Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ bílar PEUGEOT 206 CC er óvenjulegur bíll sem vekur mikla athygli, eða raunverulega æpir á athygli. Hann er eins og venjulegur 206 að fram- an og þar er ekki leiðum að líkjast því 206 er með laglegri smábílum á markaðnum, að mati þess sem þetta skrifar. En þar með lýkur samanburðinum. Að aftan er flatur og dálítið sérkennilegur stallur með tveimur handföngum, sem engin skýring er á, og hemlaljós eru fyrir miðjum stuðara og á skottlokinu, eins og á 206. Það er óvenjulegt byggingarlag á þessum bíl sem virðist annaðhvort höfða sterklega til manna eða alls ekki. Það verður þó ekki annað sagt um 206 CC að hann er frísklega hann- aður og „öðruvísi“. Rafstýrt felliþak Farangursrýmið er um 400 lítrar þegar þakið er uppi en aðeins um 200 lítrar sé bíllinn hafður opinn því þangað fer þakið þegar öku- maður kýs að opna það. Þetta er því ekki blæjubíll heldur bíll með felliþaki með rafstýringu inni í bílnum. Aðeins þarf að losa um tvær krækjur og styðja á hnapp til þess að opna bílinn eða loka honum og tekur ferlið aðeins um 20 sek- úndur. Til að spara rými er ekkert varahjól í bílnum, eingöngu bráða- birgðaviðgerðarsett sem hægt er að grípa til springi á bílnum. Ólíkt flestum bílum með felliþak, eins og t.d. Mercedes-Benz SLK og Honda CRX, eru tvö aftursæti í 206 CC, en farangursrýmið gengur svo á plássið aftur í að það er vart bjóðandi nema allra smávöxnustu farþegum. Þó ræðst það af stærð ökumanns því möguleg færsla á framsætunum er allt að 22 cm. Í aftursætum eru tvö þriggja punkta belti. Þangað er miklu heldur trúlegt að hægt sé að setja frá sér hluti, eins og innkaupapoka eða tösku. Lúxusbúnaður Bíllinn er hinn glæsilegasti að innan; klæddur svörtu og rauðu leðri, með hvítum sportmælum og álpedölum. Sætin veita mikinn hliðarstuðning og eru með stillan- legum halla. Innbyggð hljómtækin eru með geislaspilara og fjarstýr- ing er fyrir græjurnar á stilk sem gengur út frá stýrinu. Stýrið er líka klætt rauðu og svörtu leðri. Fyrir neðan hljómtækin er miðstöð með loftkælingu og stafrænni hita- stillingu. Allt eins og í dýrari gerð- um lúxusbíla. Það er ekkert sparað heldur til undirvagnsins og drifrásarinnar. Undirvagninn er sams konar og 206 GTi-bíllinn státar en CC er með styrktri yfirbyggingu. Fjöðr- unin er þó líkari því sem menn eiga að venjast í stærri bílum fremur en sportbílum; mjúk fremur en stíf en bíllinn liggur engu að síður vel. Stýringin er undragóð þegar bíln- um er þeytt í krappar beygjur og hann undirstýrir ekki að ráði. Aflmikil tveggja lítra vél Vélin er tveggja lítra, 138 hest- öfl, afar togmikil og hljóðlát vél, sú sama og býðst í hefðbundinni 206 og GTi-gerðinni. Hámarkstog er 190 Nm við 4.000 snúninga á mín- útu. Bíllinn er þokkalega snöggur upp, 8,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km, sem er sami tími og gefinn er upp fyrir GT-i og 2ja lítra 206 bílinn. Vélin togar líka vel í öllum gírum og virðist eiga talsvert inni við flestar aðstæður. Eyðslan er sögð vera nálægt 8 lítrum á hundr- aðið í bæjarakstri. Þetta er vel búinn bíll út frá ör- yggissjónarmiðum. Hann er með fjóra öryggispúða, tvo í stýri og við hanskahólf og tvo í hliðum. Þá er hann með ABS-hemlakerfi og hemlarnir virka aflmiklir og ná- kvæmir. Þetta eru diskahemlar að framan og aftan, kældir að framan. 206 CC kominn með 1,6 l vél Það er verulega gaman að aka þessum bíl. Hann er með rómaða aksturseiginleika Peugeot, eins og menn þekkja þá frá 306 og 406 bíl- unum; mjúkur en nákvæmur á vegi, og þeir sem óska eftir athygli verða ekki fyrir vonbrigðum með 206 CC því hann er sannkallaður senuþjófur hvert sem hann fer. Bernhard ehf., umboðsaðili Peu- geot, hefur nú einnig fengið 206 CC með 1,6 lítra vél. Að óreyndu má telja að sú vél, sem nú skilar 110 hestöflum í stað 90 áður, dugi ágætlega í þennan bíl. Ljóst er alla vega að talsverður verðmunur verður á þessum tveimur bílum. Sá sem hér er til umfjöllunar kostar 2.295.000 krónur, sem er vissulega talsvert hátt verð fyrir lítinn, nán- ast tveggja sæta bíl. 1,6 l bíllinn verður líklega um 1,8–1,9 milljónir kr. Morgunblaðið/Billi Um 20 sekúndur tekur að opna þak bílsins sem fellur ofan í farangursrýmið. Sprækur og öðruvísi 206 CC REYNSLUAKSTUR Peugot 206 CC 206 CC er með háan og flatan stall að aftan. Hverfandi lítið fótarými er fyrir farþega í aftursætum. gugu@mbl.is Guðjón Guðmundsson Vél: 1.997 rsm, 138 hest- öfl v. 6.000 sn./mín., 190 Nm tog við 4.000 sn./ mín. Lengd: 3.835 mm. Breidd: 1.673 mm. Eigin þyngd: 1.125 kg. Hröðun: 8,9 sekúndur úr kyrrstöðu í 100 km. Hámarkshraði: 204 km/ klst. Eyðsla: 8 lítrar í bæj- arakstri. Verð: 2.295.000 kr. Umboð: Bernhard ehf. Peugeot 206 CC 2.0 TILBOÐ ÓSKAST Í Ford Expedition (Eddie Bauer) 7 manna m/leðursætum (ekinn 26 þús. mílur) vél V-8 5,4 l., magasín CD og fleira og aðrar bifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. júní kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16 UMSÝSLUSTOFNUN VARNARMÁLA SALA VARNARLIÐSEIGNA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.