Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 24

Vísir - 18.06.1979, Blaðsíða 24
vism Mánudagur 18. júnl 1979 Um sjón: Sigurveig Jónsdáttir Nýtt íslenskt leikrit trumsýnt á Neskaupstað: „Létlir punklar innan um' - segir höfundurinn Kjartan Heiðberg ,,Það má segja að leikritið fjalli um sam- skipti hjóna,” sagði Kjartan Heiðberg, höf- undur leikrits sem Leik- félag Neskaupstaðar frumsýnir 5. júli n.k. Frumsýningin verður í tengsl- um við hátiöarhöld, sem haldin veröa I tilefni 50 ára afmælis Nes- kaupstaöar dagana 6., 7. og 8. júlí. Onnur sýning leikritsins veröur siðasta dag hátiöahaldanna. Leikritið hefur hlotið nafniö „Vaxlif”. I þvi eru borin saman samskipti hjóna, sem hafa verið giftf 10 ár, og fólks, sem er aö þvi komiö að hefja búskap. Kjartan sagði aö þetta væri alvarlegt leikrit, en þó væru léttir punktar innan um. Haukur J. Gunnarsson leikstýr- ir verkinu, en persónur þess túlka Guömundur Bjarnason, Ósk Arsælsdóttir, Trausti Steinsson og Hómfriöur Guöjónsdóttir. Hugmyndin hálfs ann- ars árs ,,Ég byrjaði aö hugsa um þetta fyrirum einuog hálfu ári,” sagði Kjartan, þegar hann var spuröur hvort leikritiö hefði verið lengi i smlöum. Haukur J. Gunnarsson leikstýrir „Vaxlífi”. „Hins vegar fór ég ekki aö skrifa þaö fyrr en eftir áramót i vetur og þegar Haukur kom hing- aö var aðeins grindin tilbúin. Sið- an höfum viö i sameiningu unniö upp handritiö.” Kjartan hefur áður skrifaö leik- ritiö „Greniö”, sem flutt var i Neskaupstaö i hetteöfyrra og siö- ar i útvarpinu sumariö 1978. Kjartan starfar sem kennari viö gagnfræðaskólann á Neskaup- staö. „Ég var i mikilli timaþröng viö aö skrifa „Vaxlíf” sagði hann. „En ég bjó aö þeirri reynslu sem ég fékk viö aö vinna fyrra leikrit- iö og þetta hefur gengiö mjög vel, enda hefur samvinnan við Hauk veriö meö ágætum.” -SJ ANNAfl VISNAKVOLD AÐ HÓTEL BORG Vlsnavinir efna til visnakvölds á Hótel Borg I kvöld, mánudaginn 18. júni, kl. 20.30. Fyrir skömmu var þar annaö visnakvöld og aö sögn Visnavina lukkaöist þaö svo ljómandi vel, aö varla hefur þekkst annaö eins. Á visnakvöldi er öllum frjálst aö koma meö eigin hljóöfæri og flytja tbnlist sina. Þar syngur hver með sinu nefi aö vild og eru menn hvattir til aö láta alla feimni lönd og leiö. SANIDI TONVERK FYRIR ÍSLENDINGA Karel Krische, tékkneski sendi- fulltrúinn I Reykjavik, hefur af- hent Ragnari Arnalds, mennta- málaráöherra, tónsmlö eftir tékkneska tónskáldiö Jan Spálený, sem helgur er 33ja ára afmæii Islenska iýöveldisins. Frumgerö verksins veröur varöveitt I Landsbókasafninu, en afrit I tónlistardeild Rikisút- varpsins. Verkið heitir „íslensk svita fyrir tvær túbur”, en Jan Spálený hefur lengi kynnt sér Is- lensk þjóöfræöi og á sjálfur safn þýöinga á Islenskum og norskum bókmenntunm Jan Spálený fæddist 1942. Hann útskrifaðist úr tónlistarskólanum I Prag, en þaöan lauk hann prófi I túbuleik hjá Hoza prófessor. Frá þvl árið 1969 hefur hann veriö tón- listarstjóri hjá hinu þekkta fyrir- tæki Supraphon, sem gefur út hljómplötur. Jan Spálený hefur einkum lagt stund á alþýðlega tónlist, jass- rokktónlist. Hann hefur samiö 140 alþýölega söngva, meöal annars samdi hann marga söngva fyrir tónlistarhátiöina i Sokolov, þar sem kynntir voru söngvar um vandamál daglegs lifs. A ártiö harmleiksins I bænum Lidice samdi hann sönglag, en áriö 1942 myrtu þýsku nasistarnir aila karlmenn I Lidice, eldri en fjór- tán ára, sendu konurnar og börn- in i fangabúöir og jöfnuöu bæinn við höröu. Auk söngva hefur Spálený sam- ið tónlist fyrir leiksvið. Á siö- ustu árum hefur hann samiö tón- verk i fimm þáttum og sótt efni i þaö I ljóöiö „Edison” eftir tékk- neska stórskáldiö Vítezslav Nez- val. Húsnæði Stúdentakjallarans hefur nú veriö lagfært og enuurnæn. Sigrún Eldjárn sýnir grafikmyndir og teikningar þessa dagana i kjall aranum. „Þetta veitingahús er ólikt öll- um öörum hér,” sagbi Skúli Thor- oddsen framkvæmdastjóri Fé- lagsstofnunar stúdenta i samtali viö VIsi. Og Stúdentakjallarinn I Gamla garöi er vissulega ööru vísi. Þar er hægt aö fá sér rauövin og pizzu, hlusta á tónlist, aöallega jazz, og skoöa um leiö mynd- iistarsýningu. Menn mega jafnvel grlpa I planóib, sem þar er. Húsnæöi Stúdentakjallarans hefur nú verið endurbætt og er starfsemin hafin af fullum krafti. 1 sumar eiga aö vera þar stööugar myndlistarsýningar af ýmsu tagi og jazzkvöldin á sunnudögum verða eftirleiðis sem hingaö til. Sigrún Eldjárn opnaði fyrir helgina sýningu I kjallaranum á grafik og teikningum. Sýningu hennar lýkur um mánaöamótin, en þá kemur i kjallarann farand- sýning á kúbönskum grafikmynd- um. Meöan sú sýning stendur yfir, veröur leikin kúbönsk tón- list, gömul og ný, öll kvöld. A föstudagskvöldið komu fimm ung skáld i heimsókn og lásu úr verkum sinum. Slikar dagskrár verða öðru hvoru á boöstólum I framtiðinni. Stúdentakjallarinn fékk leyfi til Visismyndir: JA að veita létt vin fyrr i vor, en auk vlnsins er þar boðiö upp á sildar- rétti, pizzur, smurt brauö og fleira og er veröiö mjög lágt, aö sögn Skúla. Kjallarinn veröur op- inn kl. 11.30-18 og 20-23.30. -SJ Fjaila Vietnam-myndlrn- ar ekkl um Víetnam? Kvikmyndir, leikrit og bækur um striöið I Vletnam hafa skotiö ört upp kollinum siöustu tvö árin. Þetta efnisval viröist hafa falliö I góöan jaröveg og er þess skammst aö minnast aö kvik- myndirnar „The Deer Hunter” og „Coming Home” voru verölaun- aöar meö Óskar, en báöar þessar kvikmyndir fjalla um þetta efni. Vestanhafs hafa sumir viljaö llkja þessum kvikmyndum viö Nurnberg-réttarhöldin og segja aö meö þessu sé bandariska þjóö- in aö hreinsa sig af fortiöinni. Þessu eru ekki allir sammála og telja aö kvikmyndirnar um Víetnam fjalli um allt annað en Vfetnam. Vletnamar sjálfir sjáist þar varla. Og vlst er um þaö, aö „Coming Hone” er fyrst og fremst kvik- mynd um örlög ameriskra her- manna og afstööu samlanda þeirra til þeirra. „The Deer Hunt- er”lýsir þrem amerlskum verka- mönnum, sem fara til Vietnam til aöberjast fyrir Guð og fööurland- iö. Þeir koma til baka án þess aö hafa oröið fyrir vonbrigöum, hvaö þá aö þeir finni til sam- viskubits. Enda á Vietcong alla sök. Þetta á viö um fleiri verk, sem eiga aöfjalla um striöiö. Leikritiö „G.R. Point” segir frá hópi Bandarikjamanna af ýmsum kynþáttum, sem hafa það verk með hendi aö skrá hina látnu. Verkið var fært upp á Broadway i april I vor og hefur vakiö mikla athygli. Úr myndinni „The Deer Hunter”. Sumir gagnrýnendur telja aö I myndinni sé litiö fram hjá aöalatriöinu * Hvers vegna striöiö var háö. Leikritið er fremur látiö gerast i Vietnam heldur en aö þaö sé um Víetnam. Þarna er fyrst og fremst á feröinni ameriskur harmleikur. Ungir Amerikánar komast þarna i tæri viö erfiöleika lifsins og þurfa aö horfast i augu við dauðann. I þessum verkum er hvorki reynt að gera ljóst hvort Banda- rikjamenn þurfi aö finna til sam- viskubits vegna striösins eöa ekki. Sú spurning er látin liggja milli hluta. Hins vegar hefur oröiö vart annarra áhrifa af þeim. Banda- rikjaþing hefur nú veitt dágóöri fjárupphæö til aöstoðar viö fyrr- verandi hermenn úr Vietnam- striðinu, sem hafa orðiö áfengi og öörum vímugjöfum að bráö. -SJ

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.