Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 21 Stórferð aldarinnar í boði fyrir 1/3 almenns verðs! Verður þú sumar- og sólarmegin í páskafríinu 8.-16. apríl? Suður-Afríka, eitt fegursta land heims með háþróaða ferðaþjónustu, er réttu megin með sumardýrð sína og náttúrutöfra, sól og 25-30° hita, meðan svalt er í Evrópu fram í júní. Beint, þægilegt flug ATLANTA til CAPE TOWN, einnar fegurstu borgar heims, valin hótel, spennandi skoð- unarferðir, ódýrt land, íslensk fararstjórn. Þrír frábærir valkostir, allir eftirsóttir: 1) Vika í Cape Town – hrífandi umhverfi á „fegursta höfða heims“! Sól, golf, kynnisferðir. 2) Vika í DURBAN á frægasta baðstað Afríku og einum litríkasta í heimi, sólböð, SAFARI. 3) „Blómaleiðin“ ein fegursta akstursleið í heimi, 3 d. + 4 d. Cape Town. Er að seljast upp! ATH. Takmarkaður sætafjöldi á hverri leið! Missið ekki af tækifærinu! Spennandi gæðaferð fyrir aðeins um 1/3 almenns verðs! Tryggðu þér sæti meðan enn er val! Nú þegar er um helmingur sæta seldur. Sérstakur kynnis- ferðabónus fyrir staðfestar pantanir dagana 5.-12. febrúar. Fáið nýja bæklinginn með fullri dagskrá fyrir mest spennandi páskaferð ársins! Pöntunarsími: 56 20 400 Myndasýning og ferðakynning á páskaferðum í A-sal Hótels Sögu kl. 16 í dag, sunnudag. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Námskeið ti l árangurs Ólafur Þór Ólafsson leiðbeinandi *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt eru frábær námskeið í sjálfsrækt og markmiðasetningu sem færa þér lyklana að þinni eigin velgengi í lífi og starfi Brian Tracy Upplýs. og skráningwww.markmidlun.is s. 533 5522 Náðu árangri og Phoenix Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 18 á Hótel Loftleiðum. Nokkur sæti laus. Ath. frí netbók EGGERT Magnússon er án efa með eldri starfandi listamönnum á landinu í dag. Eggert, sem er fædd- ur 1915 og telst til íslenskra næ- vista, sneri sér hins vegar ekki að myndlistinni fyrr en 1960 er hann hóf að mála í frístundum eftir ára- langa veru á sjónum. Sjómennskan skipar líka fastan sess í mörgum verka Eggerts á sýningu þeirri er nú stendur yfir í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, ekki síður en þær fjarlægu og fram- andi slóðir er hann heimsótti á þeim ár- um. Myndefni lista- mannsins, sem ein- kennist af þykkum pensilförum, sterk- um og oft lítt blönd- uðum litum, ein- faldri myndbyggingu og vissri einlægni, er því ekki bundið við ættjörðina eina heldur vílar Eggert sér ekki við að leita fanga á jafn framandlegum slóðum og Afríku og Japan. Þá stendur for- tíðin honum ekki fjær nútíðinni, enda ferðast listamaðurinn víða í tíma og rúmi í verkum sínum og ekki hægt að sjá annað en að ferða- gleðin sé síst minni en á sjómanns- árunum. Verkið Frumskógur er gott dæmi um slíkt. Sterkir gulir og grænir lit- ir eru þar ráðandi og einfaldleikinn ráðandi þó framandleikinn sé ekki langt undan. Myndin sýnir hvítan mann og stóran hvítan fugl, e.t.v. strút, í hópi svertingja og dekkri fugla. Staða bæði fugla og manna er í öllum tilfellum keimlík, kyrrðin er algjör líkt og enginn – hvorki menn né dýr – þori að hreyfa sig. Íslensk- ur veruleiki er hér víðs fjarri en töfrar frumskógarins þeim mun nær. Verkið Maður ljónsbitinn er ann- að dæmi um ferðamyndir Eggerts. Gulir og grænir litatónar gefa myndinni, sem sýnir veiðimann frelsa félaga sinn úr ljónskjafti, líf- legt yfirbragð og ljónið, sem um margt minnir á villidýr hins þekkta franska nævista Henri Rousseau, virðist um margt saklausara en vopnaður veiðimaðurinn. Heimsstyrjöldin síðari er annað viðfangsefni sem virðist Eggert hugleikið. Pearl Harbour og Atóm- sprengjan eru verk sem sviðsett eru í huga listamannsins fjarri heima- högum og nær síðarnefnda verkið vel fram þeim hræðileika sem eyði- leggingarkrafti atómsprengjunnar fylgja. Svartir, rauðir og bláir litir myndarinnar virka kaldir og frá- hrindandi og abstraktformin ýja að þeirri óreiðu og sundrung er atóm- sprengjunni fylgja. Áhrif stríðsins á Ísland vekja þá ekki síður áhuga Eggerts, enda gerir hann sér víða mat úr sögu- legum atburðum og tengslum þeirra við Ísland. Loftfarið Graf Seppelín sést til að mynda í Öskju- hlíðinni árið 1931 og þá er heimsókn Churchill til Íslands einnig verðugt myndefni að mati Eggerts. Sjóor- usta við Látraröst og Bismarck út af Hellissandi eru þá ekki síðri dæmi, en í því síðastnefnda virðist bilið milli orustuskipanna, spreng- inganna og friðsælu húsaþyrping- arinnar á Hellissandi óbrúanlegt með öllu. Fiskveiðar og lífríki sjávar eru loks eitt viðfangefni til viðbótar sem nefna má af þeim fjölbreytilega fjölda mynda er ber fyrir augu sýn- ingargesta í Gerðubergi og ber verkið Flugskötuveiði þar vitni um líflegt ímyndunarafl listamannsins. Eggert teflir þar saman á skemmti- legan hátt fullmönnuðum fiskibát og risavaxinni flugskötunni. Star- andi augu skærrauðrar og víg- tenntrar ófreskjunnar stara á sýningargesti úr grænbláum sæn- um og virðast sjómennirnir mega sín lítils gegn skepnunni og úfnu hafinu sem ekki virðist þeim frekar vinveitt. Ekki eiga sjómenn Eggerts þó alltaf við ofurefli að etja og í verk- inu Steypireyður standa tíu menn ofan á bjargvana og líflausum hval sem liggur í sendinni fjöru. Það er þó verkið Síldargötur í Hvalfirði sem er e.t.v. hvað sterkast af þeim verkum sem Gerðuberg geymir. Myndin er með stærri verkum sýn- ingarinnar og tekur á móti gestum við komuna. Litaval Eggerts er hér bæði bjart og líflegt og gulir, græn- ir, rauðir og bláir tónar marglitrar fiskatorfunnar ná að kalla fram töfraheim á botni sjávar sem ekki ber ímyndunarafli listamannsins síður vitni en framandi lönd. Sú gleði sem sköpunarferlið felur í sér fyrir listamanninn fer ekki fram hjá neinum sem verkin skoðar og ljóst að minningarnar lifa góðu lífi í huga Eggerts, sem telur fátt sér óviðkomandi hvort sem um ræð- ir aldarafmæli Fríkirkjunnar, Rútu- slysið í Krossá eða árásina á Pearl Harbour. Eggert kann á stundum að vera nokkuð mistækur við gerð verka sinna en enginn þarf að velkj- ast í minnsta vafa um að tjáningin kemur beint frá hjartanu. Á vængjum hugans MYNDLIST G e r ð u b e r g Sýningunni lýkur 18. febrúar. Opið alla virka daga frá kl. 9–16. EGGERT MAGNÚSSON – MÁLVERK Anna Sigríður Einarsdótt ir Síldargötur í Hvalfirði eftir Eggert Magnússon. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.