Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 5

Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 5
VÍSIR Mánudagur 18. júnl 1979 Fornrítafélagið endurlífgað: Júhannes Nordal, forseti Fornritafélagsins, Andrés Björnsson og Baldvin Tryggvason skoöa nýju viö- hafnarútgáfuna á Heimskringlu. Vlohafnarutgafa ð Heimskringlu Hiö isienska fornritafélag hef- ur nú veriö endurlifgaö en starf- semi þess hefur legiö aö mestu niöri um nokkurt skeiö. Félagiö hefur nú gefiö út aö nýju drjúg- an hluta þeirra verka sem veriö hafa uppseld og ófáanleg. Þar á meðal eru margar helstu Isiendingasögurnar og aö auki Heimskringla, en i tiiefni af 800 ára afmæli Snorra Sturlusonar, er nú gefin út sérstök viöhafnar- útgáfa á Heimskringlu. Er hún aðeins gefin út I 300 eintökum sem undirrituð eru af dr. Kristjáni Eldjárn. Er mjög til útgáfunnar vandað, enda kosta herlegheitin litlar 96.000 krónur. 10 af 17 bókum félagsins eru nú komnar I verslanir aö nýju og unnið er af miklu kappi að út- gáfu annarra. Er lokið verður útgáfu hinna eiginlegu Islned- ingasagna verður farið út I út- gáfu á Konungasögum, siðan Biskupasögum, Sturlungu, Eddunum, fornaldarsögum, lagabókum o.s.frv. Á blaðamannafundi sagði dr. Jóhannes Nordal, sem er forseti Fornritafélagsins, að aðal- markmiðið með útgáfunni væri að gefa út vandaöar bækur sem komið gætu fræðimönnum að gagni en væru jafnframt að- gengilegar almenningi. Tíma- frekast við útgáfuna væri að gera samanburð á ólikum hand- ritum og reyna að finna upp- runalegan texta en um leið læsi- legan. Oftast er valið milli ólikra handrita en á stöku stað er talið nauðsynlegt að prenta tvær gerðir, ef mikið ber á milli. Hið islenska fornritafélag var stofnað árið 1928 og var fyrsti forseti þess Jón Asbjörnsson hæstaréttardómari. Félagið er sjálfseignarstofnun og fjár- magnar sjálft útgáfustarfsem- ina, með styrk frá einstak- lingum. Jóhannes Nordal sagði þó að innan tiðár væri nauðsyn- legt að gera ráðstafanir til tryggingar þvi að unnt væri að halda starfseminni gangandi, þvi miklu væri kostað til að hafa hana sem vandaöasta. Auk Nordals eru I stjórn Fornritafélagsins þeir Andrés Björnsson, Baldvin Tryggva- son, Jónas Kristjánsson og Öttarr Möller. Umboð fyrir bækur félagsins hefur Bókaverslun Eymunds- sonar. -IJ [Varanleg álklœðning á allt húsið Samkvæmt rannsóknum sem Rannsóknastofnun byggingariðnaðarins hefur gert á stey puskemmdum og sprungumyndunum á húsum, hefur komið i Ijós að eina varanlega lausnin, til að koma i veg fyrir leka og áframhaldandi skemmdir, er að klæða þau alveg til dæmis með álklæðningu. A/klæðning er seltuvarin, hrindir frá sér óhreinindum, og þolir vel íslenska veðráttu. A/klæðning er fáanleg í mörgum litum sem eru innbrenndir og þarf aldrei að mála. Leitið nánari upplýsinga og kynnist möguleikum A/klæðningar. Sendið teikningar og við munum reikna út efnisþörf og gera verðtilboð yður að kostnaðarlausu. , FULLKOMIÐ KERFI TIL SIÐASTA NAGLA INNKAUP HE ÆGISGÖTU 7, REYKJAVÍK - SÍMI 22000 - PÓSTHÓLF 1012. Prinsessan kr. 139.000. m/dýnum Kojan kr. 76.400. m/dýnum Kytran kr. 125.000 m/dýnum SENDUM MYNDALISTA EF OSKAÐ ER „Rúm"-bezta verzlunlundsins INGVAR OG GYLFI GRENSASVEGI 3 108 REYKJAVIK, SIMI 81144 OG 33S30. Sérverzlun með rum EINS MANNS RÚM Kaupið rúmið af framleiðanda Það tryggir lœgro verð

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.