Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ENGUM getur blandasthugur um að við Íslend-ingar erum lukkunnar pamfílar. Við búum við góðæri, hér hafa allir vinnu, velferðarkerfið er gott eftir atvikum, húsakostur og heimili eru ríkuleg. Hér er hvorki ófriður né illdeilur vegna trúarbragða, kynþátta eða stjórnmála. Lýðræði og leikreglur eru virtar í mannlegum samskiptum, menntun á háu stigi, heilbrigð- ismál með því besta sem þekkist og svo mætti áfram telja. Ef miðað er við aðrar þjóðir í efnahagslegu, stjórnarfarslegu eða félagslegu tilliti, er Ís- land í fremstu röð. Hvorki meira né minna. Varla er hægt að kvarta undan þessu hlut- skipti, enda þótt ekki standi sosum á gagnrýni og upphlaupum í hvert skipti sem út af bregð- ur og enginn virðist kippa sér upp við það þótt stéttarfélög tekjuhárra launþega efni til kröfugerða og verkfalla af því þau vilja meira. Ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá umtalsverða hækkun á tryggingabótum en vilja meira. At- vinnufyrirtæki búa við lága skatta en þurfa meira. Allur þorri almennings hefur sæmilega tekjur en heimtar meira. Skýringin er auðvitað sú að við erum góðu vön og er ekki reynslan sú, að eftir því sem stuðullinn hækkar og launatekjur heimilisins verða hærri, því meira aukast útgjöldin? Lífs- þægindakapphlaupið fer ekki eftir því hve mikið er til skiptanna, heldur hinu, hverjar gerviþarfirnar eru. Mikið vill meira. Svona er nú þetta lögmál og lítið við því að segja. Íslensk þjóð og stjórnmálaforysta hennar hefur barist fyrir bættum efnahag, reist land og þjóð úr nauð allsleysis í heim alls- nægtanna og engum nema okkur sjálfum er um að kenna, ef við kunnum ekki með það að fara. En í kjölfar góðæris og skugga þess, hefur annað gerst, sem enginn sá fyrir. Hér hefur skapast firring. Ekki kannske beinlínis vitfirring en firring hugans. Verðmætamat hefur skekkst, fólk hefur fjar- lægst hvort annað í samfélaginu, firrt verald- legum daglegum tengslum og firrt ábyrgð og sannri lífsgleði. Þessi firring birtist okkur í þunglyndi, fíkni- efnaneyslu, hóflausri skemmtanafíkn, gervi- þörfum, skilnuðum, sjálfsvígum. Þetta eru áð- ur óþekkt vandamál, flest hver, eða eru, að minnsta kosti, komin meira upp á yfirborðið, af því þau eru útbreiddari og algengari. Þau þekkjast á öðru hverju heimili. Ennþá, því miður, feimnismál, en blessunarlega viður- kennd í ríkari mæli. Þetta er það sem ég kalla firringu allsnægt- anna. Unga parið sem gifti sig í fyrra, skildi ígær. Unglingurinn, handan við horn-ið, sem passaði hjá okkur um árið, var á meðferðarstofnun fyrir eiturlyfjasjúk- linga í vetur. Gamli kunninginn sem hækkaði í mannvirðingum í fyrirtæki sínu á liðnu ári, framdi sjálfsmorð í vor. Gjaldþrot hjá einum, heilablóðfall hjá öðrum, þunglyndi hjá þeim þriðja. Sumir halda því fram að orsökina sé að finna í meiri vinnuálagi. Ekki held ég að það sé endilega skýringin. Í mínu ungdæmi vann fólk langan dag og erfiðisvinna var algengari. Í sveitinni púluðu menn við heyskapinn meðan birta og þurrkur entust. Á mölinni var rogast með poka og skóflan munduð. Tómthúsmenn, verbúðarfólk, handverksmenn, erfiðismenn. Þetta voru nöfnin og nöfn með rentu. Nei, hún var ekkert léttari vinnan í fátækt- inni og kreppunni. En þeir gáfu sig kannske fyrr, líkamlega, vinnuþrælarnir í þá daga. Vinnuþrælar nútímans eru haldnir annars- konar streitu. Streitu hraðans og álagsins og krafnanna um arð og gróða, streitu kapp- hlaupsins um lífsþægindin, sem enginn má þó vera að að njóta. Sagan segir að fjöldi manna hafi sagt upp störfum sínum á verðbréfamarkaðnum síð- ustu vikurnar, vegna þess að þeir hafi ekki staðist álagið og streituna og hún er lærdóms- rík sagan af breska sölumanninum á verð- bréfamarkaðnum, sem græddi á tá og fingri og var svo ákafur í starfinu, að hann vaknaði upp á nóttinni til að huga að gengi hlutabréf- anna og gaf sér sjaldnast tíma til að sinna konu og börnum. Hann týndi sér lifandi í líf- inu. Dag einn ákvað þessi maður að segjaupp og fékk sér vinnu frá níu til fimm,við að veggfóðra. Tekjur hans hrundu fimmfalt, en hann hefur aldrei verið ham- ingjusamari. Heldur ekki konan og börnin. Þau lifa öll lífinu lifandi. Með öðrum orðum: Góðærið hefur fært okkur betri efnhag, en lakara líf. Í þeim skilningi að fólk er vansælla með sjálft sig. Enginn vill auðvitað snúa aftur til fyrri fátæktar og allsleysis, en öll viljum leitast við njóta þeirra gæða, sem okkur hafa hlotnast. En það má ekki vera á kostnað þeirrar hamingju sem býr innra með okkur og þeirra verðmæta, sem felast í gleðinni og gæfunni að vera til. Ekki er allt gull sem glóir. Ég held að viðfangsefni næstu ára séu með- al annars, ef ekki aðallega þau, að hlúa að þeim verðmætum sem felast í mannlegum samskiptum, sjálfsímynd og huglægu um- hverfi. Stjórnmálaafskipti hafa beinst að efna- hagsmálum, skipulagsmálum, húsum og öðr- um veraldlegum verkefnum. En að svo miklu leyti sem stjórnmálamenn geta haft áhrif á þjóðlíf og mannlíf, eiga þeir að láta meira til sín taka á þeim sviðum samfélagsins sem snýr að uppeldi, andlegum lífsgæðum, frjórri hugs- un, tómstundum og daglegri velferð. Ekki með boðum eða bönnum, ekki með innræt- ingu, ekki með afskiptum af lífi einstakling- anna, heldur með auknum fjármunum og bættri félagslegri og menningarlegri þjónustu til að allir geti sótt sér styrk og hjálp og at- hvarf þegar á bjátar. Skólarnir geta verið vettvangur, vinnustaðirnir, fjölmiðlarnir, kirkjan, stofnanir og samtök eiga og geta tek- ið þetta upp á sína arma. Að kenna fólki að lifa; lifa með allsnægtunum og njóta þeirra. Að öðrum kosti fljótum við sofandi að feigð- arósi. Og hvert er þá okkar starf eftir sex hundruð sumur? Allsnægtir góðærisins springa út í allsnægtum firringar. Lukkunnar pamfílar breytast í leikbrúður streitunnar. Nei, það er ekki allt gull sem glóir. Firring alls- nægtanna Lífsþægindakapphlaupið fer ekki eftir því hve mikið er til skiptanna, heldur hinu, hverjar gerviþarf- irnar eru, segir Ellert B. Schram og bætir við: Mikið vill meira. HUGSAÐ UPPHÁTT Erum að innrita í tveggja anna nám fyrir matsveina. Námið veitir réttindi til starfa á fiski- og flutningaskipum. Nánari upplýsingar veitir kennslustjóri hótel- og matvælagreina á skrifstofutíma milli kl. 9.00 og 15.00 til 8. júní næstkomandi. Kennsla hefst 22. ágúst. HÓTEL- OG MATVÆLASKÓLINN MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI v/Digranesveg  200 Kópavogi. Sími 544 5530  Fax 554 3961  Netfang mk@ismennt.is Matsveinar! Viltu öðlast réttindi? Hrein sum viðar-, rimla-, strimla-, plíseruð- og sólargluggatjöld. Hlíðarhjalla 26, s. 897 3634. NETVERSLUN Á mbl.is Lyklakippur Litir: Gyllt, silfrað aðeins 350 kr. SJÚKRAFLUTNINGASKÓLI Rauða kross Íslands útskrifaði 25 nema í gær, föstudag, á fimm ára afmæli sínu. Útskrifaðir voru 15 nemar, sem lokið höfðu prófi í sjúkraflutningum, en þeir öðlast í kjölfarið löggildingu frá heil- brigðisráðuneytinu. Um er að ræða 110 stunda námskeið. Þá voru útskrifaðir 10 nemar sem lokið höfðu 317 stunda neyð- arflutninganámskeiði, en það er lengsta námskeiðið á vegum skól- ans. Um 1.250 manns hafa sótt nám- skeið skólans síðastliðin 5 ár, þar á meðal sjúkraflutningamenn, læknar, hjúkrunarfræðingar, slökkviliðsmenn og liðsmenn björgunarsveita. Morgunblaðið/Jim Smart Nokkrir útskriftarnemar Sjúkraflutningaskólans með prófskírteini sín ásamt Svanhildi Þengilsdóttur skóla- stjóra (þriðja f.v.) og Jóni Baldurssyni yfirlækni (fimmti f.v.), sem situr í stjórn skólans. 25 nemar útskrifaðir frá Sjúkraflutningaskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.