Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐINU í dag fylgir bæklingur frá Heims- ferðum, „Sumar 2001“. NOKKUÐ harður árekstur varð á Suðurlandsvegi við gatnamót Þrengslavegar um klukkan sjö í fyrrakvöld. Að sögn lögreglu urðu engin slys á fólki en bílarnir skemmdust mikið og voru dregnir á brott með dráttarbifreið. Ekki er vit- að um tildrög slyssins. Árekstur á Suðurlandsvegi HERRUM var boðið upp á ókeypis rakstur á Hárhorninu í gær hjá rökurunum Torfa Geirmundssyni og Haraldi Davíðssyni. Takmark þeirra var að setja Íslandsmet í rakstri og raka minnst 200 menn og þegar Morgunblaðið náði tali af Torfa klukkan rúmlega 11 í gær- morgun höfðu þeir rakað um 20. „Rakarastofan er stútfull en menn byrjuðu að streyma hingað inn klukkan tíu í morgun,“ sagði Torfi. „Við reiknuðum með að raka svona 20 til 24 á klukkustund og það hef- ur nokkurn veginn gengið eftir enn sem komið er. Ef fram heldur sem horfir verðum við búnir að raka alla 200 um klukkan átta í kvöld.“ Torfi sagði að mennirnir sem komið hefðu væru á öllum aldri, alveg frá átján ára og upp í rúmlega sextugt. Hann sagði að ungir menn vissu margir hverjir lítið um rakstur og því væri þeim veitt sérstök ráðgjöf á meðan verið væri að raka þá. Hann sagði að reyndar kæmi líka fyrir að eldri og reyndari menn vissu lítið eða hefðu alla tíð rakað sig vitlaust og þá væri það leiðrétt. Herrum var boðið upp á ókeypis rakstur á Hárhorninu Morgunblaðið/Ásdís Rakararnir Torfi Geirmundsson (t.v.) og Haraldur Davíðsson veittu mönnum ókeypis rakstur og ráðgjöf. Takmarkið að raka 200 menn ÓLAFUR Örn Haraldsson alþingis- maður, sem tilkynnt hefur framboð sitt til varaformanns í Framsóknar- flokknum, segist alfarið vera á móti tillögu samgönguráðherra um að leyfum vegna þriðju kynslóðar far- síma verði úthlutað á grundvelli samanburðarútboðs. Hann segist vilja fara útboðsleið því aðeins með því móti verði hægt að tryggja að þjóðin fái sanngjarnt verð fyrir auð- lind sína. „Ég er alfarið á móti þeirri leið sem samgönguráðherra hefur kynnt. Ég legg áherslu á að tekin verði ákvörðun um að fara uppboðsleið. Ég vil ekki að þessi auðlind þjóðar- innar verði afhent fáum aðilum til ráðstöfunar og stórgróða í viðskipt- um sín á milli. Þannig vil ég tryggja að þjóðin fái sanngjarnt gjald fyrir auðlind sína. Ég tel einnig að það eigi að að- skilja ljósleiðarann frá annarri starf- semi Landssímans og að ríkið eigi ekki að selja hann. Ljósleiðarinn er mikilvægasti hluti grunnnetsins og getur, ef rétt er haldið á málum, ver- ið öflugasta tækið við að byggja upp þekkingariðnað á landsbyggðinni. Jafn aðgangur á sama verði á að vera fyrir almenning og fyrirtæki hvar sem er á landinu. Með þessu vil ég tryggja almannahagsmuni umfram sérhagsmuni.“ Ólafur Örn Haraldsson Andvígur tillögu samgöngu- ráðherra  Flokkurinn/28 ATKVÆÐAGREIÐSLU er lokið um þrjá kjarasamninga sem Rafiðn- aðarsambandið hefur nýlega gert og voru þeir allir samþykktir. Samning- ur RSÍ við Landsvirkjun var sam- þykktur og sögðu 29 já, 5 nei og 2 seðlar voru auðir. Samningur RSÍ við Landssímann vegna starfsmanna sem eru í Félagi símamanna og RSÍ var samþykktur með 188 atkvæðum. 106 sögðu nei og 4 skiluðu auðu. Raf- eindavirkjar, rafvirkjar og símsmiðir sem starfa hjá Landssímanum greiddu atkvæði sér og sögðu 85 já, 28 nei, en einn seðill var auður. Rafiðnaðarsambandið á ólokið gerð fjögurra samninga. Sambandið á aðild að samningum við ÍSAL, en samningur við fyrirtækið var felldur í síðasta mánuði. Deiluaðilar hafa fal- ið ríkissáttasemjara verkstjórn við- ræðna, en deilunni hefur ekki verið formlega vísað til hans ennþá. Sátta- semjari hefur átt nokkra fundi með samningamönnum og kynnt sér hvað ber í milli. Óljóst er hvaða stefnu við- ræðurnar taka. RSÍ hefur vísað deilu sinni við launanefnd sveitarfélaga vegna Norðurorku (Rafveitu Akureyrar) til sáttasemjara. Haldnir hafa verið fundir með honum og hefur nokkuð miðað eftir því sem fram kemur á heimasíðu Rafiðnaðarsambandsins. RSÍ á einnig ólokið gerð samnings við Ratsjárstofnun og Kögun. Kjara- viðræður eru rétt nýhafnar. Nokkrir félagsmenn í RSÍ starfa hjá Norðuráli á Grundartanga. Stéttarfélögin hafa lagt fram kröfur sínar og verða samningafundir strax eftir helgi. Þrír samn- ingar RSÍ samþykktir SVEITARSTJÓRI Vatnsleysu- strandarhrepps, Jóhanna Reynis- dóttir, segir að eigendur Hitaveitu Suðurnesja hafi komist að samkomu- lagi um verðmat fyrirtækisins vegna fyrirhugaðs samruna við Rafveitu Hafnarfjarðar. Eins og kom fram í Morgun- blaðinu í gær samþykkti hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps samrunaáætlun veitnanna á fundi sínum á föstudag. Hreppsnefndin hafði áður fellt samrunaáætlunina þar sem farið var fram á samræmt verðmat fyrirtækj- anna beggja. Af samrunanum gat því ekki orðið 1. janúar sl. eins og ráð- gert var. Eignarhluti hreppsins er 3,57% en allir aðrir eigendur, ríkið og fjögur sveitarfélög á Suðurnesj- um, höfðu samþykkt samrunann. Sveitarfélögin eru Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði og Gerða- hreppur. „Við vorum í sjálfu sér ekki mót- fallin samrunanum heldur töldum við verðmatið ekki hafa verið rétt. Samkomulag náðist milli eigendanna um leið, sem gerði að verkum að við tókum málið aftur upp og samþykkt- um samrunann. Forsendur breytt- ust í átt til vilja okkar,“ segir Jó- hanna, sem telur að fljótlega geti orðið af samrunanum þegar öllum formþáttum er lokið, s.s. lagabreyt- ingum á Alþingi. Vatnsleysustrandarhreppur um samruna Hitaveitu Suðurnesja og Rafveitu Hafnarfjarðar Sættir sig við verðmatið HALLDÓR Blöndal, forseti Al- þingis, efast um gildi þess að koma upp lagaráði við Alþingi sem meti stjórnskipunargildi laga. Halldór sagði þetta m.a. í ávarpi sínu í gær á ráðstefnu Félags stjórnmálafræðinga og Lögfræðiakademíunnar um stöðu þjóðþinga og fram- kvæmdavalds á Norðurlönd- um. Yfirskrift ráðstefnunnar var „Hvert stefnir valdið?“. Í ávarpi sínu vék Halldór að bréfaskiptunum við Hæstarétt vegna öryrkjafrumvarpsins svonefnda. „Aðalatriðið í þessu er auð- vitað að það þýðir ekki að skipa lagaráð eða einhverja stoð fyrir þingið nema það sé nokkurn veginn tryggt að þingmenn vilji þiggja ráð, jafnvel þegar ráðin eru öndverð þeirra eigin skoð- un,“ sagði Halldór. Vitnaði hann, máli sínu til stuðnings, til þess að lagaprófessorum, sem kallaðir voru fyrir heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis vegna öryrkjafrumvarpsins, hefði ekki tekist að sannfæra nefndarmenn. Forseti Alþingis á ráðstefnu stjórn- málafræðinga Efast um gildi laga- ráðs við Alþingi SKOSKA verkfræðifyrirtækið Garr- ad-Hassan, aðalráðgjafi Vindorku, telur að hönnun Nils Gíslasonar upp- finningamanns á nýrri gerð af vind- myllum hafi ýmislegt fram yfir þá tækni sem nú er ráðandi á vind- myllumarkaðnum þegar kemur að hönnun stærri vindmylla. Stefán Pétursson, stjórnarformaður Vind- orku og fjármálastjóri Landsvirkj- unar, segir að þetta mat sé mikilvæg- ur áfangi í þeirri viðleitni fyrirtækisins að koma hugmynd Nils á markað. Vindorka var stofnuð til að útfæra og markaðssetja hugmynd Nils Gíslasonar. Að fyrirtækinu standa m.a. Landsvirkjun, Hitaveita Suður- nesja og Nýsköpunarsjóður. Stefán sagði að menn væru alveg sannfærðir um að þessi hugmynd gengi upp tæknilega. Það sem skipti máli væri hins vegar hvort þessi vindmylla gæti keppt við aðrar vind- myllur á markaðnum. Þess vegna hefði Vindorka óskað eftir skýrslu frá Garrad-Hassan um þetta atriði. „Úttekt þeirra bendir til þess að okkar vindmylla hafi ekki yfirburði umfram þær vindmyllur sem eru ráðandi á markaðnum í dag, þ.e. vindmyllur sem geta framleitt 600 kW til 1 MW. Þeir segja hins vegar að eftir því sem vindmyllur stækki séu verulegar líkur á að okkar tækni sé hagkvæmari en sú tækni sem not- ast er við í dag. Það eru ýmsir tækni- legir þættir sem ráða þessu, m.a. gjörðin sem heldur utan um myllusp- aðana, kostnaður við spaðana sjálfa og fleira. Þetta er niðurstaða sem við erum ánægðir með vegna þess að vind- orkumarkaðurinn stefnir í stærri og stærri myllur. Menn vilja bæði ná meiru út úr hverri myllu og eins skiptir máli kostnaður á framleitt kílówatt,“ sagði Stefán. Stefán sagði að stjórn Vindorku væri komin að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að ná samstarfi við stórt erlent fyrirtæki til að vinna að þessu. „Ástæðan er bæði fjárhags- leg, en ekki síður tæknileg. Við þurf- um að fá sérfræðinga í hönnun og framleiðslu til að vinna þetta með okkur þannig að við fáum vöru sem við erum ánægð með. Það er einnig mjög mikilvægt að hafa sterkt erlent nafn sem bakhjarl þegar við förum að setja hana á markað. Við ætlum að reyna á grundvelli þessarar skýrslu, að nálgast valin stórfyrirtæki á þess- um markaði og fá þau með okkur í frekari vinnu. Við höfum raunar þeg- ar hafið það starf, en það er of snemmt að segja til um árangur.“ Stefán sagði að mikill áhugi væri á vindorku í heiminum um þessar mundir. Bæði vegna þess að hún væri sjálfbær og eins vegna þess háa verðs á olíu sem fyrirtæki hefðu búið við að undanförnu. Til dæmis hefðu stórir, erlendir bankar verið að stofna sjóði sem sérhæfðu sig í þess- um geira. Mjög vel hefði einnig geng- ið hjá stærstu vindmyllufyrirtækjum í heimi. Verkfræðifyrirtæki gefur álit á íslenskri hönnun á vindmyllu Vindmylla Vindorku er betri þegar kemur að stækkun Nils Gíslason við vindmylluna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.