Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 9 ferðalög F ORRÁÐAMENN ferða- mála í Steigerwald eru mjög áhugasamir um að auðvelda fólki að ferðast um á hjólum. Þar eru fjöl- margar merktar hjólaleiðir, stuttar sem langar og auðratað um þær, jafnvel óvönum. Boðið er upp á margs konar þjónustu við ferðafólk og pakkaferðir sérsniðnar að þörf- um og áhuga hvers og eins. Undirbúningur Ferðin var undirbúin með tölvu- samskiptum við ferðamálaskrifstof- una í Scheinfeld í Steigerwald en tengiliður okkar þar hét Horst Graf. Graf kom með hugmynd að ferðatilhögun og eftir að við höfð- um gert athugasemdir við hana var ferðin fullsköpuð. Við sváfum á gistiheimilum eða hjá bændum með ferðaþjónustu. Gist var í eins manns herbergjum með sturtu, snyrtingu og sjónvarpi. Hver nótt kostaði ekki nema 50 mörk (2.000 kr.) á mann með morg- unverði. Þótti okkur það vel slopp- ið, ekki síst í ljósi þess að herbergin sem við fengum voru nær undan- tekningarlaust vel búin og notaleg. Ferðamálaskrifstofan í Scheinfeld sá um að bóka gistingar, leigja okk- ur hjól, annaðist flutning á farangri milli gististaða þá daga sem hjólað var, útvegaði leiðsögn um söfn og miðlaði til okkar upplýsingum um samgöngur. Þar að auki sá skrif- stofan okkur fyrir tveimur bílferð- um sem við þurftum á ferðalaginu. Bad Windsheim og Rothenburg Flogið var til Frankfurt og þaðan farið með lest til smáborgarinnar Bad Windsheim. Fyrsti gististaður- inn var á kránni Bürgerbräustu- berg. Daginn eftir var byrjað á því að skoða Árbæjarsafn borgarinnar, svokallað Freilandsmuseum, og hafði ferðamálaskrifstofan útvegað leiðsögn um það. Eftir hádegið var farið með lest til borgarinnar Rot- henburg ob der Tauber. Hún er vinsæll áfangastaður ferðamanna. Borgin hefur varðveist mjög vel og þar er að finna margar gamlar byggingar. Ganga má á borgarmúr- unum í kringum gamla miðbæinn. Mörg skemmtileg söfn eru í Rot- henburg og má sérstaklega mæla með Mittelälterliches Kriminalmu- seum sem er einstök heimild um glæpi, réttarfar og refsingar og miðöldum. Höfðum við mjög gaman af að skoða það enda tveir lögfræð- ingar og sagnfræðingur með í för. Bjórstrætið Á þriðja degi ferðarinnar var stigið á hjólin og lagt út á svonefnt Bjórstræti sem liggur meðfram ánni Aisch. Leið þessi dregur nafn sitt af því að heimamenn fullyrða að hvergi í veröldinni séu jafnmörg bjórgerðarhús á jafnfáum kílómetr- um og á þessu svæði. Höfðum við engar forsendur til að sannreyna eða rengja þær staðhæfingar en hinu var ekki að leyna að á þessum slóðum er ágætt framboð af prýði- legum bjór. Leið okkar lá enn frem- ur um vínræktarhéruð þar sem svo- nefnd Frankenvín eiga uppruna sinn en þau er fræg fyrir að vera gjarnan í dropalaga flöskum. Hjóladagana fórum við á bak eft- ir morgunverð og vorum á hjólun- um fram undir kvöldmat en áðum eftir þörfum á leiðinni. Misstum við fljótlega tölu á þorpunum, sem við fórum í gegnum, en þar var nóg af smábúðum, bakarí- um, knæpum eða veitingahúsum. Fyrsta hjóladegin- um lauk í örlitlu þorpi uppi í hæðun- um suður af Aisch, Oberrossbach. Þar var borðað og gist hjá Fiedler-hjónun- um sem reka yndis- legt gistihús og ekki síðri veitingastað. Þjónustan hjá þeim er persónuleg og hlý eins og víðast hvar annars staðar á þessum slóðum. Næsta dag hjóluðum við í gegn- um smáborgina Neustadt og upp í hæðirnar norðan við Aisch til þorpsins Sugeheim sem er í miðju vínræktarhéraðs. Þar rekur Günth- er nokkur Steigler ferðaþjónustu ásamt fjölskyldu sinni. Hann er fæddur og upp alinn í þorpinu. Fað- ir hans var bóndi þar og tók Steigl- er við búskapnum af honum en ákvað fyrir nokkrum árum að bregða búi og breyta húsakosti býlisins í gistiheimili og veitinga- stað. Aðstaðan hjá honum var til fyr- irmyndar og fyrsta kvöldið bauð hann okkur til ógleymanlegrar vín- smökkunar þar sem hann fjallaði af frábærri kunnáttu um vín og vín- gerð í sinni heimasveit. Frá Sugenheim er ekki nema rétt um klukkustundar lestarferð til Nürnberg en eitt af því sem við höfðum komist á snoðir um fyrir ferðina var að þar var að hefjast heimsmeistaramótið í ísknattleik. Ferðamálskrifstofan hafði athug- að fyrir okkur möguleika á að sjá heimsmeistarana frá Tékklandi spila fyrsta leikinn í riðlinum. Gekk allt eftir sem skipulagt hafði verið og var deginum því eytt í Nürnberg en þar er heilmikið að sjá. Daginn eftir var farin ferð á hestakerru um nágrenni Sugen- heim. Vínbóndi var heimsóttur og borð- aður hjá honum ósvikinn þýskur sveitamatur. Var sú ferð einnig skipulögð af ferðamálaskrifstofunni í Scheinfeld. Síðasta heila deginum í ferðinni eyddum við svo á hjólunum en þá lögðum við að baki lengsta legg hjólaferðarinnar í sól og 25 – 30 stiga hita. Ferðinni lauk á gistihúsi Zwansger-bjórgerðarinnar í bæn- um Uehlfeld. Sú bjórgerð hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá því snemma á 17. öld. Ungur mað- ur, sem telst vera af 15. kynslóð Zwansger-bruggmeistara, sýndi okkur bjórgerðina. Að því loknu vorum við allir með tölu sæmdir doktorsnafnbót í bjórfræðum, dokt- or bierologis causa, en ferðamála- skrifstofan býður hverjum þeim sem hjólar Bjórstrætið slíkan titil. Er það vottað með virðulegu skjali. Ljósmyndir/SAJ Með þessari hestakerru ferðuðust félagarnir milli vínbænda. Kerrurnar eru smíðaðar í Póllandi og ekillinn átti einar tuttugu slíkar. Sérstakt ökupróf þarf á kerrurnar og meirapróf ef fólk er flutt á þeim gegn gjaldi. Á reiðhjóli um Steiger- wald í Bæjaralandi Ferðafélagar Svavars, Arnar Sigfússon, Jón Hjalta- son, Jón Óðinn Jónsson og Þorsteinn Hjaltason.  Áhugasömum er bent á eft- irfarandi heimilis- og netföng:  Tourist Information Steiger- wald im Fremdenverke- hrsverband Franken e. V., Hauptstrasse 3, 91443 Schein- feld, sími 0049-9162-12424. Netfang tourismus@steiger- wald.btl.de Veffang www.steig- erwald.org  Mittelalterliches Krim- inalmuseum, Burggasse 3, 91541 Rothenburg o. T., sími 0049-9861-5359  Landgasthof Ehegrund, Hauptstrasse 30, 91484 Markt Sugenheim, sími 0049-9165- 360  Allt um Nürnberg: www.nuernberg.de  Allt um Rothenburg: www.rothenburg.de Rétt norðan við borgina Nürnberg í Bæjaralandi er fallegt skóglendi sem nefnist Steigerwald. Svavar Alfreð Jónsson fór og hjólaði ásamt félögum sínum frá Akureyri í viku um þetta svæði. Höfundur er búsettur á Akureyri. Bandaríkin Breytast eftir götum Leigubílar í New York eru farnir að gera tilraunir með rafrænt auglýs- ingakerfi tengt GPS-staðsetning- artæki. Bílarnir verða með rafræn auglýsingaskilti sem munu sýna mismunandi auglýsingar eftir því hvar bíllinn er hverju sinni. Þannig gæti birst auglýsing um gengi þeg- ar keyrt er framhjá Wall Street en auglýsing um nýja fatatísku þegar keyrt er framhjá Bloomingdales. Austurríki Djasshátíð í Vínarborg Dagana 25. júní til 8. júlí fer fram jazzhátíð í Vínarborg. Boðið er upp á um 80 tónleika, bæði innan- dyra og utan. Meðal þeirra sem koma fram eru David Burne, Chick Corea og tríó, Kahled, kvartett Ron Carter og Billy Cobham, og Herbie Hancock. Ísland Ferðir til þriggja stórborga Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn býður í sumar upp á ferð- ir til þriggja heimsborga. Ferðirnar verða farnar með fararstjóra og því hentugar fyrir þá sem það kjósa. Dagana 23. til 26 ágúst er ferð til London með fararstjór- anum Lilju Hilmarsdóttur þar sem m.a. verður farið á söngleik og út að borða. Verð er 53.500 kr. á manninn í tvíbýli og innifalið er flug, gisting, morgunverður, akstur til og frá flugvelli og skoðunarferð á sunnudeginum. 23. til 27. ágúst verður svo farið til Dublin með Svanhildi Davíðs- dóttur þar sem boðið er upp á fjölda skoðunarferða. Verð á manninn er 44.900 kr í tvíbýli og innifalið er flug, gisting, morg- unverður og akstur til og frá flug- velli. Að lokum verður svo farið til Pét- ursborgar 27. september til 2. október með Pétri Péturssyni og farið á söfn og tónleika svo eitt- hvað sé nefnt. Ferðin kostar 72.905 kr fyrir manninn í tvíbýli með sköttum. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og akstur til og frá flugvellinum í Helsinki. Nánari upplýsingar eru veittar hjá Samvinnuferðum-Landsýn. Listahátíð á Seyðisfirði Listahátíðin Á seyði verður haldin á Seyðisfirði nú í sumar, sjöunda árið í röð. Sýningin var opnuð 16. júní og stendur til 31. ágúst. Meðal viðburða má nefna myndlistasýn- ingar, ljósmyndasýningu og leik- sýninguna Með vasa fulla af grjóti. Gönguferð um Hornstrandir Í sumar standa Vesturferðir á Ísa- firði fyrir tveimur ferðum um Hornstrandasvæðið, ætlaðar þeim sem ekki þola miklar gönguferðir eða burð. Ýmist er siglt eða geng- ið milli staða og gönguleiðir oft þannig að hægt er að velja um misléttar leiðir. Allur farangur er fluttur með bátum og gist í húsum allan tímann svo þetta ætti að henta þeim sem ekki leggja í erf- iðar gönguferðir og mikinn burð.  Brottfarir til Hornstranda eru 2. og 23. júlí. Nánari upplýs- ingar er hægt að fá hjá Vest- urferðum í síma 456-5111 eða á heimasíðu þeirra, www.vest- urferdir.is. Bílaleigubílar Sumarhús í Danmörku Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga Vikugjald 3ja vikna gjald Opel Corsa dkr. 1.975 dkr. 4.495 Opel Astra dkr. 2.175 dkr. 4.995 Opel Astra Station dkr. 2.375 dkr. 5.675 Ford Mondeo dkr. 2.545 dkr. 5.995 Opel Zafira, 6-7 manna dkr. 3.495 Fáið nánari verðtilboð Til afgreiðslu m.a. á Kastrup- og Billund flugvellir Innifalið í verði ótakmarkaður akstur og tryggingar. (Allt nema bensín). Aðrir litlir og stórir bílar, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Fáið sendan nýjasta verðlistann. Útvegum sumarhús, íbúðir og bændagistingu. Höfum íbúðir til leigu í orlofshverfum með skiptidögum samkvæmt samkomulagi, s.s. Lalandia, Dansk folkeferie og DanskeFeriecentre. Margar stærðir íbúða. Húsbílar Fáið nánari upplýsingar. Heimasíða Á heimasíðu má velja sumarhús og orlofsíbúðir, panta bílaleigubíl og fá fjölbreyttar upplýsingar. Skoðið www.fylkir.is Fylkir Ágústsson Fylkir — Bílaleiga ehf. sími 456 3745 netfang fylkirag@snerpa.is heimasíða www.fylkir.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.