Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 21

Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 21
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 21 Stórferð aldarinnar í boði fyrir 1/3 almenns verðs! Verður þú sumar- og sólarmegin í páskafríinu 8.-16. apríl? Suður-Afríka, eitt fegursta land heims með háþróaða ferðaþjónustu, er réttu megin með sumardýrð sína og náttúrutöfra, sól og 25-30° hita, meðan svalt er í Evrópu fram í júní. Beint, þægilegt flug ATLANTA til CAPE TOWN, einnar fegurstu borgar heims, valin hótel, spennandi skoð- unarferðir, ódýrt land, íslensk fararstjórn. Þrír frábærir valkostir, allir eftirsóttir: 1) Vika í Cape Town – hrífandi umhverfi á „fegursta höfða heims“! Sól, golf, kynnisferðir. 2) Vika í DURBAN á frægasta baðstað Afríku og einum litríkasta í heimi, sólböð, SAFARI. 3) „Blómaleiðin“ ein fegursta akstursleið í heimi, 3 d. + 4 d. Cape Town. Er að seljast upp! ATH. Takmarkaður sætafjöldi á hverri leið! Missið ekki af tækifærinu! Spennandi gæðaferð fyrir aðeins um 1/3 almenns verðs! Tryggðu þér sæti meðan enn er val! Nú þegar er um helmingur sæta seldur. Sérstakur kynnis- ferðabónus fyrir staðfestar pantanir dagana 5.-12. febrúar. Fáið nýja bæklinginn með fullri dagskrá fyrir mest spennandi páskaferð ársins! Pöntunarsími: 56 20 400 Myndasýning og ferðakynning á páskaferðum í A-sal Hótels Sögu kl. 16 í dag, sunnudag. Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir Námskeið ti l árangurs Ólafur Þór Ólafsson leiðbeinandi *Þú getur gert, átt eða verið það sem þú vilt eru frábær námskeið í sjálfsrækt og markmiðasetningu sem færa þér lyklana að þinni eigin velgengi í lífi og starfi Brian Tracy Upplýs. og skráningwww.markmidlun.is s. 533 5522 Náðu árangri og Phoenix Næsta námskeið hefst miðvikudaginn 22. febrúar kl. 18 á Hótel Loftleiðum. Nokkur sæti laus. Ath. frí netbók EGGERT Magnússon er án efa með eldri starfandi listamönnum á landinu í dag. Eggert, sem er fædd- ur 1915 og telst til íslenskra næ- vista, sneri sér hins vegar ekki að myndlistinni fyrr en 1960 er hann hóf að mála í frístundum eftir ára- langa veru á sjónum. Sjómennskan skipar líka fastan sess í mörgum verka Eggerts á sýningu þeirri er nú stendur yfir í Menningarmiðstöð- inni Gerðubergi, ekki síður en þær fjarlægu og fram- andi slóðir er hann heimsótti á þeim ár- um. Myndefni lista- mannsins, sem ein- kennist af þykkum pensilförum, sterk- um og oft lítt blönd- uðum litum, ein- faldri myndbyggingu og vissri einlægni, er því ekki bundið við ættjörðina eina heldur vílar Eggert sér ekki við að leita fanga á jafn framandlegum slóðum og Afríku og Japan. Þá stendur for- tíðin honum ekki fjær nútíðinni, enda ferðast listamaðurinn víða í tíma og rúmi í verkum sínum og ekki hægt að sjá annað en að ferða- gleðin sé síst minni en á sjómanns- árunum. Verkið Frumskógur er gott dæmi um slíkt. Sterkir gulir og grænir lit- ir eru þar ráðandi og einfaldleikinn ráðandi þó framandleikinn sé ekki langt undan. Myndin sýnir hvítan mann og stóran hvítan fugl, e.t.v. strút, í hópi svertingja og dekkri fugla. Staða bæði fugla og manna er í öllum tilfellum keimlík, kyrrðin er algjör líkt og enginn – hvorki menn né dýr – þori að hreyfa sig. Íslensk- ur veruleiki er hér víðs fjarri en töfrar frumskógarins þeim mun nær. Verkið Maður ljónsbitinn er ann- að dæmi um ferðamyndir Eggerts. Gulir og grænir litatónar gefa myndinni, sem sýnir veiðimann frelsa félaga sinn úr ljónskjafti, líf- legt yfirbragð og ljónið, sem um margt minnir á villidýr hins þekkta franska nævista Henri Rousseau, virðist um margt saklausara en vopnaður veiðimaðurinn. Heimsstyrjöldin síðari er annað viðfangsefni sem virðist Eggert hugleikið. Pearl Harbour og Atóm- sprengjan eru verk sem sviðsett eru í huga listamannsins fjarri heima- högum og nær síðarnefnda verkið vel fram þeim hræðileika sem eyði- leggingarkrafti atómsprengjunnar fylgja. Svartir, rauðir og bláir litir myndarinnar virka kaldir og frá- hrindandi og abstraktformin ýja að þeirri óreiðu og sundrung er atóm- sprengjunni fylgja. Áhrif stríðsins á Ísland vekja þá ekki síður áhuga Eggerts, enda gerir hann sér víða mat úr sögu- legum atburðum og tengslum þeirra við Ísland. Loftfarið Graf Seppelín sést til að mynda í Öskju- hlíðinni árið 1931 og þá er heimsókn Churchill til Íslands einnig verðugt myndefni að mati Eggerts. Sjóor- usta við Látraröst og Bismarck út af Hellissandi eru þá ekki síðri dæmi, en í því síðastnefnda virðist bilið milli orustuskipanna, spreng- inganna og friðsælu húsaþyrping- arinnar á Hellissandi óbrúanlegt með öllu. Fiskveiðar og lífríki sjávar eru loks eitt viðfangefni til viðbótar sem nefna má af þeim fjölbreytilega fjölda mynda er ber fyrir augu sýn- ingargesta í Gerðubergi og ber verkið Flugskötuveiði þar vitni um líflegt ímyndunarafl listamannsins. Eggert teflir þar saman á skemmti- legan hátt fullmönnuðum fiskibát og risavaxinni flugskötunni. Star- andi augu skærrauðrar og víg- tenntrar ófreskjunnar stara á sýningargesti úr grænbláum sæn- um og virðast sjómennirnir mega sín lítils gegn skepnunni og úfnu hafinu sem ekki virðist þeim frekar vinveitt. Ekki eiga sjómenn Eggerts þó alltaf við ofurefli að etja og í verk- inu Steypireyður standa tíu menn ofan á bjargvana og líflausum hval sem liggur í sendinni fjöru. Það er þó verkið Síldargötur í Hvalfirði sem er e.t.v. hvað sterkast af þeim verkum sem Gerðuberg geymir. Myndin er með stærri verkum sýn- ingarinnar og tekur á móti gestum við komuna. Litaval Eggerts er hér bæði bjart og líflegt og gulir, græn- ir, rauðir og bláir tónar marglitrar fiskatorfunnar ná að kalla fram töfraheim á botni sjávar sem ekki ber ímyndunarafli listamannsins síður vitni en framandi lönd. Sú gleði sem sköpunarferlið felur í sér fyrir listamanninn fer ekki fram hjá neinum sem verkin skoðar og ljóst að minningarnar lifa góðu lífi í huga Eggerts, sem telur fátt sér óviðkomandi hvort sem um ræð- ir aldarafmæli Fríkirkjunnar, Rútu- slysið í Krossá eða árásina á Pearl Harbour. Eggert kann á stundum að vera nokkuð mistækur við gerð verka sinna en enginn þarf að velkj- ast í minnsta vafa um að tjáningin kemur beint frá hjartanu. Á vængjum hugans MYNDLIST G e r ð u b e r g Sýningunni lýkur 18. febrúar. Opið alla virka daga frá kl. 9–16. EGGERT MAGNÚSSON – MÁLVERK Anna Sigríður Einarsdótt ir Síldargötur í Hvalfirði eftir Eggert Magnússon. Bakpoki aðeins 1.600 kr. NETVERSLUN Á mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.