Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 6
ERLENT
6 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
VIKAN 13/5–19/5
Íslendingar þurfa ekki
að óttast að landhelgin fyll-
ist af togurum ESB-ríkja
við hugsanlega aðild Ís-
lands að ESB, sagði yfir-
maður sjávarútvegsmála
ESB við Morgunblaðið.
Fiskveiðiréttindin byggð-
ust á fortíðinni.
Fákeppni einkennir ís-
lenskt atvinnulíf og hefur
ríkið aukið hlutdeild sína í
atvinnulífinu um þriðjung
á síðustu árum. Þetta kem-
ur m.a. fram í nýrri skýrslu
Samkeppnisstofnunar um
stjórnunar- og eignatengsl
í íslensku atvinnulífi.
Á aðalfundi Samtaka at-
vinnulífsins boðaði Davíð
Oddsson forsætisráðherra
skattalækkun á bæði fyr-
irtæki og einstaklinga.
Samtökin vilja að tekju-
skattshlutfallið verði lækk-
að niður í 15%.
Leigusamningur vegna
Borgartúns 21, þar sem
ríkissáttasemjari er m.a. til
húsa, kostar ríkið 2,4 millj-
arða kr. á samningstím-
anum sem er til 20 ára.
Þetta kom fram í svari fjár-
málaráðherra til Lúðvíks
Bergvinssonar þingmanns.
Ágreiningur er innan
beggja stjórnarflokkanna
um fyrirhugað frumvarp
sjávarútvegsráðherra um
kvótasetningu veiða smá-
báta á ýsu, ufsa og steinbít.
Þingmenn Vestfjarða vilja
t.d. fresta frumvarpinu.
Ársreikningar Reykja-
víkurborgar fyrir árið
2000 hafa verið lagðir fram
og sýna 1,9 milljarða króna
tekjuafgang, án tillits til
lífeyrisskuldbindinga upp
á 952 milljónir.
Endi bundinn á
sjómannaverkfall
ÍSLENSKI flotinn er kominn á veiðar
eftir að Alþingi samþykkti lög á verk-
fall sjómanna í vikunni. Lauk þar með
6 vikna verkfalli. Árni M. Mathiesen
sjávarútvegsráðherra sagði á Alþingi
að hefðu lögin ekki verið samþykkt
hefði skapast ringulreið í kjaramálum
sjómanna og fiskverðsmálum. Nauð-
synlegt hefði verið að grípa inn í deil-
una til að verja þjóðarheill. Reiknað er
með að fiskvinnsla í landi komist á fullt
skrið eftir helgi. Vegna laganna ákvað
ASÍ að höfða mál gegn stjórnvöldum
fyrir að hafa gengið gegn stjórnar-
skránni, vinnulöggjöfinni og mann-
réttindasáttmála Evrópu. ASÍ ætlar
einnig að kæra stjórnvöld til Alþjóða-
vinnumálastofnunarinnar, ILO.
Stöðugleikanum
ógnað
ÝMIS hættumerki eru í íslensku fjár-
málakerfi skv. grein í nýjum Peninga-
málum Seðlabankans. Óhóflegur við-
skiptahalli og útlánaaukning fjár-
málastofnana geta leitt til óstöð-
ugleika í fjármálakerfinu og hugs-
anlega leitt til fjármálakreppu, að mati
bankans. Þá kemur einnig fram að
geta fjármálakerfisins til að standa af
sér erfiðleika hafi minnkað vegna
verri afkomu og lækkunar á eiginfjár-
hlutfalli.
Tollar hækkuðu
grænmetisverð
SÚ hækkun sem varð á smásöluverði
ýmissa grænmetistegunda í síðari
hluta mars sl. stafaði að langmestu
leyti af hækkun innflutningsverðs og
álagningu tolla, samkvæmt rannsókn
Samkeppnisstofnunar sem unnin var
að beiðni landbúnaðarráðherra. Ráð-
herra sætti sig ekki við svörin og
krafði stofnunina um skýringar.
INNLENT
Berlusconi heitir
styrkri stjórn
SILVIO Berlusconi, ríkasti maður á
Ítalíu og kosningabandalag mið- og
hægriflokka vann afgerandi sigur í
þingkosningunum síðastliðinn sunnu-
dag og eru í meirihluta í báðum deild-
um ítalska þingsins. Því hafa vaknað
vonir um, að ríkisstjórn Berlusconis, sú
59. á Ítalíu frá stríðslokum, muni sitja
út allt kjörtímabilið.
Ýmsir höfðu af því áhyggjur, að
Umberto Bossi og Norðurbandalagið
myndu valda erfiðleikum í samstarfinu
en ekki virðist mikil hætta á því vegna
hraklegrar útkomu bandalagsins í
kosningunum.
Fyrir kosningar vöruðu ýmsir evr-
ópskir fjölmiðlar við sigri Berlusconis
vegna þess spillingarorðs, sem af hon-
um fer, og vegna samstarfs hans við
Norðurbandalgið, sem amast við inn-
flytjendum og Evrópusambandinu, og
við Þjóðarfylkinguna, arftaka fasista-
flokks Mussolinis. Viðbrögð í öðrum
Evrópusambandsríkjum hafa hins veg-
ar verið mjög varfærnisleg.
Ofbeldið vex
í Miðausturlöndum
ÁTÖK Ísraela og Palestínumanna
harðna dag frá degi og bendir ekkert til
að viðræður um frið verði teknar upp í
bráð. Mikið mannfall hefur verið meðal
Palestínumanna en Ísraelar báðust af-
sökunar á morðum fimm lögreglu-
manna, sem ísraelskir hermenn skutu
til bana, flesta sofandi. Palestínumenn
skutu ísraelska konu til bana og særðu
föður hennar og á föstudag týndu sex
Ísraelar lífi og upp undir 100 særðust í
sjálfsmorðsárás Palestínumanns í
bænum Netanya. Palestínumenn hafa
fallist á niðurstöður Mitchell-nefndar-
innar um ástæður ófriðarins en Ísrael-
ar hafna þeim að því er varðar landtöku
þeirra á hernumdu svæðunum.
GEORGE W. Bush,
forseti Bandaríkjanna,
kynnti á fimmtudag áætl-
un stjórnarinnar í orku-
málum og hefur henni
verið misvel tekið. Er
meðal annars gert ráð
fyrir að auka borun eftir
olíu og gasi á opinberu
landi og auka notkun á
kjarnorku. Hafa repúblik-
anar, flokksbræður for-
setans, tekið áætluninni
vel en demókratar og um-
hverfisverndarsamtök
gagnrýna hana harðlega.
NOKKURT fjör hefur
hlaupið í bresku kosn-
ingabaráttuna en þó ekki
vegna deilna um grund-
vallaratriði í stjórn-
málum, heldur vegna þess
að John Prescott aðstoð-
arforsætisráðherra ákvað
að láta hendur skipta er
hann varð fyrir eggi frá
mótmælanda. Hefur hann
beðist afsökunar á því.
Skoðanakannanir benda
allar til að Verka-
mannaflokkurinn muni
sigra í kosningunum.
STJÓRNVÖLD í Make-
dóníu framlengdu á
fimmtudag frest sem þau
hafa gefið albönskum
skæruliðum til að leggja
niður vopn eða hafa sig á
burt. Er vonast til að
skæruliðar átti sig á að
þeir eru mjög pólitískt
einangraðir George Ro-
bertson, framkvæmda-
stjóri NATO, lýsti yfir í
vikunni að bandalagið
myndi auka hernaðar-
aðstoð sína við Makedón-
íustjórn.
ERLENT
ÞJÓÐARFLOKKURINN í Fær-
eyjum vill að árlegur fjárstuðningur
Dana leggist smám saman af, hver
sem niðurstaðan verður af viðræð-
unum um aukið fullveldi Færey-
inga, að sögn Jógvans vid Keldu,
eins af fulltrúum flokksins á Lög-
þinginu í Þórshöfn. „Árlegi fjár-
stuðningurinn hefur reynst Færey-
ingum varasamur, menn finna alltaf
not fyrir þá peninga sem þeir fá í
hendurnar,“ segir hann. Jógvan
flytur í kvöld erindi um sjálfstæð-
isbaráttu Færeyinga á norrænni
samkomu í safnaðarheimili Digra-
neskirkju í Kópavogi.
Jógvan var í alls 16 ár bæjar-
stjóri í Klakksvík sem er vinabær
Kópavogs, en er nú þingmaður
Þjóðarflokksins, sem fer fyrir nú-
verandi samsteypustjórn Færeyja.
Hann situr einnig í Norðurlanda-
ráði fyrir hönd Færeyinga.
Hann er spurður um stöðuna í
sjálfstæðismálunum en Danir hafa
hafnað tillögum stjórnar Anfinns
Kallsbergs lögmanns um a.m.k. 12
ára aðlögunartíma í efnahagsmálum
og vilja hann í mesta lagifjögur ár.
Stjórn Kallsbergs hefur lagt
áherslu á þá stefnu sína að Fær-
eyingar verði fjárhagslega sjálf-
stæðir með því að ákveða að árlegu
fjárframlögin verði strax lækkuð
um 300-400 milljónir danskra
króna.
„Við teljum hins vegar mikilvægt
að Færeyingar fái hæfilegan tíma
til að búa allt samfélagið og þá ekki
síst efnahaginn undir breytinguna.
En við stöndum andspænis því, að
danska stjórnin nýtur stuðnings
nær allra þingmanna í Kaupmanna-
höfn í málinu. Sambandsflokkurinn
í Færeyjum hefur unnið með
Venstre-flokknum danska og jafn-
aðarmenn, stærsti flokkurinn í
Færeyjum, er systurflokkur danska
jafnaðarmannaflokksins. Helming-
ur Lögþingsins stendur með Dön-
um. Og sé boðið upp á aðeins fjög-
urra ára aðlögun vill ekki nema um
helmingur Færeyinga fylgja full-
veldiskröfunum eftir ef marka má
skoðanakannanir,“ segir Jógvan.
Því sé samningsstaðan erfið af
ýmsum ástæðum og ekki hafi verið
hægt að efna til þjóðaratkvæðis í
Færeyjum um samning þar sem
kveðið væri á um aukið sjálfsfor-
ræði Færeyinga í áföngum vegna
þess að Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra Danmerkur, hafi
ekki viljað semja. Íhaldsmaðurinn
Poul Schlüter hafi verið mun betur
að sér um færeyskar aðstæður en
Rasmussen. Færeyingar séu ekki
einhuga í fullveldismálinu eins og
Íslendingar hafi verið á sínum tíma
um að rjúfa stjórnartengslin við
Dani 1944. Reyndar segir Jógvan
aðspurður að Þjóðarflokkurinn
gangi ekki svo langt að vilja lýð-
veldi heldur eigi að auka sjálfsfor-
ræði Færeyinga í ýmsum veiga-
mestu málaflokkum. „Við lítum á
raunverulegt fullveldi sem fyrsta
áfangann,“ segir hann og því vilji
þeir til dæmis fá eigið sæti hjá
Sameinuðu þjóðunum. Mestu skipti
að Færeyingar taki fulla ábyrgð á
efnahagsmálum sínum. Flokkurinn
vilji samt að Margrét drottning
verði áfram þjóðhöfðingi Færey-
inga.
„Kosningar til Lögþingsins verða
í síðasta lagi 30. apríl á næsta ári.
Menn velta því fyrir sér hvort
danska stjórnin miði stefnu sína við
að reyna að seinka málinu svo mjög
að Lögþingskosningarnar verði eins
konar þjóðaratkvæði um fullveldis-
tillögur samsteypustjórnarinnar.
Málið muni verða yfirgnæfandi í
kosningabaráttunni.
Þetta finnst mér býsna alvarlegt
mál vegna þess að þá getur farið
svo að stjórnmál í Færeyjum verði
of einstrengingsleg, allt muni snú-
ast um sambandið við Danmörku.
Menn eiga að ræða fullveldismálin
en einnig almenna stefnu í lands-
málum, finnst mér. “
Olíutekjur og sambandsmál
Hann segir að danskir frammá-
menn hafi rætt um að gott væri að
Sambandsflokkurinn og Jafnaðar-
mannaflokkurinn mynduðu næstu
stjórn í Færeyjum og þá myndi, að
hans áliti, lausn á fullveldismálun-
um dragast mjög á langinn. Jafn-
aðarmenn vilji að vísu aukið sjálfs-
forræði en einnig að Færeyjar verði
áfram hluti danska ríkisins.
En er óeðlilegt að Danir vilji
hætta að styðja Færeyinga með fé
þar sem talið er nær víst að olíu-
vinnsla hefjist við eyjarnar innan
fárra ára? Jógvan segir að Fær-
eyingar hafi samið við Dani árið
1992 um að fá full umráð yfir eigin
landgrunni og ekki verði hreyft
frekar við því máli, en að hans áliti
komi ekki til greina að Færeyingar
þiggi áfram fjárstuðning ef olíutekj-
urnar verði að veruleika.
Færeyski þingmaðurinn Jógvan vid Keldu
Fjárstuðningur Dana
hefur reynst varasamur
Morgunblaðið/Golli
Jógvan vid Keldu sem situr á Lögþingi Færeyja fyrir Þjóðarflokkinn.
ÍBÚAR borgarinnar Jakútsk í
Síberíu, 200.000 manns,
bjuggu sig í gær undir mikil
flóð þar á næstu dögum þrátt
fyrir að þau væru í rénun ann-
ars staðar.
Varað er við miklum flóðum
í Jakútsk í næstu viku en sum
hús í úthverfum borgarinnar
eru raunar þegar umflotin.
Flóðunum valda mikil hlýindi
þótt ár og fljót séu enn ísi lögð
en af þeim sökum hefur leys-
ingavatnið ekki fundið sér eðli-
legan farveg. Annars staðar í
Síberíu er ástandið þó mjög að
skána.
Varað við
flóðum í
Jakútsk
Moskvu. AFP.