Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ HAFNARFJARÐARBÆR hefur birt útreikninga á áætluðum kostn- aði á hvern nemanda í grunnskólum bæjarins. Kostnaðurinn er miðaður við áætluð laun og verðlag í janúar 2002. Samkvæmt útreikningunum er áætlaður kostnaður á nemanda hæstur í Víðistaðaskóla eða rúmar 355 þúsund krónur á nemanda ef skólaakstur er frádreginn. Næst- mestur er kostnaðurinn í Áslands- skóla, rúm 353 þúsund, en minnstur í Setbergsskóla, tæpar 295 þúsund krónur á nemanda. Meðalkostnað- ur á skóla er tæp 323 þúsund. Sé miðað við kostnað með skóla- akstri eru nemendur Áslandsskóla dýrastir og er kostnaður á hvern nemanda þá tæp 365 þúsund. Minnstur er kostnaðurinn hins veg- ar áfram í Setbergsskóla, tæp 300 þúsund, en næstmestur í Víðistaða- skóla eða tæp 357 þúsund. Meðal- kostnaður með skólaakstri er rúm 326 þúsund. Í tilkynningu frá stjórnsýslu- og fjármálasviði Hafnarfjarðarbæjar segir að í tilefni samnings Hafn- arfjarðarbæjar og Íslensku menntasamtakanna hafi skólastjór- ar hinna sex grunnskóla bæjarins sent bréf til bæjarráðs þar sem far- ið er fram á að börnum í Hafn- arfirði verði ekki mismunað og að skólarnir fái samsvarandi upphæð miðað við nemanda og Áslandsskóli fái. Minnsti kostnaðurinn í skólum með flesta nemendur Í tilkynningu frá Hafnarfjarð- arbæ segir að það séu engin ný sannindi að kostnaður á nemanda sé mismikill eftir skólum bæjarins. Ástæðurnar séu ýmsar, s.s. stærð skóla, aldur kennara o.fl. Segir að ástæða sé til að tilgreina sérstak- lega kostnað vegna skólaaksturs þar sem hann sé mismunandi eftir skólum og fjölda nemenda. Þá segir að samanburðurinn sé háður því að kostnaður á nemanda í Áslandsskóla sé bundinn í samningi en ekki í hinum skólunum. Einnig segir að niðurstaða samanburðar- ins sé sú að kostnaður á nemanda án skólaaksturs sé lægstur í skól- um með flesta nemendur en mestur í skólum þar sem nemendur eru fæstir. Hafnarfjarðarbær áætlar kostnað á nemendur eftir skólum                            !"  #$     %&'(&)* +,,(+&- +))(,)' ++&(&%' +),(.+- +-*()-. +)+('%, +%%(&+%           +()/- !"  #$  $   %&&(*'+ +,*()%/ +)*(&,/ ++&(&%' +)+(&-, +-.(-&. +*'(.)- +%*(+., Kostnaður næstmest- ur í Áslandsskóla LÖGREGLAN á Eskifirði hefur nú til rannsóknar meint gróf kynferðisbrot gegn ungri stúlku sem framin voru í um- dæminu. Samkvæmt upplýs- inum frá sýslumanninum á Eskifirði er rannsókn á loka- stigi. Embættið hefur nýlega sent ríkissaksóknara rann- sóknargögn vegna tveggja annarra kynferðisbrota. Mál- in komu til kasta lögreglunn- ar í haust, en Inger L. Jóns- dóttir, sýslumaður á Eski- firði, segir engin tengsl vera á milli málanna þriggja. Kynferðis- brot gegn ungri stúlku rannsakað ÞÓRIR Einarsson ríkissátta- semjari hefur ákveðið að leggja fram miðlunartillögu í kjara- deilu verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði og launanefndar sveitarfélaga. Í tilkynningu kemur fram að þessi ákvörðun var tekin að höfðu samráði við deiluaðila. Verður tillagan af- hent á mánudag og kynnt á fundi sama dag og atkvæði greidd um hana á þriðjudag. Félagar í Hlíf hafa tvívegis fellt samninga sem gerðir voru við launanefnd sveitarfélaga. Verkfall hjá starfsmönnum Hlíf- ar hjá Hafnarfjarðarbæ hófst sl. sunnudag og hefur starfsemi m.a. legið niðri hjá leikskólum og gæsluvöllum síðan. Miðlunar- tillaga í Hlífar- deilunni JÓHANNES Gunnarsson lækninga- forstjóri Landspítala – háskóla- sjúkrahúss segir að læknaskortur sé orðinn staðreynd á Íslandi. Hann segir skort á ungum læknum, heilsu- gæslulæknum og sérfræðingum í vissum greinum. Félag ungra lækna, FUL, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óhóflegu vinnuálagi þeirra á sjúkrahúsum og segir þar m.a. að enginn þeirra, sem útskrifast frá læknadeild Háskóla Íslands í vor, ætli að ráða sig til að starfa á Land- spítalanum í sumar og spáir félagið neyðarástandi þar af þeim sökum. Jóhannes segir þessar yfirlýsing- ar unglæknanna nokkuð yfirdrifnar og þó ástandið væri ekki eins gott og það gæti best verið, þá væri það ekki eins skuggalegt og unglæknarnir vildu meina. „Það er alveg fráleitt að nota orðið neyðarástand. Það hefur iðulega komið fyrir að aðrir læknar gangi inn í störf unglæknanna, en það er auðvitað ástand sem verður að líta á sem tímabundið. Það er engu að síður rétt, að framundan er talsverður skortur á unglæknum, út- skriftarárgangarnir hafa verið of litl- ir síðustu ár og því má eiga von á enn frekari þróun í þessa átt næstu árin,“ sagði Jóhannes. Í yfirlýsingu FUL segir: „Frá árinu 1988 til 2000 jókst ásókn sjúk- linga á bráðamóttökur sjúkrahús- anna um þrefalt og leituðu rúmlega 1500 sjúklingar á bráðamóttöku Landspítala Háskólasjúkrahúss við Hringbraut í mars síðastliðnum. Á sama tíma hefur læknakandidötum frá læknadeild Háskóla Íslands fækkað úr 52 í 33. Álag starfandi unglækna á sjúkrahúsum er því komið langt út fyrir það sem eðlilegt getur talist og stefnir í að aukast enn frekar á næstunni. Sem dæmi má nefna að nú eru aðeins þrjú af níu stöðugildum unglækna mönnuð á barnaspítala Hringsins. Ástandið er litlu skárra á lyf- og handlækninga- deildum þar sem algengt er að ung- læknir vinni sjö til átta 26 klukku- stunda langar vaktir í mánuði auk þess að sinna dagvinnu frá 8-16.“ Jóhannes sagði lýsinguna á vakta- álagi læknanna ekki eiga við á Land- spítalanum, lýsingarnar giltu í hrein- um undantekningartilfellum en vaktaskipulag gerði ekki ráð fyrir svo mörgum löngum vöktum. Óánægja á Landspítala innan Félags ungra lækna Læknaskortur á Íslandi er staðreynd ÞOTA Íslandsflugs, Boeing 737, hefur sig hér til flugs frá Reykja- víkurflugvelli í gærmorgun. Hún var á leið til Englands og hefur verið leigð þangað til verkefna fyrir breskar ferðaskrifstofur í tvö og hálft ár. Flýgur hún þaðan einkum til Miðjarðarhafslanda. Um þrjátíu starfsmenn fyrirtæk- isins starfa við þetta verkefni. Ljósmynd/Baldur Sveinsson Í verkefni í Englandi í tvö ár SKIPULAGSSTOFNUN hef- ur kveðið upp 122 úrskurði um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda frá því lög um mat á umhverfisáhrifum tóku gildi árið 1993. Frá árinu 1994 til ársins 2000 hefur kostnaður við umfjöllun Skipulagsstofn- unar um hverja matsskýrslu verið að meðaltali 535.000 krónur eða um 65 milljónir króna alls. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Halldóri Blöndal, þingmanni Sjálfstæð- isflokksins. Fram kemur að í þessari upphæð sé innifalinn kostnaður sem sé að jafnaði á bilinu 70–80.000 kr. vegna aug- lýsinga í Lögbirtingablaðinu, Morgunblaðinu og fjölmiðli nærri framkvæmdasvæði. Skipulags- stofnun ríkisins 122 úr- skurðir um umhverf- isáhrif RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru á hendur Hlyni Frey Vigfússyni, vara- formanni Félags íslenskra þjóðernissinna, fyrir brot gegn almennum hegningar- lögum vegna ummæla sem hann lét falla í viðtali við DV sem hafði yfirskriftina „Hvíta Ísland“ og birtist laugardag- inn 17. febrúar sl. Í ákærunni segir að Hlynur Freyr hafi opinberlega ráðist með háði, rógi og smánun á hóp ónafngreindra manna vegna þjóðernis, litarháttar og kynþáttar þeirra. Hlynur Freyr sagði meðal annars að ekki þyrfti snilling eða erfðafræðivísindamann til að sýna fram á hver mun- urinn væri á afríkunegra með prik í hönd eða Íslendingi. Vestrænar þjóðir vorkenndu Afríkubúum sem gætu þó framleitt sex sinnum meira af mat en þeir þyrftu ef þeir nenntu. Í ákæru ríkissaksóknara eru þessi ummæli sögð varða við 233. gr. a. í almennum hegningarlögum og krefst ríkissaksóknari þess að Hlyn- ur Freyr verði dæmdur til refsingar. Refsingar við brotum gegn þessari lagagrein varða sekt- um eða fangelsi allt að tveim- ur árum. Ákærður vegna um- mæla í blaðaviðtali
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.