Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 7
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 7 Þ EIR höfðu heyrt óljósar fregnir af ný- móðins andlitsgeifl- um og mjaðma- hnykkjum sem fylgdi flutningi lag- anna sem heyrðust í Kanaútvarpinu. Fyrstu íslensku rokkararnir reyndu að ímynda sér hvernig slíkt liti út á sviði en það var ekki fyrr en með til- komu sjónvarpsins á vellinum sem þeir gátu gert sér einhverja hug- mynd um hvernig ætti að hreyfa sig svo að dömurnar féllu í stafi. Áhrif veru varnarliðsins á Kefla- víkurvelli á íslenska dægurmenn- ingu eru óvefengjanleg en Gestur Guðmundsson félagsfræðingur seg- ist þó ekki vilja ganga svo langt að segja þau hafa gjörbylt henni. Hann hefur m.a. skrifað bók um rokksögu Íslands og þekkir vel til átakanna um bandarísk menningaráhrif sem hóf- ust í kjölfar komu bandaríska hers- ins; átökunum um lágmenninguna og rokkið. Hollywood plægði akurinn Því fer þó fjarri að áhrif Banda- ríkjamanna á íslenska menningu hafi hafist með tilkomu bandaríska hers- ins og því sem honum fylgdi. „Norð- urlöndin og Bandaríkin tengdust löngu fyrr; bæði voru bændasam- félög sem helltust út í öra iðnvæð- ingu og tengdust m.a. vegna fólks- flutninganna á 19. öld. Ýmsir straumar og stefnur bárust frá Bandaríkjunum, t.d. bindindishreyf- ingin, stefna í skólamálum og verka- lýðsmálum, svo fátt eitt sé nefnt. Ekki var þó alltaf talað um þessi áhrif sem bandarísk þar sem minni virðing var borin fyrir þeim en evr- ópskum.“ Gestur segir Íslendinga hafa tekið betur á móti bandarískum en bresk- um hermönnum, m.a. vegna þess að Bandaríkjamenn hafi samið um komu sína ólíkt Bretum sem her- námu landið. „Íslendingum þótti Bandaríkjamennirnir mun manna- legri, frjálsmannlegri og ljóst var að þeir höfðu mun meiri fjárráð en Bretar úr verkamannahverfunum. Bandaríkjamenn komu með verk- þekkingu og neysluvöru og Íslend- ingar höfðu þá þegar kynnst þeirri glansmynd sem birtist í bandarísk- um kvikmyndunum en Hollywood myndirnar höfðu plægt akurinn.“ Ógn við þjóðmenninguna Eftir að kalda stríðið skall á og herstöðin var reist breyttist viðhorf- ið hins vegar. Áhyggjur af áhrifum Bandaríkjamanna á menningu Ís- lendinga urðu allsráðandi. Þjóðleg öfl á hægri og vinstri væng stjórn- málanna litu á þá fyrrnefndu sem ógn við þjóðmenninguna, kenningar voru uppi um að Bandaríkin stefndu að heimsyfirráðum með því að láta menningu sína flæða yfir allt. „Andstaðan við bandaríska menn- ingu var geysilega mikil. Þeir sem andvígir voru herstöðinni litu á allt sem eina heild og í einfaldaðri mynd. Þeir sem voru fylgjandi veru hersins lofsungu ekki menningaráhrifin, fjarri því, þótt þeir væru ekki eins neikvæðir í garð þeirra og víða í Vestur-Evrópu, þar sem hin háborg- aralega stétt fitjaði upp á trýnið.“ Herinn varð geysilega stór þáttur í þjóðlífinu, áhrifin voru stöðug bæði í tónlist og neysluvarningi en þjóðin var klofin í afstöðu sinni allan sjötta og sjöunda áratuginn. Bilið jókst á milli þeirra sem fóru með forræði í menningu og þjóðmálum og almenn- ings. „Þeir fyrrnefndu stóðu föstum rótum í bændamenningunni og litu niður á almúgann sem eltist við fá- nýta hluti á borð við ísskápa, bíla og danstónlist. Gengið hafði vel að halda þjóðlegum gildum að fólki fram eftir öldinni en nú vildi almenningur njóta lífsgæðanna sem fylgdu herstöð- inni.“ Graðhestatónlist Tilkoma rokksins bætti ekki úr skák, það var kallað graðhestatón- list, nafn sem Halldór Laxness not- aði um djass í Atómstöðinni. „Fjölda- menningin var þá í miklum vexti og þroska en menntamenn misstu jarð- sambandið og höfnuðu henni alfarið sem lágmenningu. Undir lok sjötta áratugarins létu ungir sósíalistar til dæmis í ljós hneykslan á löndum sín- um sem dönsuðu rokk. Gríðarleg áhersla var lögð á að einangra her- stöðina sem mest frá daglegu lífi vegna „siðspillingarinnar sem henni fylgdi og var þá einkum átt við ástandið. Það var hins vegar minna áhyggjuefni hve spillt viðskiptasið- ferði tengdist svartamarkaðsbrask- inu í kringum herstöðina. Íslending- ar, sem verið höfðu eftirbátar annarra þjóða í neyslu, kynntust skyndilega hæsta neyslustigi í heimi. Það var gulls ígildi að hafa sambönd á Vellinum.“ Á sama tíma og örar breytingar urðu á hversdagslífinu ríkti stöðnun í menningu og stjórnmálum. Unga fólkið leitaði annarrar fyrirmyndar og Evrópa horfði til Bandaríkjanna, amerískt var smart. Gestur segir kynslóðabilið hafa skotið upp kollin- um þótt það hafi í upphafi verið tak- markað við ákveðinn hóp. „Í fyrstu voru það gagnfræða- skólakrakkar og nemendur í iðnnámi sem hlustuðu á rokk en það þótti hins vegar ekki fínt í menntaskóla. Megas hefur t.d. sagt frá því að hann hafi pakkað rokkplötunum niður þegar hann byrjaði í menntaskóla um 1960 og lét vera að ræða um rokkfortíð sína. Menntaskólanemendur tóku rokkið ekki upp á sína arma fyrr en áratug eftir að það skaut upp koll- inum. Raunar tóku þeir t.d. Bítlun- um miklu betur því þeir komu frá Bretlandi en ekki Bandaríkjunum. Lítið var fjallað um rokkið í upp- hafi og þegar fjölmiðlar tóku sig til, var gert grín að því, reynt var að æsa almenning ekki upp að óþörfu. Fyrstu íslensku rokksöngvararnir mættu miklum mótbyr, dregið var samansemmerki á milli rokksins og siðspillingar og urðu þeir allir fyrir áreiti vegna þessa.“ Rokkið beint í æð Kanaútvarpið svokallaða var mik- ill áhrifavaldur, þar sem það útvarp- aði dægurtónlist sem annars heyrð- ist vart. Gestur segir það hins vegar athyglisvert að sú tónlist var ekki dæmigerð fyrir það sem heyrðist á bandarískum útvarpsstöðum. „Á þessum tíma var aðskilnaðarstefnan í fullum gangi í Bandaríkjunum og tónlist svartra og hvítra yfirleitt ekki leikin á sömu útvarpssstöðvunum, enda töldu margir hvítir svarta tón- list af hinu illa. Þessu var öðru vísi farið hjá útvarpsstöðvum hersins, sem áttu að þjónusta báða hópana, og léku því allt í bland án ritskoð- unar. Það var sama blanda og skapað hafði rokkið.“ Gestur segir Íslend- inga því hafa heyrt tónlist sem marg- ir Bandaríkjamenn vissu ekki að væri til og án þess að litarhaft flytj- endanna væri tekið fram. Margir Ís- lendingar hafi sjálfsagt ekki haft hugmynd um að Chuck Berry væri svartur. Villtasta rokkið heyrðist í hafnarborgum, þaðan sem siglt var á Bandaríkin; svo og á Íslandi. Í Evr- ópu bárust bandarísk áhrif hins veg- ar sjaldan eins beint til fólks, heldur í bland við það sem fyrir var. Bandarísk tónlist barst til dæmis til Danmerkur frá Bretlandi. Vegna flókinna plötusamninga heyrðu Dan- ir hins vegar ekki nema hluta þess sem Íslendingar hlustuðu á í Kanaút- varpinu. Þeir misstu t.d. af fyrstu plötum Elvisar Presley, svo og mörgum svörtum tónlistarmönnum. Velheppnað rokklandnám „Þótt áhrif kanaútvarpsins hafi verið mikil, held ég þó ekki að þau hafi haft úrslitaáhrif á dægurmenn- ingu hér. En landnám rokksins heppnaðist á ýmsan hátt betur á Ís- landi en í Evrópu, þar sem ekki var sterk heimatilbúin dægurmenning fyrir hendi. Þjóðernisbaráttan gerði það hins vegar að verkum að þrýst var á tónlistarmennina að syngja á íslensku, sem varð til þess að þeir fóru að skapa meira sjálfir og tónlist- in var ekki eins klisjukennd fyrir vik- ið. Viðspyrnan reyndist holl, menn þurftu að sanna sig og niðurstaðan varð frjó og skapandi tónlist.“ Þótt Íslendingar fengju banda- ríska tónlist beint í æð, hafði það ekki þau áhrif þegar í stað sem vænta hefði mátt, segir Gestur. „Þeir sem fyrstir spiluðu rokk hér á landi voru fagmenn í tónlist, menn sem margir hverjir áttu sér rætur í djassi. Í Vest- ur-Evrópu blandaðist rokkið m.a. slagarahefðinni. Hér myndaðist lítill rokkkúltúr sjálfstætt skapandi lista- manna fyrr en með kynslóð Gunnars Þórðarsonar, sömu sögu var raunar að segja um Vestur-Evrópu.“ Gestur segir bandarísku áhrifin á íslensku tónlistarmennina hafa verið mun sterkari en annars staðar í Evrópu þegar þeir fóru að semja eigin tón- list. Það hafi m.a. heyrst með áhrif- um sálartónlistarinnar undir lok sjö- unda áratugarins. Síðan hafi þau fjarað út, síðasta dæmið segir Gestur vera kántrírokkið sem Brimkló og Lónlí blú bojs léku. Eftir þetta sneru menn sér að pönkinu og nýbylgjunni sem kom frá Bretlandi. Einnig dró úr áhrifum Kanaút- varpsins, náðarhöggið á Íslandi greiddi Rás 2, sem hóf göngu sína um miðjan níunda áratuginn. Dýrðin barin augum Ekki má gleyma Kanasjónvarpinu sem hóf göngu sína um 1960. „Þá gátu menn loksins séð hvernig rokk- stjörnurnar voru klæddar og hvernig þær hreyfðu sig. Sumir gerðu sér ferð til Keflavíkur til að horfa á al- mennilega útsendingu og líta dýrð- ina. Íslensku rokkararnir höfðu heyrt um það hvernig rokksöngvarar afmynduðu andlit sín af innlifun og hvernig þeir hristu líkamann á ósið- legan hátt og þeir beittu ímyndunar- aflinu til að reyna að líkja eftir þessu, að sögn oft með spaugilegri útkomu. Sjónvarpið gaf þeim betri sjónrænar fyrirmyndir en á margan hátt urðu þeir enn að geta í eyðurnar, því sómakærar sjónvarpsstöðvar, sem m.a. lögðu til efni til Kanasjón- varpsins, höfðu þá reglu að sýna Elv- is aldrei nema niður að mitti og menn reyndu að sjá það á hreyfingum efri hlutans, hvernig hreyfingar þess neðri voru.“ Gestur segir Kanasjónvarpið hafa haft mikil áhrif á hreyfingar íslensks æskulýðs. Eftir að nýjum rokkþátt- um var sjónvarpað hafi mátt sjá nýja tegund göngulags á götum úti. „Áhrifin voru hljóðræn og myndræn, sjónvarpið hafði lítil önnur áhrif því fæstir skildu hvað sagt var þótt þeir sætu sem límdir við skjáinn heilu kvöldin. Kanasjónvarpið var gluggi til útlanda; lítill og óskýr, en sá eini sem fyrir hendi var. Þegar honum var lokað, í síðustu alvarlegu atrenn- unni sem gerð var að bandarískri dægurmenningu var ekki annað hægt en að hefja útsendingar ís- lensks sjónvarps.“ Norðurlandabúar hafa lengi talað um að Íslendingar séu „ameríkani- seraðir“ en Gestur segist ekki telja að áhrif Bandaríkjanna, þegar til lengri tíma sé litið, séu meiri á Ís- landi en hinum Norðurlöndunum. „Bandaríkin voru nálægt og um tíma var allt gleypt hrátt sem þaðan kom. Nú dettur engum dettur í hug að eitthvað sé að sækja á Völlinn. Nú er það helst í vísindaheiminum sem menn gleypa bandarísk áhrif hrá. Á sviði dægurmenningar eru Evr- ópubúar komnir lengra og hafa lært að vinsa úr amerískum áhrifum og blanda þeim saman við annað.“ „Menntamenn misstu jarðsambandið“ Gestur Guðmunds- son félagsfræðingur hefur rannsakað áhrif veru varnarliðsins í Keflavík á íslenska dægurmenningu. Urður Gunnarsdóttir ræddi við Gest um rokk, neyslumenn- ingu og ógnina sem að þjóðmenningunni steðjaði. Hljómar voru án nokkurs vafa þekktasta afsprengi „Kanaútvarpsins“ á Keflavíkurvelli. Engilbert Jensen, sem söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar með lagi Gunnars Þórðarsonar, „Bláu augun þín“ , er við trommurnar. Aðrir liðs- menn sveitarinnar eru Rúnar Júlíusson, Erlingur Björnsson og Gunnar Þórð- arson. Myndin er frá því snemma á sjöunda áratugnum. Morgunblaðið/Urður Gunnarsdóttir Gestur Guðmundsson félagsfræðingur. AP Bandaríska rokkgoðið Elvis Presley var undir sterkum áhrifum frá tónlist blökkumanna þar vestra. Slík tón- list var meira spiluð í útvarpsstöðv- um Bandaríkjahers en almennt tíðk- aðist í Bandaríkjunum sökum kynþáttaaðskilnaðar. Íslenskir rokkarar urðu fyrir miklum áhrifum af Presley og mjaðmahnykkir goðs- ins þóttu göldrum líkastir. Kóngurinn Íslenskir bítlar ’ Sjónvarps-þættir höfðu áhrif á göngulag ‘

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.