Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.05.2001, Blaðsíða 22
VARNARSAMSTARF Í HÁLFA ÖLD 22 C LAUGARDAGUR 5. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ F LUG varnarliðsins er að mestu yfir sjó og verður það að ráða yfir fljótvirkum og örugg- um björgunartækjum ef slys ber að höndum. Hefur varnarliðið frá upphafi haft mikinn viðbúnað til leitar- og björgunar- starfa á Keflavíkurflugvelli. Björgunarstörf á vegum Banda- ríkjahers á Íslandi eiga sér þó mun lengri sögu, eða allar götur frá komu bandarísks herliðs hingað til lands fyrir sextíu árum. Flotar og flugherir bandamanna héldu uppi umfangs- miklu flugi til loftvarna, kafbátaleitar og verndar skipalestum frá Íslandi í heimsstyrjöldinni síðari. Að auki var Keflavíkurflugvöllur mikilvægur hlekkur í keðju flugvalla á flugleið- inni yfir norðanvert Norður-Atlants- haf. Stöðugur straumur herflugvéla var á þessari flugleið fram yfir stríðs- lok. Fljótt kom í ljós að þörf var á sér- útbúnum björgunarflugvélum sem veitt gátu aðstoð og tekið þátt í leit og björgunaraðgerðum á úthafinu. Not- ast varð við eftirlitsflugvélar sem höfðu þann starfa að verja skipalestir ágangi þýskra kafbáta, en í stríðslok var farið að nota sérútbúnar flugvél- ar til þessara starfa. Íslenskir aðstoðarmenn Er bandaríska herliðið hélt af landi brott árið 1947 og bandarískt verk- takafyrirtæki tók við rekstri Kefla- víkurflugvallar var stofnað þar útibú frá sjöttu flugbjörgunarsveit banda- ríska flughersins sem aðsetur hafði í Massachusetts. Þetta útibú var rekið af bandarískum borgaralegum starfsmönnum í samræmi við Kefla- víkursamninginn og nefndist „Civili- an Flight, 6th Air Rescue Squadron“. Björgunarsveitin starfrækti B-17 sprengjuflugvélar sem breytt hafði verið og búnar leitarratsjá og báti undir búknum sem varpa mátti niður í fallhlíf til nauðstaddra. Nokkrir ís- lenskir flugmenn störfuðu sem að- stoðarflugmenn á þessum flugvélum og íslenskir flugvirkjar við viðhald þeirra á Keflavíkurflugvelli. Miðaðist starfsemin við að fljúga til móts við og fylgja inn til lendingar flugvélum sem lentu í erfiðleikum á leið sinni yf- ir hafið. Fæstar flugvélar gátu flogið með farþega ofar veðrum á þessum tíma og ísing eða vélarbilun gat orðið skeinuhætt. Ef allt um þryti gætu björgunarflugvélarnar varpað niður bátum og björgunarbúnaði til nauð- staddra kæmi til nauðlendingar á hafinu. Björgunarflugvélarnar á Keflavíkurflugvelli komu meðal ann- ars alloft við sögu er leita þurfti týndra báta hér við land svo og við leit að flugvélinni Geysi sem brotlenti á Bárðarbungu árið 1950. Eftir stofnun varnarliðsins í maí 1951 starfrækti bandaríski flugher- inn B-17 flugvélarnar áfram á Kefla- víkurflugvelli uns 53. flugbjörgunar- sveit flughersins leysti þær af hómi með „Dakota“ og „Skymaster“ flug- vélum, flugbátum af „Albatross“- gerð og þyrlum. Þyrlurnar, sem voru af gerðinni Sikorsky SH-19D, voru tiltölulega skammdrægar en gátu tekið 10 farþega auk tveggja flug- manna eða 8 sjúklinga á börum ásamt sjúkraliða. Var þeim einkum ætlað að sinna verkefnum umhverfis Keflavíkurflugvöll og á landi eftir þörfum. Árið 1955 tók bandaríski flugher- inn í notkun nýja gerð björgunar- flugvéla sem var sérstaklega endur- bætt útgáfa af C-54 „Skymaster“. Nefndust þær SC-54 „Rescuemas- ter“ og voru m.a. búnar aukaelds- neytisgeymum, stórum útsýnis- gluggum og gúmmíbjörgunarbátum og öðrum neyðarbúnaði fyrir 160 manns sem varpa mátti niður til nauðstaddra. Fyrsta björgunarflug- vél flughersins af þessari gerð var send til Íslands og leystu þessar flug- vélar Albatross-flugbátana smátt og smátt af hólmi í björgunarsveitum flughersins. Reksturinn endurskipulagður Á síðari hluta sjötta áratugarins var rekstur björgunarsveita banda- ríska flughersins endurskipulagður til að mæta kröfum tímans um björg- un flugmanna á vígvelli með tilkomu nýrrar tækni í flugi og hernaði. Teknar voru í notkun stórar þyrlur sem senda mátti hvert sem var í fylgd með „Herkúles“ flutningaflug- vél sem sérútbúin var til leitar og björgunarstarfa og gat leiðbeint þyrlunum og gefið þeim eldsneyti á flugi. Sem liður í umræddri endurskipu- lagningu voru björgunarflugvélarnar á Keflavíkurflugvelli fluttar til Prest- víkur í Skotlandi árið 1960 þaðan sem þær þjónuðu sama svæði og áður. Tvær SH-19 þyrlur voru áfram starf- ræktar á Keflavíkurflugvelli fram til ársins 1963, fyrst af flughernum og síðan bandaríska flotanum sem tók við rekstri varnarstöðvarinnar sum- arið 1961. Í september árið 1963 leystu tvær nýjar þyrlur flotans af gerðinni Sikorsky SH-34J þær af hólmi og annaðist flotastöð varnar- liðsins rekstur þeirra til ársins 1971. Þessar þyrlur voru af sömu stærð og svipuðum annmörkum háðar og þær eldri og nýttust því fyrst og fremst á suðvesturhorni landsins. Þess má geta að tvær þyrlur af þessari gerð fórust hér á landi - önnur á Strand- arheiði og hin undir Eyjafjöllum. Manntjón varð í báðum þessum slys- um og fórust í því fyrra nokkrir yf- irmenn hjá varnarliðinu. Þá fórst „Albatross“-flugbátur með fimm manna áhöfn á Eyjafjallajökli árið 1952. HC-130 „Herkúles“ leitar- og björgunarflugvélar leystu „Rescue- master“ flugvélarnar af hólmi á sjö- unda áratugnum og naut varnarliðið stuðnings slíkra flugvéla sem höfðu aðsetur í Bretlandi. Farið var að láta þessar flugvélar hafa fasta viðdvöl á Keflavíkurflugvelli í viku í senn í lok sjöunda áratugarins og Sikorsky HH-3E „Jolly Green Giant“ þyrlur „Detachment 14“ tóku við björgunar- starfsemi á vegum varnarliðsins í október árið 1971. „Detachment 14“ var útibú frá 67. flugbjörgunarsveit bandaríska flug- hersins sem aðsetur hafði í Wood- bridge í Bretlandi og nefndust þyrl- urnar eftir þekktu vörumerki niðursoðins grænmetis sökum stærðar og græns felulitar sem þær báru. Nýju þyrlurnar ollu byltingu í leitar- og björgunarstörfum hér við land enda mun stærri og öflugri en þær þyrlur sem fyrir voru. Þær voru tveggja hreyfla og gátu tekið elds- neyti á flugi, en þar með takmark- aðist þjónustusvæði björgunarþyrlna varnarliðsins ekki lengur við Kefla- víkurflugvöll og næsta nágrenni sem leiddi af sér stórbætt öryggi á þessu sviði. Björgunarsveitum bandaríska flughersins er fyrst og fremst ætlað að bjarga herflugmönnum á vígvelli og stunda liðsmenn björgunarsveitar varnarliðsins stöðugar æfingar til að geta sinnt því verkefni auk annarra. Nær svæði það sem þeir sinna gróf- lega frá austurströnd Grænlands í vestri og 59. breiddarbaug norðlægr- ar breiddar í suðri, að núllbaug í austri og þaðan í geira allt að norð- urpól. Sem betur fer hefur varnarlið- ið sjálft ekki þurft að nota þessa þjónustu mikið, en hún er ávallt til reiðu fyrir hvern sem er og kraftar björgunarsveitarinnar samræmdir íslenskum björgunaraðilum. Á þeim tæpu þrjátíu árum sem sveitin hefur starfað hér á landi hafa liðsmenn hennar bjargað um 300 mannslífum auk þess að aðstoða við sjúkraflutninga, leiðbeina flugvélum sem átt hafa í erfiðleikum og veita aðra aðstoð sem óskað hefur verið í fjölmörgum tilvikum. Skal þá ekki ótalið framlag forvera þeirra í þessu starfi sem allt frá því á fimmta ára- tugnum veittu landsmönnum tíðum ómetanlega aðstoð við leit og björgun mannslífa sem ekki finnast nákvæm- ar tölur um. Farsæl starfsemi Starfsemi björgunarsveitarinnar undanfarin þrjátíu ár hefur verið mjög farsæl þrátt fyrir erfiðar að- stæður oft og tíðum. Þó missti sveitin eina þyrlu við björgunarstörf á Mos- fellsheiði fyrir allmörgum árum en mannbjörg varð. Ekki verða hér tí- unduð störf björgunarsveitarmanna varnarliðsins frekar, en bent á ár- bækur Slysavarnafélagsins sem hafa að geyma ítarlegan annál starfa þeirra sem sum hver eru hrein afrek. Með tilkomu björgunarþyrlusveit- ar Landhelgisgæslunnar og stórlega bættum tækjakosti fækkaði fljótt þeim tilvikum er leita þurfti aðstoðar varnarliðsins. Er það nú nánast ein- göngu ef vegalengdir eru lengri en svo að þyrlur Gæslunnar geti sinnt útkalli að til kasta varnarliðsins kem- ur. Björgunarsveit varnarliðsins var gerð að sjálfstæðri flugsveit árið 1988 og nefnist nú 56th Air Rescue Squadron. Sveitin fékk nýjar Sik- orsky HH-60G „Pave Hawk“ þyrlur árið 1990 og rekur nú fimm slíkar. Eru þær mun öflugri, hraðfleygari og nýtískulegri en þær eldri og búnar hitamyndavél og ratsjá. Þótt smærri séu, skortir þær aldrei afl til þess að lyfta því sem í þeim rúmast og þurfa ekki að sleppa út eldsneyti til að létta sig meðan á hífingu nauðstaddra stendur. Auk „Herkúles“ björgunar- flugvélarinnar nýtur sveitin aðstoðar eftirlitsflugvéla flotans á Keflavíkur- flugvelli sem einnig eru vel útbúnar til leitar- og björgunarstarfa. „Að aðrir megi lifa“ – Björgunar- sveitir varnarliðsins í hálfa öld Varnarliðið Hannes Þ. Hafstein heitinn, forstjóri Slysavarnafélagsins, bar um langt árabil hitann og þungann af nánu og farsælu samstarfi björgunarsveitar varnarliðsins og Slysavarnafélagsins. Hann sést hér ásamt yfirmanni björgunarsveit- arinnar, Dale A. Kissinger undirofursta, í aðalstöðvum sveitarinnar árið 1991. Á veggnum eru tíundaðir árangurs- ríkir björgunarleiðangrar sem liðsmenn sveitarinnar hafa farið frá upphafi. Varnarliðið Á þeim tæpu þrjátíu árum sem björgunarsveitin hefur starfað hér á landi hafa liðsmenn hennar bjargað um 300 mannslífum. Að auki hefur marg- vísleg aðstoð af öðrum toga verið veitt í mjög mörgum tilfellum. Á myndinni er slasaður sjómaður hífður úr stafni rússnesks togara á Reykjaneshrygg árið 1986. Varnarliðið Björgunarsveit varnarliðsins fékk stórar björgunarþyrlur til umráða árið 1953. Talsvert var um ferjuflug lítilla herflugvéla yfir Atlantshafið og voru liðsmenn björgunarsveitarinnar ávallt á varðbergi ef slys bæri að höndum. Orrustuflugmaður veifar til félaga sinna í þakkarskyni eftir lendingu á Kefla- víkurflugvelli sumarið 1954. ’ Á þeim tæpu þrjá-tíu árum sem sveitin hefur starfað hér á landi hafa liðsmenn hennar bjargað um 300 mannslífum auk þess að aðstoða við sjúkraflutninga, leið- beina flugvélum sem átt hafa í erfiðleikum og veita aðra aðstoð sem óskað hefur ver- ið í fjölmörgum til- vikum. ‘ Höfundur er upplýsingafulltrúi varnarliðsins. eftir Friðþór Eydal Farsælt samstarf Fluttur í land Á varðbergi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.