Morgunblaðið - 25.03.2001, Page 6

Morgunblaðið - 25.03.2001, Page 6
6 E SUNNUDAGUR 25. MARS 2001 MORGUNBLAÐIÐ Leikskólar Kópavogs Í leikskólanum Dal v/ Funalind er laus staða deildarstjóra frá 1. júní 2001. Í leikskólanum er áhersla lögð á samskipti, virðingu og sjálfstæði. Laun samkv. kjarasamningum Félags ísl. leikskólakennara og Launanefndar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið gefur leikskólastjóri í síma 554 5740. Starfsmannastjóri KÓPAVOGSBÆR Akureyrarbær Félagssvið Lausar stöður við Tónlistarskólann á Akureyri skólaárið 2001—2002: Tónlistarkennarar Við Tónlistarskólann á Akureyri vantar okkur kennara í eftirtaldar stöður: Tréblásarakennara með aðaláherslu á þverflautu (100% staða). Í starfinu felst kennsla í einkatímum og hljómsveitarstarf. Rafgítarkennara (100% staða). Kennsla og hljómsveitarstarf. Kontrabassa- og rafbassakennara (50% staða). Við leitum að kontrabassakennara sem einnig getur kennt á rafbassa. Möguleiki á hærra starfshlutfalli. Sellókennara (100% staða). Æskilegt að við- komandi hafi menntun í Suzuki-kennslu og reynslu af að vinna með nemendum í hljóm- sveitar- og hópstarfi. Fiðlukennara/lágfiðlukennara (tvær 100% stöður). Æskilegt að viðkomandi hafi menntun í Suzuki-kennslu og reynslu af að vinna með nemendum í hljómsveitar- og hópstarfi. Málmblásturskennara (50% staða). Við leit- um að kennara á dýpri málmblásturshljóðfæri. Píanókennara (100% staða). Píanókennsla og undirleikur með hljóðfæra- og söngnem- endum. Forskólakennara (100% staða). Forskóla- kennsla fer fram í 1. og 2. bekk í grunnskólum bæjarins. Tónlistarskólinn á Akureyri er einn stærsti tón- listarskóli landsins með fjölbreytta og metnað- arfulla starfsemi. Hér starfa um 30 kennarar og kennt er á 25 mismunandi hljóðfæri. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands starfar í náinni samvinnu við skólann og leika margir kennarar skólans í hljómsveitinni. Við leitum að áhugasömum og vel menntuðum kennurum, sem eiga gott með að vinna með öðrum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi. Upplýsingar um störfin gefa Helgi Svavarsson, skólastjóri, og Magna Guðmundsdóttir, aðstoð- arskólastjóri, í síma 462 1788. Umsóknareyðublöð fyrir ofangreind störf fást í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, og skal skila öllum umsóknum þangað. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu Akur- eyrarbæjar www.akureyri.is Nánari upplýsing- ar um skólann má einnig finna á heimasíðu skólans www.tonak.is Umsóknarfrestur er til 20. apríl 2001. STARFSÞJÁLFUN Í EVRÓPU Austurríki, England, Frakkland, Spánn og Þýskaland. Málanám og starfs- þjálfun í Evrópu er tilvalin fyrir þá sem sem vilja læra tungumál og ná sér í starfsreynslu um leið og þeir og kynnast fólki frá ýmsum löndum. SJÁLFBOÐASTÖRF Guatemala, Costa Rica og Suður Afríka. Spennandi leið til að kynnast framandi lífsháttum. Málanám og sjálfboðastörf af ýmsu tagi fyrir hjálparstofnanir í 2-12 mánuði. TUNGUMÁLANÁM Málanám fyrir fólk á öllum aldri. Enska, franska, ítalska, spænska, þýska. Vistaskipti & Nám er í samstarfi við viðurkennda málaskóla víða um heim. Nútímalegar kennsluaðferðir og lifandi málumhverfi tryggja ánægjulega dvöl og góðan árangur. Nú er rétti tíminn til að halda út í heim LÆKJARGATA 4 • 101 REYKJAVÍK • SÍMI 562 2362 • INFO@VISTASKIPTI . IS Leonardo da Vinci styrkir í boði fyrir starfsþjálfun í Evrópu Ætlar þú að vinna úti í sumar? www.vistaskipti.is SUMARSTÖRF Í BANDARÍKJUNUM Störf í sumarbúðum víða í Bandaríkjunum á vegum Camp America. Einstakt tækifæri til að lifa og starfa í Bandaríkjunum, þroska lífsleiknina og ekki síst til að ferðast. STARFSÞJÁLFUN Í BANDARÍKJUNUM Launuð starfsþjálfun á vegum The American Scandinavian Foundation er góður kostur fyrir þá sem lokið hafa fag- eða sérfræðimenntun og vilja afla sér starfsreynslu erlendis. Sjá nánar: www.asf.training.is SUMAR-AU PAIR Í EVRÓPU Au pair vist í 2-3 mánuði í nokkrum Evrópulöndum. Frábær leið til að læra tungumál og kynnast annarri menningu. Eftirtalin lönd eru í boði: Austurríki • Belgía • Bretland • Jersey • Guernsey • Frakkland • Holland • Írland • Ítalía • Svíþjóð • Spánn • Þýskaland. E S S E M M 0 3 / 0 1 Höfðabakka 9 • 112 Reykjavík • Sími 550 5300 • Bréfasími 550 5302 • www.pwcglobal.com/is Forstöðumaður ber ábyrgð á og hefur eftirlit með frágangi viðskipta, vörslu verðbréfa og uppgjöri á Verðbréfasviði. Starfið tengist verkefnum við miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fjárstýringu bankans, verð- bréfasjóði, lífeyrissjóði, lífeyrisauka og almenna eignastýringu fyrir viðskiptamenn bankans. Hann ber ábyrgð á samskiptum bankans við m.a. Verðbréfaþing og Verðbréfaskráningu. Um er að ræða stjórnunarstarf en starfsmenn deildarinnar eru nú um 30 talsins. Lögð er áhersla á frumkvæði, meðal annars varðandi þróun á verkferlum og vinnuskipulagi svo sem varðandi samskipti við erlend verðbréfafyrirtæki, vörslu verðbréfa í eigu bankans erlendis og vörslu innlendra bréfa erlendra fjárfesta. Forstöðumaður heyrir undir framkvæmdastjóraVerðbréfasviðs, en vinnur sjálfstætt og ber ábyrgð á ofangreindum rekstrarþáttum. Háskólamenntun á sviði viðskipta er skilyrði. Umsækjendur þurfa að hafa víðtæka reynslu af bókhalds- og uppgjörsmálum. Gerð er krafa um sjálfstæði, frumkvæði og færni í mannlegum samskiptum. Umsóknir óskast sendar til Ráðningarþjónustu PricewaterhouseCoopers merktar „Forstöðumaður“ fyrir 1. apríl nk. Upplýsingar veita Jóney H. Gylfadóttir ráðningarráðgjafi hjá PwC í síma 550 5300 og/eða Atli Atlason starfsmannastjóri Búnaðarbanka Íslands í síma 525 6371. Netföng: joney.h.gylfadottir@is.pwcglobal.com og atlia@bi.is Forstöðumaður Laust er til umsóknar starf forstöðumanns á Verðbréfasviði Búnaðarbankans. Verkamenn — framtíðarstarf Óskum eftir starfsmönnum í framleiðslusal og á lager. Mikil vinna. Góð vinnuaðstaða. Upplýsingar á staðnum hjá Jóni framleiðslu- stjóra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.