Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÓLAFUR Örn Haraldsson, fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir efst á stefnuskrá sinni að hefja betur til vegs og virðingar hin gömlu og góðu mark- mið flokksins um fólk í fyrirrúmi. Ólafur, sem tilkynnti um framboð sitt til embættis varaformanns Framsóknarflokksins á föstudag, segist leggja megináherslu á að tryggja almannahagsmuni umfram sérhagsmuni. Hann segist sérstak- lega vilja beita sér í þágu fjöl- skyldu- og velferðarmála og mál- efna sem varða jafnrétti, mannréttindi, umhverfi og mennta- mál. Ólafur hefur verið talinn tals- maður umhverfissjónarmiða í flokki sínum og því liggur beinast við að spyrja hann fyrst um stórfelld áform sem nú eru uppi um virkj- anir og álframleiðslu á Grundar- tanga og Reyðarfirði. Um áform Norðuráls um stækk- un álversins á Grundartanga upp í 300 þúsund tonn, segist Ólafur telja að þau mál séu í góðum farvegi. Sé fylgt þeim kröfum og skilyrðum sem sett hafi verið, sjái hann fátt athugavert við að af framkvæmd- um verði. Þó segist hann setja alla fyrirvara við að Þjórsárverum verði spillt. „Í tilfelli Kárahnjúkavirkj- unar og álvers á Reyðarfirði togast hins vegar á andstæð sjónarmið. Annars vegar er hér um að ræða dýrmætar náttúruperlur og hins vegar gríðarlega hagsmuni nær- liggjandi byggðarlaga. Ég tel rétt að bíða eftir niðurstöðum úr því mati á umhverfisáhrifum fram- kvæmda sem nú stendur yfir áður en ég geri endanlega upp hug minn í þessum efnum.“ Ólafur leggur áherslu á umhverf- ismálin í málflutningi sínum. „Það vita það allir að ég er mikill tals- maður náttúru- og umhverfismála og þau eru meðal þeirra sjónar- miða sem ég vil hafa í öndvegi í Framsóknarflokknum. Eins og ver- ið hefur í Framsóknarflokknum í áratugi og segir til um í stefnuskrá hans að undirlagi manna eins og Eysteins Jónssonar sen hélt um- hverfismerkinu hátt á loft. En telur hann að skynsamlega hafi verið haldið á þessum málum í flokknum upp á síðkastið? „Ég vil halda náttúruverndar- málum meira á lofti en gert hefur verið.“ Hvað varðar hugsanlega aðild Ís- lands að Evrópusambandinu nú eða í náinni framtíð, segist Ólafur Örn hafa skýra afstöðu. Hann fylli hóp hófsamari afla í flokknum í þessu tilliti og telji að ekkert reki á um umsókn að sambandinu; samningur um EES þjóni sínu hlutverki prýði- lega. „Mér finnst sjálfsagt að skoða málið með þeim vandaða hætti sem gert hefur verið, en ég tel að við höfum góðan samning þar sem EES-samningurinn er og finnst að við eigum að fara okkur afar var- lega í þessum efnum. Ég er andvíg- ur umsókn að ESB og andvígur því að fara á þessu stigi út í nokkurt formlegt ferli eða daður sem leitt getur til umsóknar.“ Framsóknarflokknum hefur í síð- ustu skoðanakönnunum borið held- ur skarðan hlut frá borði og með- altal nokkurra síðustu kannanna sýnir fylgi talsvert neðan við kjör- fylgi í síðustu kosningum, en það þótti talsvert áfall fyrir flokkinn. Ólafur tekur undir þetta, en segist telja að betri tíð sé í vændum þar sem flokkurinn hafi staðið sig vel í stjórnarsamstarfinu og hljóti brátt að uppskera eftir því. „Ég held að það sé ekki sjálfshól framsóknarmanna þegar ég fullyrði að flokkurinn hafi unnið frábært verk í ríkisstjórn bæði á þessu kjörtímabili og því síðasta. Ég hef alltaf haft þá skýringu á dræmu fylgi í skoðanakönnunum að okkur sé ekki lagið að koma þessum verk- um nægilega til skila til almenn- ings. Þetta hlýtur hreinlega að vera, því þegar horft er á mála- flokka flokksins í heilbrigðis- og félagsmálum, frammistöðu Hall- dórs Ásgrímssonar í utanríkismál- um svo aðeins nokkuð sé nefnt, er um að ræða hvert stórvirkið á fæt- ur öðru og miklar framfarir. Flokk- ur sem uppsker ekki meira en raun ber vitni hlýtur að þurfa að skoða rækilega sína ímynd. Skýringin er ekki sú að flokkurinn hafi staðið sig illa. Það hlýtur að vera önnur skýr- ing og ég tel hana vera þá að við höfum ekki náð að koma þessu á framfæri við kjósendur svo nægi- lega ljóst sé. Í þessum efnum er ekki við neina að sakast nema sjálfa okkur.“ Herða þarf róðurinn á höfuðborgarsvæðinu Myndir þú þá beita þér fyrir því að taka ímynd flokksins til gagn- gerrar endurskoðunar? „Já. Ég yrði sterkur talsmaður þess að slíkt yrði gert.“ Ertu sem þingmaður Reykjavík- ur sáttur við stefnu flokksins gagn- vart þéttbýlinu á suðvesturhorninu annars vegar og landsbyggðinni hins vegar? „Ég styð byggðastefnu flokksins og þá sjávarútvegsstefnu sem rekin hefur verið, þótt ég telji um leið að skoða verði sjávarútvegsstefnuna með tilliti til veikrar stöðu marga byggða og þess hvort með ein- hverjum hætti sé unnt að gera breytingar á henni þess vegna. Á hinn bóginn tel ég augljóst að flokkurinn verði að svara kjósend- um í Reykjavík og á Reykjanesi betur og skýrar en gert hefur ver- ið, bæði hvað varðar ímynd og ýmis áherslumál. Mörg þeirra þyrftu að fá að njóta sín betur, t.d. í mínu kjördæmi. Hér í höfuðborginni er- um við ekki aðilar að forystu flokksins og erfið staða lands- byggðarinnar hefur beint athygli flokksins og kröftum mjög að henni.“ Kannski of mikið, að þínu mati? „Nei, ekki of mikið. Þetta þarf að gera. En það þarf jafnframt að herða róðurinn hér á höfuðborg- arsvæðinu og koma í auknum mæli til móts við þau sjónarmið sem þar eru uppi. Ég vil ekki gera það á kostnað landsbyggðarinnar, en vegna hraðrar borgarmyndunar eru komin upp ýmis félagsleg við- fangsefni sem ég tel að þurfi miklu betur að sinna, t.d. hvað varðar málefni fatlaða og húsnæðismál. Þarna tel að taka þurfi betur á og hafa í heiðri hið gamla og góða slagorð Framsóknarflokksins um fólk í fyrirrúmi.“ Eitt af því sem stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir, er að sam- göngubætur á höfuðborgarsvæðinu hafi setið eftir. Ertu sammála því sem þingmaður Reykjavíkur? „Ég hef alltaf tekið þátt í því að styða uppbyggingu samgangna á landsbyggðinni, jafnvel þótt slíkt hafi oft kostað að höfuðborgarbúar hafi orðið að slá af sínum kröfum. Þetta er grundvallaratriði fyrir landsbyggðina og vissulega einnig fyrir okkur höfuðborgarbúa, en á móti höfum við mjög margt sem aðrir íbúar landsins hafa ekki. Hins vegar eru samgöngur eitt af lyk- ilatriðunum á landsbyggðinni og þess vegna hefur skipt miklu máli að verða við kröfum sem þar hafa verið uppi. Ég tel á hinn bóginn rétt að skoða nú nýjar áherslur í þessum efnum.“ Endurskoðun á almanna- tryggingakerfinu stærsta og mikilvægasta verkefnið Spurður um málefni öryrkja, sem mjög hafa verið í brennidepli að undanförnu, segist Ólafur telja að mestu deilurnar séu nú að baki. „Aðalatriðið er að k0oma nú vel og rausnarlega til móts við öryrkja og aldraða í endurskoðun á almanna- tryggingakerfinu. Það tel ég að sé eitthvert stærsta og mikilvægasta verkefni sem Framsóknarflokkur- inn tekst á við á þessu kjörtímabili. Það verður að koma til móts við þetta fólk nú strax í vor.“ Telurðu að Framsóknarflokkur- inn hafi komið sterkur út úr þess- ari umræðu? „Já. Með vaxandi styrk, eins og sagt er í tónlistinni.“ Málefni Landssímans hafa verið til umræðu að undanförnu, eftir að ríkisstjórnin tilkynnti um einka- væðingu fyrirtækisins. Þá tilkynnti samgönguráðherra á fimmtudag þá ákvörðun sína að farið verði í sk. samanburðarútboð á rásum fyrir þriðju kynslóð farsíma. Hver er skoðun Ólafs Arnar á þessu tvennu? „Ég er alfarið á móti þeirri leið sem samgönguráðherra hefur kynnt. Ég legg áherslu á að tekin verði ákvörðun um að fara upp- boðsleið. Ég vil ekki að þessi auð- lind þjóðarinnar verði afhent fáum aðilum til ráðstöfunar og stórgróða í viðskiptum sín á milli. Þannig vil ég tryggja að þjóðin fái sanngjarnt gjald fyrir auðlind sína. Ég tel einnig að það eigi að að- skilja ljósleiðarann frá annarri starfsemi Landsímans og að ríkið eigi ekki að selja hann. Ljósleið- arinn er mikilvægasti hluti grunn- netsins og getur, ef rétt er haldið á málum, verið öflugasta tækið við að byggja upp þekkingariðnað á landsbyggðinni. Jafn aðgangur á sama verði á að vera fyrir almenn- ing og fyrirtæki hvar sem er á landinu. Með þessu vil ég tryggja almannahagsmuni umfram sér- hagsmuni.“ Þú nefnir menntamálin sem bar- áttumál. „Þetta er málaflokkur sem leggja þarf meiri áherslu á en gert hefur verið, sérstaklega málefni Lána- sjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) og hvað varðar jafnrétti til náms. Hvað lánasjóðinn áhrærir hef ég lengi barist fyrir eflingu hans og að þar væri tekið til hendinni og hag- ur stúdenta bættur. Ég tel að það eigi að hækka grunnlífeyrinn hjá Lánasjóðnum, en hann er allt of lágur. Ég hef alltaf viljað ganga lengra en sjálfstæðismenn í þessum efnum og er stigsmunur þar á. Við framsóknarmenn höfum viljað ganga lengra í stuðningi Lána- sjóðsins við námsmenn en gert hef- ur verið. Það er alveg á hreinu. Hið sama má segja um annað, sem ég veit ekki hvort rétt er að kalla ágreiningsefni við Sjálfstæðisflokk- inn, en við erum alveg á móti skóla- gjöldum. Þeim höfnum við.“ Samstarfið við Sjálfstæðis- flokk hefur verið farsælt En hefur Framsóknarflokkurinn farið halloka í einhverjum stórum málum í þessu ríkisstjórnarsam- starfi? „Já, það hefur komið fyrir. En það hefur líka komið fyrir Sjálf- stæðisflokkinn.“ Viltu nefna dæmi í þessu sam- bandi? „Nei, það vil ég ekki gera. Sam- starf okkar við sjálfstæðismenn hefur verið mjög gott og farsælt og fyrst og fremst er við okkur sjálfa að sakast ef við náum ekki að halda vel á okkar helstu baráttumálum og koma þeim á framfæri við kjós- endur. Það er rétt að sagan segir okkur að Framsóknarflokkurinn hefur oft tapað fylgi í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og skoðana- kannanir nú benda til þess. En við skulum ekki gleyma því að við fór- um ekki mjög illa út úr síðustu kosningum þó svo að fylgi okkar hafi dalað. Fáum við slíka kosningu aftur sé ég ekki að þetta sé kenn- ing sem gott er að reiða sig á.“ Fái flokkurinn aftur slíka út- komu, er þá ennþá hægt að kalla hann stórt afl í íslenskum stjórn- málum? „Allavega mikilvægt afl,“ segir Ólafur Örn Haraldsson alþingis- maður. Flokkurinn þarf að skoða ímynd sína rækilega Morgunblaðið/Ásdís Ólafur Örn Haraldsson. Ólafur Örn Haraldsson keppir um varaformannsembætti í Framsóknarflokki Húsavík - Boccia-lið Völsungs fékk nýlega nýja keppnisboli að gjöf. Það var Hótel Húsavík sem gaf bolina ásamt derhúfum, bæði á keppendur og aðstoðarmenn liðsins. Boðið til flatbökuveislu Stefnt er að því að keppa í bol- unum í fyrsta sinn á Þórðar- mótinu, sem haldið er á Húsavík 17. febrúar nk. Þórhallur Harðarson hót- elstjóri afhenti bolina og bauð síð- an liðinu ásamt aðstoðarfólki til veislu. Þar sem bolirnir eru merktir pítsustað hótelsins voru að sjálfsögðu pítsur á boðstólum og voru þeim gerð góð skil. Egill Olgeirsson, þjálfari liðsins, þakk- aði stjórnendum hótelsins fyrir stuðninginn sem þeir sýndu lið- inu. Var gerður góðurt rómur að hinum ágætu flatbökum hótelsins. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Elín Berg, Anna María Bjarnadóttir og Kristbjörn Óskarsson úr boccia-liðinu fá sér pitsu. Fengu nýja keppnis- boli að gjöf Hótel Húsavík styður boccia-lið Völsungs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.