Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 6

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 6
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD 6 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ fullyrt um það hvort Sovétríkin hafi gert áætlanir um strandhögg eða skemmdarverk á Íslandi, en spyrja má: Hvers vegna hefðu Sovétmenn átt að hlífa Keflavíkurflugvelli ef þeir og hjálparmenn þeirra ætluðu á ann- að borð að ráðast á hundruð mann- virkja í Evrópu og Norður-Amer- íku?“ Ef litið er á mikilvægi vallarins í stríðsáætlun Bandaríkjamanna fram að tíma langdrægra eldflauga á sjö- unda áratugnum skýrist málið betur, að sögn Þórs. „Gert var ráð fyrir að Sovétherinn hæfi styrjöld með stórsókn á meg- inlandi Evrópu. Þar voru varnir litlar sem engar og fámennir herir vest- urveldanna áttu að hörfa undan til Rínar og Alpafjalla. Samtímis ætluðu Bandaríkjamenn hins vegar að hefja loftsókn gegn Sovétríkjunum úr ýmsum áttum. Kjarnorkuvopnum yrði beitt til að knýja óvininn til að leita friðar, þó að ekki væru menn mjög vongóðir um að það tækist. Miðstöð þessarar loftsóknar í Evr- ópu átti að vera á Bretlandi, en jafn- framt skyldi aðstaða vera til taks fyr- ir sprengjuflugflotann í Keflavík. Sú aðstaða gat verið sérstaklega mikil- væg ef Sovétherinn hóf umsátur um Bretlandseyjar eða lagði þær jafnvel undir sig eftir meginlandssóknina. Auk þess var gert ráð fyrir að ferja um Keflavík bandarískar hersveitir á leið til meginlandsins, en sá liðsauki gegndi síðar mikilvægu hlutverki í varnaráætlunum NATO. Allt sýnir þetta hvers vegna bandarískir herforingjar óttuðust mjög að Sovétmenn létu til skarar skríða gegn Íslandi. Viðvörunarorð þeirra við íslenska ráðherra voru fyllilega í samræmi við bandarískar hernaðaráætlanir sem gengu út frá því, að Sovétherinn hlyti að kapp- kosta að leggja undir sig óvarðar bækistöðvar á Íslandi. Með því gæti hann truflað loftflutninga Banda- ríkjamanna og hugsanlega hindrað loftárásir á heimalandið í vissu þess, að fyrstu dagar og vikur ófriðar gátu ráðið úrslitum í þriðju heimsstyrjöld- inni. Ef ekkert væri gert til varnar hefðu íslenskir ráðamenn þess vegna ærna ástæðu til að óttast skyndiárás Sovétmanna og gagnárás vesturveld- anna sem breytt hefði þéttbýlasta hluta landsins í vígvöll með öllum þeim ósköpum sem því fylgdi. Hér á landi vissu menn hvað fólst í sovésku hernámi, jafnvel þótt það stæði stutt. Flestir gerðu sér ágæta grein fyrir morðæði Stalíns.“ Íslenskum ráðamönnum var að sjálfsögðu ekki skýrt frá stríðsáætl- un Bandaríkjahers, „en hún vekur mesta óhugnað, þegar hugsað er til gereyðingarmáttar kjarnorku- vopna“. En Þór Whitehead segir að stjórnvöld hafi samt haft grun um, að Bandaríkjamenn væru að búa sig undir að geta notað Ísland til árása, þegar þeir beittu fjárhagsþvingunum til að knýja fram lengingu brautar á Keflavíkurflugvelli 1948. Bandarísk dagblöð birtu fréttir um mikilvægi Íslands fyrir kjarnorkuflugflotann og „íslenskir sósíalistar héldu því æt- íð fram að gera ætti Ísland að „at- ómstöð“ í árásarstríði sem þeir full- yrtu ranglega að Bandaríkjamenn ætluðu að hefja að fyrra bragði“. Bjarni Benediktsson gerði Banda- ríkjamönnum grein fyrir því 1948 og síðar, að ríkisstjórn Íslands væri al- gjörlega andvíg því að landið yrði notað til árása. Þór telur að þetta hafi eflaust litlu breytt um áform Bandaríkjamanna, þar hafi verið meira í húfi en velvild Íslendinga. „En hitt var ríkisstjórn- inni aftur á móti ljóst, að hernæmu Bandaríkjamenn Ísland gegn mót- mælum hennar, og vitað var að það mundu þeir gera í neyð, höfðu ráð- herrar alls ekkert um það að segja hvernig landið yrði notað í styrjöld.“ Gæsla flugvalla En hvernig gátu Íslendingar dreg- ið úr hættu á árás á landið með því að ganga í Atlantshafsbandalagið án þess að taka við bandarísku varnar- liði? Þetta var ein aðalspurningin sem íslenska ráðherranefndin bar upp við herforingja í Washington áð- ur en ríkisstjórnin tók afstöðu til inn- göngu. Þór segir frá: „Herforingjar töldu mjög brýnt að Íslendingar stofnuðu eins konar varðlið til að halda uppi gæslu á flug- völlum í samstarfi við NATO. Að auki þurfi Íslendingar að taka þátt í gerð varnaráætlana fyrir landið og sam- hæfa krafta sína og þess liðsafla sem hingað verði sendur í neyð. Þannig geti þeir minnkað hættu á skyndi- árás og spellvirkjum. Þetta var ná- kvæmlega sú hugmynd sem Bretar höfðu lagt fram við Bandaríkjamenn 1944, en þeir höfðu þá hunsað! Fram- sóknarmenn höfðu einnig viðrað svipaða lausn á varnarmálum vorið 1946 án þess að halda henni á lofti í kosningabaráttunni.“ Hvað varð um þessa hugmynd um íslenskt varðlið? Lítið sem ekkert, að sögn Þórs Whitehead. Stuttu eftir inngöngu í NATO urðu hér stjórn- arslit, kosningar fóru fram, en ekki tókst að koma á nýrri ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks fyrr en í ársbyrjun 1950. Þá tókust menn á við gríðarlegan og uppsafnaðan efnahagsvanda eftir- stríðsáranna og töldu sig sjálfsagt hvorki hafa fé né næði til að stofna umdeilt varðlið. „Bandaríkjamönnum hnykkir því við þegar Bjarni Benediktsson til- kynnir þeim að Íslendingar séu engu að síður ákveðnir í að taka brátt við rekstri Keflavíkurflugvallar. Ís- lenskt varðlið er ekki ofarlega á dag- skrá hjá ríkisstjórninni vorið 1950 og enn síður hefði hún tekið í mál að bandarískur her gætti flugvallarins á friðartímum.“ Ófriður í Kóreu, nýr stríðsótti Í júní 1951 ráðast kommúnistar í Norður-Kóreu skyndilega inn í Suð- ur-Kóreu. „Kóreustríðið breytir mjög við- horfi íslenskra ráðamanna,“ segir Þór. „Hér eins víða annars staðar á Vesturlöndum óttast menn að inn- rásin í Suður-Kóreu kunni að vera upphafsleikur Stalíns í þriðju heims- styrjöldinni. Raunar sýna sovésk og kínversk gögn um Kóreustríðið að Kim Il-sung, einræðisherra Norður- Kóreu, hlaut samþykki Stalíns til innrásar sem sovéskir herforingjar skipulögðu. Síðar fékk Stalín Kín- verja til koma til liðs við Norður-Kór- eumenn, eftir að Bandaríkjamenn blönduðu sér í leikinn. Hann hafði áð- ur sagt að Sovétríkin þyrftu allmörg ár til að búa sig undir óhjákvæmilega styrjöld við vesturveldin, en nú kvað hann margt mæla með því að hefja heimsstyrjöld án tafar, þegar Maó, formaður kínverskra kommúnista, hikaði við að blanda sér í átökin í Kóreu. Þegar Stalín samþykkti í upphafi innrás í Suður-Kóreu hefur hann lík- lega séð að framsókn hans í Evrópu hafði verið stöðvuð með stofnun NATO og bandarísku Marshall- hjálpinni (sem bjargaði Íslendingum frá miklum þrengingum). Hann var hins vegar í sigurvímu vegna nýlegr- ar byltingar kommúnista í Kína og taldi að líkindum að Asía væri orðin vænlegasti vettvangur heimsbylting- arinnar, enda hafði Dean Acheson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagt að Suður-Kórea væri utan varn- arlínu þeirra. Sú yfirlýsing kann að hafa verið mjög afdrifarík og sannar hvílík höfuðnauðsyn var á því að sýna staðfestu gagnvart sovétstjórninni til að forðast heimsstyrjöld og kjarn- orkubál.“ Á meðan ríki Evrópu, innan sem utan Atlantshafsbandalagsins, grípa til varúðarráðstafana vegna stríðs- hættu sumarið 1950 standa flugvellir á Íslandi opnir og óvarðir. Og enn birtist hér sovéskur fiskifloti. Þór lýsir viðbrögðum Íslendinga: „Ríkisstjórnin biður Breta og Bandaríkjamenn að halda hér úti herskipum, eins og ráðgert var að gera á hættutímum þegar Ísland gekk í NATO. Herskip koma og fara, en menn eru áfram uggandi. Banda- ríski sendiherrann áttar sig á því að breytinga sé að vænta; í fyrsta sinn séu ráðherrar að ræða um það í fullri alvöru að fá varnarlið til landsins samkvæmt skilyrðum sem sett voru við inngöngu í NATO. Almennings- álitið sé líka að breytast í þessa átt. Vesturveldin hafa áhyggjur af varnarleysi Íslands, en Bandaríkja- menn vilja láta NATO um málið. Bretar biðja þá líka að halda að sér höndum til að spilla ekki fyrir samn- ingum eins og 1945-1946.“ Í ágúst 1950 spyr NATO hvernig Íslendingar hyggist tryggja öryggi flugvalla. Um þetta leyti heldur Bjarni Benediktsson á sögufrægan fund í Atlantshafsráðinu í New York og tekur þetta mál upp að fyrra bragði. „Frumkvæði Bjarna var mik- ilvægt,“ segir Þór Whitehead. „Ís- lenska ríkisstjórnin var sjálf búin að ákveða að nú væri landvarna þörf. Hermálaráðgjafar leggja til við Bjarna Benediktsson að um 1.200 manna varnarlið verði sent hingað með orrustuflugsveit og ratsjárdeild til að verja flugvelli. Kunnur fransk- ur hershöfðingi leggur einnig fyrir Bjarna nýtt hættumat.“ Í ljós kemur að herforingjar telja að Sovétríkin kunni að hefja mun öfl- ugri atlögu gegn Íslandi á sjó, lofti og á landi heldur en menn ætluðu 1949. Mestu munar þar um hugsanlegar loftárásir, jafnvel fyrir upphaf styrj- aldar. Þetta herðir á íslenskum ráð- herrum að reyna að fyrirbyggja mannskæðar árásir og tjón. Í október 1950 berast enn stórtíð- indi frá Kóreu. Kínverjar skerast í leikinn eins og Maó formaður hafði lofað félaga Kim Il-sung. „Mönnum sýnist friðurinn í Evr- ópu nú hanga á bláþræði,“ segir Þór Whitehead. „Helstu bandamenn Sov- étríkjanna, Kínverjar, eru komnir í stríð við Bandaríkjamenn. Rætt er um að þriðja heimsstyrjöldin sé jafn- vel hafin. Bretar og Bandaríkjamenn ókyrr- ast enn, því það dregst að NATO gangi frá málum við ríkisstjórn Ís- lands. Í London virðist samin sérstök hernaðaráætlun um endurheimt Ís- lands úr höndum Sovétmanna. Í desember 1950 leggur NATO loks fram nýja áætlun um varnir Ís- lands á vegum Bandaríkjanna. Vænt- anlegur fjöldi varnarliðsmanna er aukinn í 3.300 í samræmi við almenn- ar varnaráætlanir. Ríkisstjórn Ís- lands tekur þessari áætlun vel og þykist nú viss um að hún hafi mikinn meirihluta þjóðarinnar á bak við sig.“ Langdregnar samningaviðræður Í febrúar 1951 hefja Bandaríkja- menn og Íslendingar viðræður um varnarsamning, en þær ganga í fyrstu heldur þunglega. Þór White- head segir að þar hafi ráðið mestu að Bandaríkjamenn hafi nú reynt að ná fram því markmiði sínu frá 1945 að fá hernaðaraðstöðu á Íslandi til langs tíma. Helst hefðu þeir einnig kosið að hafa frjálsar hendur um það, hvernig aðstaða þeirra hér á landi væri nýtt bæði með tilliti til bækistöðva og her- afla. Þór lýsir framhaldinu: „Þetta getur ríkistjórn Íslands alls ekki samþykkt, enda hefur hún fallist á viðræður með því að vísa til skil- yrða sinna um inngöngu í Atlants- hafsbandalagið, þ.e. að hér verði ekki her á friðartímum en til greina komi að taka við varnarliði á ófriðartímum. Auk þess hafnar ríkisstjórnin öllum samningsdrögum sem takmarka rétt Íslendinga til einhliða uppsagnar varnarsamningsins. Bjarni Bene- diktsson, utanríkisráðherra, sem annast samningana fyrir ríkisstjórn- ina, lýsir yfir því, að frekar vilji Ís- lendingar hætta áfram á varnarleysi en víkja frá kröfunni um einhliða uppsagnarrétt. Í ágreiningnum við Bandaríkjamenn birtist skýrt meg- instefna Íslendinga 1951: Varnar- samningnum er ætlað að koma í veg fyrir árás á Ísland á hættu- eða stríðstíma, en á ekki að gilda til fram- búðar. Íslendingar vilja hafa það á valdi sínu hvernig vörnum verði hátt- að, m.a. til að hindra, eins og kostur er, að landið verði notað til árása. Tryggja ber fullveldi Íslendinga og yfirráð yfir eigin landi og girða jafn- framt fyrir alla íhlutun Bandaríkja- manna í íslensk málefni. Bandaríkja- stjórn þarf að veita vilyrði fyrir því að styðja Íslendinga til að taka við hlutverki varnarliðsins í einhverri mynd, þegar stríðshættu linnir. Þetta síðastnefnda atriði var mik- ilvægt fyrir samheldni stjórnarflokk- anna í varnarmálum. Sjálfstæðis- flokkurinn virðist hafa verið kominn á þá skoðun, að Íslendingar yrðu að halda uppi landvörnum eins og aðrar þjóðir vegna þess að kalda stríðið ýtti Evrópu sí og æ fram á barm styrj- aldar, þó að svo ætti að heita að frið- artímar ríktu. Sjálfstæðismenn voru því reiðubúnir að sætta sig við lengri dvöl bandarísks varnarliðs í landinu heldur en Framsóknarflokkurinn sem hafði innan sinna raða marga stuðningsmenn hlutleysis, eins og fram hafði komið í heiftarlegum deil- um um inngöngu í NATO. Stjórnar- flokkarnir tveir gátu hins vegar kom- ið sér saman um það, að Íslendingar ættu að stefna að því að taka sjálfir við öryggisgæslu í landinu, þegar stríðshættan hjaðnaði, og stofna hér hugsanlega eftirlitsflugdeild í þeim tilgangi. Gamlar hugmyndir um ís- lenskt öryggislið eða varðlið blönd- uðust þannig inn í gerð varnarsamn- ingsins og hlutu fyrirheit um stuðning Bandaríkjamanna. Þegar Bandaríkjamenn finna að Íslendingum verður ekki haggað í meginatriðum draga þeir í land. Að lokum semst svo um, að báðir aðilar geti óskað eftir áliti Atlantshafsráðs- ins á nauðsyn þess að Íslendingar leggi NATO til hernaðaraðstöðu og leyfi afnot af henni, ef áformað er að endurskoða samninginn eða segja honum upp. Takist aðilum ekki að jafna ágreining sinn á sex mánuðum frá því að óskað var eftir áliti Atlants- hafsráðsins hafa báðir aðilar rétt til að segja samningnum upp, þannig að hann fellur úr gildi 12 mánuðum síð- ar. Þetta ákvæði var komið frá Bjarna Benediktssyni sem vildi sætta Bandaríkjamenn við að hafa látið í minni pokann í helstu ágrein- ingsmálum. Árið 1956 reyndi nokkuð á þetta ákvæði eftir að Alþingi sam- þykkti ályktun um endurskoðun varnarsamningsins á þann veg að varnarliðið hyrfi úr landi, en Íslend- ingar tækju að sér gæslu og viðhald varnarmannvirkja. Þá lýsti Atlants- hafsráðið yfir því að full þörf væri enn á varnarliði á Íslandi.“ Þór Whitehead er þeirrar hyggju að samningaviðræður hafi tekið lang- an tíma miðað við aðstæður. Aðdrag- andi varnarsamningsins hefjist í ágúst 1950 og ljúki ekki fyrr en átta mánuðum seinna. Hinn 5. maí 1951 ritaði Bjarni Benediktsson loks undir samninginn fyrir hönd Íslendinga og tveimur dögum síðar lentu banda- rískar flugvélar á Keflavíkurflugvelli með fyrstu varnarliðsmenn innan- borðs. Þá voru liðin um fjögur ár frá því að Bandaríkjaher hvarf úr landi samkvæmt Keflavíkursamningi sem nú var felldur niður með því að Ís- lendingar tóku við flugvallarrekstr- inum. Lítil andstaða En hvernig brást þjóðin við komu varnarliðs eftir harða andstöðu og óeirðir á Austurvelli aðeins tveimur árum fyrr, þegar inngangan í NATO var samþykkt? Þór Whitehead segir að viðbrögð almennings við gerð varnarsamningsins hafi staðfest það sem ráðamenn töldu sig hafa vissu fyrir. „Andstaðan var hálfmáttlaus og mótmæli sósíalista, sem nú voru ærið einangraðir vegna stuðnings og tengsla við Sovétríkin, runnu út í sandinn. Ýmsir hlutleysissinnar í vinstri armi Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks, sem ekki höfðu sam- þykkt Keflavíkursamninginn 1946 og NATO-aðild 1949, studdu nú varnar- samninginn við Bandaríkin vegna þess að þeir töldu stríð vofa yfir. Þessir menn, eins og t.d. Gylfi Þ. Gíslason og Hannibal Valdimarsson, höfðu heldur aldrei verið andvígir því að hér væru landvarnir á ófriðartím- um. Andúð þeirra, eins og margra þjóðvarnarmanna, á einræði og yfir- gangi kommúnista var engu minni en helstu stuðningsmanna Atlantshafs- bandalagsins. En sú sæmilega sátt sem ríkti um samninginn 1951 skýrir jafnframt þá hörðu andstöðu sem reis gegn varnarliðinu þegar það sat áfram í landinu og hugðist færa út kvíarnar eftir að átökum lauk í Kór- eu. Sumir töldu sig svikna og bentu á það skilyrði fyrir inngöngu í Atlants- hafsbandalagið og gerð varnarsamn- ingsins, að hér ætti ekki að dvelja er- lendur her á friðartímum. Hvernig þessi mál skipuðust á næstu áratug- um er hins vegar önnur saga. Sé litið yfir allt tímabilið 1939-1951 má segja að Íslendingar hafi verið að taka út þroska sinn í utanríkismálum og marka lýðveldinu nýja stefnu í samfélagi við nágrannaríkin. Skiljan- legt er, að þessi umskipti hafi kostað átök og deilur. Íslendingar þurftu m.a. að átta sig á því, að öryggismál landsins væru ekki „amerískt sér- mál“, eins og Ólafur Thors orðaði það. Þrátt fyrir bölsýnisspár um að samstarf við önnur vestræn ríki leiddi til tortímingar íslensku þjóð- arinnar í kjarnorkustríði eða banda- rísku ómenningarvíti virðist flestum koma saman um að hættan af heims- styrjöld hafi snarminnkað við fall Sovétríkjanna, Íslendingar njóti fulls sjálfstæðis og bandarísk menningar- áhrif séu hér engu meiri en gerist og gengur í öðrum löndum. Öllu varðar, að tekist hefur að varðveita frið í okk- ar heimshluta í meira en hálfa öld. Til þess hafa Íslendingar tvímælalaust lagt fram sinn skerf, þó að nú sé þess að vænta að þjóðin sjálf þurfi að taka á sig meiri byrðar af því að gæta ör- yggis landsins við nýjar aðstæður í heimsmálum. Þar gæti reynslan frá 1945-1951 komið einhverjum að not- um.“ Bjarni Benediktsson (1908–1970) var í fremstu röð þeirra sem mótuðu ut- anríkis- og öryggismálastefnu Íslendinga. Hann ritaði fyrir hönd Íslendinga undir stofnsáttmála Atlantshafsbandalagsins í Washington 4. apríl 1949 og það kom einnig í hans hlut að staðfesta tvíhliða varnarsamning Íslands og Bandaríkjanna 5. maí 1951 í Reykjavík. Edward B. Lawson sendiherra ritaði undir samninginn fyrir hönd Bandaríkjamanna. Á myndinni sést Bjarni Benediktsson ræða við Dean Acheson (1893–1971) en hann var utanrík- isráðherra Bandaríkjanna á árunum 1949–1953. Hann hafði öðrum fremur frumkvæði að stofnun Atlantshafsbandalagsins og eru endurminningar hans, „Present at the Creation“, taldar merk heimild um þann atburð en fyr- ir það verk hlaut hann hin virtu Pulitzer-verðlaun. Lýðræðisríkin sameinast um varnir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.