Morgunblaðið - 20.05.2001, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. MAÍ 2001 23
ar það var dregið í efa. Honum var
uppálagt að þakka fyrir sig aftur, en
hann neitaði af því að hann væri þeg-
ar búinn að því. Slíkt var ekki tekið
gilt, en barninu sagt að það fengi ekki
sælgæti á eftir eins og hinir nema það
segði: „Takk fyrir matinn.“ Barnið
neitaði enn, fullt réttlætiskenndar.
Ekki varð mikið úr hegningu hinna
fullorðnu, því að hinn tvíburinn skipti
sínu sælgæti bróðurlega í tvennt og
beið með það úti í laumi. Barnið sem
varð fyrir óréttlætinu gleymdi því
ekki í mörg ár, en fannst það mikið
gleðiefni og hrósvert að hafa átt sér
sérstakan bandamann.“
Sjálfsmynd tvíbura á unglingsárum
Á unglingsárum lenda einkum ein-
eggja tvíburar oft í sjálfsmyndar-
kreppu eins og raunar aðrir á þeim
aldri. Þá er mjög nauðsynlegt að að-
skilja sig. Það er afar flókið sálfræði-
legt ferli. Fyrir flesta er það mjög erf-
itt að aðskilja sig frá foreldrum
sínum, tvíburar, einkum eineggja,
eiga í margföldum vanda að þessu
leyti, þeir þurfa ekki aðeins að að-
skilja sig frá foreldrunum heldur hvor
frá öðrum.
Þetta kostar oft mikil átök.
Eineggja tvíburar eiga á þessum
tíma á stundum í heiftugum átökum
sem jafnvel hræða fjölskylduna, en
þau átök eru kannski ekki eins alvar-
leg og þau líta út fyrir að vera.
Tvíburadrengir áttu t.d. sem oftar í
svona átökum og annar bað hinn þess
lengstra orða að láta sig í friði. „Þér
kemur ekki við hvað ég geri,“ sagði
hann. Hinn svaraði: „Víst kemur mér
það við – ég er hálf-þú!“
Hinir „dularfullu“ tvíburar
Tvíburar hafa löngum þótt dálítið
dularfullir. Í kaflanum: Goðsagnir um
tvíbura segir Guðfinna: „Fjallað hef-
ur verið um tvíbura eins og þeir væru
hetjur og guðir, gagnsýrðir af dul-
rænum krafti sem þeir öðlast vegna
þess hve þeir líkjast og eru nákomnir
hvor öðrum, ásamt því að hafa tvö-
falda sjálfsmynd ... Tvíburar hafa líka
komið fram sem andstæðurnar í
manninum, hinn stríðsglaði og illi
annars vegar og hinn blíði og góði
hins vegar ... Í heimi guðanna hjá
Grikkjum voru til tvíburarnir Castor
og Pollux. Þeir voru synir Seifs. Þeir
vernduðu sjómenn á hafi úti og sagð-
ar eru ótal sögur um hetjudáðir
þeirra og afrek. Stjörnumerki á him-
inhvelfingu var nefnt eftir þeim: „tví-
buramerkið“ ... Rómaborg var, eins
og alþekkt er, byggð af tvíburunum
Rómúlus og Remus. Í norrænni goða-
fræði átti Baldur tvíburabróðurinn
Höð ... Í mörgum, vel þekktum bók-
menntaverkum hafa tvíburar og sam-
skipti þeirra heillað rithöfunda og
orðið þeim yrkisefni.“
Í bland við atriði eins og nauðsyn
þess að klæða tvíbura ekki eins, gefa
þeim ekki sameiginlega gjafir, skíra
þá ólíkum nöfnum, er í bókinni Tví-
burar sagt frá ýmsu skondnu.
Önnur börn eru t.d. stundum eins
og dálítið öfundsjúk þegar þau sjá tví-
bura. Guðfinna segir frá litlum dreng
sem sá eineggja tvíbura á leikskóla.
Hann varð fár við og sagði: „Af hverju
er bara einn af mér en tveir af hon-
um?“
Fram kemur að oft fer æði mikið í
taugarnar á tvíburum sú athygli sem
umhverfið sýnir þeim. Fólki hættir til
að tala mikið um hve „tvíburarnir séu
líkir“. Menn segja gjarnan „Hvor ert
þú?“ Foreldrar eru líka gjarnan spurð-
ir þessarar spurningar: „Eru þetta tví-
burar?“ Þegar tvíburafaðir var orðinn
þreyttur á að heyra þetta sagði hann
fýlulega: „Nei, það er tíu ára aldurs-
munur en annar er dvergur.“
Í bók Guðfinnu kemur svo margt
fram um lífið hjá tvíburum, fjölskyldu
þeirra og umhverfið að það er engin
leið að gera því nein skil í einni blaða-
grein. Þeir sem hafa verið svo heppn-
ir að eignast eineggja fjöruga tvíbura-
drengi eins og hún geta bæði hlegið
og grátið yfir ýmsu sem þar kemur
fram. Ótal myndir svífa fyrir hug-
skotssjónum frá liðnum (vöku)nótt-
um, frá morgnum þar sem freistast
var til að sofa aðeins lengur og „tví-
burarnir“ voru svo búnir að smyrja
veggi og gólf með smjörlíki og strá
hveiti og haframjöli ofan í allt saman.
Eða þegar ekkert snuð var allt í einu
til, búið að bíta þau í sundur, og systir
og barnapía á unglingsaldri hjólaði
sárveik út í apótek fremur en að
hlusta lengur á öskrin í „tvíburun-
um“. – Fyrsta heimsóknin á myndlist-
arsýningu þegar fjögurra ára „tvíbur-
arnir“ settust alvarlegir á bólstraðan
bekk í miðju herberginu og sátu þar,
aldrei þessu vant, lengi lengi þegjandi
– þar til allt í einu annar sagði: „Hve-
nær byrjar eiginlega myndin?“ Kojur
voru keyptar fyrir „tvíburana“og
settar upp við hátíðlega athöfn – um
kvöldið þegar litið var inn í herbergið
þeirra voru þeir búnir, þrátt fyrir
ungan aldur, að taka niður efri kojuna
og hjúfruðu sig sælir saman í eins-
konar „hjónarúmi“.
Seinna tók alvaran við, skólabæk-
urnar týndust og nýju úlpurnar
gleymdust á fótboltavellinum. Veik-
indi herjuðu á hina uppvaxandi menn
– einu sinni harla alvarleg hjá öðrum.
Við slíkar aðstæður kviknar óttinn
við að missa.
Missir annars tvíburans
er óbætanlegur fyrir hinn
Í bók Guðfinnu Eydal kemur fram
að ef annar tvíburinn deyr er það
óbætanlegt áfall fyrir þann sem eftir
lifir. Piontelli heitir maður sem gert
hefur ýmsar rannsóknir í sambandi
við tvíbura. Eitt sinn komu til hans
foreldrar með eins og hálfs árs gaml-
an dreng sem var mjög órólegur og
gat ekki verið kyrr. Foreldrar
drengsins greindu frá því að tvíbura-
bróðir hans hefði dáið tveimur vikum
fyrir fæðingu. Eftirlifandi bróðir
hafði því verið með dánum bróður sín-
um í einar tvær vikur í móðurkviði.
Piontelli áleit að áköf leit og óróleiki
drengsins væri í tengslum við minn-
inguna um bróðurinn og söknuð eftir
honum. Vel þekktar eru sögur af tví-
burum sem í mikilli fjarlægð gátu
fundið á sér hvað hinum leið, svo og
eru alkunnar sögur af svo líkum tví-
burum að þeir gátu mætt í próf hvor
fyrir annan.
Í bókinni Tvíburar er tekið á flest-
um þeim vandamálum sem blasa við
tvíburaforeldrum í daglegu lífi á mis-
munandi aldursskeiðum barnanna.
„Hún leggur vandamálið fyrir til að
foreldrar geti áttað sig á hvað liggur
að baki mismunandi hegðunar-
mynstri og aukið þannig innsæi,
skilning og valmöguleika. Hún forð-
ast hins vegar að gefa bein ráð, enda
miður heppilegt, þar eð sama nálgun
hentar sjaldan tveimur eða fleiri
börnum,“ segir Halldór Hansen
barnalæknir í formála að bók Guð-
finnu Eydal.
Í spjalli okkar Guðfinnu ber á góma
viðbrögð bæði í gleði og sorg.
„Fyrir kemur að annar tvíburinn
deyr í fæðingu eða fljótlega eftir
hana. Móðirin þarf þá að takast á við
að syrgja látna barnið en tengjast til-
finningalega hinu sem eftir lifir, að-
stæður sem þessar eru mjög erfiðar
fyrir foreldra ,“ segir Guðfinna. Hún
ræðir líka um erfiðleika á borð við
hjónaskilnaði. „Það á að mínu mati
ekki að aðskilja tvíbura við skilnað ef
nokkur tök eru á öðru og alls ekki
eineggja tvíbura,“ segir hún. Rann-
sóknir sýna að hjónaskilnaðir eru tíð-
ari hjá tvíbura- og fleirburaforeldr-
um.
Tvíburar og fullorðinsárin
Um tvíbura og líf þeirra á fullorð-
insárum segir í bókinni Tvíburar:
„Flestir fá að reyna að árin milli tví-
tugs og þrítugs eru tiltölulega mikil
umbrotaár. Fólk er að fóta sig í lífinu,
ákveða nám, prófa sig áfram í sam-
böndum, láta reyna á sambúð, eignast
börn og veraldlega hluti. Það er ekki
fyrr en á fertugsaldri að meiri ró
kemur yfir og mestu umbrotin eru af-
staðin ... Það hefur komið fram að á
fertugsaldrinum virðast tví- og fleir-
burar ekki eiga í meiri erfiðleikum í
lífinu en einburar. Rannsóknir hafa
sýnt að á fullorðinsárum er enginn
munur á hjónabandssögu tvíbura og
einbura. Þess er líka getið að á þess-
um árum sé ekki munur á geðheilsu
þessara hópa, hvorki hvað varðar sál-
ræn vandamál né tíðni sjálfsmorða.
Einnig hefur komið fram að á full-
orðinsárum eigi tvíburar ekki erfið-
ara með að þróa með sér sjálfsvirð-
ingu en einburar, og að þeir geti bæði
stofnað til og viðhaldið tengslum eins
og einburar, ennfremur að þeir séu
jafnlíklegir og einburar til að gifta sig.
Hins vegar er bent á að þegar tvíbur-
ar gifti sig, eignist börn og nái per-
sónulegum frama, geti það verið álag
fyrir sambandið. Það álag geti bæði
fært tvíbura hvorn nær öðrum og líka
aðskilið þá.
Í þeim tilvikum sem tvíburar halda
saman á fullorðinsárum, hvort sem
þeir hafa alltaf gert það eða tengst að
nýju á miðjum aldri, virðist samband
þeirra vera sterkt til æviloka. Margir
sem orðnir eru rígfullorðnir eða aldr-
aðir, sérstaklega séu þeir eineggja
tvíburar, standa þétt saman og kunna
að meta það og prísa að þeir skyldu
hafa vaxið upp sem tvíburar.“ Guð-
finna sagði að lokum að bók hennar
Tvíburar væri ekki aðeins lesning fyr-
ir fleirburaforeldra og tvíburana og
fleirburana sjálfa heldur geti hún ver-
ið bæði fróðleg og gagnleg fyrir alla
sem hafa áhuga á mannlegum sam-
skiptum og velta fyrir sér lífinu og til-
verunni.
Þessa mynd og aðrar teikningar með þessari grein eru úr bókinni Tvíburar eftir
Guðfinnu Eydal. Tvíburasynir Guðfinnu teiknuðu myndirnar þegar þeir voru á
barnsaldri.