Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 45
DAGBÓK
Árnað heilla
ÉG hef orðið þess var í
seinni tíð að menn gera
ekki alltaf skýran mun á
ofangreindum sagnorðum
og merkingum þeirra.
Fyrir bragðið fer svo að
hér kemst á ruglingur
milli beyginga þeirra og
notkun. Ekki hefur áður
verið minnzt á þetta og er
því ástæða til þess að
vekja lesendur til um-
hugsunar um muninn hér
á milli. Ekki er það sízt
vanþörf vegna þess, að
við erum farin að heyra
þennan rugling á öldum
ljósvakans. Þegar svo er
komið, er einmitt hætta á
að hann breiðist út meðal
almennings. Snemma í
þessum mánuði var kom-
izt svo að orði í fréttum á
Bylgjunni: Ráðherra kvað
sér hljóðs. Var það í
sambandi við umræðu á
Alþingi. Hér hefur frétta-
maður ruglazt í ríminu og
þulur ekki heldur veitt
því athygli. Í þessu dæmi
er um so. að kveðja að
ræða: að kveðja sér hljóðs
við umræður. Beyging
hennar er veik, eins og
það er kallað, og er á
þessa leið: kveðja - kvaddi
- kvatt. Þt. so. er þá
kvaddi: hann kvaddi sér
hljóðs og lh. kvatt: hann
hefur kvatt sér hljóðs.
Hins vegar er hitt so. í
sterkri beygingu og beyg-
ist svo: kveða - kvað -
kváðum - kveðið. Í sam-
ræmi við það átti þulur að
segja: Ráðherra kvaddi
sér hljóðs o.s.frv. Ég geri
fastlega ráð fyrir að þeir
séu enn margir sem
þekkja hér muninn. Því
miður virðist samt svo
sem þeim fari fjölgandi
sem kannast ekki við
hann og verður því „fóta-
skortur á tungunni“ þeg-
ar þeir þurfa að nota
þessi sagnorð. Því skal
segja sem svo: Hann
kvaddi sér hljóðs og kvað
það heilagan sannleika
sem hann heldur fram um
málið.
- J.A.J.
ORÐABÓKIN
Kveða – kveðja
LJÓÐABROT
GRÓTTUSTEMNING
Hjá Gróttu svarrar sjórinn
við sorfin þarasker.
Í útsynningum dimmar drunur
drynja í eyru mér.
Þar fórust eitt sinn átján
með allt í grænan sjó.
Brimið svall við svörtusker.
Sofðu, korríró.
Oft heyrast óhljóð
útvið Gróttusker.
Á kvöldin stiginn kynjadans,
kveðið og leikið sér.
Þórbergur Þórðarson.
STAÐAN kom upp í ofur-
mótinu í Enghien-les-Bains
er lauk fyrir skömmu. Joel
Lautier (2658) hafði hvítt
gegn Viktor Bologan (2676).
38.Hxf8! Hxf8 39.Dxe6 og
svartur gafst upp. Skákin
tefldist í heild sinni:
1.d4 Rf6 2.c4 e6 3.Rf3
d5 4.g3 c6 5.Bg2 Rbd7
6.O-O Bd6 7.Rc3 O-O
8.Rd2 Bb4 9.Db3 a5
10.Hd1 b5 11.cxd5
exd5 12.e4 Rb6 13.e5
Re8 14.Dc2 g6 15.Rf3
Bf5 16.De2 Be7
17.Bh6 Rg7 18.h3
He8 19.Hac1 Hc8
20.g4 Be6 21.b3 b4
22.Rb1 Rd7 23.Rbd2
Db6 24.Rf1 c5 25.dxc5
Rxc5 26.Rg3 a4
27.Rd4 Bh4 28.De3
axb3 29.axb3 Rd7 30.Rge2
Be7 31.f4 Bc5 32.Kh1 f6
33.f5 fxe5 34.fxe6 Rxe6
35.Bxd5 exd4 36.Rxd4 Rdf8
37.Hf1 Dd6 o.s.frv. Upp-
skeruhátíð Skákfélags Ak-
ureyrar verður haldin kl. 20
í kvöld, 20. maí, í íþróttahöll-
inni á Akureyri. Margs er að
minnast og fagna enda á
félagið 100 ára afmæli um
þessar mundir.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
SUÐUR spilar þrjú grönd
og verður að treysta á mjög
hagstæða legu í laufinu til
að eiga sér vinningsvon:
Austur; AV á hættu.
Norður
♠ ÁK54
♥ 10862
♦ D92
♣ 73
Vestur Austur
♠ 108632 ♠ G
♥ G95 ♥ K743
♦ 85 ♦ ÁG1076
♣G105 ♣Á98
Suður
♠ D97
♥ ÁD
♦ K43
♣KD642
Vestur Norður Austur Suður
-- -- 1 tígull 1 grand
Pass 3 grönd Allir pass
Útspil: tígulátta.
Betri lauflegu er ekki
hægt að hugsa sér – ásinn
þriðji í austur – og því lítur
út fyrir að hægt sé að vinna
þrjú grönd með því að spila
tvisvar að hjónunum. En
það er blekking. Vörnin á
alltaf að hafa betur. Sér
lesandinn hvernig?
Suður tekur fyrsta slag-
inn heima á tígulkóng, fer
inn í borð á spaðaás og spil-
ar laufi á kóng. Hann spilar
blindum inn á spaða og
laufi að drottningunni. Ef
austur dúkkar, lendir hann
næsti inni á laufás og getur
ekki sótt tígulinn...
Þetta er komið úr bönd-
unum – austur er búinn að
nota tækifærið og henda
laufás í spaðakónginn.
Þannig tryggir hann makk-
er sínum innkomu á lauf-
gosa og þá innkomu notar
vestur til að spila tígli í
gegnum drottninguna.
BRIDS
Umsjón Guðmundur
Páll Arnarson.
90 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag-
inn 21. maí, verður níræður
Sigurður Elías Eyjólfsson,
prentari, Skólabraut 3, Sel-
tjarnarnesi. Eiginkona hans
er Ragnhildur Sigurjóns-
dóttir. Sigurður verður að
heiman á afmælisdaginn.
70 ÁRA afmæli. Ámorgun, mánudag-
inn 21. maí, verður sjötugur
Óli Bergholt Lútherson,
húsvörður, Ásbraut 21,
Kópavogi. Eiginkona hans
er Svana Svanþórsdóttir.
Þau verða að heiman á af-
mælisdaginn.
Ný snyrtistofa
Hef opnað snyrtistofu í
Silfurtunglinu,
Skipasundi 51, v/Holtaveg,
sími 588 7077, gsm 691 0381 Kristín B. Hallbjörnsdóttir.
Hverfisgötu 50,
sími 552 2690
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja. Fólk getur
hringt í síma 569-1100,
sent í bréfsíma 569-
1329, eða sent á net-
fangið ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
STJÖRNUSPÁ
ef t i r Frances Drake
NAUT
Afmælisbarn dagsins:
Þú gleður marga með þinni
léttu lund og gæðir hlutina
skemmtilegu lífi sem gerir
þig eftirsóttan félaga.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú hefur þá dirfsku til að bera
sem ætti að duga til að koma
metnaðarfullu verkefni í höfn.
Leitaðu uppi tækifæri til þess
að nota þessa hæfileika.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Berðu vandlega saman þær
leiðir sem við þér blasa og
gerðu upp hug þinn áður en
þú heldur af stað því eftir það
verður ekki aftur snúið.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þú ert hikandi í afstöðu þinni
til ráðgjafar samstarfsmanns
þíns og er það vel því þú ættir
að gaumgæfa hlutina áður en
þú afræður nokkuð.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt þig langi til þess að taka
forustu í sérstöku átaki á
vinnustað þínum skaltu
ganga úr skugga um að þér sé
raunverulegur akkur í því.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Það er góð regla að læra einn
nýjan hlut á hverjum degi.
Það þurfa svo sem ekki að
vera nein ósköp en sérhver al-
in sem bætt er við gerir þig að
betri manni.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Það er sjálfsagt að hlusta á
gagnrýni annarra en ástæðu-
laust að sligast undan henni.
Hugsaðu um hana og dragðu
lærdóm af því sem réttmætt
er.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það þarf stundum lítið út af
að bera til þess að afleiðing-
arnar valdi verulegum vand-
ræðum. Reyndu því að hafa
allt á hreinu bæði í starfi og
leik.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú berð sjálfur ábyrgð á
heilsu þinni og því er það í
þínu valdi og einskis annars
að breyta því sem breyta þarf
og hlúa að því sem vel er.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Einhver hlutur kemur upp á
sem kallar fram minningar úr
æsku þinni og þú hefur mikla
ánægju af að rifja þetta upp
og festa þér í minni.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Vald er jafnan vandmeðfarið
og sá einn ætti að hafa vald
sem aldrei þarf að nota það en
getur engu að síður hvatt
aðra áfram og náð árangri.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Hugmyndirnar hrúgast upp
hjá þér án þess að þér takist
að koma nokkru skikki á þær.
Þér er því nauðsynlegt að
fara í gegnum hlutina og
vinsa það besta úr.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú hefur yndi af skáldsögum
og lætur þig dreyma um að
skrifa eina sjálfur. Láttu það
umfram allt eftir þér og vertu
óhræddur við að festa hugs-
anir þínar á blað.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FYRIRHUGUÐ er safnaðarferð til
Þórshafnar á Langanesi dagana 24.-
27. maí, en sóknarprestur þar er sr.
Sveinbjörn Bjarnason, sem lengi var
virkur í safnaðarstarfi Breiðholts-
sóknar. Sungin verður messa í hinni
nýju Þórshafnarkirkju kl. 11 sunnu-
daginn 27. maí og verður því engin
guðsþjónusta í Breiðholtskirkju þann
dag.
Gist verður á Löngumýri í Skaga-
firði, að Vestmannsvatni í Aðaldal og
á Þórshöfn, eina nótt á hverjum stað.
Nánari upplýsingar um þessa ferð
má fá í Breiðholtskirkju.
Safnaðarstarf
Laugarneskirkja. Morgunbænir
mánudag kl. 6.45-7.05. 12 spora hópar
koma saman í safnaðarheimilinu
mánudag kl. 19.15.
Fella- og Hólakirkja. Æskulýðsstarf
fyrir 8.-10. bekk á mánudögum kl. 20-
22.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl.
20. Tekið er við bænarefnum í kirkj-
unni alla daga frá kl. 9-17 í síma 587-
9070.
Hafnarfjarðarkirkja. Æskulýðsstarf
yngri deild kl.20.30-22 í Hásölum.
Krossinn. Almenn samkoma að
Hlíðasmára 5 kl. 16.30. Allir velkomn-
ir.
Hvammstangakirkja. KFUM og K
starf kirkjunnar mánudag kl.17.30 á
prestssetrinu.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía.
Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður
Aril Edvardsen frá Noregi. Almenn
samkoma kl. 16.30. Lofgjörðarhópur
Marita syngur. Ræðumaður Aril
Edvardsen. Barnakirkja fyrir 1-9 ára
börn. Allir velkomnir meðan húsrúm
leyfir.
Frelsið, kristileg miðstöð. Almenn
fjölskyldusamkoma sunnudaga kl. 17.
Safnaðarferð
Breiðholtssóknar
Þórshafnarkirkja
Morgunblaðið/Líney
KIRKJUSTARF