Morgunblaðið - 04.02.2001, Síða 42
42 SUNNUDAGUR 4. FEBRÚAR 2001 MORGUNBLAÐIÐ
SUMARIÐ 1940 dvaldi ég sem ung-
lingur í Vogum í Mývatnssveit og var
það 5. sumarið mitt á þeim ágæta bæ,
hjá þeim hjónum Þórhalli Hallgríms-
syni (1879–1941) og Þuríði Einars-
dóttur (1882–1966). Margs er að
minnast frá þessum árum, en nú vil
ég rifja upp atvik, sem hefur greypst
í huga minn framar öðrum atburðum.
„Haförninn“ TF-SGL, tvíþekja af
Waco ZKS-7 gerð, lendir á Mývatni.
Flugmaður sennilega Örn Johnson
(1915–1984). Vélin í eigu Flugfélags
Íslands hf., þess þriðja í röðinni. Far-
þegi er Hallgrímur Fr. Hallgrímsson
(1905–1989) forstjóri Shell á Íslandi.
Erindi Hallgríms norður er að fá
undirskrift Héðins Valdimarssonar
(1892–1948) á einhvern þýðingarmik-
inn samning um erlend olíuviðskipti.
Héðinn var þá forstjóri Olíuverslun-
ar Íslands hf. BP. Þar sem minni
manna er ekki óbrigðult, sérstaklega
er þeir rifja upp atburði, er gerðust
fyrir 60 árum, leitaði ég til vinar míns
í Mývatnssveit, Kristjáns Þórhalls-
sonar (f. 1915) í Björk, um aðstoð.
II
Auður Ísfeldsdóttir á Kálfaströnd
(f. 1915) frænka Kristjáns minnist
þess, að sjóflugvél hafi lent norðvest-
an við „Breiðuna“, austan við Hrút-
ey, 1940. Þá ræddi Kristján einnig
við Sigurveigu Sigtryggsdóttur í
Syðri-Neslöndum en hún er fædd
1906. Hún mundi ekki eftir „Hafern-
inum“, en gat aftur á móti greint frá
því, að sumarið 1931 hefði sjóflugvél
lent á Mývatni, á svonefndri Nes-
landavík og mun það hafa verið „Álft-
in“, en svo hét ein af þrem vélum
Flugfélags Íslands hf., sem var ann-
að í röðinni með því nafni (fyrsta FÍ
var stofnað 1919). Var hrundið fram
báti frá Ytri-Neslöndum til þess að
heilsa upp á þennan fáséða fugl lofts-
ins, en þá brá svo við, að flugmenn-
irnir settu á fulla ferð og hófu sig á
loft. Telur Sigurveig, að flugmenn-
irnir hafi ekki haft heimild til þess að
lenda á Mývatni og hafi óttast að fá
skömm í hattinn frá yfirboðurum sín-
um fyrir vikið.
III
Flugfélag Íslands hf. (II) var
stofnað 1. maí 1928 og sátu í fyrstu
stjórn þess: Dr. Alexander Jóhann-
esson (1888–1965) formaður, Pétur
Halldórsson (1887–1940) bóksali, síð-
ar borgarstjóri og alþingismaður,
Páll Eggert Ólason (1883–1949) pró-
fessor, Magnús Th.S. Blöndahl
(1861–1932) útgerðarmaður og fyrr-
um alþingismaður, Magnús Torfason
(1868–1948) sýslumaður og alþingis-
maður. Enn eru tveir gamlir starfs-
menn FÍ á lífi, þeir Skúli Halldórsson
tónskáld (f. 1914), sem var sendill, og
Gunnar Jónasson, forstjóri Stálhús-
gagna (f. 1906), en hann var vélamað-
ur.
Í tímaritinu Hlín, 20. árgangi, árið
1936, bls. 111, er kafli, sem nefnist:
Úr Mývatnssveit. Sagðar eru fréttir
úr sveitinni frá sumrinu 1931: „Svo
kom einn góðan veðurdag flugvélin
Svanurinn, „Álftin“, og sveimaði á
loftvegum og settist á heiðavatnið
blátt litla stund þegjandi. En ferða-
röddin var nokkuð harkalegri en
svananna okkar, sísyngjandi í vetr-
arhörkunum og engum tókst að ná í
oddfjaðrir flugdrekans og líta inn í
salkynni íbúanna.“ Fréttabréf þetta
er nafnlaust, aðeins X undir lok
bréfsins. Öruggt má telja að þetta
hafi verið „Álftin“, ein af hinum þrem
flugvélum FÍ, sem settist á Nesland-
avíkina og Veiga gamla í Syðri-Nes-
löndum man eftir. Hinar hétu „Súl-
an“ og „Veiðibjallan“.
IV
Fyrst er ég kom í Mývatnssveitina
sumarið 1936, var bílvegurinn ekki
kominn lengra en að rjóðrinu Sviðn-
ing, en þar var tekið á móti Kristjáni
konungi X. og Alexandrínu drottn-
ingu hinn 26. júní 1936. Ég man
glöggt eftir því, þegar Júlíus Hav-
Vatnslitamynd Brynjólfs Þórðarsonar listmálara af Kálfaströnd og Bláfjalli í baksýn. Myndin er í eigu greinarhöfundar.
Leifur Sveinsson
!
"
"
#$
!"
%
Minningar
úr Mývatnssveit
Sumarið 1940 dvaldi
ég sem unglingur
í Vogum í Mývatns-
sveit, segir
Leifur Sveinsson,
sem hér rifjar upp
kynni við minnisvert
fólk og segir frá minn-
isverðum atburðum
úr sveitinni. Þetta
var fimmta sumarið
hans í Mývatnssveit.