Morgunblaðið - 05.05.2001, Síða 8
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD
8 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
H
ér verður þessi
saga rakin í formi
orðræðu: sundur-
lausra brota, til-
vitnana sem
mynda þó þráð.
Þessar tilvitnanir,
sem settar verða í
sögulegt samhengi í inngangi, lýsa
ákveðnum einkennum í samskiptum
Íslands og Bandaríkjanna: samspili
atvika og þjóðfélagsgerðar, tíðar-
anda, fordómum, ógnarímyndum,
kvenímyndum, hugmyndafræðilegri
samstöðu og andstöðu.
I
Í ljósi þeirra miklu óeirða, sem
urðu við inngöngu Íslands í NATO,
kemur nokkuð á óvart hve mótstað-
an við komu hersins árið 1951 var í
raun lítil. Sjálfstæðisflokkur, Fram-
sóknarflokkur og Alþýðuflokkur
stóðu óskiptir að þeirri ákvörðun.
Sósíalistar voru þeir einu sem börð-
ust gegn varnarsamningnum af
hörku. Það átti eftir að breytast á
næstu árum, þegar andstaðan jókst
verulega af ýmsum ástæðum: (a)
með stofnun Þjóðvarnarflokksins ár-
ið 1953, sem barðist gegn hernum
með þjóðmenningarvopnum; (b) með
auknum hernaðarframkvæmdum á
árunum 1954–1955, sem drógu til sín
vinnuafl úr öðrum atvinnugreinum;
(c) með þíðu í kalda stríðinu árið
1955; (d) með vinstri sveiflu í íslensk-
um stjórnmálum, sem leiddi til
beinnar samvinnu Framsóknar-
flokks og Alþýðuflokks á árunum
1955–1956.
Allar þessar hræringar kristölluð-
ust í þingsályktunartillögu um upp-
sögn varnarsamningsins og myndun
vinstri stjórnar Framsóknarflokks,
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags
árið 1956. En framsóknarmenn og
alþýðuflokksmenn hættu við áform
stjórnarinnar með því að skírskota
til vopnavalds Sovétmanna í Ung-
verjalandi árið 1956. Áður höfðu
Bandaríkjamenn boðist til að veita
stjórninni stórfé til að fjármagna að
hluta til framkvæmdastefnu hennar í
efnahagsmálum. Um vægi þessarar
efnahagsaðstoðar er deilt meðal
sagnfræðinga. Ég er þeirrar skoð-
unar, að hún hafi skipt miklu máli í
tengslum við stefnubreytinguna,
þótt ég dragi ekki í efa að uppreisnin
í Ungverjalandið hafi verið „atvikið“
sem til þurfti.
Tímabilið 1951–1958
Í þeim tilvitnunum, sem hér fara á
eftir, má sjá hvernig Bandaríkja-
menn mátu hernaðarmikilvægi Ís-
lands. Skýr afstaða sósíalista til
komu hersins kemur einnig í ljós, en
þeir fordæmdu varnarsamninginn
með and-amerískum þjóðernisrök-
um. Goðsögnin um „ástandið“ frá
stríðsárunum lifði góðu lífí á þessum
tíma. Pólitísk orðræða var fullkom-
lega karllæg: Þjóðviljinn varaði við
„skækjulifnaði“ íslenskra kvenna
vegna hersetu Bandaríkjamanna.
Þetta kom enn skýrar fram í þeirri
kröfu íslenskra stjórnvalda að engir
blökkumenn yrðu í því herliði, sem
hingað yrði sent. Ekki mátti taka
áhættuna af því að íslensku kven-
fólki yrði „spillt“ með slíkri „blóð-
blöndun“. Hlutverk kvenna var að
halda íslensku þjóðerni „hreinu.“
Það mátti ekki aðeins senda hing-
að blökkumenn. Hér er vísað í
bandaríska skýrslu, þar sem varað
er við því að senda hingað gyðinga.
Ég hef ekki fundið neinar vísbend-
ingar um, að íslensk stjórnvöld hafi
farið fram á það. En hugmyndin sýn-
ir vel með hvaða augum Bandaríkja-
menn litu íslenska þjóðernishyggju,
þótt hún kunni einnig að endur-
spegla andgyðingleg viðhorf hjá
skýrsluhöfundi sjálfum.
Þá er hér að finna viðbrögð
Bandaríkjamanna við þeirri ákvörð-
un íslenskra stjórnvalda að loka her-
inn inni árið 1954 til að koma í veg
fyrir árekstra og nýtt „ástand“. Og
vikið er að hugmyndum þeirra um að
sporna við kommúnískum áhrifum
með því að senda námsmenn til
Bandaríkjanna. Ekki töldu þeir samt
miklar líkur á því að sósíalistar
reynda að fremja valdarán meðan
bandarískir hermenn væru í landinu.
Og það kom þeim á óvart hve sósíal-
istar hefðu náð litlum árangri við að
koma sér í valdastöður í vinstri
stjórninni 1956–1958. Ein ástæðan
var vitaskuld sú, að framsóknar-
menn og alþýðuflokksmenn héldu
þeim frá mikilvægum ákvörðunum.
Önnur var sú, að þjóðfélagsveruleik-
inn á Íslandi var vitaskuld allt annar
en í Austur-Evrópu.
„Um hernaðarþýðingu Íslands sagði hann
[aðmírállinn], að hún væri fyrst og fremst sú,
að landið væri viðkomustaður á leiðinni yfir
Atlantshafið…. Önnur þýðing landsins væri í
því fólgin, að umfram allt þyrfti að hindra að
óvinir fengi [svo] hér fótfestu, en áður en
varnarliðið hefði komið til landsins hefði verið
hægt að taka landið með einu eða tveimur
smáherskipum....Færi svo mundi óhjá-
kvæmilegt að reka þá í burtu og væri það
vissulega ekki öfundsvert fyrir þá, sem ættu
að lifa í landinu.... Ekki taldi aðmírállinn lík-
legt, að Ísland yrði notað til árása á önnur
lönd, því að eins og nú stæði væri [svo] aðrar
stöðvar, sem miklu fremur kæmu til greina í
því sambandi.“
[Minnisblað um samtal Bjarna
Benediktssonar, utanríkisráðherra,
og J.J. Ballantines, bandarísks
herforingja, 8.ágúst 1951.]
„ Þingmennirnir sem smalað var hingað
hafa nú aftur verið sendir heim að unnum af-
rekum, og það á ekki að kalla saman Alþingi
Íslendinga. Þessi verknaður er brot á stjórn-
arskránni, alger opinská landráð og svik við
íslenzku þjóðina. Íslendingar munu ekki telja
sig á neinn hátt bundna af landráðasamn-
ingnum, þeir munu líta á herinn sem fjand-
samlegan árásarher og skipa sér í órofa fylk-
ingu til varnar þjóðerni og þjóðfrelsi.“
[Þjóðviljinn 5. maí 1951.]
„Vegna íslenskra tilfinningalegra að-
stæðna ráðlegg ég eindregið frá því að
McGaw [yfirmaður Bandaríkjahers á Íslandi]
sendi negra [svo] til Íslands. Ekki er heldur
ráðlegt að hafa hér gyðinga. Ef einhverjir eru
á leiðinni þá hvet ég til þess að þeir verði
sendir til baka frá Harmon-herstöðinni til að
koma í veg fyrir fyrirsjáanleg slæm pólitísk
áhrif út um allt landið.“
[Minnisblað til bandaríska flughersins,
4. júlí 1951.]
„Hinir erlendu menn, sem hanga hér iðju-
lausir hafa gert það að meginverkefni sínu að
að veiða stúlkur.... Og svo þegar allt hefur
gengið að óskum, þegar búið er að venja
hundruð unglingsstelpna á drykkjuskap og
skækjulifnað, þegar hneykslið er orðið svo al-
mennt að ekki verður lengur þaggað niður,
fórna hermennirnir höndum og segja: Þetta er
ekki okkur að kenna, við höfum engan frið fyr-
ir þessum vandræðakonum.“
[Þjóðviljinn, leiðari, 19. apríl 1952.]
„Vér vitum vel, að íslenzka þjóðin for-
dæmir allar fyrirætlanir valdhafa sinna um að
vopna íslenzk ungmenni og mennta þau til
manndrápa. Það verður ekki þessi kynslóð,
sem samþykkir herskyldu á Íslandi, því mega
íhaldsöflin í landinu trúa.“
[Alþýðublaðið, leiðari, 4. janúar, 1953.]
„Sendiráðið hefur lagt sérstaka áherslu á
að senda fleiri námsmenn til Bandaríkjanna.
Ef við höfum ekki meiri áhrif á framtíð-
arleiðtoga Íslendinga er lítil von um að breyta
afstöðu hinna svokölluðu „menntamanna“.
Rússar átta sig á þessu með því að fá náms-
menn til liðs við sig á friðar- og ungmennaráð-
stefnum.... Unga Íslendinga þyrstir í að vita
meira um Bandaríkin, en þeir hafa fá tæki-
færi.... Þegar þeir koma heim frá evrópskum
háskólum hafa ótrúlega margir orðið eldheitir
kommar.“
[Bandarísk skýrsla frá árinu 1953.]
„Gaddavírsgirðing hefur verið reist um-
hverfis … herstöðina í Keflavík, þar sem um
fimm þúsund hermenn, úr flotanum og flug-
hernum eru staðsettir. Ólíkt flestum girð-
ingum er þessari ekki ætlað að halda óvel-
komnum gestum í fjarlægð, heldur að halda
hermönnum inni, til að „vernda“ Íslendinga
fyrir of miklum kynnum af Bandaríkjamönn-
um. Eldri Íslendingar óttast mjög að hið þús-
und ára gamla tungumál og menning spillist
af bandarískum áhrifum á þjóðina... Þeir
verða sífellt viðkvæmari fyrir því sem gerist
innan herstöðvarinnar sem gæti breytt þjóð-
lífi eyjarinnar. Ein ástæðan er sú, að það er
lítið fyrir Bandaríkjamenn að aðhafast.... Að-
eins takmörkuðum fjölda er leyft að fara í
heimsókn til Reykjavíkur. Hermenn mega
ekki vera á ferli í borginni eftir kl. 22…. Af
þeim sökum kæra fáir hermenn sig um að
fara til borgarinnar. „Það er nógu erfitt að
komast þangað,“ útskýrði einn flugmaður,
„og þegar þú ert kominn þangað er ekkert að
gera.“
[U.S. News & World Report, 19.
nóvember 1954.]
„Mjög ólíklegt er, að Kommúnistaflokkur
Íslands [Sósíalistaflokkur inn] muni reyna
valdarán á Íslandi meðan bandarískir her-
menn eru í landinu. Enda hljóta kommúnistar
að gera sér ljóst, að hermennirnir munu sker-
ast í leikinn til stuðings stjórnvöldum“
[Bandarísk skýrsla, 2. maí 1956.]
„Bandarísk stjórnvöld eru reiðbúin til að
aðstoða íslensk stjórnvöld í efnahagsmálum,
með því að semja samhliða um lánveitingu
að upphæð þrjár milljónir dollara og þau mál
sem varða varnarsamninginn.... Íslenskum
stjórnvöldum verður þó að vera ljóst að ekki
er mögulegt að ljúka þessari samningsgerð
nema framtíð herstöðvarinnar sé tryggð.“
[Bandarískt minnisblað til íslenskra
stjórnvalda, 25. október 1956.]
„Þetta lán var veitt sem greiðsla til ís-
lenzku ríkisstjórnarinnar fyrir áframhaldandi
dvöl varnarliðsins á þessu landi.“
[Morgunblaðið, 30. desember
1956.]
„Það er ljóst af þessari samantekt, að hin
klassíska kommúníska aðferð við að koma
sér í valdastöður, eins og reynslan af Mið-
Evrópu sýnir svo glöggt, hefur ekki átt sér
stað á Íslandi…. Kommúnistum hefur ger-
samlega mistekist að ná áhrifum í lögregl-
unni.… Með þessu er ekki verið að segja, að
þátttaka kommúnista í ríkisstjórn sé ekki
neyðarleg og að hugsanleg hætta stafi af
henni.... En hún hefur ekki reynst sú ógn,
sem upphaflega var talin....“
[Bandarísk skýrsla 3. janúar 1958.]
„Utanríkisráðherra [Guðmundur Í. Guð-
mundsson] hefur fyrirskipað að hermönnum
sé meinaður aðgangur að „hinum heilaga
reit“ Þingvöllum eftir að hermenn höfðu hag-
að sér þar illa í tilefni af 4. júlí hátíðarhöld-
unum.“ [þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna]
[Bandarískt minnisblað, 14. júlí
1959.]
„Á árunum 1948-1953 veitti Banda-
ríkjastjórn Íslendingum 34,6 milljónir dollara í
efnahagsaðstoð. Um engan beinan stuðning
var að ræða á árunum 1953-1956, en frá
árinu 1954 hafa gjaldeyristekjur Íslendinga
af framkvæmdum, aðgerðum og viðhaldi
bandaríska varnarliðsins numið 12-15 millj-
ónum dollara á ári. Eftir myndun nýrrar stjórn-
ar í júlí árið 1956 var talið nauðsynlegt að
veita frekari fjárhagsaðstoð til að bæta and-
rúmsloftið fyrir viðræður um herstöðina og til
að ná fram stjórnmála- og varnarmarkmiðum
okkar. Frá júlí 1956 til desember 1958 veitti
Bandaríkjastjórn 20 milljónir dollara í efna-
hagsaðstoð. Frá árinu 1958 hefur 14 millj-
ónum verið varið, einkum til að aðstoða
bráðabirgðastjórn Alþýðuflokksins í baráttu
sinni gegn verðbólgu og síðar sam-
steypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks í breytingum sínum á efnahagskerf-
inu.“
[Bandarísk skýrsla, 29.desember
1961.]
II
Með falli vinstri stjórnarinnar í lok
árs 1958 urðu alger umskipti í sam-
starfi Íslands og Bandaríkjanna.
Myndun viðreisnarstjórnar Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks varð
til þess að efla samstarfið við Banda-
ríkin. Engu breytti þótt flotinn tæki
við stjórn Keflavíkurstöðvarinnar af
flughernum árið 1961. Og eftir að
landhelgisdeilan við Breta leystist
fyrri hluta árs 1961 var síðustu
hindruninni rutt úr vegi. Ekki er svo
að skilja, að öllum hafi staðið á sama
um dvöl hersins. Samtök hernáms-
andstæðinga voru stofnuð árið 1960;
Keflavíkurgöngur komu til sögunnar
og sósíalistar og framsóknarmenn
börðust gegn hernaðarframkvæmd-
um í Hvalfirði. Bandaríkjastjórn og
viðreisnarstjórnin vanmátu einnig
áhrifavald þjóðernssinnaðra
menntamanna, eins og kom fram í
deilunum um stækkun sjónvarps-
stöðvar Bandaríkjahers á Keflavík-
urflugvelli.
Tímabilið 1959–1971
Í þeim tilvitnunum, sem hér
fylgja, má sjá hve kjarnorku-
vopnaumræðan á Íslandi var við-
kvæm í augum Bandaríkjamanna. Á
6. áratugnum höfðu þeir fullvissað ís-
lenska ráðamenn um að hér væru
ekki kjarnorkuvopn. Bandaríkja-
menn vildu þó ekki gefa tryggingu
fyrir því, að Íslendingar ákvæðu ein-
ir hvort kjarnorkuvopnum yrði kom-
ið hér fyrir. Þeir töldu, að engar sér-
stakar kröfur giltu um notkun
kjarnorkuvopna frá Íslandi, en það
mætti ekki nota herstöðina til árása
án samþykkis stjórnvalda.
Einnig kemur fram hér, að þeirri
stefnu íslenskra stjórnvalda að vilja
ekki fá blökkumenn hingað var hald-
ið til streitu út 6. áratuginn. Þegar
málið varð opinbert í Bandaríkjun-
um setti það Bandaríkjastjórn í mik-
inn vanda heima fyrir. Að lokum féll-
ust íslensk stjórnvöld á að veita leyfi
fyrir því, að „þrír eða fjórir vel vald-
ir“ blökkumenn yrðu hingað sendir.
Var talið að það mundi eyða helstu
mótbárunni við komu þeirra: nauð-
syn þess að „vernda“ íslenskt kven-
fólk. Af þessari frásögn er ljóst, að
Keflavíkurstöðin skar sig úr hvað
kynþáttamismunun í herstöðvum
Bandaríkjanna varðaði.
Þótt samskipti hermanna og ís-
lensks kvenfólks utan Keflavíkur-
stöðvarinnar væru ekki mikil vegna
ferðatakmarkana hermannanna
kemur glögglega fram hvernig yfir-
menn Bandaríkjahers túlkuðu nei-
kvæðar fréttir um slíkt samneyti.
Þeir litu svo á, að hermennirnir væru
fórnarlömb árásargjarnra íslenskra
stúlkna. Þeir kenndu fjölskyldum
stúlknanna og yfirvöldum um að
hafa ekki hemil á þeim. Og í umfjöll-
un Þjóðviljans um Keflavíkursjón-
varpið má greina kvenbundnar
ímyndir sem tákn fyrir menningar-
og þjóðerniskreppu: Þar var því
haldið fram, að fleiri en „stjórnmála-
menn og hórur væru farnir að
ástunda samneyti við hinn banda-
ríska hernámslýð.“
Bandaríkjamenn höfðu ekki eins
miklar áhyggjur af sósíalistum á 7.
áratugnum og þeim 6. og ræktuðu
meira að segja tengsl við suma
þeirra. Samkvæmt bandarískri
skýrslu, sem hér er vitnað í frá árinu
1961, voru íslenskir andstæðingar
sósíalista á öðru máli og stofnuðu um
1500 manna lið, sem yrði til taks, ef
sósíalistar ætluðu sér að hrifsa völd-
in í sínar hendur. Og það stóð mikill
styr um hernaðarframkvæmdir í
Hvalfirði á fyrri hluta 6. áratugarins,
eins og hér kemur fram. Viðreisn-
arstjórnin frestaði ákvörðun í málinu
hvað eftir annað af ótta við að póli-
tískir andstæðingar hennar gætu
notfært sér það. Áður en hún veitti
síðan heimildina árið 1963 hafði hún
baktryggt sig með því að fá Banda-
ríkjamenn og NATO til að fallast á
mun veigaminni framkvæmdir en
þeir höfðu farið fram á.
Keflavíkurgangan varð að helsta
vopni Samtaka herstöðvaandstæð-
inga á 7. áratugnum; Þjóðviljinn
hampaði henni sem mest, en Morg-
unblaðið og aðrir andstæðingar
reyndu að gera lítið úr henni. Bjarni
Benediktsson, forsætisráðherra, var
þeirrar skoðunar, að Íslendingar
væru að fjarlægjast einangrunar-
hyggju, en hélt þeirri skoðun til
streitu, að Bandaríkjamenn yrðu
alltaf að réttlæta dvöl sína hér og að
Íslendingar væru ekki fullkomlega
sjálfstæðir fyrr þeir kæmu að eigin
vörnum.
„Aronskan“ um leigugjald fyrir
hernaðaraðstöðu Bandaríkjanna
kom fram á sjónarsviðið í efnahags-
kreppunni á seinni hluta 7. áratug-
arins. Allir flokkar börðust gegn
henni, en samkvæmt skoðanakönn-
un átti hún meira fylgi að fagna með-
al almennings. Loks má sjá hvernig
andstaðan gegn Víetnamstríðinu fór
vaxandi í lok 7. áratugarins og hún
virðist hafa skerpt þau skil, sem
dregin voru milli aðildar Íslands að
NATO og dvalar hersins.
„Það þyrfti að kanna málið ýtarlega hér áð-
ur en við gæfum þér [Tyler Thompson, sendi-
herra Bandaríkjanna Íslandi] heimild til að
veita slíka tryggingu [þ.e. íslenskum stjórn-
völdum tryggingu fyrir því að þau gæfu leyfi fyr-
ir því að koma fyrir kjarnorkuvopnum á Íslandi
tímabundið eða til frambúðar].... Ef utanrík-
isráðherra [Guðmundur Í. Guð mundson]
beitir þig þrýstingi og spyr þig hvort Banda-
ríkjastjórn mundi leita eftir slíkri heimild ís-
lenskra stjórnvalda gætir þú sagt að þar sem
engum slíkum vopnum hefði verið komið fyrir
hefði spurningin um samráð ekki komið upp.
Spurning utanríkisráðherra væri því byggð á
ímyndaðri forsendu....“
[Minnisblað til bandaríska sendiherrans
á Íslandi, 24. júní 1960.]
„2. atriði
Eru kjarnorkuvopn geymd eða eru þau flutt
um Keflavíkurflugvöll?
Svar: Nei, en undirstrika verður að upplýs-
ing þess verður að skoðast sem hernaðar-
leyndarmál.“
[Íslensk frásögn af samtali Tylers
Thompsons, sendiherra
Bandaríkjanna á Íslandi, og
Guðmundar Í. Guðmundssonar,
utanríkisráðherra, 6. júlí 1960.]
„Frá herstöðvum í Lýðveldinu Kína [Taiw-
an], Noregi og Íslandi. Engar sérstakar kröfur
gilda um notkun kjarnorkuvopna frá her-
stöðvum í þessum ríkjum, en þessar stöðvar
mega ekki vera notaðar án samþykkis stjórn-
valda sem í hlut eiga.“
Samskiptin við Bandaríkin: Orðræða
um her, varnir og þjóðerni 1951–1974
Á tímabilinu 1951–1974 var dvöl bandarísks herliðs eitt helsta
hitamál íslenskra stjórnmála. Tvær árangurlausar tilraunir voru
gerðar til að vísa Bandaríkjaher úr landi. Eftir það hefur engin stjórn
haft það á stefnuskrá sinni. Ástæður þess, að hermálið var svona
umdeilt voru af margvíslegum toga. Það var ekki aðeins að litið var
á hersetuna sem tímabundið ástand vegna spennu í alþjóðamálum
eða sem vott um samstöðu með Bandaríkjunum og öðrum vest-
rænum þjóðum í kalda stríðinu. Samskipti þjóðanna snertu aðra
grundvallarþætti eins og nútímavæðingu, menningu, kynferði, hug-
myndafræði, kynþáttahyggju, þjóðernishyggju og verkalýðspólitík.
Eftir Val Ingimundarson