Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ B ENJAMIN C. Bradlee var aðalritstjóri The Washington Post þegar blaðamenn blaðsins hófu rannsókn á meintu inn- broti í aðalstöðvar Demókrataflokksins í Watergate- byggingunni í Washington. Í fyrstu var talið að aðeins væri um venjulegt innbrot að ræða, en þegar blaða- mennirnir Carl Bernstein og Bob Woodward hófu rannsókn málsins, með alla yfirmenn blaðsins að bak- hjarli, komu ýmsir grunsamlegir hlutir í ljós sem síðar urðu til þess að Richard M. Nixon forseti Bandaríkj- anna sagði af sér. Um það bil 400 greinar birtust um Watergate-málið í The Washington Post áður en Nix- on forseti sagði af sér. Ben Bradlee er goðsögn í blaða- mannaheiminum. Hann hóf störf við fjölmiðla 15 ára gamall og fyrir utan herþjónustu í seinni heimsstyrjöld- inni og stuttan feril í bandarísku ut- anríkisþjónustunni hefur hann starf- að í þeim heimi síðan. Hann starfaði lengi á skrifstofum Newsweek í Par- ís og síðar í Washington, þar sem hann gegndi stöðu yfirmanns. Árið 1965 kom hann til starfa á The Washington Post og þremur árum seinna tók hann við sem aðalritstjóri blaðsins. Því starfi gegndi Bradlee til ársins 1992 en þá tók hann við sem einn af aðstoðarforstjórum blaðsins. Ben Bradlee, sem er að verða átt- ræður, ræður sér að mestu sjálfur í starfi sínu. Hann aðstoðar Graham- fjölskylduna sem á blaðið, heldur fyrirlestra og er ritstjórum blaðsins til aðstoðar þegar þeir óska. Einnig kemur Bradlee að þjálfun blaða- manna blaðsins. Aðspurður segist Bradlee ekki skipta sér af daglegum fréttaflutningi en veitir ritstjórunum góð ráð þegar þeir leita til hans varð- andi það hvort birta eigi frétt eða ekki. Bradlee hefur ýmislegt annað á sinni könnu en starfið á blaðinu. Hann rekur m.a. safn í Maryland- fylki og situr í stjórn fjölmiðlaveldis írska athafnamannsins Anthony ÓReilly, en hann á og rekur dagblöð á Írlandi, Suður Afríku, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Bradlee situr einnig í stjórnum nokkurra góðgerðarsam- taka. Þrýstingur frá Hvíta húsinu Bradlee segir að erfiðasti tíminn í sínu starfi hafi verið á meðan á rann- sókn Watergate-málsins stóð yfir: „Starfsólk Hvíta hússins beitti okkur gríðarlegum þrýstingi og ætlaði sér að eyðileggja orðstír blaðsins. Kath- arine Graham, eigandi The Wash- ington Post, var beitt miklum þrýst- ingi og reyndu meira að segja vinir hennar að telja hana á að hætta rannsókn blaðsins á Watergate-mál- inu. Meðal þeirra sem beittu sér mikið gegn blaðinu var fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, George Bush, en á þessum tíma var hann formaður Repúblikanaflokksins og Bob Dole, fyrrverandi forsetafram- bjóðandi,“ segir Bradlee. Valdastétt- ir Washington eru samofnar og gríð- arlega flóknar og fléttast Wash- ington Post inn í þær. Blaðið hefur yfirburðastöðu á dagblaðamarkaðn- um í höfuðborginni og á tímum Wat- ergate stóð almenningur á öndinni yfir því að fá næsta tölublað í von um að nýjar upplýsingar um málið myndu birtast. Blaðið leiddi umfjöll- un málsins og stóð eitt í þeirri um- fjöllun um 6–8 mánaða skeið, þar til málið fór fyrir dómstóla og rann- sóknanefnd Bandaríkjaþings. Eftir það varð málið til umfjöllunar í öllum helstu fjölmiðlum heimsins sem að lokum leiddi til þess að Nixon forseti sagði af sér. Fyrir 5 árum skrifaði Bradlee endurminningar sínar og af því til- efni reyndi hann að fá viðtal við Nix- on, en var neitað. Bradlee segir að Nixon hafi ekki beint verið vond persóna og að hann hafi gert þjóð- inni sitthvað gott, t.d. að binda enda á Víetnamstríðið. „Nixon var mjög gáfaður maður, en það voru vond öfl sem drifu hann áfram. Hann braut stjórnarskrána og það kostaði hann mannorðið og starfið. Hann var líka umkringdur af fólki sem hafði litla sem enga siðferðisvitund og hélt að það gæti komist upp með allt. Þótt Nixon hafi verið svona falskur eins og raun bar vitni þá á ég honum margt að þakka, hann kom mér á spjöld sögunnar,“ segir Bradlee og kímir. Heimildarmaðurinn Deep Throat enn á lífi Eitt best geymda leyndarmál fjöl- miðlaheimsins er án efa helsti heim- ildarmaður Washington Post í Watergate-málinu sem hlotið hefur nafnið Deep Throat, en aðeins Bradlee, Woodward og Bernstein hafa vitneskju um hver maðurinn er. Þegar Bradlee er spurður að því hver Deep Throat sé svarar hann einfaldlega: „Það segi ég ekki.“ Bradlee segir að blaðamennirnir Woodward og Bernstein muni upp- lýsa almenning um það hver Deep Throat er, þegar hann deyi. Deep Throat gegndi gríðarlega mikilvægu hlutverki í rannsókn blaðsins á Wat- ergate-málinu: „Hann leiddi okkur inn á réttar brautir og lét okkur vita þegar við vorum að rannsaka ranga enda málsins,“ segir Bradlee. Eftir Watergate-málið hefur blað- ið notað ónafngreinda heimildar- menn, en engan eins mikilvægan og Deep Throat. Bradlee heldur því fram að margir fjölmiðlar nú til dags noti ónafngreinda heimildarmenn einungis til að spara sér vinnu. Eftir Watergate var sú regla sett á að þeg- ar blaðið notaði ónafngreinda heim- ildarmenn, þá yrði að nefna einhver kennileiti á viðkomandi, t.d. að heim- ildarmaðurinn væri kvenmaður eða karlmaður, væri demókrati eða repúblikani o.þ.h. Bradlee segir að þegar umfjöllun blaðsins stóð sem hæst og blaðið var það eina sem birti fréttir um málið, þá hefði andrúmsloftið á fréttastof- unni verið lævi blandið: „Við vissum að ef við hefðum rangt fyrir okkur í þessu máli, þá yrðum við allir at- vinnulausir og fengjum hvergi starf innan fjölmiðlaheimsins og dagar blaðsins hefðu verið taldir. Ábyrgð ritstjóranna, fréttamannanna og blaðsins var því mikil.“ Rafmagnað andrúmsloft Andrúmsloftið á ritstjórnarskrif- stofum The Washington Post var rafmagnað 9. ágúst 1974 þegar risa- fyrirsögn birtist á forsíðu blaðsins þar sem sagt var frá afsögn forset- ans. „Þetta var að sjálfsögðu stór stund á blaðinu, við vorum gríðar- lega spennt og í raun vörpuðum við öndinni léttar. Við vissum að það yrði mjög vel fylgst með okkur og leitað yrði viðbragða blaðsins við fréttinni. Þennan dag var engum ut- anaðkomandi fréttamönnum hleypt inn á ritstjórnarskrifstofur blaðsins, því við vildum fá næði til að fylgjast Goðsögn í heimi fjölmiðla Benjamin C. Bradlee ásamt Katharine Graham, sem lengi var útgefandi The Washington Post. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Bradlee á skrifstofu sinni í Washington nýverið. Blaðamennirnir Bob Woodward og Carl Bernstein ásamt Benjamin C. Bradlee á skrifstofu Washington Post þar sem unn- ið var að rannsókn Watergate-málsins. Ljósmynd/The Washington Post

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.