Morgunblaðið - 04.02.2001, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 31
fyrir því að það var hægara sagt en
gert að losna við orðsporið. Það var
hreint út sagt djöfullegt og mér hef-
ur fundist að við höfum verið dæmd
harkalegar en margir aðrir staðir
úti í bæ, ég veit ekki af hverju. Svo
rammt kvað að þessu um tíma, að
við íhuguðum alvarlega að breyta
um nafn og leituðum álits virtra
markaðsmanna. Niðurstaðan var
sú, að okkur var ráðlagt af fleiri en
einum að gera það ekki, þ.e.a.s. að
skipta um nafn. Vildum við standa
og falla með nafninu? Nafnbreyting
gæti gefið þveröfug skilaboð við
þau sem ætlað væri. Menn gætu allt
eins túlkað það þannig: Nú já, eru
þessir glæpamenn að skipta um
kennitölu. Þetta er bara búlla hvort
eð er! Auk þess fannst mér þegar
upp var staðið að viss uppgjöf fælist
í því að skipta um nafn.“
Eruð þið þá loksins laus við for-
dóma og illa orðsporið?
„Þetta illa orðspor var allan tím-
ann mjög ósanngjarnt því þetta var
aðeins mjög stutt tímabil í sögu
þessa veitingahúss. Það má heita að
við séum laus við þetta í dag, en þó
kemur það enn fyrir að ég hitti fyrir
fólk sem veit ekki hvað við erum að
bjóða hérna og hefur ekki heyrt um
þær breytingar sem gerðar hafa
verið á rekstri og húsnæði. Þetta
fólk viðheldur orðsporinu vegna
þess að það veit ekki betur og hefur
tekið það í sig að Kringlukráin sé
einhver búlla sem einungis
drykkjufólk stundar.
Sem betur fer hefur þetta orð-
spor verið að víkja og við erum orð-
in vinsæl á nýjan leik. Góð aðsókn
hefur verið hjá okkur og hópurinn
aftur orðinn skemmtilega blandað-
ur, þ.e. aldursdreifingin er aftur
komin inn. Við finnum auk þess fyr-
ir ákveðinni breytingu í skemmt-
anamynstrinu. Unga fólkið á Ís-
landi í dag hefur fleiri viðmiðanir og
skemmtir sér öðru vísi en áður var
og það sem var lenska fyrir kannski
áratug, þetta séríslenska fyrirbæri
að detta íða og halda áfram drykkju
fram eftir nóttu er mjög víkjandi. Í
staðinn eflist það sem fólkið hefur
kynnst erlendis, þessi skemmtilega
kaffihúsamenning. Fólkið fer miklu
oftar til útlanda en áður og tekur
börnin og unglingana með í miklu
meira mæli en áður hefur þekkst og
það kynnist skemmtanalífi í stór-
borgum erlendis. Það er miklu
ódýrara að ferðast til útlanda en áð-
ur hefur þekkst og nokkur velmeg-
un hefur ríkt í landinu síðustu árin
eins og allir þekkja. Unga kynslóðin
í dag er alin upp á heimsvísu og hjá
henni er ekkert tiltökumál að fara á
kaffihús eða krá, drekka eitt eða tvö
rauðvínsglös eða 1-2 bjóra og fara
svo heim. Það koma kannski fram
hærri tölur um heildaráfengis-
neyslu hjá þjóðinni, en þetta er allt
annars konar drykkja en áður var.
Það sjá fæstir betur en þeir sem
standa í veitingarekstri.“
Hvernig sérð þú Kringlukrána
eftir segjum fimm ár eða svo?
„Ég sé Kringlukrána fyrir mér
sem öflugan og vinsælan matsölu-
stað með góðum mat og vínseðli,
ásamt faglegri þjónustu. Þótt mér
hafi orðið nokkuð tíðrætt um
skemmtanahaldið hér áðan minni
ég á að þetta er fyrst og fremst
matsölustaður. Við höfum verið að
eflast á því sviði og munum halda
því áfram. Við höfum verið að skapa
okkur sérstöðu sem skiptir svona
fyrirtæki miklu máli. Við munum að
sjálfsögðu halda okkar striki í þeim
efnum. Okkur hefur gengið vel að fá
gott starfsfólk til liðs við okkur og
eftir að sonur minn Sophus kom til
starfa standa hér vaktina fulltrúar
tveggja kynslóða sem er af hinu
góða.
Við erum í góðu húsi og svæðið er
stöðugt að eflast og á eftir að eflast
enn frekar ef allar framtíðaráætl-
anir eigenda ganga eftir hér á
Kringlusvæðinu. Það hefur komið
mér á óvart hvað stór hluti mat-
argesta okkar kemur utan úr bæ,
sérstaklega í hádeginu, þ.e.a.s. fólk
sem vinnur ekki á Kringlusvæðinu.
Þetta hlutfall hefur verið að breyt-
ast og það er þróun sem lofar góðu.
Það hjálpar svo að sjálfsögðu þessi
viðhorfsbreyting sem ég kom að áð-
an sem varðar lögleiðingu bjórsins.
Með henni dró mjög úr notkun
sterkra drykkja, en neysla bjórs og
léttvína jókst. Það er ekkert nema
gott um það að segja, þessi breyt-
ing skapar menningu sem eykur
bjartsýni okkar sem stöndum í
svona rekstri.“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
TALSVERÐ umræða hefur verið í
vetur um mengun í Reykjavík.
Þessi mynd var tekin tveimur dög-
um eftir hvassviðrisdag snemma í
vikunni, en þá sá vindurinn um að
blása menguninni í burt. Eins og
sjá má á myndinni er mengun fljót
að safnast fyrir í háloftunum.
Rannsóknir hafa sýnt að uppruni
svifryks orsakast að stærstum
hluta af malbiki sem nagladekk
bifreiða tæta upp. Snjór og hálka
hafa aftur á móti ekki truflað
ökumenn mikið í vetur. Vera kann
að höfuðborgarbúar sem ekið hafa
um á nagladekkjum ættu að huga
að því að skipta yfir á umhverf-
isvænni dekk.
Morgunblaðið/Þorkell
Mengun í Reykjavík