Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 19 bíó HINN 3. ágúst frumsýna Sambíóin spennumyndina Antitrust. Leikstjóri er Peter Howitt (Sliding Doors) en með aðalhlutverkin fara Ryan Phill- ippe, Rachael Leigh Cook, Tim Robb- ins og Claire Forlani. Myndin segir af nýútskrifuðum tölvusérfræðingi sem fær draumastarf hjá hugbúnaðarfyr- irtæki í Portland í Bandaríkjunum en yfirmaður þess (Robbins) hefur ekk- ert gott í hyggju. Antitrust Júragarðurinn 3 verður frumsýnd í Háskólabíói, Sambíóunum og Laug- arásbíói hinn 3. ágúst. Leikstjóri er Joe Johnston (Elskan, ég smækkaði börnin) en með helstu hlutverk fara Sam Neill, Téa Leoni, William H. Macy og Michael Jeter. Segir myndin af enn frekari risaeðluævintýrum en í þessari annarri framhaldsmynd Júragarðsins eru tegundirnar fleiri en nokkru sinni fyrr. Spielberg er framleiðandi. Júragarðurinn 3. ágúst Flestir spá Júragarðinum 3 velgengni í sumar. HINN 20. júlí frumsýnir Stjörnubíó gamanmyndina Heartbreakers með Sigourney Weaver, Jennifer Love Hewitt og Gene Hackman. Leikstjóri er David Mirkin en þær Weaver og Hewitt leika mæðgur sem svíkja og pretta auðuga karlmenn. Með önnur hlutverk fara Ray Liotta og Jason Lee. Svikapar  Christopher Nolan heitir góður leikstjóri (Memento) sem byrjaður er á nýrri mynd en það vill svo til að hún er endurgerð á norskri spennumynd frá árinu 1997. Myndin kemur til með að kosta 50 milljónir dollara og fer Al Pacino með aðalhlutverkið. Hann leikur löggu í Alaska sem drepur félaga sinn fyrir slysni. Hilary Swank leikur löggu sem fengin er til þess að rannsaka málið. „Þegar manni gefst tækifæri til þess að vinna með Pacino stekkur maður á það,“ er haft eftir framleiðandanum Paul Witt. Svefnleysi með Pacino Al Pacino  SAMSTARF leikarans Samuel L. Jacksons og leikstjórans Kasi Lemmon gat af sér þá ágætu mynd Eve’s Bayou. Þau hafa leitt saman hesta sína á ný í myndinni The Caveman’s Valentine en í henni leikur Jackson útigangsmann sem vill svo til að var næstum því píanósnillingur. Hann býr á göt- um New York með öðrum heimilisleysingjum og er enn að reyna að semja tónlist en mest er hann í því að hrópa á Chrysler-bygginguna. Svo gerist það að lík finnst skammt frá dvalarstað hans og Romulus, en það heitir persónan sem Samuel leikur, telur sig vita hver morðinginn er. Samuel leikur Romulus  ÞÁ er ljóst orðið að framhaldið af Mönnum í svörtu (Men in Black) mun verða tilbúið til sýninga sumarið 2002. Lengi vel var tvísýnt um hvort af framhaldinu yrði því leikstjórinn, Barry Sonnenfeld, hélt því fram að það yrði of dýr framleiðsla; reynd- ar er ágóðahluti leikaranna og leikstjórans gíf- urlegur. Sonnenfeld leikstýrir á ný og enn fara Will Smith og Tommy Lee Jones með aðalhlutverkin og takast á við skrímsli utan úr geimnum sem löngu eru lent á jörðinni en við bara sjáum þau ekki. Menn í svörtu 2 Um helgina hefjast tökur á kvikmyndinni Regínu, undir stjórn Maríu Sigurðardóttur. Þær munu fyrst og fremst fara fram í Vesturbænum og stud- io.is. Þar með eignast kvik- myndaþjóðin nýja dans- og söngvamynd, en lítið framboð hefur verið á slíku skemmti- efni síðan Ágúst Guðmundsson gerði Með allt á hreinu, eina vinsælustu mynd íslenskrar kvikmyndasögu. Handritshöfundar eru Sjón og Margrét Örnólfsdóttir. Margrét semur einnig tónlistina, sem verður að sjálfsögðu í stóru hlutverki. Dansar verða hins- vegar í höndum Alettu Collins. Kvikmyndatökustjórinn, Kan- adamaðurinn Allen Smith, mun nota High Definition Digital- tækni, sem lítið hefur verið notuð í íslenskri kvikmynda- gerð til þessa. Búið er að ráða leikhópinn og munu þau Halldóra Geirharðs- dóttir, Baltasar Kormákur, Björn Ingi Hilmarsson og Sólveig Arnardóttir fara með aðalhlutverkin. Þá fara tveir ungir leikarar, Sig- urbjörg Elma Ingólfsdóttir og Bene- dikt Clausen, með veigamikil hlutverk og Rúrik Haraldsson verður á sínum stað. Tökum á að verða lokið í ágúst og Regína, sem fram- leidd er af Íslensku kvik- myndasamsteypunni (Friðrik Þór Friðriksson og Hrönn Kristinsdótt- ir), þýskum, norskum og kan- adískum aðilum, á að vera tilbúin í jólaslaginn í ár. Að tökum loknum mun Kvik- myndasamsteypan snúa sér jafnharðan að tökum á Fálk- anum, nýjustu mynd Friðriks Þór. Morgunblaðið/Arnaldur Halldóra Geirharðsdóttir og Baltasar Kormákur æfa dansatriði í Regínu. Ein fyrsta dans- og söngvamyndin Regína í fæðingu  Kvikmyndagerð bókar Halldórs Laxness, Sjálf- stætt fólk, gengur einsog best verður á kosið. Að sögn framleiðandans, Snorra Þórissonar, náðist á dögunum merkisáfangi, er handritshöfundurinn, Ruth Prawer Jhabvala, lauk við fyrsta uppkastið. Snorri og fulltrúar höfundar og útgefanda, eru allir ánægðir með árangurinn. Samvinnan hefur verið einstaklega góð á milli Ruth og Snorra, sem segir þennan heimskunna Hollywood-penna sam- vinnuþýðan og tilbúinn að hlusta á skoðanir ann- arra. Þrátt fyrir að hafa innbyrt tvenn Ósk- arsverðlaun (fyrir kvikmyndagerðir skáldsagna E.M. Forster, A Room With a View og Howards End). Hector Babenco, sem mun að öllu óbreyttu leikstýra verkinu, er einnig virkur þátttakandi í handritsgerðinni. Uppkast nr. 2 verður tilbúið í haust og þá verður farið að huga að vali leikara og annarra áhafnarmeðlima. Ruth og Sjálfstætt fólk

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.