Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 17

Morgunblaðið - 05.05.2001, Side 17
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 C 17 varnarliðsins hér á landi og því haldið fram að því fylgdi „sníkjulíf“ auk þess sem menningu Íslendinga væri ógn- að. Ólafur Björnsson segir að varnar- liðsmönnum hafi verið gert að lifa „eins og dýr í búrum“ og andstaða hafi verið mikil við að slakað yrði á þeim reglum. Það var hins vegar gert. „Róbert Trausti Árnason var um skeið formaður varnarmála- nefndar og vann þar mjög gott starf. Hann bar upp við Jón Baldvin Hanni- balsson, þáverandi utanríkisráð- herra, hvort ekki væri tímabært að slaka á reglum þessum varðandi ferðafrelsi og útivistartíma. Jón Baldvin tók þessu frumkvæði fagn- andi og sagði: „Látum bara slag standa til reynslu.“ Margir héldu að allt yrði vitlaust ef hermönnum yrði frjálst að fara ferða sinna. En enginn tók eftir þessari breytingu! Við vitum ekkert meira af þeim nú en áður. Varnarliðsmenn koma mjög mikið hingað til Keflavíkur, sækja meðal annars í matsölustaði hér. Margir þeirra eru borgaralegir starfsmenn og hermenn mega ekki ganga í bún- ingum utan Vallar. Það er helst að upp komi einhver misklíð þegar áfengi er í spilinu en það er ekkert sem orð er á gerandi og er vitanlega ekki bundið við fólkið af Vellinum. Ég þekki ekki til þess að þessir menn séu til vandræða hér enda er orðin sú breyting að þetta er mest fjölskyldu- fólk. Staðreyndin er sú að enginn tók eftir þessari miklu breytingu sem svo margir óttuðust svo mjög.“ Besta byggingarlandið ekki nýtt Varnarsvæðið hefur breyst í ár- anna rás en á undanliðnum árum hef- ur athygli manna í Keflavík í auknum mæli beinst að „nikkel-svæðinu“ svo- nefnda. Ólafi Björnssyni verður heitt í hamsi þegar talið berst að þessum skika á milli Keflavíkur og Njarðvík- ur. „Þarna voru og eru enn hangandi uppi olíutankar sem hafa ekki verið notaðir í fleiri, fleiri ár. Þetta er besta byggingarland sem til er á svæðinu og það verður að nýta ef byggðin á ekki að dreifast hér út um allar jarðir. Um þetta hefur verið rifist í áratugi, m.a. hefur verið fullyrt að þarna sé mikil mengun en raunar er búið að byggja þar sem mengunin var mest. Íþróttahöllin okkar er t.d. á þessu svæði. Þetta er enn innan varnar- svæðisins en þessi deila snertir ekki Bandaríkjamennina, að því er ég best veit. Þeir eru tilbúnir til að gefa þetta svæði eftir en samkvæmt samningi sem gerður var 1996 tók íslenska rík- ið að sér að hreinsa svæðið. Íslensk stjórnvöld eru ekki enn búin að koma því í verk og því getum við ekki nýtt besta byggingarsvæðið.“ Taka rökum Ólafur sat um skeið í varnarmála- nefnd og segir það reynslu sína að auðvelt sé að ná samningum við Bandaríkjamenn hafi menn fullgild rök fram að færa máli sínu til stuðn- ings. „Jón Baldvin Hannibalsson þurfti aðeins að fara einu sinni til Norfolk (þar sem eru aðalstöðvar Atlantshafsflotastjórnarinnar en undir hana heyrir Keflavíkurstöðin, innskot Morgunblaðsins) til að fá nýja vatnsveitu fyrir allt svæðið. Mengunar hafði orðið vart og Banda- ríkjamenn féllust strax á að greiða nýja vatnsveitu. Þeir taka rökum.“ Ólafur Björnsson kveðst ekki vera í vafa þegar hann er að lokum beðinn um að leggja mat á þetta nábýli Suð- urnesjamanna og varnarliðsins frá Bandaríkjunum síðustu 50 árin. „Ég hef ekki aðra tilfinningu fyrir því en þetta nábýli hafi aðeins verið gott fyr- ir Suðurnesin þrátt fyrir einhverja smávankanta. Hér áður voru menn brjálaðir yfir bandarísku útvarpi og sjónvarpi. Hvað segja þeir núna þeg- ar fólk getur valið úr ótal erlendum stöðvum? Vissulega hafa Suðurnesja- menn orðið fyrir ákveðnum fordóm- um vegna þessa nábýlis. Hér áður fyrr þóttu þeir lifa flottar en aðrir og öfundar varð vart. Nokkuð bar á tali um spillingu og smygl, sem var stór- kostlega orðum aukið. Kannski lifum við enn flottar en aðrir landsmenn, þú sérð að minnsta kosti hvergi fleiri jeppa en hér. Það getur vel verið að enn eimi eitthvað eftir af þessum for- dómum. Mestu skiptir að fólki hefur liðið vel hér og þetta er ágætur bær.“ K EFLAVÍK var á sínum tíma nefnd „bítlabærinn“ með vísun til samnefndrar hljómsveitar frá Liverpool, sem margir telja í hópi mestu áhrifavalda á menningarsvið- inu í sögu 20. aldar á Vesturlöndum. Víst kom fjöldi bítilmenna fram á sjónarsviðið í Keflavík og nágrenni á sjöunda áratugnum en áhrifin, sem þessir ungu tónlistarmenn urðu fyrir komu ekki síst frá Bandaríkjunum. Í varnarstöðinni á Miðnesheiði var rek- in útvarpsstöð, sem lék tónlist allan sólarhringinn og mest bar vitanlega á þeirri tónlist, sem vinsælust var á heimaslóð. Bítlarnir bresku urðu vissulega vinsælir þar vestra sem annars staðar en í lagavali útvarps- stöðvar varnarliðsins bar einnig mik- ið á bandarískri ryþma- og blústón- list. Einn þeirra, sem varð fyrir áhrifum af tónlistinni, sem þessi stöð flutti, var Rúnar Júlíusson. Hann er fyrir löngu orðinn lifandi goðsögn á Íslandi og er enn „spilandi um hverja helgi“ eins og hann segist hafa gert undanliðin 37 ár. Rúnar, sem er borinn og barn- fæddur Keflvíkingur, tekur á móti fulltrúum Morgunblaðsins í hljóðveri sínu á Skólaveginum og reynist hafa ákveðnar skoðanir á nábýlinu við varnarliðið og þeim áhrifum, sem það hafði í för með sér. „Ég tel að nálægðin við Völlinn hafi eingöngu haft jákvæð áhrif á mig á mínum unglingsárum. Áhrif „Kana- útvarpsins“ og sjónvarpsstöðv- arinnar verða seint ofmetin. Vinsæl- ustu hljómsveitir þessa tíma eins og Bítlarnir og Rolling Stones voru und- ir gífurlega sterkum áhrifum frá bandarískri ryþma- og blústónlist. Við hér í Keflavík urðum fyrir áhrif- um bæði frá Bretlandi og Bandaríkj- unum. En bandarísku áhrifin voru gífurlega sterk. Varnarliðsmenn voru með plötur með sér og útvarpið spil- aði lögin, sem voru vinsæl vestra, 24 tíma á sólarhring. Á meðan höfðum við eina íslenska rás þar sem erindi voru flutt bróðurpartinn úr deginum. Auðvitað hrifumst við af þessu enda var þetta góð tónlist og gjörsamlega öðruvísi útvarp en við höfðum kynnst. Nú hlustar hins vegar ekki nokkur maður hér utan varnarsvæðisins á Kanaútvarpið. Það gera bara þeir, sem starfa upp frá.“ Rúnar dregur fram geisladisk, sem hann gaf út árið 1992 ásamt banda- rískum vini sínum, Larry Otis. Hon- um kynntist Rúnar ungur á Vellinum en Otis átti síðar eftir að spila með ekki ómerkari rokkhetju en sjálfri Tinu Turner. Þeir félagar rifjuðu upp gömul kynni mörgum árum síðar og til varð diskurinn. „Þessi diskur er ágætt dæmi um þessi áhrif því á hon- um renna saman þessir bandarísku og íslensku tónlistarstraumar,“ segir Rúnar. „Tengsl okkar við Bandaríkja- mennina voru mest í gegnum tónlist- ina. Við, þ.e.a.s. Hljómar, spiluðum grimmt uppi á Velli, stundum mörg- um sinnum í viku. Ég man að það er í eina skiptið sem ég hef spilað á að- fangadagskvöld! Þetta breyttist þeg- ar demókratar tóku við völdum í Bandaríkjunum og Bill Clinton varð forseti árið 1993. Þá dró mjög úr þeim fjárstuðningi, sem klúbbar og þess háttar höfðu áður notið uppi á Velli og þeir hættu að hafa efni á að fá íslensk- ar hljómsveitir. Nú orðið spilar ekki nokkur maður þarna upp frá – það er þá kannski einna helst á þjóðhátíð- ardaginn, 4. júlí, og eins koma upp einhver sérverkefni. En þessi spila- mennska er liðin tíð.“ Afstæði spillingarinnar Rúnar Júlíusson þekkir vel þá um- ræðu, sem spannst um meinta spill- ingu og lausung er sögð var fylgja ná- lægðinni við varnarliðið og ýmsir höfðu miklar áhyggjur af. „Spilling er nú svo afstætt hugtak. Jú, jú, þessu fylgdi bjór, konur urðu hrifnar af mönnum og mörgum Íslendingum þótti eftirsjá að þeim upp á flugvöll. Þær „fóru í Kanann“ eins og kallað var og oft var farið niðrandi orðum um konur, sem hrifust af hermönn- um. Auðvitað var ekkert athugavert við þetta, þetta var einfaldlega fólk, sem varð ástfangið af öðru fólki eins og alltaf gerist, alltaf hefur gerst og alltaf mun gerast.“ Rúnar kannast ekki við að deilur hafi verið uppi meðal Suðurnesja- manna um hvernig taka bæri þessum nágrönnum og segist lítt hafa orðið var við áhyggjur af því að nálægðin riðlaði rótgróinni menningu fólksins á þessum slóðum. „Nei, ég held ekki. Fólk sá hérna ný sóknarfæri. Hingað flutti mikið af fólki, m.a. vestan af fjörðum og kom sér hér fyrir. Hér voru næg verkefni og uppgrip voru mikil. Íslendingar eru nú eins og al- kunna er mikið fyrir uppgrip og ríf- andi tekjur og tarnavinnu.“ Rúnar segist hafa verið í hópi þeirra ungmenna, sem þótti Völlurinn spennandi og framandi. „Við í Hljóm- um hrifumst af þessu og tókum fljót- lega að huga að því hvernig við gæt- um komist til Bandaríkjanna í þeirri von að ná lengra. Við sóttum um nám í flugvirkjun í Tulsa í Bandaríkjunum. En við vorum farnir að gera það gott í Hljómum þegar þetta var og þetta datt upp fyrir. Já, já, ég hefði hugs- anlega getað endað sem flugvirki,“ segir Rúnar og skellihlær, sem oftar þegar hann rifjar upp liðna tíma. „Samskiptin við hermennina voru ekki svo mikil og voru nánast bundin við þá, sem bjuggu hérna niður frá í bænum. Það voru yfirleitt fjölskyldu- menn, sem leigðu sér íbúðir hér. Hin- ir bjuggu í herskálunum uppi á Velli. Nú er frjálsræðið miklu meira. Þá voru í gildi ákveðnir „banndagar“ fyr- ir varnarliðsmenn og þeir máttu ekki vera utan vallar eftir ákveðinn tíma á kvöldin. Þetta hefur allt þróast og breyst eftir að Leifsstöð kom til skjal- anna og starfsemin þar fluttist „út fyrir girðingu“ eins og sagt er. Með því hvarf bjórinn, sem menn áttu greiðan aðgang að og mörgum þótti eftirsóknarverður. Fram að þeim tíma gátu menn auðveldlega farið inn á Völl og fengið sér bjór á einhverjum klúbbnum þar. Þeir sögðust kannski vera á leið til útlanda og eflaust fóru einhverjir út með ferðatöskuna fulla af bjór!“ Rúnar minnir einnig á að nábýlið við Bandaríkjamenn hafi haft varan- leg áhrif á íþróttalíf á Suðurnesjum. Körfubolti njóti þar sérstöðu og það verði einungis skýrt með tilvísun til samskipta við varnarliðið. „Bogi heit- inn Þorsteinsson flugumferðarstjóri var guðfaðir körfuboltans hér á Suð- urnesjum og vann merkilegt starf. Hornabolti náði hér af einhverjum ástæðum aldrei festu en körfuboltaá- hrifin eru enn gífurlega sterk. Þegar áhrifin á mannlífið og menn- inguna hér eru rædd verða menn að hafa í huga að lengi fram eftir var her- skylda í Bandaríkjunum. Menn af öll- um stéttum og uppruna lentu því í hernum. Hingað kom því alls konar fólk með margvíslega þekkingu og ólíka hæfileika. Síðan var herskyldan afnumin og með því breyttist margt. Þá fóru menn að velja að fara í herinn m.a. vegna þeirra tækifæra, sem gáf- ust á sviði menntunar auk atvinnu- öryggis og eftirlauna. Af þeim sökum fóru lágstéttirnar í Bandaríkjunum einkum að sækja í herinn. Hingað tók því að koma annars konar fólk, sem hafði ef til vill ekki jafn fjölbreyttan bakgrunn og áður,“ segir Rúnar og bætir við að fjölmargir Bandaríkja- menn, sumir af ríkum ættum, hafi komið að máli við Hljóma og lýst yfir áhuga á að koma þeim á framfæri í Bandaríkjunum. „Þeir þóttust geta allt og vita allt en auðvitað voru þeir aðeins að reyna að komast nær okk- ur.“ „Varnarsigur“ í Keflavík Eitt af því, sem margir á Íslandi hafa löngum haft áhyggjur af, eru er- lend áhrif á tungu þjóðarinnar. Rúnar segir að mikill „varnarsigur“ hafi unnist að þessu leyti í Keflavík og fari vel á því að minnast hans þegar rætt sé um varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna. „Hér herjuðu amer- ísku sletturnar á íslenskuna af mest- um þunga. Þegar við í Hljómum byrj- uðum að gefa út plötur voru lögin auðvitað á íslensku. Því réð Svavar Gests, blessunarlega.“ Rúnar segir ógerlegt að bera ástandið sem nú ríkir saman við það, sem hann kynntist sem ungur Kefl- víkingur og tónlistarmaður. „Þjóðfé- lagið hefur breyst svo gríðarlega. Ís- land er að verða fjölmenningarlegt samfélag. Ungt fólk í dag hefur úr svo mörgu að velja, það þekkir t.d. ekki þá tíð þegar bjór var eftirsótt vara vegna þess að hún var ólögleg. Það kemst í bíó þegar það vill, það hefur Netið. Unga fólkið í Keflavík og ná- grannabyggðum er ekkert spennt fyrir Vellinum – æskan hefur ekkert lengur þangað að sækja. Nú eru Ís- lendingar orðnir opnir fyrir erlendum áhrifum en þau stóðu í mörgum á sín- um tíma. Ég er viss um að opnunin gagnvart útlöndum varð hraðari á Ís- landi vegna þess að varnarliðið kom hingað og segja má að þessi þróun hafi hafist hér á Suðurnesjum. Hún hefur bara verið til góðs fyrir okkur hér og landsmenn alla.“ En er Rúnar jafn hrifinn af Banda- ríkjunum og áður? „Ég er orðinn mun hrifnari af Evrópu þótt Bandaríkja- menn búi enn til bestu bíómyndirnar og þaðan komi yfirleitt besta tónlist- in. Bandaríkin hafa breyst og þar hef- ur tvískinnungur og niðurdrepandi „púrítanismi“, byssugleði og offita rutt sér til rúms. Það höfðar ekki til mín.“ Morgunblaðið/Rax Rúnar Júlíusson. Rúnar Júlíusson, einn ástsælasti tón- listarmaður þjóð- arinnar um áratuga- skeið, kynntist bandarískri tónlist í gegnum „Kana- útvarpið“. Þau kynni breyttu lífi hans eins og hann rifjar upp í samtali við Ásgeir Sverrisson á heimili sínu í Keflavík. Morgunblaðið/Rax Rúnar Júlíusson er fróður vel um varnarsvæðið og breytingarnar sem þar hafa orðið í áranna rás enda vann hann þar um skeið sem unglingur ásamt félaga sínum, Gunnari Þórðarsyni. Síðar áttu þeir vinirnir eftir að leika þar á ótölulegum fjölda dansleikja um langt árabil. Lengst af voru þrír til fjórir klúbbar jafnan starfræktir á Vellinum og þar var því mikla atvinnu að finna fyrir íslenska tónlistarmenn. Eftir valdatöku Clintons Bandaríkjaforseta árið 1993 varð snögg breyting þar á og nú heyrir til undantekninga að íslenskir tónlistarmenn skemmti mönnum á Keflavíkurvelli. Rúnar Júlíusson stendur hér einn hvassviðrisdag í apríl við skemmtistaðinn „Coconut Alley“ sem forðum nefndist „Top of the Rock“ og var einn alvinsælasti klúbburinn á Vellinum. Á höfði sér ber Rúnar mikinn kjörgrip, ekta Didda Bíló-húfu. Á fornum slóðum „Opnunin gagnvart útlöndum byrjaði hér“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.