Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ T ÆKNI til að þekkja erfðaefni úr einstakling- um er í vaxandi mæli notuð til að leysa saka- mál eins og öllum er kunnugt. Víða um heim er nú rætt um að hve miklu leyti lögregla eigi að fá afnot af gagnabönkum með erfðaefni úr fólki til að auðvelda þessa vinnu. Við Íslendingar stönd- um nú einnig frammi fyrir spurn- ingum af þessu tagi því frumvarp um „erfðaefnisskrá lögreglu“ er nú til umfjöllunar á Alþingi. Allsherj- arnefnd Alþingis hefur lokið umfjöll- un um frumvarpið og leggur til að það verði samþykkt með smávægi- legum breytingum. Refsipólitískur bakgrunnur Sjálfsagt er mörgum í fersku minni frægt sakamál hér á landi þar sem náðist til grímuklædds nauðg- ara vegna þess að karlmenn sem höfðu skipt við tiltekið fyrirtæki þar sem fórnarlambið starfaði voru beðnir um að gangast undir DNA- rannsókn. Með því að höfða með slíkum hætti til almennings þegar mikið liggur við er hægt að þrengja hringinn um hinn seka og ná þannig miklum árangri við rannsókn saka- mála og eru um það fjölmörg dæmi frá öðrum löndum. En kröfur hafa vaxið um að reiða sig ekki einungis á samvinnufýsi al- mennings heldur ganga lengra og koma á fót gagnagrunnum með erfðaefni úr fólki til samanburðar við sýni sem finnast á brotavett- vangi. Frá sjónarhóli löggæslu væri auðvitað best að slíkur erfðaefnis- banki geymdi sem mestar upplýs- ingar. Af hverju ekki að taka sýni úr öllum nýfæddum börnum og geyma til samanburðar ef viðkomandi skyldi síðar komast í kast við lögin? Hillir ekki þannig undir að stórlega væri hægt að fækka óupplýstum glæpum og hafa um leið mikil áhrif til fælingar á þá sem brjóta af sér í trausti þess að það komist ekki upp? Ekki er vitað til þess að nokkurt ríki hafi samt gengið svona langt. Ástæðan er ugglaust tillit til rétt- inda einstaklingsins. Hann á ekki að þurfa að láta af hendi svo viðkvæm- ar og persónulegar upplýsingar, sem erfðaefnið er, nema nauðsyn krefji. Slíkur þjóðargagnabanki væri einnig stórt skref í átt til lög- regluríkisins. Hann myndi bætast við önnur umhugsunarverð úrræði sem ríkisvaldið er farið að notfæra sér eins og eftirlitsmyndavélar sem víða hefur verið komið fyrir á al- mannafæri. En ef það er ekki ásættanlegt að skikka alla til að láta sýni í slíkan gagnagrunn vaknar auðvitað sú spurning hvernig eigi að draga fólk í dilka. Ef sumir eru settir í slíkan grunn en aðrir ekki er þá ekki um leið verið að skipta þjóðfélagsþegn- unum í sauði og hafra, réttláta og rangláta, vini og óvini ríkisins? Lagasjónarmið Vega þarf og meta ólíka hagsmuni í þessu sambandi. Í fyrsta lagi eru það hagsmunir almennings af því að afbrot séu upplýst. Í öðru lagi hags- munir einstaklinga af því að upplýs- ingar um þá séu ekki skráðar að óþörfu, sbr. 71. gr. stjórnarskrár- innar um friðhelgi einkalífs. Viður- kennt er að upplýsingar um erfða- efni manna eru viðkvæmar persónuupplýsingar. Í þriðja lagi verður að gæta jafnræðis, þ.e. að upplýsingar séu ekki að geðþótta skráðar um suma en ekki aðra, fyrir skráningu verður sem sagt að færa góð rök. Lögregla í Bretlandi hefur komið sér upp gagnagrunni af þessu tagi og nýtur til þess eindregins stuðn- ings ríkisstjórnar Tony Blairs. Ný- lega var tilkynnt að tæp ein milljón sýna væri nú í grunninum og þau yrðu orðin þrjár milljónir árið 2003. Ekki hafa enn verið sett lög um þetta efni þar í landi en samt er haldið áfram að bæta við grunninn. Er talið að tugþúsundum sýna sé bætt við í hverjum mánuði enda fara í hann sýni úr öllum sem handteknir eru. Lafði Helen Kennedy, formað- ur opinberrar nefndar sem hefur stefnumótun á sviði meðferðar erfðaefnis úr fólki á sinni könnu, hefur nýverið gert alvarlegar at- hugasemdir við þessa þróun. Krefst hún þess að einungis sýni úr dæmd- um glæpamönnum séu geymd á skrá og að óháð nefnd hafi eftirlit með skránni en ekki lögregla (sbr. frétt í The Guardian 6. apríl 2001). Telur hún að stefna ríkisstjórnar- innar feli í sér að myndaður sé hóp- ur þjóðfélagsþegna sem liggi stöð- ugt undir grun. Það rjúfi nauð- synlegt traust milli þegnanna og ríkisins. Hverjir eiga erindi í skrá lögreglu? Víðast hvar þar sem slíkir gagna- grunnar hafa verið stofnsettir er lát- ið við það sitja að safna saman erfða- efni úr þeim sem komist hafa í kast við lögin. Hugsunin er þá sú að þess- ir séu líklegastir til að fremja afbrot að nýju. Enn fremur má líta svo á að þeir hafi með einhverjum hætti unn- ið til þess að vera settir á skrá og „vera þannig til taks“ ef þörf krefur. Loks eru fyrir þessu praktískar ástæður. Hafi viðkomandi legið und- ir grun er oft til úr honum sýni sem taka þarf afstöðu til hvort eigi að geyma. Að nálgast sýni úr öðrum sem ekki hafa komið við sögu lög- reglu væri langtum viðurhlutameira. Í tilmælum Evrópuráðsins nr. 1/ 1992 (sjá www.coe.int) er lagst gegn því að sýni sem tekin eru við rann- sókn sakamála séu geymd nema við- komandi hafi verið dæmdur fyrir al- varleg brot. Nágrannar okkar Danir gerðu fyrirvara við þessi tilmæli og á síðasta ári voru sett lög þar í landi sem einskorða slíka skráningu ekki við dæmda glæpamenn. Samkvæmt dönsku lögunum má lögregla einnig halda skrá yfir þá sem hafa verið ákærðir fyrir alvarlega glæpi jafnvel þótt þeir séu síðar sýknaðir. Var þetta rökstutt svo af danska dóms- málaráðuneytinu að rannsóknir sýndu að talsverður hluti þeirra sem gerðust sekir um alvarleg brot hefðu einhvern tíma áður verið sýknaðir af ákæru. Það myndi því auðvelda starf lögreglu að hafa að- gang að gögnum um sýknaða sömu- leiðis. Töluverð umræða varð í Dan- mörku um þetta ákvæði og héldu ýmsir lögfræðingar því fram að það stríddi gegn Mannréttindasáttmála Evrópu, einkum 2. mgr. 6. gr. um að hver maður skuli teljast saklaus uns sekt er sönnuð og 8. gr. um friðhelgi einkalífs. Dönsk stjórnvöld vísuðu þessu á bug. Líktu þau skráningu sinni við skráningu fingrafara hjá lögreglu. Bentu þau á að eftirlits- stofnanir Evrópuráðsins hefðu talið fingrafaraskráningu heimila jafnvel þótt viðkomandi hefði verið sýkn- aður af ákæru. Hið sama ætti að gilda um skráningu erfðaefnis. Íslenska frumvarpið, sem nú er til umræðu á Alþingi, fer þá leið að heimila einungis skráningu erfða- efnis úr dæmdum afbrotamönnum fyrir tiltekna glæpi. Fagnar laga- nefnd Lögmannafélagsins því í um- sögn sinni um frumvarpið að þótt dönsku lögunum sé fylgt ærið ná- kvæmlega skuli það ekki gert að þessu leyti. Áform Ástrala á þessu sviði (sjá http://www.aph.gov.au) hafa verið nokkuð í fréttum. Þar er gert ráð fyrir að gagnabanki lögreglu nái ekki einungis til dæmdra glæpa- manna. Til stendur að hann geymi einnig erfðaefni úr sjálfboðaliðum. Fólk mun þannig af fúsum og frjáls- um vilja geta gefið blóð til notkunar í erfðaefnisbankanum. Það gerir það að verkum að gagnagrunnurinn verður mun stærri en ella og því öfl- ugra tæki. En því fylgja einnig ýms- ar erfiðar siðferðilegar spurningar. Er eðlilegt að foreldrar ákveði það fyrir hönd barna sinna að erfðaefni úr þeim fari inn í grunninn? Verður mikill þrýstingur á fólk að taka með þessum hætti þátt í þjóðar- bankanum þannig að niður- staðan verði svipuð og ef um skylduaðild væri að ræða? Á að krefjast upplýsts sam- þykkis? Hvaða glæpir? Samkvæmt íslenska frum- varpinu má ekki skrá erfða- efni nema úr þeim sem gerst hafa brotlegir við tiltekin ákvæði hegningarlaga og er tilraun og hlutdeild þar talin með. Er þetta val rökstutt svo í athugasemdum með frum- varpinu: „Við ákvörðun um það hvaða ákvæði almennra hegningarlaga gætu orðið grundvöllur skráningar er horft til tilgangs skrárinnar sem er að vera hjálpartæki lögreglu við að upplýsa alvar- leg brot í þeim tilvikum sem brota- menn skilja eftir sig líffræðileg um- merki. Þeir brotaflokkar sem þannig er ástatt um eru helst manndráp, lík- amsmeiðingar og kynferðisbrot. Þá er einnig talið rétt að landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum þess auk nokkurra almannahættubrota verði einnig skráð vegna alvarleika slíkra brota.“ Þetta er mjög athyglisverð af- staða. Það er hugsanlega verjandi að safna erfðaefni úr þeim sem dæmdir eru fyrir kynferðisbrot vegna þess að slíkir geta haft til- hneigingu til að fremja brot af nýju auk þess að skilja þá eftir sig lífsýni. Gagnabanki getur því komið í góðar þarfir. Um glæp eins og landráð gegnir allt öðru máli. Ekki veit ég hversu langt er síðan viðkomandi ákvæði hegningarlaga hefur verið beitt hér á landi en í öllu falli er það ekki dæmigert afbrot sem síbrota- menn fást við, hvað þá að líklegt sé að líffræðileg ummerki séu skilin eftir. Þess vegna stingur töluvert í stúf að hafa brot af þessu tagi með í kaupunum. Hefði verið fróðlegt að sjá ítarlegri rökstuðning fyrir þessu. Það eru ekki sjálfstæð rök fyrir skráningu erfðaefnis að brot sé al- varlegt ef engar líkur eru á að við- komandi eigi eftir að fremja brot þar sem hann skilji eftir sig lífsýni. Hver á að meta hvort erfðaefni eigi erindi í skrána og út frá hvaða forsendum? Íslenska frumvarpið gerir ráð fyrir að ríkislögreglustjóri eigi mat um hvort erfðaupplýs- ingar séu skráðar að því til- skyldu að þær séu um menn sem gerst hafi brotlegir við fyrrnefnd ákvæði hegningar- laga. Ekki er tekið fram út frá hvaða sjónarmiðum eigi að meta slíkt. Er þó ljóst að þar getur verið töluvert svigrúm til mats vegna þess að frumvarpið heimilar skráningu þótt um lít- ilfjörleg brot á viðkomandi hegningarlagaákvæðum geti verið að ræða. Enn fremur er í frumvarpinu ákvæði um að skrá megi fleiri en þá sem hér um ræðir ef það þjónar sérstökum til- gangi. Ekki er sjálfgefið að fela beri lög- reglunni ákvörðun um þetta. Sam- kvæmt lögum nokkurra Evrópu- þjóða um þetta efni, meðal annars í Þýskalandi, kemur það í hlut dóm- ara sem kveður upp refsingu að ákveða um leið hvort sýni úr hinum Erfðaefnisskrá lögreglu Presslink Lög og réttur eftir Pál Þórhallsson Í frumvarpi dómsmálaráðherra sem nú er til meðferðar á Alþingi er lagt til að komið verði á fót erfðaefnisskrá lögreglu. Í skránni verða upplýsingar um erfðaefni afbrotamanna sem hlotið hafa dóm fyrir tiltekna alvarlega glæpi. Hugmyndin er sú að hægt verði að bera sýni tekin af brotavettvangi saman við upplýs- ingar úr skránni þegar ekki er vitað úr hverjum þau koma. Á þá að koma í ljós með nokkuð mikilli vissu hvort maður sem áður hefur kom- ist í kast við lögin hafi verið að verki. Eins get- ur skráin komið að gagni við að útiloka menn sem annars lægju undir grun. Talið er að á hverju ári muni sýni úr 50–60 mönnum bætast við skrána. Afbrotamenn á erfðaefnisskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.