Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 11
óvíða meiri en í Kosvo. Einkum á bandarísk rapp- og soultónlist upp á pallborðið. „Við finnum til sam- kenndar með svertingjum í Banda- ríkjunum, við erum svertingjar Evrópu,“ segir rapparinn Memli Krasniqi, sem er 21 árs. Memli nýt- ur þó nokkurra vinsælda í Kosovo, þó ekki jafnmikilla og söngkonan Adelina, sem nýtur þess að ögra löndum sínum, m.a. með því að láta mynda sig í albanska fánanum ein- um klæða. Adelina syngur hins veg- ar hefðbundna albanska tónlist blandaða þungum diskótakti, nokk- uð sem nær allt ungt fólk hlustar á og dansar við. Hljómsveitirnar sem spila á hinum örfáu tónleikastöðum leika nær allar tónlist eftir aðra. Pólitískt rapp Rapparinn Memli er dæmigerður fyrir börn menntafólks í Kosovo. Hann hefur stundað nám í háskól- anum, spilar tónlist, talar góða ensku og starfaði um hríð fyrir fréttastofuna AP. Hann segist ekki mega vera að því að eiga kærustu og heldur ekki að starfa jafn mikið að pólitík og áður. Memli var frá ung- lingsaldri stuðningsmaður Frelsis- hers Kosovo og þeirra flokka sem upp úr honum spruttu. Nú hefur hann sínar efasemdir en segist þó aldrei munu ganga svo langt að styðja hófsamari öfl á borð við Rug- ova. Tónlistin segir hann vera úrvals- leið til að koma skilaboðum sínum á framfæri. Það hefur þó reynst hæg- ara sagt en gert því lítill peningur er í tónlistarbransanum í héraði þar sem geisladiskurinn er seldur á tæpar 200 kr. og því varð nokkurra ára bið á því að diskurinn væri gef- inn út. Jafnaldri Memlis, Kamer Must- afa, á fátt sameiginlegt með eldhug- anum. Hann býr í bæ um hálftíma akstur frá Pristina og ekur á hverj- um degi traktor frænda síns til höf- uðstaðarins í von um að fá vinnu, t.d. við að flytja varning. Það geng- ur upp og ofan, ef hann er heppinn vinnur hann sér inn um 30 þýsk mörk, um 1.200 kr. „Ég myndi vilja vinna hjá einhverju fyrirtæki sem vörður eða bara eitthvað,“ segir Kamer. Frítíminn er lítill sem eng- inn en honum er þá varið til að sitja á kaffihúsi. Öll umræða um tónlist og tísku er órafjarri. Opinberlega er eingöngu hlustað á albanska eða vestræna tónlist en á bak við luktar dyr stelast menn þó enn til þess að hlusta á slagara sem eiga rætur sínar að rekja til annarra lýðvelda gömlu Júgóslavíu. Mið- aldra bosnískur dægurlagasöngvari og hin kynþokkafulla Ceca, ekkja glæpaforingjans Arkans, eru á með- al þeirra vinsælustu. „Það er allt í lagi að spila þessa músík heima en ef einhver asni sem þekkir mann ekki heyrir það, getur maður lent í vandræðum fyrir að vera hlusta á serbnesku,“ segir Laura, sem er 24 ára. Hún segist hafa fengið tár í augun þegar hún heyrði serbneskt popp á meðan á Kosovo-stríðinu stóð. Þrátt fyrir hatur hennar á Serbum og öllu því sem þeir höfðu gert þjóð hennar, gerði hún sér skyndilega grein fyrir þeirri sameiginlegu fortíð sem hún átti engu að síður með þeim. Búið hjá tengdamömmu Gríðarlegar breytingar hafa orðið á samskiptum kynjanna á síðustu árum. „Maður hristir bara hausinn, það þýðir ekkert að reyna að skipta sér af,“ segir Aferdita Kelmendi sem á tvítuga dóttur. Ekki eru þó allir jafn umburðarlyndir og því þurfa kærustupörin að fara með gát gagnvart foreldrunum. Hjónabönd þar sem foreldrarnir velja börnum sínum maka eru mikið til horfin en það er þó enn til siðs að yngsti son- urinn búi heima eftir að hann kvæn- ist. Ungar stúlkur sem giftast, ganga í mörgum tilfellum fjölskyldu eig- inmannsins á hönd og það getur reynst erfitt, sé fjölskyldan kröfu- hörð og hafi eiginkonan unga fengið smjörþefinn af því frelsi sem ungt fólk nýtur í æ ríkari mæli. Ein af þeim er 24 ára kona sem við skulum kalla Adelinu. Sonur hennar er að verða ársgamall og hún er nú loksins farin að sætta sig við þá staðreynd að búa heima hjá tengdafjölskyldunni. „Ég flutti heim til fjölskyldu mannsins míns við giftingu. Mér samdi illa við tengdamóður mína sem er afar ráð- rík. Ég íhugaði meira að segja að reyna að losna við fóstrið þegar ég varð ólétt, mér fannst tilhugsunin um að vera bundin yfir barni með hana yfir mér óbærileg. Fyrstu mánuðirnir eftir fæðingu barnsins voru mjög erfiðir en ég krafðist þess að fá að fara aftur að vinna og eftir að það hafðist líður mér betur. Tengdamamma er heldur ekki eins afskiptasöm núna,“ segir Adelina. Kynlífsbylting Giftingar eru eitt og ástarsam- bönd allt annað. Sumir Kosovo-búar ganga svo langt að fullyrða að orðið hafi kynlífsbylting í héraðinu. Artan Venhari, sem er 26 ára og starfar fyrir stúdentasamtök, er ekki í nokkrum vafa um að það sé rétt. Thomas Dworzak / Magnum Photos Dansinn dunar á diskótekinu Radio Club í Pristina. Fyrir miðju dansar fyrrverandi ungfrú Kosovo, Diellza. Mörg diskótek eru í Pristina og afgreiðslutími nánast frjáls. Thomas Dworzak / Magnum Photos Albanskir unglingar láta taka mynd af sér við hetjustyttu Frelsishers Kosovo, KLA. Thomas Dworzak / Magnum Photos Á kaffihúsi í Pristina. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.