Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 15 bílar „Þetta var frábær keppni ... bíllinn var einstakur og einnig Michelindekkin“ sagði Ralf Schumacher eftir sigurinn í Kanada. „... mikilvægur þáttur voru hin stórgóðu Michelindekk þau litu út eins og ný eftir 51 hring“ sagði Frank Williams liðsstjóri Williams-liðsins. HALLDÓR Gíslason, bif- reiðasmiður, hefur tekið í notkun nýjan Volvo flutn- ingabíl sem hann hefur byggt upp fyrir krana frá Fassi á Ítalíu. Halldór fékk bílinn, sem er með stýringu á tveimur fremstu öxlunum, beint frá verksmiðju og til að styrkja grind bílsins fóðraði hann hana alla með 10 mm prófílstáli 52 sem var beygt hjá Vélsmiðjunni Héðni eftir máli og teikn- ingum Halldórs. Halldór boltaði síðan nýju grindina utan á upphaflegu grindina. Það sem veldur mestum átökum á grindina er tog- geta kranans, sem er 52 tonn á metra. Við útreikn- inga Guðna Hanssonar tæknifræðings reyndist grindin hafa 77 tonnmetra burð. Vinnueftirlitið fer yfir teikningar og ásetningu og tekur verkið endanlega út. Þetta er þriðji bíllinn í eigu Halldórs sem er smíð- aður á þennan hátt. Hægt er að kaupa bílana erlendis frá með grindina styrkta en þá er það gert með annarri grind ofan á þá upphaflega sem er sjálfberandi grind fyrir krananna og helsti ókosturinn við það er að hæð kranans verður meiri og þyngdarpunktur þar með hærri. Bíllinn heldur betur eig- inleikum sínum með þeirri aðferð sem Halldór beitir og segir hann að meiri dreifing á styrk grindarinnar með þessu móti. Aðferð Halldórs er langtum dýrari og er það kannski helsti ókosturinn við að fara þá leið en eig- inleikar bílsins varðveitast betur. Þarf að byrja á því að rífa bílinn í sundur „Þetta er rosaleg vinna. Það verður að taka allt utan af grindinni og í raun væri maður fljótari að smíða þetta fengi maður bílinn sendan til sín í hlutum og raðaði honum saman. Ég þarf að byrja á því að rífa allan bílinn og taka allar hásingar frá, áður en ég get farið að fóðra grindina með minni grind,“ segir Halldór, sem hefur verið í hálft ár að vinna við bílinn í aukaverk- um. Hann telur að léti ein- hver gera svona breytingu fyrir sig gæti kostnaðurinn verið milli þrjár og fjórar milljónir króna. Fjögurra ára reynsla er komin á svona smíði í elsta bíl Halldórs og eins árs reynsla í þeim næsta og seg- ir hann að það hafi ekki myndast svo mikið sem ein sprunga í grindunum. Kraninn sjálfur er hin mesta völundarsmíði og er fluttur inn af fyrirtækinu Barka. Hann vegur með löppum um 7,9 tonn en er ekki nema um 2,5 metrar á breidd samandreginn með sex bómum en útréttur er hann tæplega 17 metrar á lengd. Síðan er hægt að bæta við hann svokölluðu jibbi, sem er glussadrifin aukabóma, og er hann þá 26,05 metrar og getur lyft 730 kg. Í 2,75 metrum er lyftigetan 15 tonn og í 4,35 metrum er hún 10,3 tonn en síðan stiglækkar burðarget- an eftir hæðinni og endar í 780 kg í 26 metrum. Leyfð heildarþyngd bíls- ins, sem er sjálfskiptur með 12 lítra vél sem afkastar 420 hestöflum, er 35 tonn, þ.e.a.s. þyngd sjálfs bílsins og hleðslan. Líklega er nettóþyngd bílsins um 20 tonn og þá er burðargetan um 15 tonn. Þetta er ná- kvæmlega leyfileg heildar- þyngd innanbæjar en á rík- isvegunum má bíllinn ekki vega meira en 32 tonn og af þeim sökum verður bíllinn með dráttarskífu og festi- vagn. Smíðaði grind utan um grindina Ný grind úr 10 mm prófílstáli er boltuð utan um upphaflegu grindina. Morgunblaðið/Sverrir Halldór Gíslason bifreiðasmiður á verkstæði sínu í Hafnarfirði. MYNDIRNAR að ofan náð- ust nýlega í norðurhluta Ítal- íu þar sem verið var að gera prófanir á Ferrari F60 sem verður frumkynntur á bíla- sýningunni í París 2002. Ferrari kveðst þegar hafa fengið 100 pantanir og það þótt verð á hvern bíl verði meira en ein milljón þýskra marka, sem samsvarar yfir 45 milljónum ÍSK. 249 bílar seldust af F50, sem er for- veri F60, Ferrari telur víst að jafnmargir kaupi nýja bíl- inn. Nýr F60 verður með miðjuvél, V12 álvél með sex lítra slagrými sem skilar 650 hestöflum. Við vélina er tengd sex gíra handskiptur gírkassi. Talið er að hröðun bílsins úr kyrrstöðu í 100 km hraða verði 3,2 sekúndur og hámarkshraðinn er 328 km/ klst. Ferrari F60 við prófanir á Ítalíu. Automedia Tölvugerð mynd af Ferrari F60. Ferrari F60 á 3,2 í 100 km Automedia

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.