Morgunblaðið - 05.05.2001, Page 14
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD
14 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
EGAR skoðað er hvernig
varnarsamningur Íslands og
Bandaríkjanna varð til kem-
ur óneitanlega á óvart
hversu hratt var unnið í
máli þessu. Svo virðist t.d. sem lítil
sem engin kynning hafi farið fram hér
á landi. Hvers vegna lá þessi ósköpin
á?
„Já, þetta er rétt hjá þér, samning-
urinn var gerður í miklum flýti. Í
þessu efni er rétt að hafa í huga
hvernig Bandaríkjamenn nálguðust
Ísland á þessum tíma annars vegar í
pólitísku og hins vegar í herfræði-
legu tilliti.
Satt að segja vörðu stjórnmála-
mennirnir og ráðgjafar þeirra ekki
miklum tíma til að hugsa um Ísland.
Þetta kemur m.a. fram í æviminning-
um Dean Acheson, þáverandi utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna. Í þau
fáu skipti, sem hann minnist á Ísland,
einkennast ummæli hans af því, sem
kalla mætti „hroka risaveldis“. Þess-
ir menn gengu einfaldlega út frá því
að Íslendingar myndu fylgja hinum
Norðurlöndunum þannig að ákvæðu
Danir, en þó einkum Norðmenn, að
ganga til samstarfs um varnir lýð-
ræðisþjóðanna myndu Íslendingar
einnig fylgja með. Þetta segir Ache-
son beinlínis. Í utanríkisráðuneytinu
var litið svo á að æskilegt væri að fá
sem flest ríki inn í þetta samstarf en
menn hugsuðu lítt til minni banda-
mannaríkja. Hugsunin var einhvern
veginn sú að Ísland væri lýðræðis-
ríki, það fylgdi okkur, þ.e.a.s. Banda-
ríkjamönnum, að málum og því væri
gott að hafa Íslendinga með.
Sjónarhornið var hins vegar allt
annað í varnarmálaráðuneytinu. Þar
gerðu menn sér grein fyrir einstöku
hernaðarlegu mikilvægi Íslands.
Forsenda þess mats var á hinn bóg-
inn sú sannfæring þeirra sérfræð-
inga að næsta ógnun við heimsfriðinn
hlyti að skapast í Evrópu.
Herfræðingarnir í varnarmála-
ráðuneytinu og reyndar líka nokkrir
menn í utanríkisráðuneytinu voru
sannfærðir um að aldrei yrði unnt að
flytja birgðir og mannafla til Evrópu
án þess að Ísland yrði með í því sam-
starfi. Þetta mat kemur fram í skjal-
inu fræga, NSC 68, þar sem áætlanir
þessar voru allar útlistaðar nákvæm-
lega.
Nú, Ísland á þátt í að stofna Atl-
antshafsbandalagið 1949 og nokkur
ró færist yfir samskipti austurs og
vesturs. Þetta mat kemur fram í fjöl-
mörgum skjölum frá amerískum
sendimönnum, sem segja höfuð-
stöðvunum að spenna fari minnkandi
í Evrópu. Berlínardeilan hefur verið
leyst og loks hefur nokkur stöðug-
leiki skapast. Járntjaldið hefur vissu-
lega sigið niður og klofið Evrópu eins
og Winston Churchill sagði en ákveð-
ið jafnvægi virðist ríkjandi. Af hálfu
Rússa var matið raunar annað að
minnsta kosti í orði kveðnu og 19.
þingi sovéska kommúnistaflokksins
lauk Jósef Stalín með því að hrópa:
„Dauða yfir heimsvaldasinnunum.“
En menn töldu ástandið þolanlegt.
Hafi Bandaríkjamenn ekki hugað
nógsamlega að minni bandamönnum
sínum eins og Íslandi þá gerðist það
sama í Sovétríkjunum. Þetta ástand
gat af sér það, sem ég hef nefnt
mesta klúður kalda stríðsins. Sökum
þess áhugaleysis, sem Rússar sýndu
Norður-Kóreu, taldi Kim Il-sung,
leiðtogi landsins, að hann hefði frjáls-
ar hendur til að ráðast inn í Suður-
Kóreu. Hann dró einnig þessa álykt-
un af þeirri áherslu, sem Bandaríkja-
menn lögðu á Evrópu. Herráð
Bandaríkjanna hafði enda árið 1949
dregið herfræðilega línu um Asíu og
undanskilið Taiwan og Suður-Kóreu.
Kim ályktaði sem svo að þarna hefði
hann fengið einstakt tækifæri þar
sem Bandaríkjamenn hefðu skil-
greint Suður-Kóreu utan áhrifa-
svæðis síns.
Þetta voru gífurleg mistök. Herir
kommúnista ráðast inn Suður-Kóreu
og sökum þess að valdamiklir menn í
Bandaríkjunum telja kommún-
ismann eins konar heildarbandalag
hins illa, sem mæli fyrir heimsbylt-
ingunni, fyllast þeir örvæntingu. Og
þá erum við loks komnir að þeim
flýti, sem einkenndi gerð varnar-
samnings við Íslendinga. Í Banda-
ríkjunum litu ráðandi menn svo á að
innrásin í Suður-Kóreu væri í raun
blekkingarleikur til að draga athygl-
ina frá Evrópu. Rússar hefðu einsett
sér að ráðast inn í vesturhluta álf-
unnar og hefðu beitt þessari her-
fræðilegu blekkingu. Þetta má sjá í
fjölmörgum skjölum; menn horfðu til
Kóreustríðsins og sögðu sem svo:
„þetta er vitlaust stríð, í röngu landi
og á röngum tíma, Evrópa hlýtur að
vera takmarkið, þar munu átökin
verða.“ Enda var það svo að fyrstu
viðbrögð Bandaríkjamanna við Kór-
eustríðinu fólust í því að senda herlið
til Evrópu. Á einu ári þrefölduðu
Bandaríkjamenn útgjöld sín til varn-
armála.
Þetta tel ég að hafi gert að verkum
hversu hratt var unnið að varnar-
samningnum. Bandaríkjamenn töldu
ófriðinn í Kóreu þýða að þeir þyrftu
að geta sent herlið með flýti til Evr-
ópu. Og í því efni gegndi Ísland lyk-
ilþýðingu. Með þessu móti varð sjón-
armið varnarmálaráðuneytisins ofan
á.“
Einstakur gjörningur
Þetta er athyglisverð skýring. Nú,
varnarsamningurinn er gerður og
hann er um flest sagður einstakur. Í
hverju felst þessi sérstaða?
„Já, samningurinn er alveg
einstakur, Bandaríkjamenn hafa
engan slíkan tvíhliða gjörning við
annað NATO-ríki. Fram til þessa
höfðu áherslur Bandaríkjamanna
verið á bandalög. NATO varð til,
Samtök Ameríkuríkja, SEATO og
fleiri. Samningurinn við Ísland var
fyrsti tvíhliða samningur Bandaríkj-
anna við annað ríki frá 1778 þegar
slíkur sáttmáli var gerður við
Frakka. Varnarsamningurinn er því
einstakur, langur tími hafði liðið og
tvær heimsstyrjaldir skollið á milli
þess að Bandaríkjamenn gengu til
slíks samstarfs.
Samband Bandaríkjanna og Ís-
lands er því mjög sérstakt. Taktu eft-
ir jafnræðinu, sem einkennir samn-
inginn. Hvort ríki getur einhliða sagt
honum upp. Þarna er að finna ákvæði
um samráð vegna flutninga vopna til
Íslands. Og ég vil nefna eitt atriði til
viðbótar, sem er alveg einstakt. Eins
og þú manst kom upp umræða hér á
landi fyrir nokkrum árum í þá veru
að hér hefðu á árum áður verið stað-
sett kjarnorkuvopn án vitundar ís-
lenskra stjórnvalda. Stefna Banda-
ríkjanna er sú að játa aldrei né neita
spurningum um staðsetningu ger-
eyðingarvopna. Í þetta skipti brugðu
bandarísk stjórnvöld út af þessari
venju og lýstu yfir því skýrt og skor-
inort að kjarnorkuvopn hefðu ekki
verið flutt til Íslands. Þetta er í eina
skiptið, sem þetta hefur gerst og
gleymdu ekki að Bandaríkjamenn
hafa hernaðarskuldbindingar víða.
Þegar ég vann hér á landi sem póli-
tískur ráðgjafi yfirmanns varnarliðs-
ins 1981-1982 fórum við eins langt og
hægt var til að segja að hér væru
engin kjarnorkuvopn án þess að
segja það beinum orðum. Við reynd-
um að skapa traust með margvísleg-
um hætti en þetta er í eina skiptið,
„Samband Íslands og
Bandaríkjanna er einstakt“
Michael T. Corgan, sem er um þessar mund-
ir Fulbright-prófessor við stjórnmálafræðiskor
Háskóla Íslands, hefur einstaka sýn yfir varn-
arsamvinnu Íslands og Bandaríkjanna. Corg-
an, sem er aðstoðarprófessor í alþjóðastjórn-
málum við Boston-University, er einn fremsti
fræðimaður Norður-Ameríku í sögu þessara
samskipta auk þess sem hann hefur sérhæft
sig í alþjóðlegum öryggismálum, íslenskum
stjórn- og varnarmálum og bandarísku stjórn-
kerfi. Ásgeir Sverrisson ræddi við prófess-
orinn um varnarsamvinnu Íslendinga og
Bandaríkjamanna frá sjónarhóli hinna síð-
arnefndu. Morgunblaðið/Árni SæbergMichael T. Corgan.
Associated Press
Innrás Norður-Kóreumanna í Suður-Kóreu árið 1950 hafði gífurleg áhrif á
sviði öryggis- og varnarmála í Evrópu. Margir töldu að Jósef Stalín Sov-
étleiðtogi hefði ákveðið innrásina en að hún væri blekkingarleikur til að
draga athyglina frá ráðagerðum hans um stórfelldan hernað í Evrópu. Þegar
Kínverjar komu Norður-Kóreu til aðstoðar töldu margir að þriðja heimsstyrj-
öldin væri hafin.
Associated Press
Jósef Stalín Sovétleiðtogi (t.v.) ásamt Harry S. Truman Bandaríkjaforseta í
Berlín í júlímánuði 1945. Samskipti Sovétríkjanna og vesturveldanna urðu
sífellt stirðari eftir því sem leið á fimmta áratuginn. Með valdaráni komm-
únista í Tékkóslóvakíu árið 1948 tóku margir að óttast að Stalín hygðist
fylgja útþenslustefnu í anda Adolfs Hitlers. Valdaránið hafði gífurleg áhrif á
Vesturlöndum og varð til þess að flýta áformum um myndun varnarbanda-
lags lýðræðisríkjanna.
Ófriður í Kóreu
Kalt stríð í aðsigi
’ Ef hér væri ákveð-inn frekari niður-
skurður fæli slíkt í sér
pólitískar merkja-
sendingar frekar en
hernaðarlegar. ‘