Morgunblaðið - 24.06.2001, Page 13

Morgunblaðið - 24.06.2001, Page 13
SÆNSKA fyrirtækið Autoliv hefur hannað nýtt kerfi til að verja gangandi vegfarendur. Hér er um að ræða loftpúðakerfi undir vélarhlífinni sem blæs upp við högg, lyftir upp vélarhlífinni og gef- ur vegfaranda sem verður fyrir bíl „mýkri“ lend- ingu en ella. Um 7 þúsund vegfarendur sem verða fyrir bílum láta lífið í Evrópu á hverju ári og talið er að Evrópuráðið geri innan tíðar bílaframleið- endum skylt að huga að vörn fyrir gangandi veg- farendur. Kerfi Autoliv virkar þannig að þegar nemi á framstuðara skynjar högg af völdum veg- faranda sendir hann boð til stjórnbúnaðar sem blæs á örskotstundu með gasi upp tvo belgi sem staðsettir eru aftarlega undir vélarhlífinni. Hún lyftist upp um 10 sm og nægir þetta til að draga úr högginu. Loftpúðar undir vélarhlífinni TOYOTA ráðgerir að auka framleiðslu á tvinnbílum (bílum með rafmótor og bensínvél) úr 19 þúsund bílum árið 2000 í 300 þúsund bíla árið 2005. Í síðustu viku setti Toyota á markað fjórhjóladrifna útfærslu af Estima-tvinnbílnum sem er fyrsti fjölnotabíllinn með tvinnvél. Áður hefur komið á markað Prius- fólksbíllinn sem hefur notið mikillar velgengni. Toyota seldi 12.700 tvinnbíla á tímabilinu janúar- maí sl. Salan er áætluð yfir 20 þúsund bílar á þessu ári. Stóraukin framleiðsla á tvinnbílum Toyota ALFA Romeo 157, arftaki 156, kemur á markað árið 2004 og samkvæmt upplýsingum innan- búðar frá bækistöðvum Fiat, móð- urfyrirtækisins, verður bíllinn byggður á nýjum undirvagni í Sví- þjóð og með vélar sem smíðaðar eru í Japan og Ástralíu. Þetta kemur fram í breska bílablaðinu Autocar. Það er til marks um nána samvinnu General Motors og Fiat að þessi háttur skuli hafð- ur á en talsmenn Alfa Romeo segja að engu verði fórnað í sport- legum eiginleikum bílsins. Alfa áætlar að selja 250 þúsund 157 bíla á ári en núverandi bíll, 156, seldist í 125 þúsund eintökum á síðasta ári og hefur hann notið mikillar velgengni frá því hann kom á markað 1997. Hönnun bílsins er sögð verða í takt við 156 bílinn, sem sagt fernra dyra bíll með kúpulagi og földum hurðarhúnum á afturhurð- um sem er vörumerki Alfa. Engu að síður verður um gerbreyttan bíl að ræða, eins og tölvugerðar myndirnar að ofan sýna. Lang- baksgerð, svokallaður Sport- wagon, er einnig á teikniborðinu með framhjóla- og fjórhjóladrifi og einnig aflmeiri, líklega 275 hestafla GTA-útfærsla, sem hugs- anlega verður með keramík- bremsudiskum. Bíllinn verður að öllum líkind- um smíðaður á nýja Premium- botnplötu GM sem búist er við að verði einnig undirstaðan í arf- taka Alfa Romeo 166 og nýjum Spider og GTV en einnig nýjum Saab 9-5 sem kemur einnig á markað 2004. Þessi ákvörðun hefur jafnframt í för með sér þá róttæku breytingu að nýja Alfan verður framleidd í verksmiðju Saab í Trollhattan í Svíþjóð. GM og Fiat hafa uppi áætlanir um framleiðslu á fjórhjóladrifs- bílum á þessum undirvagni sem gefur Alfa tækifæri til að fram- leiða fjórhjóladrifsútgáfu af GTA. Talið er að mikil breyting verði gerð á fjöðrunarkerfi og í 157 verður í boði tvenns konar stýrisbúnaður, annar með sport- legum og nákvæmum hreyfing- um en hinn með léttari og af- slappaðri stýringu. Bíllinn verður með nýjum 2,8, 3,2 og 3,8 lítra V6 vélum sem framleiddar verða af Holden, dótturfyrirtæki GM í Ástralíu. Alfa 157 smíðuð í Svíþjóð? Alfa Romeo 157 verður á sama undirvagni og Saab 9-5. Vélar í bílinn verða m.a. frá Holden, dótturfyrirtæki GM í Ástralíu. NÝR Ford Fiesta, sem verður frumkynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september nk., er eitt best varðveitta leyndarmál Ford nú um stundir. Þess var vandlega gætt að leyna með sem bestum hætti útlínum bílsins sem verið var að prófa í skosku hálöndunum fyrir skemmstu. Þetta er bíllinn sem á að mala gull fyrir Ford en sala á Fiesta hefur dregist verulega saman enda byggist bíllinn á gamalli hönnun þótt hann hafi fengið andlitslyftingu í millitíðinni. Ný Fiesta á að laða að bílkaupendur sem nú beina sjónum einkum að Opel Corsa, VW Polo, Fiat Punto og Peugeot 206. Nýr Fiesta verður 3,90 m á lengd, eða 7 cm lengri en núver- andi gerð og tæpum 7 cm breiðari. Bíllinn verður m.ö.o. mun rúmbetri en núverandi gerð og á að vera leiðandi í þessum stærðarflokki í þægind- um. Við markaðssetningu í haust verður Fiesta aðeins fáanlegur í fimm dyra útfærslu en snemma árs 2003 verður framleiðslu á Ka-smábílnum hætt og þrennra dyra gerð Fiesta leysir hann af hólmi. Bíllinn verður fram- leiddur í Köln í Þýskalandi og Ford hefur sagt að afhending- artími á nýjum bíl verði aðeins 15 dagar frá því viðskiptavinur pantar hann. Gangi þetta eftir yrði það nýtt heimsmet í skömmum afhendingartíma. Ný Fiesta sækir sumt til Focus, eins og hluta undir- vagns en vélarnar verða úr nú- verandi gerðum Fiesta, þ.e. 1,25 l, 75 hestafla vél auk 1,4 l og 1,6 l véla, 90 og 105 hestafla. Þá verður boðið upp á nýja 1,4 lítra dísilvél sem Ford hefur þróað í samstarfi við Peugeot. Fullvíst er talið að á eftir fimm og þrennra dyra bílunum komi lítill fjölnotabíll en þó ekki fyrr en árið 2004. Nýr Fiesta – einn- ig sem fjölnotabíll Automedia Fiesta-fjölnotabíll er einnig á teikniborðinu. Automedia Nýr Fiesta við prófanir á dögunum. LEXUS íhugar að setjaögn stærri bíl en IS200 á markað í Evrópu. Þar er um að ræða bíl, sem er á markaði í Japan undir heitinu Toyota Brevis. Bíllinn gæti verið valkostur þeirra, sem annars kaupa Merc- edes-Benz og BMW 3-línuna með aflmeiri vélum en nú eru fáanlegar í IS200. Brevis myndi fylla gapið milli IS200 og GS300 bílanna. Í Japan er bíllinn fáanlegur með 2,5 og 3,0 lítra V6 vélum sem þykja einstaklega sparneytnar. Þeir eru með fimm þrepa sjálfskiptingu og fáanlegir með fjórhjóladrifi. Nýr Lexus í Evrópu? Laglegur og óvenjulegur smábíll sem æpir á athygli. Sprækur og öðru- vísi 206 CC

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.