Vísir - 21.06.1979, Blaðsíða 16

Vísir - 21.06.1979, Blaðsíða 16
VlSIR Fimmtudagur 21. júnl 1979 I ¦§ M M m n ¦¦ ¦¦ I ilANUSfAfQKUU VMtl NlilUN AXONOMETOA M.HIOO ¦36-03"» laMSTOfANSMiOASW/ÍHI? OCS-46 .^"^-~i_ V . ^ | úllsvf* rfl ¦ / 1 1 Bygging Tónlistarskólans var teiknuð 1976. Verður teikningin orðin úrelt áður en byggingaframkvæmdir hefjast? Hér er fyrirhugaö að nýr Tónlistarskóli risi af grunni. Lóðin er við Sigtún, milli Blómavals og húss Asmundar Sveinssonar. Vfsismyndir: ÞG „EKKI HJEQT AÐ MEMNTA KENNARA A FÆRIBANDI Rætt viö Jón Nordai í tiiefnl 50 ára atmælls Tónllstarskólans I Reyklavlk Næsta haust hefst 50. starfsár 'l'ónlisLi rskólans i Keykjavik. 50 ár erutalsvert langur tlmi i þrd- unarsögu skóla, og vissulega hefur margt breyst slftan skiíl- inn hóf starfsemi slna I Hljóm- skálanum við fremur erfið skil- yrði. Sem dæmi um starfsemina nii má geta þess, að á siðustu fjórum áruni hafa milli 70 og 80 nemendur utskrifast frá skólan- um. Þarna er um að ræða tón- menntakennara, hljóðfæra- kennara og hljóðfæraleikara, þ.e.a.s. fólk, sem kemur til með að bera veg og vanda af tón- listarfræðslu islenskra ung- menna næstu áratugi, stuðla að vexti og uppgangi Sinfóniu- hljómsveitar f slands, eða á ann- an hátt auðga Islenskt tónlistar- lif. M.ö.o. næstum allir þeir, sem ætia sér að gera tónlist að ævistarfi, eiga fyrr eða siðar leið um þessa stofnun. Af þessu hlýtur að vera ijóst, hversu mikiivægu hiutverki þessi skóii gegnir I islensku þjóðlifi, og hversu mikilvægt er, að þannig sé að honum búið, að hann geti staðið undir þessu hlutverki, fylgt kröfum tfmans og vaxið og dafnað á eðlilegan hátt. Þröngt setinn bekkur- inn í framhaldi af þessum bolla- leggingum um væntanlegt af- mælisbarn sneri undirrituð sér til Jóns Nordal skólastjóra um nánari upplýsingar varðandi núverandi ástand og fratntiðar- horfur. Fyrst barst talið að hiisnæðis- málum. Jón: „Skólinn er löngu búinn tónlist Karólina Eiriksdóttir skrifar ao sprengja utan af sér núver- andi húsnæði, og er næstum óhugsandi að byrja annað skólaár við þessar aðstæður. Sennilega verður reynt að fá viðbótarhúsnæði annars staðar. Astæðurnar til þess, að það hef- ur ekki verið gert fyrr,eru margvislegar. Bæði eru ýmis óþægindi þvi samfara að vera á fleiri en einum stað, auk þess sem húsnæði.sem hentar þess- ari starfsemi, er vandfundið. Svo lifum við alltaf i voninni um, aö hægt veröi að hefjast handa við byggingu tónlistar- skóla við Sigtún, en þar höfum við lóð og eigum teikningu af byggingu, sem er bæði hentug og mjög falleg. Við gætum þess vegna byrjað að byggja strax, en okkur vantar peninga." Nú eru mörg ár síðan fyrst var teiknaður tónlistarskóli á þessa lóð, en ekkert hefur oröið úr framkvæmdum vegna pen- ingaskorts. Hvaðan eiga þessir peningar að koma? „Skólinn er rekinn af rfki, borg og Tónlistarfélaginu i Reykjavik, hann er þess vegna enn að hluta einkaskðli. Að ööru leyti fær hann sams konar stýrki frá riki og borg og aðrir tonlistarskólar. Tónlistarfélagið eitt sér hefur ekki bolmagn til að standa undir byggingunni, og væri eðlilegast, að þessir þrir aðilar skiptu með sér bygg- ingarkostnaði. Til eru sérstök lög um, hvernig kostnaður við skólabyggingar skuli skiptast milli rikis og sveitarfélaga." Margþætt hlutverk Er eðlilegt, að skólinn verði aö öllu leyti rikisrekinn í fram- tiðinni? „Skipuð hefur verið' nefnd, sem nú er að vinna að lögum um tónlistarhaskóla. Þ.e.a.s. að skólinn verði viðurkenndur sem ríkisháskóli, en sinni þvl hlut- verki ekki bara óopinberlega, eins oghann hefur gert. Þá ætti rikið að sjá honum fyrir viðun- andi hiisnæöi. Hins vegar er hagkvæmara, að skólinn sinni Jón Nordai: „Best væri haldið upp á af mæiið með þvf að byrja að byggja". margþættara hlutverki, þ.e. fyrst og fremst sem rikisstofn- un, sem sæi um æðri tónlistar- menntun og kennaramenntun, en næði jafnframt niður i fram- haldsskóladeildir fyrir Reykja- vfkursvæðið, svo sem tónlistar- kjörsvið I menntaskólum, þar gæti borgin komið inn f rekstur- inn. Það er meira hagsýni að hafa þetta svona, heldur en að hafa tvo skóla, er þá betri nýt- ing á kennaraliðinu, bóka- og tækjakosti, húsnæði og öðru." Enn vantar tónlistar- kennara Er áætlað að þessi tónlistar- háskóli verði sjálfstæð stofiiun, eða gæti samstarf við Háskóla islands eða Kennaraháskólann komið sér vel? „í ýmsum nágrannalöndum eru tónlistarháskólar deild i við- komandi háskólum. Hér held ég þó, að brýnast sé að koma upp stofnuninni sem slikri og gera hana sjálfstæða á sama hátt og t.d. KHI. Hvað samvinnu viðvlkur, þa hefur verið samvinna við Kennaraháskólann með upp- eldisgreinar allt frá dögum Kennaraskólans. Nú stendur til að hafa samráð við KHt á þann hátt, aðnemendur þar geti tekið tónlist, sem valgrein i gegnum Tónlistarskólann. Þetta gæti komið til framkvæmda næsta haust. Þarf þá að gera sér- stakar kröfur um undirbúning, og væntanlega þurfum við að hliðra til i sambandi við stunda- skrá og annað. Það gerum við meðmikilli ánægju, því að mjög mikilvægt er að fá almenna kennara með tónlistarmenntun. Sérstaklega úti á landsbyggð- inni, þar sem enn vantar mikið af tónlistarkennurum. Þróunin hefur orðið fullhröð fyrir Tón- listarskólann, sem ekki hefur getað fullnægt þörfinni á menntuðum tónlistarkennurum. Þaðer ekki hægt að mennta tón- listarkennara á færibandi og hættulegt að sleppa illa menntuðu fólki út I kennslu". Að lokum, hvernig á að halda upp á afmælið? „Það væri best haldið upp á þaðmeðþvíaðbyrja aðbyggja, og helst að geta lokið bygging- unni á tveimur til þremur árum". Við tökum undir þessi orð og vonum, að næsta ár verði sann- kallað timamótaár i sögu Tón- Ustarskólans i verki. KE.' stundaririður l lok leikárs Leikári Þjóðleikhússins lýkur um næstu helgi með þrem sýningum á leikriti Guðmundar Steinssonar, StundarfriBi. Leikritið hefur verið sýnt nær 30 sinnuin, alltaf fyrir fullu húsi. A myndiiini er hluti fjöl- skyldunnar, sem leikritið fjallar um, hjónin (Kristbjörg Kjeld og Helgi Skúlason) og yngri dóttirin (Guörún Gfsladóttir). Gðmui hús og nýr vegur Landssamtökin Lif og land halda fund á Akureyri iaugardag- inn 23. júnl, þar sem fjallað verð- ur um varðveislu og viðhald gain- alla húsa á Akureyri. Fundurinn verður haldinn i kjallara Möðru- valla og hefst kl. 16. Tryggvi Gislason, formaöur skipulagsnefndar Akureyrar, } flytur erindi um stöðu gamalla húsa I skipulagi bæjarins. Gisli Jónsson, formaður húsfriðunar- sjóðs Akureyrar, flytur erindi um . hlatverk sjóðsins. Sverrir Her- mannsson, húsasmíðameistari, svarar fyrirspurnum um viðhald og endurnýjun gamalla húsa. Sunnudaginn 24. júni gangast samtökin siðan, ásamt Skóg- ræktarfélagi Eyfirðinga og Sam- tökum um náttúruvernd á Norðurlandi, fyrir fundi um lagn- ingu þjóðvegar um Leirur og Vaðlaskóg. Hefst fundurinn með skoðunarferð um Vaðlaskóg og verður farið frá Menntaskólanum á Akureyri kl. 13. veröa tii umræðu á lundum samtakanna líi oo land á Akureyrl um heloins A Akureyri er mikið af gömlum, virftulegum hiisum, sem sumum hverjum hefur verið huldið vel viö. Þessi mynd er tekin af bænum frá Höfnersbryggju. Mynd: Sig. Þorgeirsson. Að skoðunarferöinni lokinni verður haldið i kjallara Möðru- valla, þar sem Jón Rögnvaldsson yfirverkfræðingur hjá Vegagerð rikisins flytur erindi. Sfðan gerir Ingólfur Armanns- son, formaður Skógræktarfélags Eyfirðinga, grein fyrir Vaðlareit og Helgi Hallgrimsson, formaður SUNN, flytur erindi um Leirurn- ar. Loks mun Arni Jóhannsson, garðyrkjustjóri Akureyrar, og Jóhann Pálsson, forstöðumaður Lystigarðsins á Akureyri, ræða um þau áhrif sem vegagerðin get- ur haft á landslag.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.