Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
F
YRIR nokkrum misserum
virtist bara ein leið til í efna-
hags- og atvinnulífi okkar Ís-
lendinga og raunar margra
annarra þjóða og hún var upp
á við. Allt hækkaði. Hlutabréf
hækkuðu. Fasteignaverð
hækkaði. Laun hækkuðu.
Fjölmiðlar á öllum Vesturlöndum stóðu fyrir
miklum umræðum um að kenjar hagsveiflunnar
að fara bæði upp og niður hefðu verið brotnar á
bak aftur. Nýja hagkerfið væri öðruvísi hagkerfi.
Ríkjandi viðhorf endurspegluðust kannski
bezt í mati á netfyrirtækjum og öðrum fyrirtækj-
um sem byggjast á nýrri tækni svo og líftækni-
fyrirtækjum. Flest fyrirtæki sem byggja á Net-
inu hafa haft litlar tekjur. Það hefur reynzt erfitt
að selja aðgang að netsíðum og auglýsendur hafa
ekki hlaupið til og keypt auglýsingar til birtingar
á netsíðum. Samt sem áður voru netfyrirtækin
metin á fjármálamarkaðnum á gífurlega háar
upphæðir. Þeir sem kynnzt hafa sveiflum í venju-
legum atvinnurekstri skildu ekki hvað um var að
vera en fengu þau svör hjá nýjum sérfræðingum
að verðmatið byggðist á „væntingum“ um fram-
tíðina og tekjuöflunarmöguleika þessara fyrir-
tækja þá.
Þegar horft er til baka má auðvitað spyrja,
hvort það eigi ekki við um öll fyrirtæki. Ef dugn-
aðarmaður hefur útgerð á litlum bát má spyrja,
hvort ekki sé hægt að meta þá útgerð háu verði
vegna væntinga um framtíðina.
Sérfróður maður sagði við viðmælanda sinn
fyrir rúmu ári að þegar komið væri fram á þetta
ár gæti hluturinn í deCODE genetics, móðurfyr-
irtæki Íslenzkrar erfðagreiningar, verið kominn
upp í 120–130 Bandaríkjadali. Hann er nú verð-
lagður á innan við 6 Bandaríkjadali.
Stjórnandi í stóru fyrirtæki spáði því fyrir
rúmu ári að auglýsingar síns fyrirtækis myndu
að stórum hluta fara á Netið. Ekkert slíkt hefur
gerzt.
Það sem hefur gerzt er að viðskiptalífið er
komið niður á jörðina. Það er gott og jákvætt.
Netið er bylting í samskiptamálum. Á hverjum
degi eru milli 80 og 90 þúsund flettingar á
Morgunblaðið á Netinu, sem þar með er orðinn
einn stærsti fjölmiðill landsins. Þetta eru tölur
sem byggðar eru á nákvæmum mælingum óháðs
aðila. Netið er bylting í samskiptamálum innan
fyrirtækja og utan, milli einstaklinga, milli landa.
Að því leyti til hefur Netið stuðlað að árangurs-
ríkari rekstri fyrirtækja og ódýrari samskiptum
fólks í milli. En starfsemi á Netinu er ekki farin
að skapa tekjur að nokkru marki. Fyrst og
fremst útgjöld. Smátt og smátt munu menn finna
leiðir til þess að reka arðvænlega atvinnustarf-
semi á Netinu en líkurnar á því, að sú starfsemi
standi undir því gríðarlega háa verðmati, sem
einkenndi umræður um netfyrirtækin fyrir
nokkrum misserum, eru litlar.
Verðfallið á íslenzka hlutabréfamarkaðnum
hefur orðið mikið á síðustu misserum. Um skeið
virtust menn halda að hann gæti bara farið upp.
Þess vegna er sveiflan niður á við jákvæð að því
leyti til að landsmenn verða raunsærri á þann
veruleika sem Verðbréfaþing Íslands endur-
speglar. Eimskipafélag Íslands hf. er merkilegt
fyrirtæki og lykilfyrirtæki í okkar samfélagi.
Þegar Verðbréfaþing mat þetta gamalgróna
fyrirtæki á 40 milljarða króna veltu margir því
fyrir sér hvort þetta gæti verið rétt mat. En á
móti mátti spyrja: er ekki markaðurinn bezti
dómarinn um það? Nú má færa rök að því að
markaðurinn meti fyrirtækið á lægra verði en
eðlilegt geti talizt. Hins vegar er ekki ólíklegt að
matið á hlutabréfum almennt sé mun raunsærra
nú en það var snemma á síðasta ári.
Það eru ekki bara þeir, sem hafa upplifað fallið
á verði hlutabréfanna, sem hafa fengið vægt áfall
ef svo má að orði komast. Það á líka við um þá
fjölmörgu Íslendinga sem hafa trúað fjármála-
fyrirtækjunum fyrir fjármunum sínum, ávaxtað
þá í ýmsum sjóðum á þeirra vegum. Fjármála-
fyrirtækin hafa verið dugleg við að auglýsa upp
háa ávöxtun sem þau bjóði upp á. Þau hafa gert
minna af því að útskýra fyrir fólki undanfarna
mánuði, hvers vegna inneignir þess hafi lækkað
svo mjög. Að vísu verður að gæta sanngirni í
þessum efnum og líta yfir lengra tímabil en
nokkra mánuði.
Inneignir fólks í verðbréfasjóðum og sér-
eignarsjóðum hafa hækkað mjög á undanförnum
árum og vel má vera, sé litið yfir t.d. fimm ára
tímabil, að meðalávöxtun sé viðunandi þótt mikl-
ar sveiflur hafi verið í henni. Það er hins vegar
tímabært að þessi fyrirtæki geri viðskiptamönn-
um sínum rækilegri grein fyrir þeirri þróun sem
orðin er. Of margir hafa hneigzt til þess að taka
of mikla áhættu með lífeyri sinn og sitja uppi með
sárt ennið og skertan lífeyri. Dæmi um þetta eru
alþekkt frá Bandaríkjunum en það er kannski
fyrst nú sem Íslendingar eru að kynnast því af
eigin raun að taki þeir of mikla áhættu með því að
gera sér vonir um háa ávöxtun geta þeir tapað
verulegum hluta lífeyrissparnaðar síns. Þetta
verða þeir stjórnmálamenn líka að hafa í huga
sem telja sjálfsagt að lífeyrissjóðir leggi mikla
fjármuni í fyrirtæki sem í eðli sínu taka mikla
áhættu í rekstri.
En það er á fleiri sviðum sem við Íslendingar
höfum lært nýja lexíu að undanförnu. Eftir að
gjaldeyrisviðskipti voru gefin algerlega frjáls
hafa menn líka tekið mikla áhættu á því sviði.
Fyrir nokkrum misserum skýrði Morgunblaðið
frá því að töluvert væri um það að einstaklingar,
hópar einstaklinga og fyrirtæki tækju erlend lán
og settu andvirði þeirra í kaup á íslenzkum ríkis-
skuldabréfum og högnuðust verulega á því, að
vextir af þeim bréfum væru allt að tvöfallt hærri
en vextir af hinum erlendu lánum.
Jafnframt er ljóst að mikið af þeim stóru upp-
hæðum, sem gengið hafa á milli manna í hluta-
bréfaviðskiptum, hafa byggzt á erlendum lántök-
um. Þessar erlendu lántökur fóru fram í trausti
þess að litlar breytingar yrðu á gengi íslenzku
krónunnar. Þess voru jafnvel dæmi að bankar
gæfu kost á því að taka húsnæðislán í erlendri
mynt sem um leið tryggði mun lægri vexti en inn-
lend lán.
Breytingarnar á gengi íslenzku krónunnar á
undanförnum mánuðum, en alveg sérstaklega á
undanförnum vikum, hafa verið reiðarslag fyrir
þá sem hafa stundað áhættuviðskipti í krafti er-
lendra lána.
Eftir það, sem gerzt hefur í þessum efnum að
undanförnu, má gera ráð fyrir að viðskiptalífið
muni fara varlegar í erlendar lántökur en gert
hefur verið um skeið.
Það er því sama, hvort litið er til netvæðing-
arinnar, sem um tíma byggðist á algerlega
óraunhæfum væntingum, hlutabréfamarkaðar-
ins, sem á tímabili reis hærra en nokkur rök voru
fyrir, eða gjaldeyrisviðskipta, sem margir hafa
brennt sig á; nú ríkir meira raunsæi um þessi
efni og það getur ekki haft nema jákvæð áhrif á
þróun og uppbyggingu atvinnulífsins í framtíð-
inni.
Auknu frelsi á öllum sviðum hafa fylgt ákveðn-
ir vaxtarverkir en vonandi er það tímabil nú að
baki þótt afleiðingar þeirra vaxtarverkja eigi
kannski eftir að koma betur í ljós á næstu mán-
uðum.
RÍKI OG ATVINNULÍF
Sú niðurstaða í nýrri skýrslu Sam-keppnisstofnunar, að opinberiraðilar hafi aukið hlut sinn í at-
vinnulífinu en ekki minnkað, þrátt fyrir
markvissa einkavæðingu, kemur ekki á
óvart. Morgunblaðið vakti athygli á
þessari staðreynd fyrir nokkrum árum í
tengslum við umfjöllun blaðsins um
Póst og síma, forvera Landssímans og
Íslandspósts.
Í skýrslunni, sem fjallar um stjórn-
unar- og eignatengsl í íslenzku atvinnu-
lífi og er önnur skýrsla, sem stofnunin
gefur út um þetta efni, kemur fram, að
hlutur ríkisins í atvinnulífinu hefur auk-
izt um þriðjung á milli áranna 1993 og
1996. Samkeppnisstofnun kemst að
þeirri niðurstöðu, að ríki og sveitar-
félög, lífeyrissjóðir og sjálfseignarstofn-
anir eigi drjúgan hluta atvinnulífsins.
Á þessu tímabili hefur fjarskipta-
geirinn vaxið mjög hratt. Í umfjöllun
Morgunblaðsins um þetta efni fyrir
nokkrum árum var vakin athygli á því,
að Póstur og sími, ríkisfyrirtæki, ætti í
harðri samkeppni við einkafyrirtæki á
þessu sviði og þrengdi mjög að þeim.
Eftir að Landssíminn varð til með skipt-
ingu Pósts og síma í tvö fyrirtæki hefur
sú þróun haldið áfram, að ríkisfyrirtæk-
ið Landssíminn, hefur haldið áfram að
kaupa hluti í fjölmörgum fyrirtækjum,
sem starfa á þessu sviði.
Það má færa þau rök fyrir þessari út-
þenslu Landssímans, að þar sem stefnt
hafi verið markvisst að því í nokkur ár
að einkavæða fyrirtækið, hafi verið eðli-
legt að leitast við að auka verðmæti
þessarar eignar íslenzkra skattgreið-
enda eins og kostur væri, áður en það
yrði selt á almennum markaði. Hins
vegar er veruleikinn sá, að með þessari
stefnu hefur ríkið aukið hlutdeild sína í
atvinnulífinu en ekki minnkað og það
meira að segja á nýjum sviðum atvinnu-
lífsins.
Úr því sem komið er þarf þetta hins
vegar ekki að vera deiluefni, þar sem
ljóst er að Landssíminn verður einka-
væddur. Hið sama á við um ríkisbank-
ana. Þess vegna má gera ráð fyrir, að
það ástand, sem skýrsla Samkeppnis-
stofnunar lýsir að þessu leyti sé tíma-
bundið og myndin verði allt önnur að
nokkrum árum liðnum.
Þegar fyrri skýrsla Samkeppnis-
stofnunar var birt fyrir allmörgum ár-
um höfðu menn miklar áhyggjur af því,
að yfirráð yfir einkafyrirtækjum væru
að færast í fárra hendur. Þótt fákeppni
sé mikil í íslenzku atvinnulífi er þó ljóst,
að valddreifingin í einkareknu atvinnu-
lífi hefur aukizt verulega á undanförn-
um árum. Það er ekki lengur hægt að
tala um að örfáir aðilar ráði atvinnulíf-
inu í heild. Nýir aðilar hafa komið til
sögunnar og þess vegna fleiri sem tak-
ast á.
Gera má ráð fyrir að hlutur lífeyris-
sjóða í atvinnulífinu eigi eftir að aukast
mjög á næstu árum. Sú fyrirsjáanlega
þróun kallar á meiri umræður en orðið
hafa um það, hvernig stjórnir lífeyris-
sjóðanna eru kjörnar og hvernig vali
fulltrúa þeirra í stjórnir einstakra fyrir-
tækja er háttað, ef þeir á annað borð
marka þá stefnu að eiga fulltrúa í stjórn-
um fyrirtækja. Á þessu umræðuefni hef-
ur verið bryddað hér í Morgunblaðinu,
en þeim umræðum hefur ekki verið vel
tekið af hálfu forráðamanna lífeyris-
sjóðanna. Slík afstaða er á misskilningi
byggð. Lífeyrissjóðirnir eru eign félags-
manna þeirra og eðlilegt að þeir kjósi
beint fulltrúa í stjórn þeirra en að þær
ákvarðanir séu ekki teknar í fámennum
hópum innan verkalýðsfélaga og vinnu-
veitendasamtaka.
22. maí 1991: „Það var góður
tónn í fyrstu stefnuræðu
Davíðs Oddssonar forsætis-
ráðherra á Alþingi, sem flutt
var í gærkvöldi. Ræðan ein-
kenndist ekki af hástemmd-
um loforðum og fyrirheitum.
Hins vegar gaf hún nokkuð
glögga mynd af viðhorfi rík-
isstjórnarflokkanna til að-
kallandi vanda og langtíma
verkefna. Forsætisráðherra
vék fyrst að þremur grund-
vallaratriðum í samstarfi
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks: í fyrsta lagi fylgja
flokkarnir báðir frjálslyndri
framfarastefnu í atvinnu-
málum, sem er til þess fallin
að auka sameiginlegar tekjur
þjóðarinnar og tryggja vax-
andi kaupmátt launa. Í öðru
lagi líta stjórnarflokkarnir
báðir á það sem meginverk-
efni að rétta hlut þeirra, sem
höllum fæti standa. Og í
þriðja lagi sagði Davíð Odds-
son: „Ríkisstjórnin vill opna
landið fyrir nýjum straum-
um, stefnum og hugmyndum
og leggur höfuðáherzlu á, að
íslenzka þjóðin megi ekki
einangrast, þótt hún verði á
hinn bóginn að halda sjálf-
stæðri tilvist sinni, sjálfsvit-
und og ríkri virðingu fyrir
þjóðlegum gildum.““
. . . . . . . . . .
20. maí 1981: „Þótt ein-
kennilegt sé, virðist núver-
andi ríkisstjórn einkum
fljóta áfram á sjálfumgleð-
inni. Alkunn eru þau ummæli
ýmissa stuðningsmanna
stjórnarinnar, að hún verði
að halda áfram, því að ann-
ars verði landið stjórnlaust.
Næsta fullyrðing þeirra, sem
styðja ríkisstjórnina á þess-
um forsendum, ætti auðvitað
að vera sú, að óþarft sé að
efna oftar til kosninga, þær
kynnu að leiða til óvissu í
landsstjórninni. Ekki eru
margar vikur liðnar síðan
Páll Pétursson formaður
þingflokks framsóknar-
manna lýsti því yfir í sjón-
varpi, að ríkisstjórnin hefði
þrátt fyrir allt unnið þó
nokkuð skynsamleg verk! Og
í Þjóðviljanum í gær segir
Þorgrímur Starri bóndi í
Mývatnssveit, sem lengi hef-
ur verið notaður eins og póli-
tískur áttaviti á síðum blaðs-
ins: „Mér heyrist á Þjóð-
viljanum okkar og þing-
mönnum að þeir gangi út frá
því að allir góðir Alla-ballar
styðji þessa ríkisstjórn, ekki
endilega fyrir það að hún sé
svo góð, heldur fyrir það að
annars fengjum við enn verri
stjórn, og má það út af fyrir
sig satt vera. Finnst þér
þetta ekki alveg hrífandi
hugsjón?““
. . . . . . . . . .
20. maí 1971: „Við hverjar
kosningar gengur jafnan
fjöldi nýrra kjósenda að
kjörborðinu í fyrsta sinn.
Þessum yngstu kjósendum
fjölgar jafnt og þétt, og aldr-
ei fyrr hefur svo stór hópur
ungs fólks átt kost á að neyta
kosningaréttar og nú.
Stjórnmálaflokkarnir reyna
jafnan með ýmsum hætti að
koma sjónarmiðum sínum á
framfæri við þetta unga fólk,
enda er þar um að tefla
óplægðan akur af þeirra
hálfu.
Það er þó ljóst, að megin
gagnrýnin á stjórnmála-
flokkana undanfarin ár hefur
einmitt komið frá ungu fólki.
Fjölmargt ungt fólk hefur
tekið verulegan þátt í störf-
um stjórnmálaflokka og unn-
ið þar að breytingum og nýj-
um vinnubrögðum. Á hinn
bóginn hafa stórir hópar
ungs fólks staðið utan allra
flokka og stjórnmála-
samtaka. Í augum margra
eru stjórnmálaflokkarnir
keimlíkar stofnanir og þeir
sjá ekki grundvallar skoð-
anamismun milli einstakra
flokka. Af eðlilegum ástæð-
um verða stjórnmála-
umræður marklitlar í hugum
þessa fólks. Hvort sem þetta
er rétt mat eða ekki, stendur
þetta fólk á krossgötum, þeg-
ar dregur að kosningum og
stjórnmálaflokkarnir hefja
baráttuna um atkvæði þess.“
Fory s tugre inar Morgunb laðs ins