Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ ferðalög Hvert ertu að fara? Hvert ertu að fara? Ég flýg til Düsseldorf og leigi hús- bíl þar. Þaðan munum við keyra um og heimsækja ýmsa staði, m.a. Móseldalinn og skemmtigarð sem er rétt utan við Köln. Þá keyr- um við yfir til Danmerkur þar sem við förum á Hróarskelduhátíðina. Hvers vegna? Okkur langaði til að fara á Hróars- kelduhátíðina en nenntum ekki að vera í tjaldi. Því brugðum við á það ráð að leigja okkur húsbíl sem við gætum gist í á hátíðinni. Þeir voru mun ódýrari í Þýskalandi en í Danmörku svo við ákváðum að leigja hann þar. Vildirðu vera að fara eitthvað annað? Já, til Tahiti það hljómar spennandi og ég ímynda mér alltaf að það sé einhvers konar paradís. Hvernig skipulagðir þú ferðina? Við fljúgum með ferðaskrifstofunni Terra-Nova og leigðum einnig hús- bílinn í gegnum hana. Við lásum okkur síðan til á Netinu og fundum þar áhugaverða staði sem við hyggjumst heimsækja. Með hverjum ferðu? Með kærastanum mínum, tveimur systrum hans sem eru 20 og 22 ára og systur minni sem er 16 ára. Hvernig ferðatösku áttu? Ég á eina fína flugfreyjutösku en hún er frekar lítil svo ég þarf sennilega líka að taka einhverja aðra með sem er ekki eins fín. Hver er fyrsti hluturinn sem þú pakkar niður? Myndavél. Hvaða fatnað er nauðsynlegt að taka með í ferðina? Sokka og nærbuxur. Er eitthvað sérstakt sem þú tekur með þér í öll ferðalög? Póstkortalista með nöfnum og heimilisföngum allra sem ég ætla að senda póstkort í ferðinni. Tekurðu einhverjar bækur með þér? Ég tek alltaf bækur með mér en les þær aldrei. Hvernig nýtirðu tímann á fluginu? Ég býð spennt eftir matnum og skoða bæklingana sem eru í sætisbak- inu fyrir framan mig. Ef þú gætir hlustað á geisladisk, hvaða disk myndirðu hlusta á? Ég myndi hlusta á lyftutónlist frá sjöunda áratugnum til að slaka á. Er eitthvað annað sem þú tekur með þér til að stytta þér stundir? Já, Gameboy. Hvaða ilmvatn/rakspíra tekurðu með þér? Dolce Vita, frá Cristian Dior. Áttu einhvern uppáhaldsveitingastað þar sem þú verður? Nei, en ég hlakka mikið til að bragða chili-pulsur sem fást í öllum pulsu- vögnum Danmerkur. Hvað er skemmtilegasta frí sem þú hefur farið í? Ég fór í helgarferð til Amsterdam í fyrra þar sem kærastinn minn bað mín á miðri brú yfir einu síkjanna. Áttu góð ráð handa ferðalöngum? Passa sig á sölumönnum, ég hef lent illa í þeim nokkrum. Með húsbíl um Þýskaland Berglind Björk Halldórs- dóttir vinnur á leikskól- anum Njálsborg. Hún ráð- leggur ferðalöngum að passa sig á sölumönnum. Morgunblaðið/Sigurður Jökull Þ AÐ sem af er árinu hafa tæplega 800 innbrotsmál komið til kasta Lögregl- unnar í Reykjavík. Þetta er nokkuð meira en á síð- asta ári en um er að ræða bráða- birgðatölur. Innbrot fara oft fram um helgar og sérstaklega virðast þjófar sækja í heimili þar sem heim- ilisfólk er í sumarfríi. Það færist í vöxt að fólk fái sér þjófavörn á heimilið áður en farið er í sumarfrí. Í rannsókn á því hvað hef- ur áhrif á val innbrotsþjófa á inn- brotsstað, sem birtist í ársskýrslu Lögreglunnar í Reykjavík 1997, kemur fram að fælingarmáttur þjófavarnarkerfa virðist mikill. Hægt að leigja kerfi í styttri tíma Að sögn Jóhanns Ólafssonar, framkvæmdastjóra þjónustusviðs hjá Öryggismiðstöð Íslands, kaupa ekki mjög margir sérstaklega gæslu á meðan þeir eru að heiman yfir sumartímann. „Það sem fólk gerir almennt er að afgreiða málið í eitt skipti fyrir öll og fá sér svokallaða heimagæslu. Þá er sett upp örygg- iskerfi með ýmsum skynjurum og greidd ákveðin upphæð á mánuði.“ Ef fólk er hins vegar einungis að fara styttri ferðir og vill ekki hafa kerfi allan ársins hring getur það leigt kerfin í styttri tíma. „Þá er það minnst vika og síðan borgar fólk ákveðið fyrir hverja viku. Kerfið er þráðlaust og gengið frá því til bráða- birgða,“ segir Jóhann. Einnig er boðið upp á að senda öryggisverði á nokkurra daga fresti sem sjá til þess að póstur liggi ekki dögum saman og sýni að enginn sé í húsinu. Það er þá hluti af almennum vaktferðum. Ef um er að ræða styttri frí, langa helgi eða slíkt segir Jóhann að boðið sé upp á eftirlitsferðir að húsinu. „Okkar öryggisverðir myndu koma við og fylgjast með húsinu og fara ákveðið margar ferðir, sem er sam- komulagsatriði við húseigandann. Eitt og sér er þetta ekki mikil vörn en þetta er betra en ekki neitt.“ Jóhann mælir þó sérstaklega með að fólk kaupi heimagæslu þannig að húsin séu vöktuð allan ársins hring. Hagkvæmast að hafa varanlegt kerfi Karl Jónsson, framkvæmdastjóri Vara, hefur svipaða sögu að segja. Hann segir aukningu í heimagæslu en segir að fólk kaupi yfirleitt kerfi til frambúðar. Einnig sé þó boðið upp á svipuð orlofskerfi sem sett eru upp til bráðabirgða. Þá er greitt fyr- ir uppsetningu og eina viku og svo aukalega fyrir hverja viku eftir það. „Það sem við ráðleggjum fólki þó er að fá sér einfaldlega varanleg kerfi þannig að öryggið sé alltaf til staðar. Svo fær fólk oft peninga til baka með ódýrari tryggingum. Þetta er ekki mikil fjár- festing. Ef fólk tekur bráðabirgðakerfi einu sinni á ári í nokkur ár hefði borgað sig þegar upp er staðið að kaupa varanlegt kerfi.“ Einnig er boðið upp á þá þjón- ustu að senda bíla í eft- irlit og þá er hægt að tæma póstkassa í leið- inni. Öryggi í fríinu Hjá Securitas má einnig fá öryggisþjón- ustu þegar fólk fer í frí. Bjarni Ágústsson sölu- maður segir ýmsa möguleika í boði. „Við getum bæði boðið upp á farandgæslu, að við komum ákveðið oft að húsinu og yf- irförum fyrirbyggjandi atriði og að- gætum að allt sé í lagi. Einnig getum við tekið póst, dagblöð og þess hátt- ar. Svo er hægt að setja upp örygg- iskerfi tímabundið. Þá er kerfið sett upp fyrir tvær vikur lágmark og svo leigt í viku í senn eftir það.“ Spurður um aukningu á sölu þess- ara tímabundnu kerfa segir Bjarni: „Það er meiri aukning í því að fólk fái sér kerfi til lengri tíma þó að það byrji kannski að skoða skammtíma- lausnir.“ Einnig segir Bjarni það al- gengt að fólk sem hafi fengið sér kerfi tímabundið fái sér síðan Heimavörn Securitas, öryggiskerfi að láni til lengri tíma þegar það er orðið vant verndinni. Öruggt heimili í sumarfríinu Kostar um 26.000 að leigja öryggiskerfi og vaktferðir Morgunblaðið/Arnaldur Innbrotsþjófur að störfum. Myndin er sviðsett.                                             Hægt er að leigja öryggiskerfi fyrir heimili í skamman tíma þegar farið er í sumarfrí, auk þess sem hægt er að láta vakta húsið sitt og tæma póstkassa. Meðalkostnaður fyrir öryggiskerfi og vaktferðir til að tæma póstkassa í 3 vik- ur er um 26.000 kr. SUMARDAGSKRÁ ákirkjustaðnum og skóla-setrinu að Hólum í Hjaltadal er fjölbreytt og nokkrar nýjungar hafa bæst við flóruna frá því í fyrra. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, deildarstjóri ferðamálabrautar á Hólum, segir að sökum mikilla vinsælda Draugaröltsins í fyrra verði slíkum ferðum fjölgað í sumar. „Nú er ætlunin að bjóða fólki á Draugarölt hvert föstu- dagskvöld en sagðar verða sög- ur af þekktu fólki frá Hólum, meðal annars af Galdra-Lofti og gengið er um fræga sögustaði í draugaleit.“ Þvottadagur á dagskránni Í samstarfi við áhugahópinn Bú- álfa hefur verið skipulagður svo- kallaður Þvottadagur laugardaginn 14. júlí. Tilgangur hans er, að sögn Guðrúnar Þóru, að kynna fólki gömul vinnubrögð og hvernig þau birtast síðan í alls kyns myndum í málsháttum og orðtökum. „Mark- miðið er að viðhalda þekkingunni á tungunni. Áhugahópur stendur að uppákomunni og þau munu þennan dag sýna gömul vinnubrögð og tengja þau málinu; ull verður þveg- in á gamla mátann, bærinn sand- skúraður og jafnvel er ætlunin að fá sjálfboðaliða í að þvo hár sitt upp úr keitu. Hópur þessi stóð að Hestadeginum svokallaða í fyrra sem verður endurtekinn seinna í sumar.“ Skagfirskar söngdísir og gönguferðir Að auki nefnir Guðrún Þóra tón- leikaröð í Hóladómkirkju sem nefn- ist Skagfirskar söngdísir og hefst dagskráin laugardaginn 30. júní. „Skagafjörður státar ekki síður af góðum söngkonum en karla- kórum.Því var ákveðið að efna til þessarar tónleikaraðar.“ Gönguferðir um svæðið verða áfram í boði í sumar og nú er verið að leggja lokahönd á kort með leiðarvísi um helstu göngu- leiðir í landi Hóla og nágrennis. Guðrún Þóra segir vinsælt að rölta um í rólegheitum og skoða kirkjuna eða ganga um í skóg- inum. Laugardaginn 7. júlí stendur ferðaþjónustan fyrir fjölskyldudegi en þá verður frítt í sund og fjöl- breytt leikjadagskrá allan daginn. Að lokum nefnir hún punktinn yf- ir i-ið; bleikjuhlaðborðið sem naut mikilla vinsælda í fyrra. Veisluborð- ið er til reiðu einu sinni í mánuði og í boði eru um 10–13 útfærslur af bleikjuréttum. Draugarnir áfram á Hólum Morgunblaðið/Guðbjörg  www.holar.is netfang:tourist@holar.is NÝVERIÐ gengu Flugleiðir í samstarf við bandaríska lestarfyr- irtækið Amtrak sem felur í sér að frá miðjum júlímánuði verður unnt að kaupa lestarmiða í Banda- ríkjunum um leið og flugmiði er keyptur. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, segir að hér sé um tilraunaverkefni að ræða. Til að byrja með verður hægt að kaupa flugmiða til Bandaríkjanna hér á landi og lest- armiða til Washington-borgar og Fíladelfíuborgar um leið. Enn sem komið er er ekki stefnt á að hægt verði að bóka lestarferðir annað en til þessara tveggja borga en fleiri borgir gætu bæst við ef þessi tilraun gengur að óskum. Þessi þjónusta er sérstaklega hugsuð fyrir Bandaríkjamenn sem vilja ferðast til Evrópu. Hægt er að kaupa miða frá Washington- borg eða Fíladelfíuborg til Skand- inavíu eða meginlands Evrópu í gegnum bókunarkerfi Flugleiða í Bandaríkjunum. Fyrst er ferðast með lest frá Amtrak að flugvelli annaðhvort í Baltimore- eða Washington-borg. Þaðan er flogið með Flugleiðum til Evrópu. Flugleiðir og Amtrak í samstarf  Nánari upplýsingar má finna á vef Flugleiða, www.icelandair.com. Reuters

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.