Morgunblaðið - 24.06.2001, Qupperneq 18
18 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Á lista og
utan hans
Bandaríska kvikmyndastofnunin (American Film
Institute) fékk nýlega 1.800 fagmenn í kvikmynd-
um vestra til þess að velja bestu spennumyndir
sem gerðar hafa verið og til varð listi yfir tíu
bestu spennumyndirnar. Kemur engum á óvart að
í efsta sæti trónir Geggjun Hitchcocks, Psycho.
Sá litli brandari eins og Hitchcock sjálfur lýsti
henni, lagði grunninn að hrollvekjum nútímans
(sjá t.d. What Lies Beneath).
REYNDAR eru þrjár myndir eftirHitchcock á listanum, sem er enginfurða, hann er meistari spennumynd-anna. Hinar tvær eru Norðnorð vest-
ur (4.) og síðan Fuglarnir (7.) Það er lítið hægt
að segja um þessa fulltrúa meistarans á listan-
um nema hægt hefði verið að nefna a. m. k. tíu
aðrar eftir hann sem hefði alveg eins getað
sómt sér þar. Tvær
skulu nefndar sér-
staklega: Strangers on
a Train og Glugginn á
bakhliðinni (freistandi
að skjóta 39 þrepum inn
í eða Konunni sem hvarf
eða...).
Listinn er annars
nokkuð fjölbreyttur. Á
honum eru allar gerðir
af spennumyndum;
ófreskjumynd, hroll-
vekjur, fjöldamorð-
ingjatryllir, geimtryllir,
löggumynd og æv-
intýramynd.
Sá sem á næstflestar
myndirnar er William
Friedkin sem einhvern
veginn gerði tvær stórkostlega góðar myndir á
áttunda áratugnum og síðan aldrei neitt af viti
eftir það. Þær eru Særingarmaðurinn (3.), ein-
staklega góð hrollvekja enn þann dag í dag, og
Franska sambandið (8.), sem ásamt Bullit lagði
grunninn að nútíma löggumyndinni (hefur
nokkur filmað betri bílaeltingarleik nema þá
James Cameron í Tortímandanum 2?). Er
ánægjulegt að sjá Franska sambandið á listan-
um því ljótt er ef hún gleymist. Svo þessi
spurning: Er Guðfaðirinn ekki spennumynd?
Bókin var í öllu falli góður reyfari.
Aðrar myndir eru viðunandi: Ókindin (2.
sæti, réttilega), Lömbin þagna (5.), Alien (6.),
Rosemary’s Baby (9.) og loks Ránið á týndu
örkinni (10.).
En það eru alltaf myndirnar sem vantar á
þessa lista sem gerir þá áhugaverða. Hvað er
spennumynd? Ef áðurnefnd Tortímandinn 2 er
ekki spennumynd, veit ég ekki hvað hún er og
hún á sannarlega heima á lista yfir þær tíu
bestu (þess má geta að alls voru 400 spennu-
myndir tilnefndar). Það sama má segja um The
Omen eða Fyrirboðann, sem er ekkert síðri en
Særingarmaðurinn. Alien var tímamótamynd
en framhaldsmyndin, Aliens, gaf henni ekkert
eftir og gerði betur en hún að sumu leyti.
Aðrar myndir sem vel eiga heima yfir tíu
bestu spennumyndirnar eru Touch of Evil eftir
Orson Welles og Double Indemnity, fyrir bestu
film noir stemmningu sem hægt er að hugsa
sér.
Nýjasta spennumyndin er tíu ára gömul,
Lömbin þagna frá árinu 1991. Hitchcock-
myndirnar elstar. Ef nýlegri myndir væru
teknar inn á tíu bestu – listann mætti vel hugsa
sér að læða Sjötta skilningarvitinu með; Shyal-
aman gerði svo vel í fyrstu tilraun að hann á
varla eftir að gera betur.
Það eru eingöngu bandarískar bíómyndir á
listanum yfir tíu bestu spennumyndirnar. Ef
aðrar en bandaríska ættu að fara inn á hann
kemur M eftir Fritz Lang strax upp í hugann.
Svo eru það íslensku spennumyndirnar.
Þær eru reyndar ekki margar en nokkrar
samt og spurning hverjar séu bestar. Til hægð-
arauka skulu nefndar nokkrar fyrir ykkur að
velja úr: Húsið, Skammdegi, Foxtrott, Nei, er
ekkert svar, Sporlaust.
SJÓNARHORN
Eftir Arnald Indriðason
Þessa byggingu
þarf ekki að kynna
fyrir hrollvekjuunn-
endum, né leikkon-
una; Heimili Bates-
mæðginanna og
Janet Leigh.
Reuters
Vinter-
berg
leggur
allt undir
Eftir að Thomas Vinterberg gerði Festen hafa
allir beðið spenntir eftir næstu mynd frá hon-
um. Hún heitir It́s All About Love og eru upp-
tökur nú í fullum gangi í Trollhättan í Svíþjóð.
Hingað til hefur hvílt mikil leyndyfir myndinni, en á stuttumblaðamannafundi í Svíþjóð fyr-ir skömmu lyfti Thomas slörinu
örlítið af leyndardómnum, en ennþá er
margt óljóst. Á blaðamannafundinum
voru einnig báðar stjörnur Vinterbergs,
Clare Dane og Joaquin Phoenix, en hann
svaraði blaðamönnum úti hött, enda
ekki mikið gefinn fyrir þessa stétt.
Það sem kom fram var í stuttu máli:
Þetta er dogma á röngunni, þeas.
myndin er tekin í breiðformati (Cine-
mascope), allt er skipulagt í smæstu
smáatriðum, ekkert er spunnið á staðn-
um, ekkert er tekið on location, eða í
eðlilegu umhverfi, meira að segja úti-
atriði í New York eru tekin í Kaup-
mannahöfn. „Við fölsum allt,“ segir
Thomas. „Þetta er eins úrkynjað eins og
það getur verið en gefur um leið sköp-
uninni lausan tauminn.“
Myndin á að gerast 2021 og efn-
islega segir hún frá bókmenntamann-
inum John (Joaquin) og pólsku skauta-
drottningunni Elena (Clare), sem búa
hvort í sínu landi í heimsborgaralegu
hjónabandi, sem hefur runnið sitt skeið
á enda. En þegar þau hittast til að
skrifa undir skilnaðarpappírana, ákveða
þau að gefa ástinni enn einn mögu-
leika.
Thomas skrifar handritið í náinni
samvinnu við gamla kennarann sinn,
Mogens Rukov, en Rukov er án efa lyk-
ilpersóna í velgengni danskra kvik-
mynda síðustu ára. Í handritinu er að
finna ýmis undarlegheit, heim-
skautakuldinn breiðist um heiminn, fólk
fer að hrynja niður á götum í New
York og í Uganda verður fólkið án
þyngdarafls.
„Ég veit að þetta hljómar und-
arlega“, segir Thomas, „en við reynum
að búa til samhengi milli þeirrar
óreiðu, sem er í heiminum og þeirrar
óreiðu, sem er inni í manneskjunni. Og
við erum reyndar með þráð, sem bind-
ur þessa hluti saman.
Við köstum okkur út í hluti, sem við
strangt til tekið ekki megum, en við
vonum að áhorfendur geti safnað þráð-
unum saman. Þetta er okkar leið til að
takast á við þrýstinginn eftir Festen,
við köstum okkur út í vatnið, þar sem
það er dýpst – og förum eins langt frá
landi eins og við mögulega komumst.“
Áætlað er að Thomas komi að landi
með myndina í Cannes 2002.
Sigurður Sverrir Pálsson
KAUPMANNAHÖFN
Stjörnur á strætum Prag: Bruce Willis á
bæjarrölti við tökur á Hart’s War.
HVERNIG fer stúlka frá Texas að þvíað leika erkibretann Bridget Jones svoöllum líki? Svarið fæst í myndinni
Dagbók Bridget Jones eða
Bridget Jones’s Diary sem
frumsýnd verður hér á landi
hinn 13. júlí nk. en með aðal-
hlutverkið í henni fer René
Zellweger, ung leikkona frá
Texas, sem orðin er ein helsta
stjarna Hollywood-mynd-
anna. Hún er fædd í Houston
í Texas og skráði sig á leik-
listarnámskeið aðeins 11 ára
að aldri vegna þess að bróðir
hennar lærði leiklist og hún
„þurfti að herma allt eftir
honum“. Síðar hætti bróðir-
inn að leika en hún hélt því
áfram og fékk sitt fyrsta
verkefni sem leikari þegar
hún var 21 árs, lék í auglýs-
ingu fyrir nautakjötsframleið-
endur. Sjálf er hún grænmet-
isæta. „Þetta var það fáránlegasta sem ég hef
nokkurn tímann gert á ævinni,“ segir hún.
Kvikmyndahlutverkin voru smá í upphafi í
myndum sem varla kallast listaverk; Keðju-
sagarmorðinginn frá Texas snýr aftur og
Dazed and Confused. Aðrar hétu Lova And A
45 og The Whole Wide World. Svo var það ár-
ið 1996 sem leikstjórinn Cameron Crowe réð
hana til þess að leika á móti Tom Cruise í Jerry
Maguire og hún sló í gegn. Hún hefur ekki
þurft að hafa áhyggjur af verkefnaskorti síð-
an eða Keðjusagarmorðingjanum frá Texas.
Þegar tökum á myndinni lauk sagði Tom við
hana að hún gæti leitað til sín hvenær sem
hún vildi ef hún lenti í vandræðum eða vant-
aði verkefni en hún hefur ekki enn hringt í
hann. „Ég veit þó af honum,“ segir hún í sam-
tali við breska kvikmyndatímaritið Empire.
„Hann er algjör engill. Ég get ekki hælt hon-
um nógu mikið. Hann er góður maður.“
Zellweger lék á móti Tim Roth í Deceiver ári
seinna og á móti Meryl Streep í One True Thing
en besta myndin hennar hingað til er án efa
Hjúkkan Betty eða Nurse Betty. Þar lék hún
af skemmtilegu innsæi unga konu sem fer yf-
ir um þegar hún verður vitni að morði og
uppáhalds sápuóperan hennar í sjónvarpinu
verður að raunveruleika og hún eltist við
stjörnu sápunnar í Los Angeles.
Dagbók Bridget Jones var hennar næsta
mynd. Einhver fékk þá ágætu
hugmynd að besti undirbúning-
ur Zellweger fyrir hlutverk Brid-
get væri að vinna á skrifstofu í
London, nánar tiltekið hjá Mac-
millan-útgáfunni og vill svo til
að hún gaf út Dagbók Bridget
Jones eftir Helen Fielding. Svo
leikkonan hóf störf hjá mark-
aðsdeild fyrirtækisins og vann í
þrjá mánuði frá níu til fimm
eins og hver annar starfsmað-
ur.
„Ég var í fjórföldu starfi áður
en tökur hófust,“ segir Zellweger.
„Ég vann við að fita mig fyrir
hlutverkið, ég sótti tíma hjá tal-
þjálfara, ég sótti æfingar með
leikurunum og ég mætti í vinn-
una hjá Macmillan. Og vinnunni
lauk ekki þegar ég kom heim
því þá settist ég niður til þess að horfa á Eas-
tenders svo ég væri inni í því sem fólk talaði
um í vinnunni. Það fór allur tími minn í þetta
og það var hálf einmanalegt fyrir mig.“
Mikið var skrifað um gerð myndarinnar í
bresku blöðunum meðan á henni stóð og sér-
staklega mataræði Zellwegers, sem þurfti að
fita sig um töluvert mörg kíló; hún þurfti að
verða þybbin en ekki feit. Hún fékk ráðgjöf
um mataræði hjá lækni. „Ef þú vilt safna á
þig kílóum skaltu bæta við þig tveimur eggj-
um í morgunmat og drekka mjólkurhristing
klukkutíma síðar og setja oní þig súkku-
laðistykki fyrir hádegið. Borðaðu heila pizzu í
hádegismat og salat með þykkri salatsósu og
mjólkurhristing og kökubita í eftirrétt ...
Og áfram og áfram.
Allt hafði þetta sín áhrif. Zellweger var sér-
staklega hrósað fyrir túlkun sína á Bridget
Jones. Það er víst engin leið að sjá að hún sé
frá Texas.
Dagbók René Zellweger
Reuters
René Zellweger: ung leikkona frá Texas sem orðin er ein helsta stjarna Hollywood-myndanna.
René Zellweger elti
stóra bróður sinn í leiklist-
arnám vegna þess að hún
þurfti að gera allt eins og
hann. Fyrsta stóra verk-
efnið hennar var auglýsing
fyrir nautakjötsframleið-
endur í Texas og síðar lék
hún í framhaldi Keðjusag-
armorðingjans og fleiri lítt
kunnum myndum áður en
hún hreppti stóra vinning-
inn og lék á móti Tom
Cruise í Jerry Maguire.
Eftir Arnald Indriðason
SVIPMYND
Ný söngva-
og dansamynd
Um helgina
hefjast tökur
á Regínu.