Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ UM SÍÐUSTU helgi fjallaði égum þær gífurlegu verðhækk-anir sem orðið hafa á betri vínum Bordeaux á þessu ári. Ár- gangurinn 2000 verður ekki á allra færi og því getur verið skynsamlegt að svipast um eftir góðum vínum frá nálægum árgöngum. Þannig má nú segja að Saint-Estephe vínið Chat- eau Meney 1998, sem nú er í reynslu- sölu, sé skyndilega á mjög hagstæðu verði eða „einungis“ 2.950 krónur. Vínið er ungt jafnt í lit sem bragði. Ilmurinn einkennist af þykkum sól- berjasafa í bland við eik, sæta vanillu og súkkulaði. Sem sagt klassískur ungur Bordeaux í betri klassanum. Mikið og öflugt í munni, fremur agr- essívt ennþá og tannínmikið, breitt og þykkt. Sé vínsins neytt nú ber skilyrðislaust að umhella því með tveggja eða þriggja klukkustunda fyrirvara en best væri að geyma það í að minnsta kosti 3-5 ár í viðbót og jafnvel lengur. Ástralski framleiðandinn Rosemo- unt, sem notið hefur mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir ljúffeng Chardonnay-vín og bragðimikil Shiraz-vín er nú með tvö vín í reynslusölu. Bæði létt og sumarleg. Ber þar fyrst að nefna Rosemount Cabernet Merlot, sem kostar 1.340 krónur. Léttur, bjartur ilmur af rauðum berjum slær mann fyrst. Ilmurinn er fremur sætur og heldur sú tilfinning áfram í bragði. Hér er það ekki eikin sem ræður ríkjum heldur hreint og ómengað rautt berjabragðið. Rosemount Cabernet Sauvignon 1998 er ögn meira um sig, dökkur og samþjappaður sólberjasafi í fyrstu en síðan koma önnur einkenni í ljós, rjómasúkkulaði og kókos. Þykkt í munni en létt í bragði og með smá sætu rétt eins og hið fyrra. Bæði tvö ágætis vín fyrir garðveislurnar og grilltímann, björt og sumarleg. Að lokum síðan vín frá Uruguay sem kom í reynslusölu fyrir nokkru. Þetta er fyrsta vínið frá þessu ná- grannaríki Argentínu, sem ég man eftir að hafa séð í sölu hér á landi. Það heitir Bruzzone & Sciutto Cab- ernet Sauvignon. Vín í hinum gamla, klassíska og svolítið þunga „spænska“ stíl fremur en hinum ávaxtamikla Nýjaheimsstíl nútímans sem t.d. Chile hefur tekist svo vel til með. Ávöxturinn þungur og dökkur. Sem ódýrt borðvín er þetta hins veg- ar þokkaleg kaup ekki síst þegar haft er í huga að það kostar einungis 990 krónur, þótt það standist ekki Chile-vínunum snúning. Steingrímur Sigurgeirsson Vín vikunnar sts@mbl.is HVAÐ er það fyrsta sem mannidettur í þegar Holland ber ágóma? Ætli reiðhjólin séu ekkiþar ofarlega á lista ásamt ostum,túlipönum, vindmyllum og kloss- um. Fleiri stórborgir ættu að taka Amsterdam til fyrirmyndar hvað samgöngur varðar. Í miðbæ borgarinnar er það liggur við undan- tekning að heyrist í bíl miðað við aðrar borgir. Hins vegar er reiðhjólaþytur í loftinu og maður verður að kynna sér vel umferðarreglurnar til þess að verða ekki fyrir hjóli sem eiga yfirleitt réttinn. Borgin er bókstaflega sniðin fyrir reið- hjólamenningu. Í Hollandi eru um 13 milljón reiðhjólsem samsvarar því um einu reiðhjóli á hvert mannsbarn í landinu. Kaffi og aftur kaffi Hollendingar drekka mjög mikið af kaffi og fyrir þeim virðist það vera heilagt. Ein af at- hyglisverðustu skáldsögum Hollendinga fjallar meira að segja um kaffi. Hollendingar inn- byrða að meðaltali um 165 lítra af þessum eð- alvökva á mann á ári. Þar í landi er kaffið yf- irleitt borið fram svart og nógu sterkt til að tvöfalda púlsinn. Kaffi með mjólk út í er um- borið en samt sem áður er litið á það næstum sem annan drykk enda er það kallað „koffie verkeerd“ sem þýðir bókstaflega „kaffi vit- laust“. Það að setja rjóma í kaffið þykir hins vegar dálítið skrýtið en hins vegar er „koffie melk“, sem er eins konar flóuð mjólk, viður- kennd sem viðbót við kaffidrykkinn. Þegar far- ið er á kaffihús í Hollandi er kaffibollinn borinn fram með lítilli kexköku sem þykir jafnómiss- andi og sykurinn og „koffie melk“. Hollend- ingar innbyrða víst meira af kexi en nokkur önnur Evrópuþjóð. Bjór og Jenever Þegar Hollendingar eru ekki að drekka kaffi innbyrða þeir ógrynni af bjór, þrátt fyrir að hin penu háu bjórglös kaffihúsanna rúmi einungis örfáa sopa. Þeir hörðustu fá sér ginskot með bjórglasinu og er þessi samsetning kölluð „kopstoot“. Jenever, forfaðir breska ginsins, var fundið upp af hollenskum lækni sem hægðalyf og er ekki laust við að það hafi dálítið lyfjabragð. Það er borið fram í litlu glasi sem er fyllt upp að jöðrum, þannig að maður verður að beygja sig niður að borðplötunni til að taka fyrsta sopann, síðan er restinni skellt í sig í ein- um teyg. Jenever er bæði til „oud“ (gamalt og frekar milt) eða „jong“ (ungt og beiskt) og stundum með sítrónu- eða brómberjabragði. Advocaat er mun sérviskulegri drykkur sem e.t.v. er erfiðara að tileinka sér sökum sér- kennilegrar samsetningar hans. Þetta er eins konar áfengur krembúðingur búinn til úr hráum eggjum og koníaki. Hann er borinn fram í glasi en mun hentugra er að borða hann samt sem áður með skeið. Búðingur þessi virk- ar e.t.v. best sem sósa út á góðan vanilluís. Hvað er í matinn? Hið svokallaða „fusion“-eldhús eða sam- runaeldhús var viðtekið og viðurkennt í Hol- landi mörgum árum áður en það komst í tísku í öðrum löndum Evrópu. Hefðbundin hollensk matargerð líkt og önnur hollensk menning er sprottin út frá ýmsum ólíkum erlendum áhrif- um. Fyrst ber að telja Frakkland sem áhrifa- vald, þar næst fyrrverandi nýlendur Hollend- inga í Indónesíu og nú síðustu áratugina fór einnig að gæta mun meiri áhrifa frá Miðjarð- arhafslöndunum og Asíu. Hið svokallaða Nýja hollenska eldhús hefur upp á margt spennandi að bjóða líkt og hinar ljúffengu saffronteglia- telle með shiitake-sveppum og rjómaosti og svínakjöt með hnetusmjörsósu er einnig ómót- stæðilegur réttur. Hið margrómaða „nouvelle cuisine“ hefur aldrei átt upp á pallborðið í Hol- landi. Fyrir utan hvað skammtar þessarar matarstefnu eru smánarlega litlir oft á tíðum og óseðjandi fær maður ekki nóg fyrir pen- ingana. Vinsælasti erlendi rétturinn í Hollandi er án efa hinn indónesíski „rijsttafel“. Hver og einn fær sinn hrísgrjónadisk og síðan velur maður hina ýmsu heitu smárétti sem bornir eru fram sér, hver á sínu fati. Slík matreiðsla og framreiðsla á vel við Hollendinga sem elska veislur. Í hollenskri matreiðslu skiptir magnið jafnmiklu máli og gæðin. Það kemur því ekki á óvart að einn þjóðarrétturinn skuli vera „huts- pot“ sem er vel sopin kássa sem upphaflega var gefin sveltandi íbúum Leiden sem var umsetin um nokkra hríð. Morgunstund gefur gull í mund Morgunmatur Hollendinga samanstendur yfirleitt af kaffi (nema hvað?), brauði, osti og súkkulaðiflögum (til að setja ofan á brauðið eða strá þess vegna yfir allt borðið!). Hinn hefð- bundi hádegismatur er „broodje“ sem er eins konar brauðrúlla t.d. með osti eða skinku. Með henni er vitanlega drukkið kaffi. Eftirfarandi samloka varð hins vegar á vegi undirritaðrar hádegi nokkurt í hinni kyrrlátu túlipanaborg og er hún nokkuð sérstök, en þegar maður kemst upp á bragðið…! Heilhveitibrauðsneiðar Fljótandi gott hunang Geitaostur Smjör Skerið brauðsneiðarnar (magn að vild) í tvennt (í þríhyrninga) og smyrjið með smjöri og hunangi (báðar sneiðar samlokunnar). Skerið væna sneið af ostinum og leggið á aðra brauðsneiðina. Leggið sneiðarnar saman og grillið í samlokugrilli þar til samlokan hefur klemmst vel saman og osturinn er bráðinn. Borðist með köldum bjór. Álfheiður Hanna Friðriksdóttir. Hollensk stemmning Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Álfheiður Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.