Morgunblaðið - 05.05.2001, Qupperneq 2
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD
2 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
V
ARNARSAMNINGUR Íslend-
inga við Bandaríkjamenn er
tákn um sérstakt samband
þjóðanna tveggja. Skilyrðið fyr-
ir því að hann haldi gildi sínu er
að hann þjóni vörnum beggja
ríkjanna, að sögn Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra og hann
segist ekki sjá nein merki um að breytingar
verði á skipulagi varnar- og öryggismála Ís-
lendinga á næstu árum. Allar þjóðir þurfi
varnir af einhverju tagi, enginn telji þörf á að
spyrja hvaða hlutverki herir Frakka, Þjóð-
verja eða annarra Evrópuþjóða gegni nú að
loknu kalda stríðinu vegna þess að svarið sé
augljóst: Þeir séu trygging gagnvart óvissu og
sama eigi við um varnarstöðina hér á landi. Ef
Íslendingar neyðist til að velja á milli varn-
arsamstarfs við Bandaríkin og hugmynda um
Evrópusamstarf í varnarmálum muni þjóðin
án efa velja samvinnu vestur um haf.
„Við Íslendingar bundum með aðildinni að
Atlantshafsbandalaginu 1949 og varnarsamn-
ingnum við Bandaríkjamenn 1951 enda á róm-
antíska afstöðu okkar til ævarandi hlutleysis
þjóðarinnar,“ segir Davíð. „Mönnum fannst
hlutleysið vera allt að því heilagt og, ef ég má
nota orð sem ekki var til þá í þessari merk-
ingu, menn héldu að hlutleysi væri sjálfbært.
Þeir töldu að það verndaði sig sjálft vegna
þess hve göfugt það væri af hálfu friðsamrar
eyþjóðar í Norðurhöfum að taka ekki afstöðu í
deilum stríðandi fylkinga. Raunveruleiki nú-
tímans var miklu kaldari og sýndi okkur fram
á að hlutleysisstefnan gengi ekki upp. Menn
geta ekki verið hlutlausir nema þeir hafi mikið
afl til að tryggja hlutleysið.“
Hvert var gagnið sem við höfðum af samn-
ingnum og hvernig kom hann Bandaríkja-
mönnum að notum? Þurftum við að fórna ein-
hverju?
„Okkur fannst að við værum að fórna heil-
miklu, einkum hlutleysinu og hluta af ný-
fengnu sjálfstæðinu en ég held að menn hafi
ekki þessa tilfinningu núna. Flestum fannst
þetta að einhverju leyti en þeir sem voru fylgj-
andi varnarsamningnum töldu að um réttlæt-
anlega fórn væri að ræða. Þeir sem ekki voru
á móti af þjóðernisástæðum eða heimspólitísk-
um ástæðum töldu rétt að tryggja öryggið
með þessum hætti. Með því að fórna þessum
hluta, sem varla var mælanlegur, væru menn í
raun og veru að tryggja sjálfstæðið.
Meginávinningur okkar hefur verið að við
skipuðum okkur í ákveðna sveit með afgerandi
hætti og fengum tryggingu í heimi sem þá var
mjög óviss. Bandaríkjamenn og Atlantshafs-
bandalagið voru að tryggja sér aðstöðu í þeim
hluta Norðurálfu sem talinn var einna þýðing-
armestur ef til raunverulegs ófriðar kæmi.“
Sagnfræðingar hafa sýnt fram á að 1956
höfðu væntingar um erlent lán beinlínis áhrif á
þá ákvörðun vinstristjórnarinnar að falla frá
þeirri stefnu að reka herinn úr landi.
„Ég hygg að það sé enginn vafi á því og
þetta hafi nú verið staðfest. Þetta var eitt af
því sem kallað var Moggalygi í gamla daga
vegna þess að Morgunblaðið leiddi að því líkur
að slíkir hagsmunir hefðu verið ráðandi um að
áformin voru svikin. Þótt margir séu búnir að
gleyma því voru þau svikin aftur 1971–1974,
vinstristjórnin á þeim árum hafði uppi svipuð
áform.
Mér finnst alveg ótrúlegt að fjármálaleg
fyrirgreiðsla skuli hafa haft úrslitaáhrif í varn-
armálum hjá þeim sem alltaf voru að saka
minn flokk um að hann væri leppur Banda-
ríkjamanna, auðvaldsins eða hvað það hét. En
við sjáum að enn geta fjármálaástæður haft
úrslitaáhrif, glöggt dæmi var handtaka Mi-
losevic í Júgóslavíu fyrir skömmu. Tímasetn-
ing hennar var ákveðin til að uppfylla tiltekin
skilyrði um fjárhagsaðstoð.“
Tekjurnar skiptu ekki sköpum
Höfðu tekjurnar af varnarliðinu mikil áhrif á
pólitíska stefnumótun hérlendis? Skiptu Banda-
ríkjamenn sér af íslenskum innanlandsmálum
bak við tjöldin?
„Það gerðu þeir ekki. Það gerðist í þessu til-
felli að peningarnir gripu inn í málin 1956 en
ég held að tekjurnar hafi ekki haft áhrif á
stuðning lýðræðisflokkanna, sem þá voru
nefndir svo, við varnarlið hér. Hins vegar má
vel vera að einhverjir hafi verið fylgjandi veru
varnarliðsins af slíkum ástæðum, einhverjir
einstaklingar úti í bæ eða menn sem höfðu af
því beina hagsmuni. Það er aldrei fyrir það að
synja en ég tel ekki að slíkir hagsmunir hafi
verið meginástæða stuðnings af hálfu stjórn-
málaflokkanna.
Í mínum flokki voru alltaf uppi háværar
kröfur af hálfu minnihluta flokksmanna um að
lögð yrðu gjöld á varnarliðið eins og gert var í
sumum löndum. Forysta flokksins hafnaði
alltaf einarðlega þessum hugmyndum og vildi
ekki blanda þannig saman varnarmálum og
peningahagsmunum þjóðarinnar. Vafalaust
hafa þó peningasjónarmið haft meiri áhrif áð-
ur fyrr, þau eru orðin óveruleg núna. Auðvitað
skipta störfin hjá varnarliðinu máli fyrir þá
sem þar vinna en þau eru miklu minni hluti
þjóðarteknanna en áður.“
Andstæðingar sjálfstæðismanna og framsókn-
armanna sögðu oft að flokkarnir skiptu öllu til
helminga og þetta kæmi fram í sambandi við
verktakastarfsemi fyrir herinn.
„Það er rétt að því hefur alltaf verið haldið
fram og vel má vera að menn hafi að einhverju
leyti á þessum tímum skipt verkum með sér á
hátt sem okkur þykir framandi núna. En jafn-
vel þótt svo hafi verið held ég að þeir hags-
munir hafi ekki verið ráðandi í tengslum við
veru eða brottför varnarliðsins.
Á þessum árum bjuggu Íslendingar við ein-
okunarviðskipti á öllum sviðum, ekki bara
varðandi herinn. Alls staðar þurfti innflutn-
ingsleyfi og öllu var skipt niður á pólitískan
hátt og leyfin fóru oft eftir því hverjir voru í
ríkisstjórn. Þetta er erfitt að útskýra fyrir
ungu fólki núna en svona voru viðskipti stund-
uð almennt í landinu og stjórnmálamenn höfðu
stanslaust afskipti af atvinnulífinu. Fram kem-
ur í bók Matthíasar Johannessen um Ólaf
Thors að á sínum tíma settust hann og Jón
Árnason, fulltrúar tveggja stærstu skuldu-
nauta Landsbankans, í bankaráðið. Þeir ráku
bankastjórana út á meðan þeir tveir fóru yfir
skuldastöðu fyrirtækjanna í bankanum! Þetta
var meira að segja gert fyrir opnum tjöldum
og ekki reynt að fela það, þetta var hluti af
veruleika sem við skiljum ekki alveg í dag.
Nú eru menn að víkja sæti af því að þeir eru
synir, bræðradætur, systrasynir einhverra
eða eiga ömmu einhvers staðar. Það sem nú er
kallað pólitísk spilling var einu sinni talið sjálf-
sagt. En fyrirkomulag verktakastarfsemi er
að breytast þessi árin, beitt útboðum og slík-
um vinnubrögðum. Aðalverktakar eru nú
hlutafélag og fyrirtækið hefur snúið sér að
fleiri verkefnum. Það myndi ekki hafa neinar
efnahagslegar kollsteypur í för með sér ef
varnarliðið hyrfi á brott enda eiga slíkir hags-
munir ekki að vera ráðandi.“
Skipti varnarstöðin miklu um niðurstöður
landhelgisdeilnanna? Var stöðin úrslitavopn
okkar?
„Ég held ekki að hún hafi verið úrslitavopn
en það er enginn vafi á því að við fengum meiri
áheyrn en ella vegna aðildarinnar að NATO
og mikilvægis stöðvarinnar og notfærðum
okkur það. Einstaka maður notfærði sér hana
kannski einum um of með hótunum og þess
háttar, ég er ekki að segja að þær hafi virkað.
En varnarstöð hér á viðsjárverðum tímum
skipti miklu og menn sáu að andstæðingar
hennar reyndu meðal annars að nota landhelg-
isstríðin til að reka fleyg á milli Bandaríkja-
manna og Breta. En ég er ekki vafa um að við
nutum þess að hér var mikilvæg varnarstöð
þegar lausn fannst á landhelgisdeilunum.“
„Ameríkaniseruð“ þjóð?
Þú varst sjálfur á unglingsárunum þegar
mjög var deilt um slæm menningarleg áhrif af
veru varnarliðsins, sjónvarpsrekstri þess fyrir
tíma ríkissjónvarpsins og fleiri málum. Hvað
fannst þér sjálfum um sjónvarpsstöð varnarliðs-
ins? Erum við „ameríkaniseruð“ þjóð?
„Ekki held ég að við séum „ameríkaniser-
uð“. Hingað komu oft fræðimenn frá Svíþjóð
og fleiri Norðurlöndum þegar ég var ungur
maður til að skrifa um að við værum orðnir af-
skaplega ameríkaniseraðir og búnir að glata
tungunni og rótum okkar. Þeir fengu dygga
leiðsögn frá mönnum sem skrifuðu þá um
þessi mál daginn út og daginn inn í tiltekin
blöð. En mér hefur fundist að hinar Norð-
urlandaþjóðirnar hafi þurft að gæta sín betur
á þessum áhrifum en við þótt þær væru ekki í
jafnnánu sambýli við Bandaríkjamenn.
Kannski átti návígið hjá okkur og hræðslan
við þessi áhrif sinn þátt í þessu, við höfum
gætt okkar betur. Við ræktuðum okkar menn-
ingu betur, hér varð ákveðin vakning í því
sambandi. Mér sýnist til dæmis að við höfum
gætt tungunnar betur en grannar okkar í
Skandinavíu, þeir eru miklu ameríkaniseraðri
en við hvað tunguna varðar og í ýmsum hátt-
um sínum.
En alla þessa hluti verður að skoða í ljósi
tímans og aðstæðnanna. Hér var bandarísk
sjónvarpsstöð á vegum varnarliðsins og marg-
ir á móti henni. Ég get ekki séð að eitthvað
óheilbrigt hafi verið við að menn hafi verið
hugsandi yfir því að eina sjónvarpsstöðin hér
skyldi vera rekin af erlendri þjóð og fyrir her-
menn.“
Hvað fannst þér sjálfum um sjónvarps-
stöðina?
„Ég var ungur þá en einhvern tíma fór ég á
hjóli suður í Kópavog vegna þess að þar var
maður sem átti sjónvarp og hægt að horfa á
útsendingu varnarliðsstöðvarinnar. Við sáum
einhverja skrípamynd minnir mig og gott ef
við sáum ekki líka þátt um hundinn Lassie.
Við sátum allan daginn við þetta. En ég náði
ekki að sjá þetta nema tvisvar eða þrisvar, það
var svo langt að hjóla þangað. Ég held að ég
hafi ekki skynjað þetta sem einhverja ógn,
vann sjálfur við að vísa til sætis í bíó og fannst
sjónvarpið ekki mikið öðruvísi. En á mínu
heimili fannst fólki sjálfsagt að hafa varann á
gagnvart þessum útsendingum og var það
samt allt sjálfstæðisfólk.
Við töldum að hér væri nauðsynlegt að hafa
erlendan her í landinu vegna vályndra veðra í
alþjóðamálum og ég er algerlega sammála
þeirri ákvörðun. En eftir á að hyggja var
skynsamlegt og að mörgu leyti ágætt að menn
skyldu vera vel á varðbergi, hyggja vel að
sínu. Ég held að þjóðin hafi eindregið viljað að
það væri gert. En sumt af því sem við gerðum
gagnvart hermönnum á stríðsárunum og
framkoman við stúlkur sem umgengust her-
menn yrði ekki talið boðlegt í dag. Þær voru
uppnefndar og ráðist á þær með kjaftasögum,
úthýst af þjóðinni og þær sagðar vera að
svíkja hana. Hinir mætustu menn voru þarna
fremstir í flokki en þetta yrði kallað fordómar
og gæti ekki gerst núna.“
Flokkarnir og menningarmálin
Var þjóðernisstefna ríkjandi hér?
„Já, kannski, en þetta var hræðsla sem var
ekkert undarleg í sjálfu sér. Hingað komu
skyndilega 25.000 erlendir hermenn í stríðinu,
ungir menn. En ég sé ekkert rangt við það
þótt lítil þjóð, sem aldrei mun geta beitt aðra
ofríki, sé stolt af uppruna sínum og þjóðerni
og þess háttar eiginleikum en menn mega ekki
vera með rembing í því sambandi.
Einstaka sinnum eru menn með slíkan
rembing en ég held að hann geri ekkert til.
Hann gæti verið hættulegur ef við værum
stórþjóð en fyrir svona litla þjóð held ég að
þetta sé sára-saklaust og jafnvel til nokkurrar
skemmtunar.“
Hvernig réð afstaða stjórnmálaflokkanna
leikreglum í þessum menningarátökum hér
vegna hersins í kalda stríðinu? Stýrðu þeir
þessu?
„Flokkarnir höfðu yfirleitt meiri áhrif þá en
núna. Fólki fannst eðlilegt að þeir skiptu sér
af ýmsu sem ekki yrði liðið að þeir væru að
blanda sér í. Þeir höfðu ekki bara skoðun á
menningu heldur einstaklingum í menningar-
málum og drógu þá í dilka. Reyndar hygg ég
að harkan hafi verið meiri vinstri megin,
borgaralegu öflin voru friðsamari. Kjósendur
Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins
keyptu bækur Laxness og lásu þær en hinir
voru harðir í að sniðganga þá rithöfunda og
listamenn sem ekki voru í náðinni hjá þeim
sem réðu ríkjum í Rúblunni við Laugaveg.
Ýmis listamenn hlupu þess vegna í skjól hjá
þeim til að fá ekki á sig fleiri högg vegna
óhlýðni við boðskapinn að austan.
Flokkarnir töldu sig þurfa að hafa ákveðinn
atbeina af menningarfólki. Mál og menning
var forlag á slíkum forsendum, Almenna bóka-
félagið einnig. Ef flokkur ætlaði núna að
stofna bókaforlag utan um listamenn sem þeir
væru hrifnir af veit ég ekki hvað fólk myndi
halda. Það fyrirtæki færi lóðbeint á höfuðið.
Svona hafa hlutirnir breyst mikið.“
Hvers vegna hjöðnuðu deilurnar um herinn á
nokkrum árum eftir að hafa klofið þjóðina í
áratugi?
„Það er nú merkilegt að um leið og Sov-
étríkin hrynja um 1990 hætta menn að hafa
áhyggjur af her í landinu.Við hljótum þess
vegna að velta því fyrir okkur hvort þetta hafi
allan tímann snúist fyrst og fremst um hags-
muni kommúnismans og Sovétríkjanna. Miðað
við þau rök sem menn veifuðu þá mætti halda
því fram að í rauninni væri miklu hættulegra
að vera með her hérna eftir að Bandaríkja-
menn urðu nær allsráðandi í heiminum. En
allt hjalið um herlaust land hverfur og Kefla-
víkurgöngumönnum fækkar niður í fimm og
mér finnst þetta segja alla söguna.
Átökin voru, séð frá mínum bæjardyrum,
milli góðs og ills, milli vestrænna gilda og svo-
nefnds „sæluríkis“ félagshyggjunnar. Félags-
hyggjuríkin töpuðu, þau urðu gjaldþrota.
Leiktjöldin hrundu, allt reyndist þetta vera
blekking.
Varnarliðið var aldrei í augum meirihluta
Varnarstöð vegna hagsmuna
beggja þjóðanna
Davíð Oddsson forsætisráðherra segist ekki telja að
gerðar verði breytingar á varnarsamningnum við Banda-
ríkjamenn á næstunni. Samningurinn hafi enst betur en
aðrir tvíhliða samningar milli ríkja og sé einstæður í sinni
röð. Hann kveðst ekki telja að umsvif varnarstöðvarinnar
í Keflavík geti verið minni en þau eru nú. Í samtali við
Kristján Jónsson segir Davíð að hvergi í Evrópu sé leng-
ur spurt hvaða óvini sé ætlunin að verjast með því að
halda uppi herjum; öllum sé ljóst að markmiðið sé að
verjast óvissunni.