Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 B 3 vel með því sem var að gerast.“ Oft hafa þær skoðanir heyrst að The Washington Post hafi verið á nornaveiðum gagnvart Nixon með umfjöllun sinni um málið: „Það var ekki The Washington Post sem neyddi Nixon til að segja af sér, held- ur hann sjálfur með gjörðum sínum. Það voru skrifaðar yfir 400 greinar um málið í blaðið áður en hann sagði af sér og blaðið kom upplýsingum til almennings um stórkostleg brot for- setans gagnvart stjórnarskránni. Hlutverk dagblaða er að upplýsa al- menning og það gerði The Washing- ton Post í þessu máli sem og öðrum,“ segir Bradlee. Atburðarásin á hvíta tjaldið Kvikmyndin „All the presidents men“, sem gerð er eftir samnefndri sögu Woodward og Bernstein um Watergate-málið, var frumsýnd árið 1975. Það voru Robert Redford og Dustin Hoffman sem léku blaða- mennina, en leikarinn góðkunni Jas- on Robarts, sem nýlega er látinn, lék Bradlee. Kvikmyndin fékk mjög góðar viðtökur og segir Bradlee að myndin lýsi atburðunum nokkuð vel: „Við verðum að átta okkur á því að kvikmyndin, sem er tæpir tveir tímar að lengd, er að lýsa máli sem við unnum að í 26 mánuði. En mynd- in er góð og mér finnst það merkilegt að enn þann dag í dag er hún vin- sæl.“ Bradlee segir að það sé nokkuð skrýtið að sjá aðra persónu leika hann sjálfan á hvíta tjaldinu: „Hann gerði þetta svo vel að ég er alveg sáttur.“ Bradlee telur að jafnumfangsmik- ið hneykslismál og Watergate eigi eftir að stinga upp kollinum aftur. „Líttu bara á þau hneykslismál sem hafa verið að koma upp síðustu ár. Og það eru örugglega einhverjir op- inberir starfsmenn eða áberandi persónur sem eru að brjóta lög og ljúga.“ Bradlee segir að stjórnmála- menn séu meðvitaðri nú en áður um afleiðingar þess að brjóta lög og að hluta til sé það Watergate-málinu að þakka, en hann segir þá samt fara oft yfir þessa mjóu línu. Hann segir einnig að almenningur hafi dregið þann lærdóm af Watergate að fólk í ábyrgðarstöðum segi ekki alltaf all- an sannleikann. Þegar rannsókn blaðsins stóð sem hæst ákvað ritstjórn blaðsins að hverja vísbendingu sem bærist yrði að staðfesta með tveimur heimildar- mönnum. Bradlee segir að þessi regla sé nú í gildi um allan heim, í það minnsta á ábyrgum fjölmiðlum. „Í blaðamennsku þarftu að vita eða komast að því af hverju fólk er að tala við þig og segja þér einhver leyndarmál. Hvað liggur þar að baki? Og þegar þú kemst að því ertu á réttri braut,“ segir Bradlee. Bradlee segir að blaðamennska í dag sé mun betri og harðari en hún var fyrir 30 árum. „Eitt af því góða sem fylgdi Watergate-málinu var það að mikill fjöldi mjög hæfra blaðamanna hóf störf í blaða- mennsku og kom með mikla fag- mennsku inní stéttina. Watergate jók ekki beint vinsældir blaðamanna en fólk fór að sjá möguleikana sem felast í starfinu.“ Bradlee segir að reglulega séu gerðar skoðanakann- anir meðal almennings í Bandaríkj- unum á ýmsum starfsstéttum. Blaðamannastéttin er ofar í virðing- arstiganum en þingmenn og opin- berir embættismenn, en herinn og starfsfólk kirkjunnar eru ofar. Vinskapur við Kennedy Þegar Ben Bradlee fluttist í Georgetown-hverfið í Washington árið 1957 kynntist hann ungum þing- manni á Bandaríkjaþingi, John F. Kennedy. Mikil vinátta tókst með þeim og fjölskyldum þeirra og var samgangur þeirra mikill. Á þessum tíma var Bradlee blaðamaður á skrif- stofu Newsweek í Washington. Þeg- ar John F. Kennedy tekur við for- setastólnum árið 1961 sem 35. forseti Bandaríkjanna fara strax að heyrast raddir um óeðlileg tengsl Bradlee, blaðamannsins á Newsweek, við for- setann. Margir töldu að þarna væri um hagsmunaárekstra að ræða. „Já, að sjálfsögðu, en þegar almenningur sá einhverja frétt um Kennedy í Newsweek þá vissu þeir að ég væri heimildarmaðurinn. En aftur á móti hafa allir þeir ritstjórar sem ég ber einhverja virðingu fyrir verið harð- lega á móti því að skrifaðar séu áróð- ursgreinar um einhverja einstak- linga í blöð þeirra. Og á þann hátt var um hagsmunaárekstra að ræða, þótt ég hefði aldrei skrifað slíkar greinar um forsetann.“ Bradlee segir að kynni sín af for- setanum hafi verið góð. Hann kom honum fyrir sjónir sem glæsilegur alþýðumaður sem skildi bandarísku þjóðina. „Hann var mjög greindur, vel að sér í bandarískri sögu, dálítill glaumgosi og afskaplega viðkunnan- legur á allan hátt og frábær forseti,“ segir Bradlee. Margar bækur hafa verið ritaðar um Kennedy og hafa ýmsar álykt- anir verið dregnar varðandi ástar- mál forsetans. Ben Bradlee hefur m.a. skrifað bók um forsetann sem byggist á samtölum við hann. Bókin hefur verið mikið notuð af ævisagna- riturum þar sem Bradlee kemur fram með nýjar upplýsingar um þennan merka mann: „Sagan hefur kennt okkur að Kennedy átti í ást- arsamböndum við konur meðan hann gegndi forsetaembættinu, en lífið var öðruvísi þá. Hann var aldrei kærður fyrir kynferðislega áreitni og hann laug ekki til um neitt. En það væri erfitt fyrir sitjandi forseta í dag ef upp kæmist um framhjáhald, eins og dæmin sanna.“ Átta ára heróínfíkill Eitt það alvarlegasta sem getur gerst á dagblaði er þegar rangt er greint frá atburðum líðandi stundar. Flest dagblöð lenda í því að gera mistök og segir Bradlee að sín mestu mistök megi rekja til þess þegar hann samþykkti að birta umfjöllun um ákveðið mál eftir blaðakonu að nafni Janet Cook. Grein blaðakon- unnar birtist á forsíðu aukablaðs Washington Post og fjallaði um 8 ára svartan dreng sem var heróínfíkill. Greinin fjallaði um líf þessa drengs og greindi frá því að fósturfaðir hans hefði sprautað hann með heróíni frá 5 ára aldri. Sagan um litla drenginn birtist í öllum helstu fjölmiðlum heimsins og var umfjöllunin valin af Washington Post sem framlag blaðs- ins til Pulitzer-verðlaunanna og hreppti blaðið verðlaunin. En stuttu eftir að verðlaunin voru afhent vökn- uðu grunsemdir um að umfjöllunin væri ekki á rökum reist. Í ljós kom að þessi átakamikla saga eftir Janet Cook var uppspuni frá rótum. Blaðið beið mikinn hnekki við þetta og að sjálfsögðu varð aðalritstjórinn að skotmarki í málinu. „Þetta var mjög erfitt mál fyrir blaðið og að sjálf- sögðu skiluðum við verðlaununum. Um leið og við fengum vitneskju um að sagan væri uppspuni þá hófum við mikla rannsóknarvinnu og viður- kenndum mistök okkar opinberlega. Í kjölfarið hófst mikil vinna við að endurbyggja traust blaðsins og áreiðanleika,“ segir Bradlee. Með rannsókn sinni á Watergate- málinu festi The Washington Post sig í sessi sem eitt virtasta dagblað heims. „Í Bandaríkjunum, þegar minnst er á virt dagblöð og ábyrgan fréttaflutning er talað um The Washington Post og The New York Times. Fyrir Watergate var aðeins talað um The New York Times, en eitt af mínum markmiðum var þegar ég tók við sem aðalritstjóri að koma The Washington Post jafnfætis því ágæta blaði og það tókst.“ Þó að Bradlee sé að verða áttræð- ur notar hann Netið töluvert og finnst það stórkostlegt og bjóða uppá mikla möguleika: „Ég skoða reglulega vefútgáfu Washington Post og finnst hún góð. En ég veit að einn daginn þurfa stóru dagblöðin að fara að rukka gjald fyrir þessa þjón- ustu. Það gengur ekki fyrir þau að veita þessa fríu þjónustu endalaust.“ Bradlee segir að mikið af þeim net- fréttastofum sem starfræktar eru í dag séu með mjög óábyrgan og óvandaðan fréttaflutning: „Maður þarf nú reyndar bara að líta á nokkur dagblöð til að sjá verulega óvandað- an fréttaflutning. En ég hef aldrei skilið fólk sem heldur því fram að tími prentútgáfu dagblaðanna sé lið- inn. Getur fólk tekið tölvuna með sér á klósettið eða í ferðalagið? Dagblöð- in, sem fólk getur lesið hvar sem er verða alltaf til staðar.“ Sameiginleg rannsókn á Flórída-talningunni Mörgum eru í fersku minni síð- ustu forsetakosningar í Bandaríkj- unum þar sem dómstólar skáru úr um hver væri réttkjörinn forseti Bandaríkjanna. Stórblöðin Washing- ton Post og New York Times hófu fyrir nokkrum mánuðum rannsókn á talningarmálum Flórída-ríkis og segir Bradlee að vænta megi niður- stöðu úr þeirri rannsókn eftir um það bil einn mánuð: „Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar eftir mánuð, rúmum sex mánuðum eftir að Bush tók við forsetaembættinu og það er ansi langur tími. Ég held að niðurstöður rannsóknarinnar verði frekar óljósar og breyti ósköp litlu. Þessu er lokið og fyrri rannsóknir hafa sýnt að Bush hafi unnið Flór- ídafylki. En þetta sýnir að það þarf að endurskoða kosningalöggjöfina.“ Ritstjórar eru áhrifamiklir ein- staklingar sem hafa sterkar skoðanir á málefnum og eru í miklum sam- skiptum við fólk á öllum stigum þjóð- félagsins.“ Og Bradlee hefur svo sannarlega skoðanir á málefnum líðandi stund- ar. Hann telur að Bill Clinton, fyrr- verandi Bandaríkjaforseti, hafi gert nýkjörnum forseta auðveldara fyrir fyrstu mánuðina í starfi með þeim hneykslismálum sem upp komu í valdatíð hans. Bradlee hefur hitt Bush-hjónin og fannst mikið til þeirra koma. Hann telur að geim- varnaáætlun Bandaríkjanna stuðli ekki að upphafi nýs kalds stríðs milli stórveldanna: „Nei, ég tel ekki að kalt stríð sé í uppsiglingu. Í fyrsta lagi veit ég ekki hvernig þeim tekst að hanna kerfi þar sem kúla skýtur niður aðra kúlu. Reyndar hef ég allt- af borið mikla virðingu fyrir tækninni og sjálfsagt á þeim ein- hvern tíma eftir að takast að búa slíkt kerfi til. Og í öðru lagi eru svo mikil vandamál framundan hjá Bush forseta og ríkisstjórn hans að þeir geta ekki hugsað um mikið annað. Fyrir utan það að nú fer ljóminn að fara af nýja forsetanum.“ Höfundur er sjálfstætt starfandi blaðamaður. „Við vissum að ef við hefðum rangt fyrir okk- ur í þessu máli, þá yrðum við allir atvinnu- lausir og fengjum hvergi starf innan fjölmiðla- heimsins og dagar blaðsins hefðu verið taldir. Ábyrgð ritstjóranna, fréttamannanna og blaðsins var því mikil.“ Mörkinni 3, sími 588 0640 G læ si le g hú sg ög n Sérpantanir Opið virka daga frá kl. 12-18.                               

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.