Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 38
FRÉTTIR
38 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
GOTT ATVINNUTÆKIFÆRI
BLÓMABÚÐIN KÓSÝ
Til sölu er blómabúðin Kósý í Keflavík ásamt
húsnæði, sem er 160 fm. Búðin er í fullum
rekstri með gott úrval af gjafavöru, blómum
og tækifærisgjöfum. Búðin er staðsett á frá-
bærum stað í miðbænum. Góð bílastæði. Til-
valið tækifæri fyrir framsækið og duglegt fólk.
Upplýsingar veittar á skrifstofu
Fasteignasalan Ásberg,
Hafnargötu 27, Keflavík,
símar 421 1420 og 421 4288.
Tilboð óskast í húseignina
Skólabrú 2, Reykjavík
Sala 12808 Skólabrú 2, Reykjavík
Um er að ræða húseign sem er tvær hæðir,
kjallari og ris, byggt árið 1912. Stærð hússins
er 389 fermetrar. Stærð lóðar er 309 fermetr-
ar. Brunabótamat hússins er kr. 32.486.000
og fasteignamat er kr. 19.899.000.
Húseignin er til sýnis í samráði við Gunnar
Ingibergsson í síma 892 7614. Tilboðseyðu-
blöð liggja frammi á sama stað og hjá Ríkis-
kaupum, Borgartúni 7, 105 Reykjavík.
Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl. 11
þann 29. maí 2001 þar sem þau verða opnuð
í viðurvist viðstaddra bjóðenda er þess óska.
Þórarinn Jónsson hdl., löggiltur fasteignasali.
Jón Kristinsson sölustjóri.
Svavar Jónsson sölumaður.
Sími 551 8000 - Fax 551 1160
Vitastíg 12 - 101 Reykjavík
Hálsasel
Stararimi
Glæsilegt tengihús, 4 svefnherbergi, stofa, borðstofa og
arinstofa. Lóð fullbúin með sólverönd og skjólveggjum
og stórar svalir. Innbyggður bílskúr. Verð 23 millj.
Glæsilegt 173 fm einbýlishús með bílskúr. 5—6 herb.,
þar af 4 svefnherb. Fallegar innréttingar. Falleg lóð.
Vesturfold
Einbýlishús á tveimur hæðum, 130 fm timburhús. Húsið
stendur á hornlóð. Bílskúrsréttur.
Opið hús í dag
Brautarás 1, Seláshverfið - Árbæ
Endaraðhús m. tvöföldum bílskúr
Básbryggja 13, 3. hæð
Glæsileg fullbúin endaíbúð í Bryggjuhverfinu
Í dag milli kl. 14 og 16 gefst áhugasömum tækifæri á að skoða þetta
fallega endaraðhús á sérlega vinsælum stað í Selásnum í Árbæ. Um er
að ræða 213 fm hús á tveimur hæðum, þ.a. 42 fm bílskúr. Í íbúðinni eru
fjögur góð svefnherbergi, „húsbónda“herbergi, stór stofa, borðstofa og
sjónvarpsstofa. Parket og flísar á gólfum, glæsilegur arinn í stofu, ver-
önd og góðar svalir til suðvesturs og tvöfaldur bílskúr með geymslulofti.
Kíktu við! Jón Ingi og Helga taka vel á móti ykkur! Til frekari upplýs-
inga hringdu í Guðjón í síma 899 2694.
Suðurlandsbraut 20,
sími 533 6050,
www.hofdi.is
Í dag milli kl. 14 og 17 mun verða
opið hús í Básbryggju nr. 13 í
Bryggjuhverfinu sem nýtur nú sí-
vaxandi vinsælda. Eignin, sem er
141 fm, er fullbúin, m.a. marbau-
parket og flísar á gólfum, mahóní-
hurðir og glæsilegar innréttingar
smíðaðar í Axis. Íbúðin er á efstu
hæð og er með mikilli lofthæð,
stórar svalir með útsýni inn í lystigarð sem afhentur verður fullbúinn.
Lúðvík tekur vel á móti ykkur. Verð 21,0 millj.
Áhv. 8 millj. í húsbr.
Villa de Rosa
kemur manni í hug
þegar þessi eign hefur ver-
ið skoðuð. Hún er öll ein-
staklega vönduð og falleg,
þar sem hönnun, smíði og
frágangur er til fyrirmyndar.
Innihurðir eru úr massífri
eik, innréttingar einnig, allt
fyrsta flokks, parket og flís-
ar á gólfum, upptekin loft í öllu húsinu og þakgluggar í stofu sem
veita mikla birtu. Arinstofa, borðstofa og skáli tengjast og mynda
notalega miðju í húsinu. Heitur pottur í garði og stór sólpallur,
heilsárs sólstofa með hita í gólfi og ofn-
um. Hitalögn í stéttum og bílaplani.
Garðurinn er gróinn og fallegur og mátu-
lega stór. Húsið er sérstaklega styrkt fyr-
ir jarðskjálfta.
Fjöldi mynda á heimasíðu okkar
á bakki.com
Sigtúnum 2, 800 Selfossi, sími 482 4000,
heimasíða http://www.bakki.com
HÁSKÓLINN í Reykjavík er með
námsráðgjöf og námskynningu alla
virka daga kl. 10 - 11:30 fyrir þá sem
stefna á háskólanám. Námsráðgjafi
veitir uplýsingar um skólastyrki fyr-
ir nýnema, námstilhögun í tölvunar-
fræðideild og viðskiptadeild skólans
auk þess sem hann svarar spurning-
um um hvaðeina sem lýtur að námi
við skólann.
Námsráðgjöfin er opin alla virka
daga fram til 15. júní – en þá er síð-
asti umsóknardagur um skólavist
fyrir námsárið 2001-2002.
Þeir sem vilja nýta sér þessa þjón-
ustu geta hvort heldur sem er komið
í skólann, sent tölvupóst til
bjorg@ru.is eða haft samband sím-
leiðis.
Námskynning
og ráðgjöf hjá
Háskólanum
í Reykjavík
FÉLAG áhugafólks um heimafæð-
ingar heldur sinn árlega aðalfund
þriðjudaginn 22. maí nk. kl. 20 í
húsakynnum Hússtjórnarskóla
Reykjavíkur, Sólvallagötu 12.
Eftir hefðbundin aðalfundarstörf
mun Margrét Jónsdóttir flytja er-
indið „Hring eftir hring; um hug-
myndafræði barnsfæðinga“ og móðir
mun segja frá eigin heimafæðingu.
Á fundinum verður kynning á
félaginu og nýlegur bæklingur um
heimafæðingar mun liggja frammi.
Kaffi og meðlæti verður selt á
fundinum til styrktar starfseminni.
Allir áhugasamir eru velkomnir.
Fundur um
heimafæðingar
MATTHÍAS Viðar Sæmundsson ís-
lenskufræðingur heldur fyrirlestur í
hádegisfundaröð Sagnfræðinga-
félags Íslands sem hann nefnir
„Lykt, bragð og óhljóð í heimildum“,
þriðjudaginn 22. maí nk. Fundurinn
fer fram í stóra sal Norræna húss-
ins, hann hefst kl. 12:05 og lýkur
stundvíslega kl. 13:00. Fundurinn er
opinn öllu áhugafólki um sögu og er
aðgangur ókeypis.
„Í fyrirlestrinum verður rætt um
Æra-Tobba, tungutal og óhljóð í
heimildum.
Spurt verður um tengsl munn-
legra gjörninga og ritaðra minja,
rætt um blætisdýrkun fræðimanna
og áhrif líkamlegrar reynslu á
heimsmynd Íslendinga. Talað verð-
ur um þýðingu þess og áhrif að rit
voru lesin fyrir fólki, bæði við mess-
ur og á kvöldvökum, að móttaka
texta var bundin framsögn og
hlustun, heyrn en ekki sjón og lestri.
Leidd verða rök fyrir því að málvit-
und fólks hafi verið mun líkamlegri
en síðar varð, samofin trú og lífs-
reynslu, þótt hamrað sé á villu eða
sjúkleika, jafnvel geðklofa, nú á dög-
um. Sett verður fram tilgáta um að
slík reynsla hafi ekki verið jöðruð
með sama hætti í samfélagi sautj-
ándu aldar því að menn hafi sótt til
hennar við gerð og flutning ákveð-
inna texta. Það tengdist aftur hefð-
bundnum hugmyndum um sérstakt
kraftseðli mælts máls umfram það
ritaða. Verða vísur Æra-Tobba not-
aðar sem dæmi,“ segir í fréttatil-
kynningu.
Um Æra-
Tobba og
óhljóð í
heimildum
SAMTÖKIN Fimmhyrningurinn
standa fyrir grunnnámskeiði fyrir
byrjendur í yoga. Hefst það mánu-
daginn 21. maí nk. kl. 17.30 í Bolholti
4, 4. hæð (í sal Lífssýnar).
Þátttakendur eru beðnir að mæta
tímanlega.
Námskeið í yoga
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦
♦ ♦ ♦