlega breytt andrúmslofti mið-
bæjarins til betri vegar. Sá fjöldi nemanda
og starfsmanna sem skólanum fylgir myndi
óneitanlega setja svip sinn á mannlífið í
Kvosinni yfir daginn.
Listaháskólar, með jafn víðtæka starfsemi
og Listaháskóla Íslands er ætlað að vera,
eru fremur sjaldgæfir og því mikilvægt að
huga vel að þeim þáttum starfseminnar er
marka sérstöðu hans á því sviði. Í skólanum
sameinast hönnun, byggingarlist, myndlist,
sviðslistir og tónlist, og við undirbúning
skólastarfsins hefur verið gert ráð fyrir að
nemendur á ólíkum sviðum skólans geti haft
með sér samstarf. Þegar til lengdar lætur
má gera ráð fyrir að þetta fyrirkomulag,
sem stuðlar að þverfaglegri nálgun á sköp-
unarferlinu, verði skólanum og menningarlíf-
inu til mikils framdráttar.
Það er því afar mikilvægt að í allri um-
ræðu um framtíð skólans og húsnæðismál
hans sé fjölbreytni starfseminnar og teng-
ingar hennar við ólík listsvið utan skólans
höfð í huga. Listaháskólinn getur aldrei orð-
ið sá hornsteinn sem hann þarf að vera
nema honum séu sköpuð skilyrði til að vera
lifandi miðstöð lista sem vinnur í nánu sam-
starfi við aðrar lista- og menningarstofnanir.
Í gangfæri við Þjóðleikhúsið, Listasafn Ís-
lands, Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsinu,
Borgarbókasafnið, Ljósmyndasafn Reykja-
víkur gæti skapast samspil á milli stofn-
ananna og nemenda Listaháskólans sem allir
hefðu listrænan hag af. Ekki má heldur
gleyma því að í gangfæri við miðbæinn er
háskólasvæðið og allar þær menningarstofn-
anir sem því tengjast; Þjóðminjasafnið, Þjóð-
arbókhlaðan, Norræna húsið og svo mætti
lengi telja.
Með tilkomu langþráðs tónlistarhúss á
hafnarbakkanum og uppbyggingu íbúða-
byggðar í Vatnsmýrinni, auk Listaháskóla
Íslands, gæti miðbærinn í Kvosinni loks orð-
ið að því „metrópólítan“ afli sem markast af
skapandi ungu fólki, iðandi mannlífi, kaffi-
húsum og kaupmennsku – öllu í hæfilegu
jafnvægi að nóttu sem degi.
Dreifingin mikla
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Mannlífið í hjarta Reykjavíkur ber þess nokkur merki að hafa orðið „dreifingunni miklu“ að bráð og myndi styrkjast mikið með nýju hreyfiafli á borð við
Listaháskóla Íslands.
AF LISTUM
Eftir Fríðu Björk
Ingvarsdóttur
ÞEIR Chris Wilson og Nick Cassway, starfs-
menn gallerís nokkurs í Fíladelfíu í Banda-
ríkjunum, ræða hér verk á sýningu er gefið
hefur verið heitið Steldu sýningunni.
Gestum gallerísins leyfist að laumast út
með listaverkin sem þar eru til sýnis, en þess
er þó krafist að „þjófarnir“ útskýri fyrir
starfsfólki gallerísins af hverju þeir hafi
heillast nógu mikið af viðkomandi verki til að
stela því.
AP
Stolin sýning