Morgunblaðið - 25.03.2001, Page 3

Morgunblaðið - 25.03.2001, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 E 3 Barnagæsla Barngóð manneskja óskast til að passa rólegan 18 mánaða dreng og sinna léttum heimilis- störfum í Garðabæ. Upplýsingar gefur Erla í síma 554 7828. City Hótel Óskum eftir að ráða þernu í fullt starf, góð laun í boði fyrir réttan aðila. Einnig óskum við eftir að ráða starfsmann í móttöku og þernu á sumarhótelið City hótel Garð. Upplýsingar veitir Stefán Örn Þórisson, hótelstjóri í síma: 511 1155. Fjölbreytt, gefandi og spennandi starf fyrir gott fólk Liðsmenn óskast Við óskum eftir traustu fólki eldra en 18 ára til að taka að sér liðveislu fyrir fatlaða einstak- linga á aldrinum 6-66 ára. Liðveisla er persónulegur stuðningur sem miðar að því að veita fötluðu fólki aðstoð til að njóta tómstunda og menningarlífs. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma allt frá 12 klst. á mánuði. Laun eru greidd skv. kjarasamn- ingi Reykjavíkurborgar og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Tilsjónarmenn og persónulegir ráðgjafar Starfsmenn óskast sem tilsjónarmenn/ persónulegir ráðgjafar fyrir börn og ungmenni sem þurfa tímabundinn stuðning eða ráðgjöf. Starfið gæti m.a. hentað með námi sem tengist vinnu með fjölskyldum, s.s. uppeldisfræði, fél- agsfræði/félagsráðgjöf, sálarfræði og námi í Kennaraháskóla Íslands. Um er að ræða sveigjanlegan vinnutíma frá allt að 20 klst. á mánuði. Laun eru greidd skv. kjarasamningi Reykjavíkur og Starfsmannafélags Reykjavíkur. Stuðningsfjölskyldur óskast Félagsþjónustan í Reykjavík er í samvinnu við marga einstaklinga, sem taka reglubundið börn til dvalar á heimili sín. Reynslan hefur sýnt að stuðningsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnar- starf til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi þeirra barna sem til þeirra koma. Við viljum styrkja og styðja enn fleiri reykvísk börn. Til þess þurfum við liðsinni fólks sem getur tekið börn í helgarvistun, t.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara samkomulagi. Æskileg búseta er Reykjavík og nágrannasveit- arfélög. Hafir þú áhuga á mannlegum samskiptum og að sinna afar gefandi verkefni, þá er stuðnings- fjölskylduhlutverkið starf fyrir þig. Greitt er skv. verktakasamningi. Umsóknareyðublöð fást í Félags- og þjónustumiðstöðvum að Bólstaðarhlíð 43 og Hvassaleiti 56-58. Allar nánari upplýsingar veita Guðbjörg Vignisdóttir, forstöðumaður, í síma 568 5052 og Kristín Jónasdóttir, forstöðumað- ur, í síma 588 9335.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.