Vísir - 21.06.1979, Blaðsíða 8

Vísir - 21.06.1979, Blaðsíða 8
VÍSIR Fimmtudagur 21. júiil 1979 útgefandi: Reykjaprenth/f Framkvæmdastjóri: Davlö Guömundsson Ritstjórar: ólafur Ragnarsson Hörður Einarsson Ritstjórnarfulltrúar: Bragi Guðmundsson, Elias Snæland Jónsson. Fréttastjóri er- 'lendra frétta: Guömundur G. Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Edda Andrésdóttir, Friðrik Indriðason, Gunnar Salvarsson, Halldór Reynisson, lllugi Jökulsson, Jónina Michaelsdóttir, Katrin Pálsdóttir, Kjartan Stefánsson, Oli Tynes, Páll Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Sigurveig Jónsdóttir, Sæmundur Guðvinsson. Iþróttir: Gylfi Kristjánsson og Kiartan L. Pálsson. Ljósmyndir: Gunnar V. Andrésson, Jens Alexandersson. útlit og hönnun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, Magnús Olafsson. Auglýsinga- og sölustjóri: Páll Stefánsson Dreifingarstjéri: Sigurður R. Pétursson Auglýsingar og skrifstofur: Siöumúla 8. Simar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4 simi 86611. Ritstjórn: Slöumúla 14 simi 86611 7 linur. Askrift er kr. 3M» á mánuði innanlands. Verð I lausasölu kr. IM eintakið. .Prentun Blaðaprent h/f ÓDolandi langlundargeö Aðgerðir umhverfisverndar- manna í Greenpeacesamtökun- um við að hindra löglegar veiðar íslenskra hvalveiðiskipa hafa vakið reiði manna og málstaður þeirra hefur ekki hlotið samúð meðal þjóðarinnar. Erlendir umhverfisverndar- menn halda því fram, að hvalir séu ofveiddir hér við land. Þeir hafa lítið lagt sig fram við að rökstyðja þessa fullyröingu en ganga þeim mun rösklegar f ram í lögbrotum. Málið er ekki svo einfalt, að það sé hægt að tala um of veiði á hval eins og það sé aðeins einn hvalastofn. Fjöldamargir hvala- stofnar eru til, sumir þeirra eru ofveiddir en aðrir ekki. fslendingar hafa stundað hval- veiðar í 30 ár og beinast þær veið- ar aðallega að langreyðinni. All- an þennan tíma hefur sóknin verið nokkuð jöfn og svipaður af li hef ur f engist. Það er ótviræð vísbending um, að ekki er tekið meir úr stofninum en hann þolir. (slenskir og erlendir vísinda- menn hafa rannsakað langreyða- stofninn og komist að þeirri niðurstöðu að stof ninn sé ekki of- veiddur. Skýrslur þeirra hafa verið lagðar fyrir visindanefnd Al- tslendingar eiga rétt á þvl aö stunda lögleg stört sin I frifti. Þaö var ekki fyrr en hval- veiðimenn föru fram á lögbann á aögerMr Greenpeacemanna, sem isiensk dóms- málayfirvöld komu viö sögu málsins. þjóðahvalveiðiráðsins, sem (s- lendingar eiga aðild að. í nefnd- inni eiga sæti vísindamenn frá ölium 19 aðildarríkjum ráðsins og meirihluti þeirra kemur frá löndum, sem hafa friðun hvala- stofna á stefnuskrá sinni. Vísindanefndin hefur alltaf veriö samdóma um, að engin hættumerki sé að sjá á lang- reyðastofninum. Alþjóðahval- veiðiráðið úthlutar kvóta fyrir hvalastof na frá ári til árs, en til marks um þá tiltrú sem ráðið hefur á þessum stofni var kvót- innfyrir langreyðina ákveðinn til sex ára frá árinu 1977 til ársins 1982. Sama máli gegnir um aðra hvalastofna sem við veiðum, að þar er farið eftir áliti vísinda- nefnda Alþjóðahvalveiðiráðsins. Islendingar veiða einir úr þess- um langreyðastofni og hafa veið- ar þeirra síðastliðin tvö ár verið innan við þau mörk sem leyf ileg eru. Hvalveiðar hafa mikið efna- hagslegt gildi fyrir þjóðina. Um 250 manns vinna við veiðar og vinnslu hvalsins og útflutnings- verðmæti hvalafurða var á síð- astaári um 1,8 miiljarðar króna, en gera má ráð f yrir að það verði um 2,5 til 3 milljarðar í ár. fslendingar hafa því bæði sið- ferðilegan og lagalegan rétt í þessu máli. Það er því óþolandi langlundargeð sem við höfum sýnt með því að láta það viðgang- ast að erlendir umhverfisvernd- armenn reyni að hindra hval- veiðarnar annað árið í röð. Eðlilegast hefði verið, að dómsmálaráðuneytið hefði gefið Landhelgisgæslunni fyrirmæli um að vera til taks á miðunum og veita hvalveiðimönnum þá vernd, sem þeir þurfa. Veiðarnar fara fram innan 200 mílna efna- hagslögsögu fslands og það er ótvírætt íslenskt löggæslusvæði. Ekki er víst að til kasta Land- helgisgæslunnar komi í þessu máli þar sem hvalveiðimenn hafa leitað réttar síns, með því að óska eftir að sett verði lög- bann á aðgerðir umhverfis- verndarmanna þannig að of snemmt er að dæma um afskipti hennar af þessu máli. En það er illt í efni ef látið er óátalið, að grillufangarar komi í veg fyrir að við íslendingar get- um stundað lögleg störf okkar. Dðkkt útlit í byggingariðnaði á höluðborgarsvæðinu: Starf smðnnum l ækkaöi um 300 fyrstu 3 mánuDi 1979 „Við teljum fulla þörf á þvi að byrja á nýjum svæðum af fullum krafti, þvi það tekur 2-3 ár að fullvinna þau fyrir byggingar og við höfum enga trú á þvi, að verkefnið um þéttingu byggðar end- ist svo lengi. Það er bara slóðaskapur hjá borgar- yfirvöldum að hugsa ekki lengra fram i timann," sagði Sveinn Hannesson, skrifstofustjóri Lands- sambands iðnaðarmanna, i samtali við Visi. Landssambandi6 hefur birt niöurstööur úr könnun á bygg- ingarstarfsemi I landinu og kemur fram i þeim, aö fækkun starfsmanna I byggingariönaö- inum á þrem fyrstu mánuðum ársins var um rúmlega 300 starfsmenn. Útlitið fyrir næstu mánuöi er frekar gott, en eftir þvl sem fram kemur I könnun- inni, og Sveinn staöfesti, þá er útlitiö mjög dökkt I haust og næsta vetur og veldur þar mestu aö ekki er enn hafin lóðaúthlut- un hjá borginni. „Óvenju dökkt útlit" Sveinn Hannesson sagöi i samtali viö Visi að verkefnin I vetur heföu verið þaö sem eftir var af lóöaúthlutun siðasta árs. „Nú er óvenju dökkt útlit. Það er reyndar farið að tala um þéttingu byggðar, en við erum ekki farnir að sjá hvað kemur út Ur þvl. Og það er hæpiö að nokk- uö komi út úr þvl á næsta ári. Viö erum llka óhressir yfir skipulaginu á nýjum svæöum. Þvl hefur veriö f restaö og okkur Hst ekki á að vera aö þétta byggðina I tvö til þrjú ár." — Hvaft in«6 samdráttinn hjá hinu opinbera. Kemur hann ekki illa vi6 i6na6armenn? „Hann hefur auövitaö mjög mikiö aö segja yfir heildina og Horfurnar i byggingariðnaftinum eru nú sagftar mjög slæmar. þegar ástandið á almenna markaðinum er að versna. Auk þess kemur nýbyggingargjaldið mjög illa við okkur, og getum við sagt á Hkan hátt og Cato gamli sagði: Auk þess legg ég til að nýbyggingargjaldiö verði af- numið." — Er einhver landshluti sem stendur verr en aörir I ykkar iön? „Þaö er tiltölulega gott ástand út um land, en Reykja- vlkursvæðið stendur verst," sagði Sveinn Hannesson.— SS -

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.