Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.2001, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 24. JÚNÍ 2001 MORGUNBLAÐIÐ YFIR helmingur íbúa Kos-ovo er undir 25 ára aldriog það leynir sér ekki ágötum og strætum. Kos-ovo er ólgandi af óþreyju og krafti ungs fólks, sem vill breyt- ingar og umbætur en veit kannski ekki alveg hvernig best sé að koma þeim í framkvæmd. Sumir tóku upp vopn um tíma, aðrir semja tónlist sem enn fjallar að miklu leyti um stríðið og það að vera Albani. Flest- ir hafa hins vegar kosið að bíða bara og sjá, bíða á kaffihúsum eða á net- þjónustum, því það er ekki um svo marga aðra staði að ræða. Framtíðarhorfur ungs fólks í Kosovo eru í raun skelfilegar, um það eru flestir sammála. Mennta- kerfið er nánast í molum, atvinnu- leysi gríðarlegt og aðgerðir til að fjölga atvinnumöguleikum og treysta þá takmarkaðar. Þegar rætt er við unga fólkið virðist það hins vegar hafa takmarkaðar áhyggjur af því hvort það fær vinnu eða ekki. Ástæðan fyrir hinu kunnuglega „þetta reddast“-viðhorfi er marg- þætt, ekki síst arfleifð kommúnism- ans, svo neðanjarðarkerfið sem við tók síðustu tíu árin undir stjórn Serba. Neðanjarðarkerfi sem var gott svo langt sem það náði, vandinn er bara sá að það var ekki langt. Menntun ungs fólks beið mikinn skaða af því að eina kennslan sem fram fór var við frumstæðar að- stæður í heimahúsum þar sem flest- öll kennslugögn skorti, bækur voru af skornum skammti og kennarar misjafnlega menntaðir. Ein afleið- ing þessa er að leitun er að fólki sem skrifar albönsku vel og stafsetur rétt, að sögn háskólamenntaðra kennara og blaðamanna. „Mennta- kerfið er í rúst, það verður ekki orð- að öðruvísi,“ segir Aferdita Kelm- endi, sem rekur sjónvarps- og útvarpsstöðina 21 og undir það tek- ur Gilles Everts, hjá viðskipta- og iðnþróunardeild SÞ. „Fólki undir 25 ára aldri í Kosovo hefur meira og minna verið neitað um menntun.“ Viðskiptavit og prófgráður Þeir sem hafa prófgráður frá há- skólanum í Pristina fá þær hvergi viðurkenndar utan Kosovo en Sam- einuðu þjóðirnar vinna nú að um- bótum á námsskrá háskólans og stefnt er að því að hann verði við- urkennd menntastofnun innan fárra ára. Ásóknin er engu að síður mikil í skólann og komast færri að en vilja í sumar deildir hans, t.d. læknadeild- ina, en kalla þurfti til lögreglu til gæta þess að inntökuprófin í deild- ina sl. haust færu friðsamlega fram. Þá eru máladeildirnar, einkum enskudeildin, vinsælar. Stærsta deild háskólans er þó hagfræðideildin, og kemur líklega ekki á óvart í héraði þar sem gott viðskiptavit getur fleytt mönnum lengra en flest annað. Starfsmenntun er af skornum skammti og ekki viðurkennd er- lendis frekar en háskólamenntunin. „Sem betur fer er viðskiptavit Kosovo-búa þróað en ekki geta eða vilja allir fara út í viðskipti,“ segir Everts. „Enn er þó ekki of seint fyr- ir unga fólkið að velja sér svið, og standa menntastofnanirnar í Kos- ovo frammi fyrir mikilli áskorun að veita því góða starfsmenntun. Þá stendur iðn- og viðskiptadeild Sam- einuðu þjóðanna frammi fyrir því stóra verkefni að hjálpa til við að skapa fjölbreyttan markað, ekki bara röð pizzastaða.“ Aferdita Kelmendi er ekki eins bjartsýn og Everts. Hún telur al- þjóðasamfélagið ekki gera sér fulla grein fyrir mikilvægi þess að verða ungu fólki úti um góða menntun og atvinnutækifæri. Takist það ekki, kunni sú mikla orka sem í því búi að renna í rangan farveg og að ungt fólk streymi úr landi. Undir þetta tekur vestrænn embættismaður: „Það er augljóst að helsta útflutn- ingsvara Kosovo í framtíðinni verð- ur ungt fólk. Það er nokkuð sem þykir ekki gott að segja upphátt en enginn vafi leikur á að æ fleira ungt fólk sér enga framtíð hér.“ Tvö bíó, ótal kaffihús Á meðan unga fólkið bíður þess að ástandið batni situr það aðallega á skólabekk eða á kaffihúsum, af- þreying er af skornum skammti. Í höfuðstaðnum Pristina eru tvö kvik- myndahús, hvort um sig með einum sal. Líkamsræktarstöðvunum fjölg- ar hægt og rólega þótt hætt sé við því að Vesturlandabúum þætti að- staðan heldur frumstæð. Íþrótta- vellir eru fáir og aðstaðan léleg en það kemur þó ekki í veg fyrir að út um allt sé sparkað í fótbolta eða ver- ið í körfubolta. Netkaffihús eru nær óteljandi, þau hafa sprottið upp eins og gorkúlur og bera öll vitni um að menn hafa ekki miklar áhyggjur af stöðu tungunnar gagnvart erlend- um málum. Barir og dansstaðir eru út um allt og opnir fram eftir öllu. Ungt fólk í Kosovo er um flest líkt jafnöldrum sínum í Evrópu, það klæðir sig í svipuð föt, þótt sumir kvarti reyndar sáran yfir lélegu úr- vali tískufatnaðar. „Fataúrvalið hérna er hræðilegt og gæðin engin. Ég er svo heppin að fjölskylda og vinir fara stundum utan og kaupa þá föt fyrir mig. Einstöku sinnum freistast ég engu að síður til að kaupa mér eitthvað en ég sé alltaf jafnmikið eftir því,“ segir Arlinda, sem er 24 ára. Hún gerir hins vegar lítið úr takmörkuðu framboði á af- þreyingu; maður saknar ekki þess sem maður hefur aldrei notið. Kaffi- húsaferðir með vinkonunum eru helsta afþreyingin. Tónlistin er að hluta sú sama enda er gervihnattamóttakaraeign Ung og óþreyjufull á kaffihúsunum Kynlíf og eiturlyf, rapp- tónlist og kynslóðabil. Allt hefur þetta hafið innreið sína í Kosovo þar sem mót- takendurnir eru ungt fólk sem á ekki sérlega bjarta framtíð fyrir sér. Urður Gunnarsdóttir og Thomas Dworzak voru nýlega á ferð í Pristina þar sem netkaffi og dansstaðir eru á hverju strái. Thomas Dworzak / Magnum Photos Magnum Photos/Thomas Dworzak Stúlkur í Kosovo ganga fram hjá breskum hermönnum. Vera tugþúsunda erlendra hermanna skapar vissulega spennu meðal fólksins. Hermönnunum er uppálagt að halda sig í fjarlægð frá konum á staðnum enda er slíkt litið alvarlegum augum hjá múslimum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.